Tíminn - 10.05.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.05.1963, Blaðsíða 8
Elías Snæland Jónsson: Ný kynslóð skap- ar nýtt þjóðfélag VIGFÚS Guðmundsson rak upp örvæntingaróp í Tímanum 3. april s. 1. Hengingaról sú er læddist að hálsi hans var sá „hryllingur“ sem nefnist „hin unga kynslóð!" Og hann lætur hugann reika til aldamótanna, þegar allir voru hetjur í þessu í dag syndum prýdda landi. Og hann spyr: „Hvað er að ger- ast?“! Parkerpenninn minn fengi vissulega að liggja í friði ef um væri að ræða venjulega hetju- dýrkun, sem við unga kynslóöin heyrum sífellt glymja í eyrum okkar eins og garnagaul eftir ævilangan sult, og við leyfum að standa óáreittri sem huggun ar- og nöldursefni þeirra, sem nálgast grafarbakkann; af og til látum við veikt samúðarbros fylgja, því líklega föllum við í þessa sömu gildru er árin fær- ast yfir! En hann lét slíkt sér ekki nægja: Meiri hluti greinarinnar innibar grimma og óréttláta ÁRÁS Á UNGDÓMINN, sem ég vil andmæla. — Hann fór einnig skitugum orðum um það sem hann kallar „negra- menningu". Sá hluti greinar- innar verkaði á mig eins og Vig fús væri skoðanabróðir þeirra, sem nota fangabúðaaðferðir Hitlers á Negra í Suður-Afríku og mun ég víkja að því örfáum orðum. UNGDÓMS- GLÆPIR fara í vöxt! — Ég neita aldrei staðreyndum — en ég læt mér ekki stað- reyndir nægja; ég leita orsaka: í Islenzku finnst orð, sem kall- ast þróun. — Hvers konar þró- un hefur átt sér stað á vorri öld? Björn Sehou (ca. 35 ára), ríkisfulltrúi í norska félagsmála ráðuneytinu, sagði í vetur í fyrirlestri um orsakir ungdóms glæpa: „ Langamma mín átti hægt með að ala upp ömmu mína: hún gat einfaldlega notað sína eigin lífsreynslu, því dótt- irin gat notað hennar lifnaðar- háttu! Sama gilti um uppeldi móður minnar. — En þegar móðir mín átti að ala mig upp fór allt að hreyfast: skyndilega voru gömlu, góðu ráðin ónothæf .— úrelt! — Við urðum að aðlaga okkur samfélaginu á eig ln spýtur. finft-a hinn rétta veg sjálf! — Ég á unga dóttur; þeg- ar ég hugsa til þess að hún skal lifa og samlagast þjóðfélaginu 1970—1980 — sem engirin veit hvernig verður — þá get ég ekkert gert! — Hún verður að samlagast komandi samfélagi á eigin hönd!“ — Við erum við kjarnann: Þið aldamótamenn lifðuð í öðrum heimi en vi?í; þið gátuð ekki alið okkur upp í nútíma þjófélagi. Það er ekki ykkar sök: Þróunin kippti und- an ykkur fótunum, þið genguð sem á rúllandi tunnu — o,g þið óluð okkur upp til að vera borgarar í þjóðfélagi, sem löngu er horfið! Við sem erum ung í dag horf- um lítið eitt ráðvillt í kringum okkur, vissulega; allt er nýtt, óþekkt, framandi. En við höfum móð og þor tU að halda áfram! Við höfum hugrekki til að ryðja nýjar brautir í ósnertan snjó framtíðarinnar. Við finn- um erfiðleikana streyma að okk ur. Margir falla, því erfitt er að ganga fyrstur; freistingarnar eru margar, andstæðan sterk — en krafturinn er einnig sterk ur! í hugum okkar hljómar taktvisst: Við vinnum! — Eitt orð til: Drykkjuskapur er ekki meiri í dag en fyrr! — Staðreynd, sem „aldamóta- menn“ eiga erfitt með að kyngja! AÐ FYLGJA ÞRÓUNINNI er oft erfitt fyrir þá, sem lifa í horfnum heimi. Vigfús kallar nútíma skáldskap leirburð! — Líklega fæ ég með mér alla þá, sem hafa víðsýnan skilning á skáld- skap til að mótmæla slíkri enda leysu. Skáldskapur er ekkert fyrir- brigði, sem er skapað á einni nóttu og stendur slðan fullkom ið fyrir augum okkar. Einhver sagði: „Útskýringar eru fyrir börn“ — en hvað um það, Vig- fús, tökum sem dæmi leikrit: — Hversu löng er ekki þróunin frá grísku harmleikjunum tU Ibsen? — Og hversu bundin er ekki sú þróun þjóðfélagsþróun- inni I heild sinni? Leiddu hugann að þjóðfélags- breytingu vorrar aldar; víðtæk ari þróun en fjölmargra alda samanlagt áður fyrr! Skáldskap urinn verður að endurnýjast með þeirri breytingu: Grlsku harmleikirnir voru úreltir sem leikritsform um aldamótin — aldamótaform eru úrelt I vorri tíð. Tíðin krefst nýrra forma, nýrra hugsana, — nýs skáldskap ar! Við getum ekki ávallt not- að það gamla, hversu gjarnan sem við viljum. List verður eng in list, ef hún skapar ekki eitt- hvað nýtt. Rembranth væri ekki I listasögunni sem mi'kill málari, ef hann hefði ekki kom ið fram með nýjung! Þið óluð okkur upp I „sígild- um“ skáldskap — notuöuð til og með leiðinlegustu aðferð sem hugsazt getur. Sá skáldskap ur er góður, en takmarkaður. Hann hefur ekkert fram að bera til að ríkja sem fyrirmynd í öllum skáldskap! — Við reyn- um að rífa okkur burt — burt frá aldamótaformunum, sem þið notið I hjáróma einstreng- ingshætti til að drepa allt nýtt! Við reynum að skapa nýtt grunnlag: Jón Thoroddsen hóf skáldsagnagerð; við hefjum nýtt timabil, við endurnýjum og sköpum! Hversu erfiðar eru ekki slík- ar tilraunir! — Lestu listasögu, Vigfús: Nýjungarmennirnir eru venjulega drepnir á blóma- skeiði sínu. Þið segið venju- lega: „Þeir, sem guðirn- ir elska deyja ungir"! — Eftir nokkrar aldir fá þeir viðurkenn ingu sem snillingar og byltinga menn! — Menn með þinn þröng sýna og einhliða hugsunarhátt hafa drepið þá! „SORINN'* ER „FÍNN“ I dag, segir þú. Þú talar um vissan hluta þjóð- félagsins sem „sora“! — Slíkt ber vitni um einn viðurstyggi- legasta hugsunarhátt, sem um getur — ég hélt ekki að þú værir lítilmótlegur snobbari, sem liti niður á fólk, einungis af þvi að það er ekki fullkom- ið! Þið hafið skapað ykkar eig- in miskunnarlausu „samfélags- vél“: Þeir, sem ekki hlita lög- um ykkar, sem ekki samlagast þeim — þá kallar þú ,,sora“. í góðu skáldverki stendur eitt- hvað um „fHs“ og „bjálka" — þau orð eru sönn, Vigfús! GRAÐHESTAHVf og gleðikonuskrækiri* eru þér þyrnir I augum, og „Lög unga fólksins" eru að þínu áliti hljómupptaka af þessum merki legu hljóðfyrirbærum. Langt er síðan ég hef grað- hest séð, og aldrei hef ég lagt lag mitt við gleðikonu, svo ekki get ég um talað af eigin reynslu. En nokkur orð um tón list minnar kynslóðar. Líf ungdómsins er hægt að skilgreina með einu orði: til- finningar! Skyndilega vaknar hið innra með okkur tilfinning- ar, sem ekkert okkar er tilbúið aö mæta. Við verðum viðkvæm ari en nokkru sinni fyrr; sorg- ir okkar dýpri, gleði okkar tak markalaus. Allir lifnaðarhættir okkar og tilvik stjórnast af þessum til- finningum, tónlist okkar, dæg- urlögin, einnig. Þau eru ein- föld með vekjandi og örvandi hljóðfall. Textarnir eru einn- ig einfaldir, en I þeim felast oft atvlk og ævintýr úr okkar eig- in lffi, okkar eigin hugarheimi, og þess vegna eru þau okkarl — Slgild tónlist er vissulega „æðri“ tónlist, en I fyrsta lagi erum við ekki „snobbarar" að eðlisfari, og svo hitt að allir venjulegir menn verða fyrst að læra að stafa til að geta lesið. — Ég skil skoðun þína, Vigfús: Þú ert „alvarleguri* maður, „mjög alvarleguri* maður — veizt þú að við getum „kafn- að“ I skynsemi? — verum glöð yfir að vélrænan hefur ekki út- máð mannlegt eðli einnig með- al ungdómsins! „NEGRAMENNING** fellur þér ekki I geð. —- Raunar er það í samræmi við aldamótaskoðanir: Þá reynduð þið að drepa Negrana, í dag reynum við að hjálpa þeim! — Heimurinn er svo lítill I dag. við getum ekki drepið Negrana lengur þeir eru meðmenn okkar. Framhala a 13 siðu Sigurður Viihfálmsson: Utanferö ÞÆR tíðkast nú utanferðir ráða- manna í landi voru. Nú nýlega var haldinn fundur í svokölluðu Norðurlandaráði. Forsætisráðherra Ólafur Thors sótti þennan fund og sat fund I upphafi ráðstefnu þess- arar, en fór svo heim aftur, en utan fór og tók sæti Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra. — Að eigin sögn og annarra hélt Ól- afur ræðu. Kvaðst hann fátt vilja segja af þessari virðulegu sam- komu, vegna þess að Alþingiskosn- ingar eru framundan, en bað þess að litið væri á mál íslands af skiln- ingi og velvilja. Það er ómögulegt að segja að mikil reisn hafi verið á þessum fulltrúa íslands, eftir því sem hann sjálfur sagði okkur I útvarp- inu. Það er miklu líkara því að hann hafi verið að biðjast hjálpar og vægðar en hann hafi haldið fram rétti okkar — eins og hann væri að beiðast afsökunar á því að íslendingar skuli vera tíl. Og þetta er maðurlnn, sem um langt skeið hefur verið formaður Sjálf- stæðlsflokksiins og er nú forsætis- ráðherra flokkslns I núverandi rík- isstjórn landsins, „Viðreisnarstjórn inni“. Ef til vill kveður meira að Gylfa á framhaldsfundunum. Gylfi er orðinn þekktur hér innanlands fýrir mikil og margháttug ræðu- höld, svo þess má vænta að hann haldi fast á málefnum íslands, þó flokkur hans sé nú meira þekktur fyrir ýmislegt annað en skörungs- skap I sjálfstæðismálum þjóðarinn ar. Það er nú út af fyrir sig að þurfa að greiða fargjöld fyrir þessa sendi menn „viðreisnarstjórnarinnari1, sem að sögn Gunnars Thoroddsen fjármálaráðherra ætlaði að spara ríkisfé. En þar sem það er nú ver- ið að eyða fé þjóðarinnar I þessi ferðalög ætti að mega ætlast til þess að þessir ráðherrar höguðu sér á opinberum vettvangi eins og þeir væru fulltrúar sjálfstæðis- rikis, sem á sama rétt og aðrir þátt takendur í þessum fundarhöldum. Það skiptir I þessu sambandi ekki máli hvort ríkið er stórt eða smátt. Smáa ríkinu ríður enn meira á að framkoma fulltrúa þess auki á virð ingu fyrir því og efli traust á því út á við. Minnimáttarkenndin og uppskafningshátturinn verður að víkja fyrir öryggi og skynsamleg- um metnaði. Það eru nú margháttaðar blikur á lofti á alþjóðavettvangi. Efna- hagsbandalag Evrópu sýnist að vera koma fram I dagsljósið I þeirri mynd, sem er hin raunveru- lega. Fríverzlunarbandalagið svo- nefnda sýnist eins og stendur hafa önnur markmið, en er þó með öllu óráðið hvaða stéfnu það kann að taka. Þungamiðían í EBE eru hin rómversk-kaþólsku ríki Vestur- Evrópu, þar sem hin frjálslyndari ríki eru uppistaðan í Friverzlunar- bandalaginu. Norðurlöndin eru með samvinnu sinni að reyna að skapa sér sér- stöðu en hafa þó mjög sundurleitra hagsmuna að gæta. Þegar litið er á aðstöðu íslands er hún algjör- lega sérstæð. Fámenn þjóð í stóru’ landi. Landfræðilega er ísland ekki frekar tilheyrandi Norðurlönd um þó það sé norðarlega, en Bret- landi eða jafnvel Norður-Ame- ríku. Þjóðernið og tungan eru einn ig sérstæð og enn er ekki til fulls úr því skorið hver er hinn eigin- legi uppruni þjóðarinnar þó talið sé að fsland hafi byggzt frá Nor- egi. Þannig mælir allt með því að við hér á íslandi látum okkur hægt um að taka afstöðu til þeirra bandalaga, sem eru að leitast við Tf MINN að skapa sér sess í nútíð og fram- tíð og alveg fráleitt af okkur að binda okkur við þessi bandalög meðan ekki er spð hvað úr þeim verður. Það er því alveg augljóst að vegna fámennis okkar ^etum við engin áhrif haft á stefnu þá, sem þessar samsteypur taka og verðum því, ef svo illa tekst til að við ánetjumst þeim, algjörar undir lægjur og verðum síkvartandi um smæg okkar og vesaldóm til þess að hljóta eitthvað af fríðindum þeim, sem’ samsteypurnar hafa upp á að bjóða. Við þekkjum bænar- skrárnar td „dönsku mömmu“ frá niðurlægingartíma þjóðarinnar og íslenzka þjóðin hefur barizt harðri baráttu öldum saman til þess að losa sig úr viðjum þeim, sem hún lenti í vegna utanferða og samn- ingsmakks höfðingia Sturlunga- aldarinnar. Það hvílir mikil ábyrgð á þeým mönnum, sem fara með völd á ís- landi nú, á þessum tímum þegar risarnir I austri og vestri eru að kanna styrk sinn og sækja eftir sál- um þeirra, sem utan við þá standa. Og enn er svo viðleitni til að skapa enn einn risann úr hinum sundur- leitust-u frumefum. Ef til vill er dýrt og erfitt að halda uppi sjálfstæðu ríki á ís- landi, en af reynslunni þekkjum við að það er þó enn dýrara fyrir þjóðina ag vera bundin í fjötra erlendrar rikjasamsteypu. Við verð um því að varast að stíga nokkur skref, sem geta orðið til þess að sú saga endurtaki sig. En getur þjóðin treyst valdhöf- unum I þessum efnum? Reynslan er ekki góð af núverandi rikis- stjórn sbr’ landhelgina og ýmis ummæli leiðtoganna nm utanrik- ismálin og sérstaklega þeirra, sem taka til bandalaganna. Ég held að of mikið sé úr því gert aff efnahagsástand og fram- taksvilji okkar sé svo lamað að þess vegna þurfum við að skerða fullveldi okkar með því að binda okkur bagga efnahagsbandalaga. Það er alls óvíst að við missum nokkurs í -við það viðskiptalega, þó við stöndum utan við slík bandalög. Ég geri ekki mikið úr þeim útreikningum, sem fyrir liggja um þetta. Það hefur sýnt sig að útreikningar og áætlanir hafa brugðizt eins og „viðreisn- in“ er gleggst dæmið um. Þetta er þó ekki fyrir það að hagfræðingam ir reikni ekki sín dæmi rétt, að mestu leyti. Þau virðast þó frá leikmanns bæjardyrum séð, vera reiknug innan of þröngs ramma og ekki tekið nógu margt með í dæminu. Við íslendingar leggjum mikið kapp á persónufrelsi og athafna- frelsi, sem rétt er. Þess vegna er það einn af „faktorum" þeim, sem reikna verður með, þegar við ger- um áaetlanir okkar. Núverandi rík isstjórn hefur hvað eftir annað reynt að girða fyrir að þessir eig- inleikar gætu notið sín. Beitt til þess hinum örgustu bolabrögðum í mynd bráðabirgðalaga og ann- arra hvatvíslegra aðgerða. Það er fullvíst að með þátttöku okkar í hinum umræddu bandalög um leggjum við hömlur á persónu- og athafnafrelsi okkar. Skyldur okkar við bandalögin yrðum við að rækja á hverjum tíma eins og þær þá yrðu ákveðnar. Við erum þeg- ar þátttakendur í Sameinuðu þjóð unum o.g NATO og ættum um sinn ag láta það nægja. Það ætti að vera tiltölulega saklaust að taka þátt í norrænni samvinnu á sviði menningarmála og annarra vin- Framhaid a 13 síðu. föstudaginn 10. maí 1963 __ 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.