Tíminn - 10.05.1963, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RIKID
WILLIAM L. SHIRER
loSinnar haía meirihluta. En Hitl-,
jer vildi ekki ganga svo langt ennj
sem komið var, og að lokum varí
ákveðið, að kanslarinn sjálfur
ræddi við foringja Miðflok'ksins
næsta morgun. Bæru viðræðurnar
engan árangur, myndi stjórnin
fara fram á að efnt yrði til nýrra
kosninga.
| Hohenzoliern-veldið hafði verið
I byggt' á vopnuðum sigrum Prúss-
lands, þýzka lýðveldið á ósigri
fyrir Bandamönnum eftir mikla
styrjöld. En þriðja ríkið átti ekk-
ert að þakka happasælu stríði né
erlendum á'hrifum. Þáð var stofn-
að á friðartímum, og á íriðsam-
legan hátt af Þjóðverjum sjálfum
og myndað af veikleikum þeirra
og styrk. Þjóðverjar kölluðu
harðstjórn nazistamna yfir sig
sjálfir. Margir þeirra, ef til vill
meirihlutinn, gerði sér þetta ekki
fullkomlega ljóst um hádegis-
bilið 30. janúar 1932, þegar Hind-
enburg forseti, al'gerlega í sam-
ræmi við stjórnarskrána, fól emb-
ætti kanslarans í hendur Adolfs
Hitlers.
En þeir áttu brátt eftir að kom-
sst að hinu sanna.
Þýzkaland verSur að
Nazistaríki 1933—’34
Kenningín, sem Hitler hafði
komið fram með á flækingsdögum
sínum í Vínarborg og aldrei
gleymt — um að aðferð bylting-
arsinnaðrar hreyfingar til að ná
völdum væri í því fólgin að bind-
ast samtökum við einhverja hinna
valdamiklu stofnana ríkisims —
hafði nú sannazt að mestu leyti í
verul'eikanum, eins og hann hafði
gert ráð fyrir. Forseti.nn, studdur
af hernum og íhaldsmönmum,
hafði gert hann að kanslara. Enda
þótt pólitísk völd hans væru mikil,
hafði hann ekki alræðisvald. Þess-
ir þrí'r aðilar, sem stutt höfðu
hann til valda áttu hlutdeild í
völdunum með honum, en þeir
stóðu utan við og vantreystu að
nokkru leyti Þjóðernis-sósíalista-
hreyfingunni.
Af þessu leiddi, að fyrsta verk
Hitlers var að koma þelm burtu
úr ökumannssætinu, gera flokk
sinn að algerum meisfara ríkisins
og með valdi og stefnu einræðis-j
stjórnarinnar, að framkvæma naz-j
istabyltingu. Hann hafði varia set-
ið að völdum í 24 klukkustundir,'
þegar hann tók fyrsta mikilvæga
skrefið, hann setti gildru fyrirj
'hina auðtrúu íhalds-„fangara“
sína og kom af stað röð atburða,
sem hann anmaðhvort átti upp-
tökin að sjálfur eða stjórnaði, ogi
að isex mánuðum liðnum áttu eftir
að leiða- til þess að allt Þýzkaland
var komið undir yfirráð nazista og
'hann sjálfur orðinn að einræðis-
herra ríkisins, sem hafði verið
sameinað og var ekki lengur klof-
ið í smáríki, í fyrsta sinni í sögu
Þýzkalands.
Fimm stundum, eftir að Hitler
hafði svarið embættiseiðinn,
klukkan 5 eftir hádegi 30. janúar
1933, hélt hann sinn fyrsta ráðu-
neytisfund. Skýrsla fundarins, sem
kom fram við Nurnberg-réttar-
höldin innan um hundruð lesta af
leyniskjölum, sem náðst höfðu,
sýnir, hversu fljótt og snill'dar-
lega Hitler; með aðstoð hins slæga
Görings, byrjaði að leika á sam-
starfsmenn sína íhaldsmennima.
Hindenburg hafði gert Hitler að
leiðtoga stjórnar, sem byggðist á
þingmeirihluta, en var ekki for-
setastjórn. Samt höfðu nazistar og
þjóðerni'ssinnar, þeir einu sem
áftu fulltrúa í stjórninni, aðeins
247 sæti af 583 í þinginu, og voru
því ekki i meirihluta. Til þess að
hafa meirihluta þufftu þeir á
að halda stuðningi Miðflokksins
og þeirra 70 sæta, sem hann hafði
yfir að ráða. Strax eftir að nýja
stjórnin tók við völdum, hafði
Hitler sent Göring til fundar við
foringja Miðflokksins, og nú
skýrði hann frá því, að miðflokks-
menn krefðust „sérstakra tilslak-
ana“. Þar af leiðandi slakk Gör-
ing upp á, að þingið yrði leyst upp
og efnt yrði lil nýrra kosninga,
og Hitler samþykkti þetta. Hugen-
berg mótmælti því, að Miðflokkur-
inn yrði tekinn með í stjórnina,
og var einni'g andvigur nýjum
kosningum, þar sem hann vissi
vel, að nú þegar nazistarnir höfðu
yfir að ráða öllum stofnunum rík-
isins, gæti þeim vel tekizt að
vinna algeran meirihluta, og þá
fengju þeir um leið aðstöðu til
þess að losa sig við hann og vini
hans, íhaldsmennina. Hann stakk
einfaldlega upp á því, að Komm-
únistaflokkurinn yrði bannaður,
því um leið og þau hundrað sæti
hyrfu, myndu nazistar og þjóðorn*.
Hitler átti auðvelt með að láta
viðræðurnar verða árangurslausar.
Samkvæmt beiðni hans lagði for-
ingi Miðflokksins, Monsignor
Kaas, fram sem drög að viðræð-
unum spurningalista, sem sam-
svaraði kröfu um, að Hitler lofaði
að stjórna samkvæmt stjórnar-
skránni. En Hitler, sem lék bæði
á Kaas og ráðuneyti sitt, tilkynnti
hinu s'íðarnefnda, að Miðflokkur-
inn hefði komið með óaðgengileg-
ar kröfur, og engin von væri um
samkomulag. Því stakk hann upp
á, að þess yrði farið á leit við for-
setann, að hann leysti upp þingið
og boðaði til nýrra kosninga.
Hugenberg og Papen voru komnir
í klípu, en eftir að nazistaforing-
inn hafði lofað þeim, að engar
breytingar yrðu gerðar á stjórn-
inni, hvernig svo sem kosningarn-
ar færu, samþykktu þeir að fara
að vilja hans. Ákveðið var að
nýjar kosningar skyldu fara fram
5. marz.
í fyrsta sinn — í hinum síðustu
tiltöluiega frjálsu kosningum í
Þýzkalandi — gat Nazistaflokkur-
inn notfært sér allt það, sem
stjórnin hafði yfir að ráða til þess
að vinna atkvæði. Göbbels var
himinglaður. „Nú verður auðvelt",
skrifaði hann í dagbókina 3. febr-
úar, „að reka kosningabaráttuna,
því við getum notað okkur al'lt
það, sem stjórnin ræður yfir. Út-
varpið og blöðin eru fyrir okkur.
Nú skulum við setja á svið meist-
áróðursleik, og allan
þennan tíma verður ekki heldur
um neinn fjárskort að ræða.“
Kaupsýslumennirnir, sem á-
nægðir voru með nýju stjórnina,
er ætlaði að sýna verkamönnun-
um, hvar þeirra staður var, og
láta stjórnir fyrirtækjanna um að
stjórna að eigin geðþótta, voru
beðnjr um að leggja fram sinn
skerf. Þeir samþykktu að gera það
á fundi, sem haldinn var 20.
febrúar i Þingforsetahöll Görings,
en þar var dr. Schacht gestgjafi,
og Göring og Hitler skýrðu fyrir
auðjöfrum Þýzkalands, þeirra á
meðal Krupp von Bohlen, hvað
gera skyldi, en von Bohlen hafði
orðið áhugasamur nazisti á einni
nóttu. Þarna voru einnig Bosch
og Schnitzler frá I. G. Farben og
Vögler frá Stálsambandinu.
Skýrsla þessa leynifundar hefur
varðveitzt.
Hitler byrjaði langa ræðu með
því að egna fyrir iðjöfrana. „Það
getur ek'ki verið um einkaframtak
að ræða,“ sagði hann, „á öld lýð-
ræðisins. Það er þvi aðeins hugs-
anlegt, ef fólkið hefur traustan
skilning á valdi og persónuleika
. . . Við eigum öll veraldleg gæði,
sem við nú höfum yfir að ráða,
að þakka baráttu hinna útvöldu.
• . Við megum ekki gleyma, að
allt gott, sem af memningunni
hlýzt, verður að innleiða að meira
eða minna leyti með járnaga."
Hann lofaði fjármálamönnunum,
að hann myndi „útrýma- Marxist-
unum og endurreisa herinn (hið
síðarnefnda var mikið áhugamál
Krupps, Stálsambandsins og I. G.
Farben, sem myndu hagnast mest
á hervæðingu). „Nú stöndum við
frammi fyrir síðustu ko.sningun-
um,“ sagði Hitler að lokum, og
hann lofaði áheyrendum sínum,
að „hvernig svo sem úrslitin yrðu,
myndi ekki verða hörfað.“ Ef hann
bæri ekki sigur úr býtum, myndi
45
— Hvar er frú Marsden núna?
spurði Ferskjublóm.
— í Hong Kong ásamt börnum
sínum. Hún bíður eftir ei'ginmamni
sínum. Eg hafði vonazt til að ná
bæði Marsden og Blanche í sömu
ferðinni og frú Marsden. En ég gat
ekki skilið þig eftir i þessu ótta-
lega fangeisi. Eg varð að gera mitt
ýtrast'a til að bjarga þér . . .
— Og vegna mín léztu Blanche
og Marsden vera ein á hótelinu?
Þeir reyndu að komast til Kow-
loon, en voru handtekin. Marsden
skaut einn lögreglumann og var
síðan skotinn sjál'fur . . . en vesl-
ings Blanche litla ...
— Hafðu engar áhyggjur,
Ferskjublóm. Jafnskjótt og þú ert
komin heil á húfi ti'l Hong Kong,
mun ég einbeita mér að því að ná
henni úr fangel'sinu og yfir til
Hong Kong.
—■ Eg vona að þér heppnizt
það. En Nieholas . . .
— Já, vina mln?
— Þú getur ekki endalaust
leikið hlutverk Rauðu akurlilj-
unnar. Fyrr eða síðar kemst allt
upp og ég óttast að það geti orðið
áður en langt um líður.
— Mér er ljóst, að það getur
alltaf borið út af, en þessi pest
hefur gefið mér stórkostlegt tæki-
færi. Eg myndi þakka guði fyrir
'hana, ef mér yrði ekki samtímis
hugsað til allra þeirra vesalinga,
sem deyja úr veikinni . . .
— Það er betra að deyja á þenn-
an 'hátt, skaut Ferskjublóm inn í.
— Ef til vill. En það er voða-
legt að hugsa til þeirra þjáninga,
sem fólkið gengur í gegnum. En
snúum okkur að málinu, þegar þú
er komin til Hong Kong, get ég
snúið mér að því að bjarga
Blanche . . . þú munt raunar hítta
fyrir gamla manninn og amah,
mér fannst öruggara að koma
þeim þangað. Eg þorði ekki að
eiga neitt á hættu. Líttu um öxl,
við eigum að nema staðar hér.
Er nokkur á eftir okkur?
— Nei, svaraði Ferskjublóm.
— Gott. Þá slekk ég ljósin. Nú
varð aldimmt umhverfis þau. Nic-
holas ók bílnum út af aðalvegin-
um og yfir holóttan akurinn, og
eftir um það bil hundrað metra,
stanzaði hann bifreiðina.
— Kemur hann stundvíslega?
spurði Ferskjublóm, hálfkæfðri
röddu.
— Auðvitað. Eg hef aldrei rekið
mig á að Carmichal kæmi of
seint . . . Uss! Eg held ég heyri í
vélinni.. Hann leit til lofts, en sá
ekkert enn, heyrði aðeins hljóðið.
— Ef einhver úr leynilögregl-
unni væri nú nálægur . . . byrj-
aði Ferskjublóm óróleg.
— Þá yrðum við að sjá til þess,
að engum þeirra gæfist ráðrúm td
að gefa Mwa Chou hershöfðingja
skýrs'lu, sagði Petrov og tók fram
skammbyssu. Hann stóð grafkyrr
og einblíndi inn í myrkrið, en
hann varð ekki var við neitt hljóð,
enga hreyfingu, utan vélarhljóðs-
ins.
— Þarna er hann. — Nú lendir
hann.
— En getur hann virkilega
lent hér?
— Auðvitað. Eg valdi þennan
stað nf kostgæfni, og ^ Carmichal
hefur lent mörgum sinnum hér
áður. Meðan hann talaði, tók hann
upp vasaljós og steig út úr bíln-
um og hóf að gefa Ijósmerki.
Flugvélin sveif rétt yfir bílnum.
— Stórfínt, sagði Petrov. — Hann
lendi þarna inni í rjóðrinu. Get-
urðu gengið? Við getum tekið
þessu rólega. Hann hjálpaði
Ferskjublómi út úr bifreiðinni og
studdi hana þegar hún reyndi að
standa. — Bíddu andartak. Það er
fleira, sem þarf að fara með. Hann
tók böggul út úr aftursætinu, síð-
Á H> i. . ' ■ . ETTUSTUND Mary Richmond
an tók hann undir handlegg
Ferskjublóms og leiddi hana í átt-
ina að rjóðrinu þar sem flugvélin
leyndist.
Þau komu ekki auga á vélina
fyrr en þau voru rétt hjá henni,
því að öll ljós voru slökkt. Petrov
hrópaði varfærnislega.
— Hall'ó!
Rödd svaraðí: Halló!, sjálfur.
— Komið og heilsið upp á okk-
ur, Carmichal.
Hávaxinn ungur maður í flug-
búningi kom í ljós á milli trjánna.
— Mér þykir sannarlega á-
nægjulegt að sjá yður aftur, sir,
sagði hann við Petrov.
— Og ég er ekki síður feginn
að sjá þig. Engir erfiðleikar á
leiðinni?
— Nei, og ég býst ekki við nein-
um á bakaleiðinni heldur.
— Ágætt. Hér er farþegi þinn.
Hann sneri sér að litlu, kinversku
konunni. — Ferskjublóm, þetta er
kapteinn Terry Carmichal. . . . Þú
veizt, hvert þú átt að fara með
hana Carmichal.
— Vitaskuld.
— Og hér er annað, að vísu
ekki mannleg vera, Petrov rétti
flugmanninum böggulinn, sem
hann hélt á — Hafðu ekki af hon-
um augun, fyrr en þú hefur af-
hent hann réttuhi viðtakendum
Þú veizt hverja ég meina.
Skal gert, sir. Og hvenær á ég
að koma aftur og sækja yður?,
sagði Carmichal.
— Mig og eino faiþega. Ekki
næstu nótt, heldur nóttina þar á
eftir. Og verið þið nú blessuð
bæði tvö og gangi ykkur vel. Eg
ætla að bíða þar t-il þið eruð komin
á loft.
— Vinur rninn, sagði Ferskju-
blóm við Petrov. — Allan tím-
ann skal ég hugsa um þig — og
um Blanche.
— Þakka þér fyrir. Og hittumst
heil í Hong Kong.
30. KAFLI.
— Það var nú og, sagði litli, kín |
verski læknirinn og lagði spraut-!
una aftur í töskuna sína — Þessi
bólusetning mun koma í veg fyrir,
að sjúkdómurinn versni, — efj
þér hafið þá smitazt. En ég verð
að búa yður-undir, að yður mun 1
fara að líða illa, eftir svo sem
klukkutíma, og þér skuluð ekki i
verða hræddar, þót þér sjái'ð rauða
flekki á höndunum og brjósti, það
sýnir aðeins, að bólusetningin hef-
ur verkað.
— Og ég hef smitazt?, spurði
Blanche, þreytulega og lagðist nið-
ur á gólfift. Klefinn hafði verið
sótthreinsaður og fatan fjarlægð
Það var sterk sótthreinsunarlykt
í klefanum l
— Þetta bóluefm vinnur gegn
sjúkdóminum og gerir það að
verkum, að þér fáið hann vægan.
Aðstoðarmaður minn mun færa
yður dýnu og nokkur ullarteppi.
Þér skuluð ekki óttast þótt þér
missið meðvitund, það kemur oft
fyrir. Eg mun vera um kyrrt í
fangelsinu og skal koma inn til
yðar með jöfnu millibili. Eg skal
sjá um að þér fáið nærandi máltíð
í kvöld. Þér eruð sterkar og ættuð
með auðveldu móti að komast yfir
þetta — ef þér hafið smitazt. Þér
hafið aðeins verið hér í viku, öðru
máli gegnir um þær, sem hafa
verið hér svo mánuðum skiptir
Þær hafa ekkert mótstöðuafl leng
ur til að komast yfir sjúkdóminn
— Þér talið mjög góða ensku
sagði Blanche
— Eg hlaut menntun mína í
Edinborg, svaraði litli læknirinn
— Eg hafði góðan praxis
Kanton áður fyrr áður en
Kína varð alþýðulýðveldi. Og núna
— nú finnst mér ég geti orð-
ið frekar að liði lifandi en dauð
ur, þess vegna geri ég enga til-
raun til að leika píslarvott eða
hetju. Eg get enn orðið meðbræðr
um mínum að liði
— Þá . . verðið þér að leyfa
mér að deyja, hvíslaði Blanche.
— Þér vitið ekki á hverju ég á
von Mwa Chou hershöfðingi
— Uss, uss. Lágvaxni læknirinn
lagði hönd sina vfir varir hennat'
— Þér megið ekki örvænta. Maður
veit aldrei hvenær hjálp kann að
berast, og ég hef á tilfinningunni.
14
T f MIN N, föstudaglnn 10. maí 1963 —