Tíminn - 10.05.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.05.1963, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjói'i: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarimi Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Ilelgason ofi Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjómarskrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300 -18305, Scfcrifetofur Bankastræti 7: Af- greiðslusími 12323, Auglýsingar, sími 19523 — Aðrar skrif- j stofur, simi 18300. — Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan lands. í Iausasðlu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f, — j____________________________________________ Getur glundroðinn orðið meiri? í stjórnarblöðunum er nú kyrjaður sá söngur, að hér muni skapast hinn mesti glundroði í efnahagsmálum, e.f stjórnarflokkarnir missa meirihluta sinn í kosningun- um 9, júní. Ge tur glundroðinn orðið meiri í efnahagsmálunum en hann hefur verið seinustu misserin? Dýrtíðin hefur farið sívaxandi. alli hefur farið hækk- andi og allar áætlanir. sem hafa verið gerðar, hafa því reynzt á sandi byggðar. Nær allir lcaupgjaldssamningar eru lausir og bersýniléga aðeins tímaspursmál hvenær næsta kauphækkunarbarátta hefst. skv. ályktun nýlokins fundar Landssambands íslenzkra verzlunarmanna, þar sem stjórnarsinnar hafa þó meirihlutann. Manna á meðal er nú rætt um fátt meira en nýja gengislækkun, ef obreyttri stjórnarstefnu verður fylgt Glundroði í efnahagsmálum getur vissulega ekki orðið meiri en hann er nú. Og hann mun vissulega haldast áfram, ef líf stjórnarinnar verður framlengt, því að henni myndi ekki farnast betur á næsta kiörtímabili en því, sem er að ljúka. Með því að kjósa stjórnarflokkana eru menn því að kjósa áframhaldandi glundroða. Eina vonin um breytta stefnu felst i bví að svipta stjórn arflokkana meirihlutanum Nauðsynleg samstaða Hvers vegna er íhaldsflokkurinn miklu sterkari hér en á Norðurlöndum og í Bretlaudi? Meginskýringin er sú, að á Norðurlöndum og í Breti.mdi hafa íhaldsand- stæðingar sameinazt i einn sterkan flokk, en hér hafa þeir skipt sér í marga flokka. Af þessu verða íslenzkir íhaldsandstæðingar að læra. belr verða að þoka sér saman í einn öflugan flokk. Það getur ekki orðið Alþýðuflokkurinn sem er alveg genginn ínaldinu á hönd. Það getur ekki nrðit Alþýðubandalagið, sem fjarstýrður flokkur og mur. því hljóta svipuð endatok hér og bræðraflokkar þess á Norðurlöndum, kornmúnistaflokkarnir. Það getur aðeins orðið Fram- ‘■•óknarflokkurinn, sem er langstærsu og öflugasti flokk- ur íhaldsandstæðinga. thaldsandstæðingar sýndu líka þann skilning í stór- auknum mæli í bæjar og sveitarstvú narkosn.ingunum í tvrravor. Þessu þurfa þeir að fylgja ettir með enn meiri eflingu Framsóknarflokksins í kosmngunum 9. júní. Flnnbogi Rútur Seinustu árin hefur Finnbogi Rútui Valdimarsson venð þingmaður Alþvðubandalagsins scm helzt hefur reynt ní rísa gegn ofrík; kommúnista þar. Hann hefur hins vegar litlu áorkað og því gefizt upp og hætt þing- mennsku, eins og Héðinn Valdimarsson gerði forðum eft- ít að hafa reynt samvinnu við kommúnísta um skeið. t stað Finnboga kemur Gils Guðmundsson, sem er mein- hægur maður og atkvæðalítill Kommúnistar hafa með þessu styrkl völd sin í Alþýð .bar.dalaginu betur en nokkru sinni fyrr. Það er þvi óeðlilegt að aðrir en hieinræktaðir knmm- únistar kiósi Alþýðubandalagið ið þessu sinni Til að sýna það hve fjarri lagi þessi sjálfshólsskrif Bjarna eru, eða álíka mikið og frægðarsögur Vellygna-Bjarna, þegar hanti þóttist draga margfalt stærri fiska úr sjó en aðrir, skal hér aðeins bent á nokkur atriði. Landhelgismáliö Hver liefur verið ,forusta‘ Bjarna í utanríkismálum? Fá skrif hafa birzt kátbros- legri um langt skeið en sjálfs- hólsskrif Bjarna Benediktsson. ar um, að hanra hafi öllum öðr- um mönnum fremur móta'ð ut- anríkismálastcfnu íslands síð- an styrjöldinni lauk, og gert það með svo miklum ágætum, að hann sé sjálfkjöriran foringi íslendinga á komandi árum. Fyrsta sporið til útfærslu á fiskveiðilandhel.ginni var upp- sögn landhelgissamningsins við Breta frá 190/. Þá stefnu, að þeim samningi væri sagt upp, markaði Bjarni síður en svo. Þvert á móti beitti hann sér gegn þvf á Alþingi, að samþykkt yrði tillaga, sem Framsóknarmenn fluttu þar fyrstir manna um upp- sögn samningsins. Stærsta sporið, sem stigið hef- ur verði í landhelgismálinu, er útfærsla landhelginnar í 12 míl- ur, sem var ákveðin vorið 19F„ Ekki hafði Bjarni forustu um þá útfærslu, heldur beitti hann sér gegn henni. Eftir að útfærslan í 12 mílur hafði verið ákveðin, var það mik- il nauðsyn, að þjóðin stæði ein- huga um hana meðan verið væri að afla henni viðurkenningar annarra þjóða sumarið 1958. Bjami og flokkur hans skárust hér hins vegar alveg úr leik. Dag eftir dag fluttl Mbl. undir stjórn Bjarna þann áróður, að þjóðin væri klofin í málinu og raunar stæðu kommúnistar einir að útfærslunni. Bretar trúðu þessu og gripu þvi til hernaðar- ofbeldis. Það skal hins vegar ekki haft af Bjarraa, að eftir að fullur sig- ur hafði verið unninn í 12 mílna- málinu haustið 1960, hafði hann forustu um undanhaldssamning- inn, sem veitti Bretum undan- þágur til veiða innan 12 míln- anna og afsalaði jafnframt hin- um einhliða rétti D1 land- grunnsins. í framhaldi af því má við engu frekar búast en að undanþágurnar verði framlengd- ar eða Bretum veitt einhver jafn gild hlunnindi, ef Bjarni niarkar stefnuna áfram. Varnarmálin Eftir að herinn kom hingað að nýju sumarið 1951, hafði Bjarni sem utanríkismálaráð- herra forustu um, hvernig sam- búðinni við herinn væri háttað Undir forustu Bjarna var þess- ari sambúð þannig háttað, að hermennirnir gátu farið frjálsir ferða og var samneyti þeirra og landsmanna eins náið og verið gat. Þessu fylgdu strax margvís- legir sambúðarerfiðleikar í Reykjavík og víðar. Jafnhliða þessu fengu erlendir verktakar að taka að sér framkvæmdir ' Keflavík. og fluttu þeir inn er lenda verkamenn. svo að þús undum skipti. Hinir erlendu verktakar komu á margan háli ósanngjarnlega fram við íslenzka „Eii lyðræðlssLmiar crw i varðacrgi xim scefrau bans. ÞESSA MYND birti Biarni Benediktsson af sér í Mbl. síSastliSinn þriðiu- dag, ásamt meðfylgjandi undirskrift. verkamenn og virtu lítt íslenzka kauptaxta. Óstjórnin í þessum málum, mátti því heita alger, er Bjarni hrökklaðist úr sæti utan- ríkisráðherra sumarið 1953. Undir forustu Framsóknar- manna var þá mörkuð alveg ný stefna í samskiptum við varnar- liðið. Það var að mestu lokað inni og þannig dregið stórkost- lega úr samskiptum þess og landsmanna. Erlendu verktak arnir voru látnir hætta og erlendu verkamennirnir látnir fara. Góðri reglu var komið á kaupgjaldsmál íslenzkra verka- manna. Þessari stefnu, sem Framsóknarmenn mörkuðu, hef- ur í stóru.m dráttum verið fylgt síðan. Hér var góðu heilli alveg horí ið frá þeirri sambúðarstefnu. sem Bjarni var búinn að móta og gert hefði dvöl hersins hér að hreinni landplágu. Efnahagsbandalags- málið Stærsta utanríkismálið, sem nú er til meðferðar, er afstaða íslands til Efnahagsbandalags i Evrópu Þar markaði Bjarni i upphafi þá stefnu, eins og sjá niá á Mbl. frá sumrinu 1961, að ísland ætti þá þegar að sækja um fulla aðild að bandalaginu. Fram sóknarflokkurinn beittj sér hins vegar gegn þessu og átti það sinr þátt í því, að ríkisstjórnin hvari að sinni frá þessari fyrirætlun Það er ljóst af ölju því, sem komið hefur fram að undan- förnu, að Bjarni og flokkur hans eru nú fylgjandi því, að sótt verði um aukaaðild að bandalag- inu, en aukaaðildinni mun fylgja að semja verður um atvinnu- rekstrar- og atvinnuréttindi til handa útlendingum hér á landi, og þá vafalaust helzt í fiskiðnað- inum. Landhelgisgæzlan Það er rétt, að í landhelgis- gæzlumálunum er Bjarni nú að marka nýja stefnu Hingað til hefur þeirri -stefnu verið fylgt, að varðskipin skytu föstu skoti að togara, sem óhlýðnaðist. eða reyndi að sigla á þau. Hin nýja stefna Bjarna er fólgin í því, að nú megi aðeins skjóta púðurskot- um og síðan eigi að bíða, unz brezk' herskip komi á vettvang og annist töku sökudólgsins! Hin gamla stefna hefur gefizt vel, skapað iandhelgisgæzlunni á- lit og aldrei leitt til nemna slysa. Fátt er hins vegar líklegra en að hin „nýja stefna“ Bjarna geri landhelgisgæzluna áhrifalitla og geti æst landhelgisbrjóta til of- beldisverka. sem séu hættuleg öryggi sjómar.na. , MForusta“ Bjarna Hér hefur þá , stórum drátt um veri'ð rakið. hvernig háttað hefur verið ,.forustu“ Bjarna Benediktssonai utanríkismál um. Framli a oi., 13. TÍMINN, föstudagiim 10. maí 1963 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.