Tíminn - 10.05.1963, Blaðsíða 1
FLÝJA FRÁ UMRÆDUM
UM LANDHELGI OG EBE
Fá dæmi munu vera til um aðra eins málefnalega uppgjöf og þá,
sem Morgunblaðið auglýsfi á 1. síöu sinni í gær. Fyrir þremur dögum
eða á þriðjudaginn, birti Mbl. heilsíðugrein, þar sem það skoraði á Tím-
ann að ræða við sig um utanríkismá! og nefndi sérstaklega þrjú mál, þ. e.
landhelgismálið, Efnahagsbandalagsmálið og landhelgisgæzlumálið. Tím-
inn varð strax við þessari áskorun og svaraði með forsíðugrein daginn
eftir, þar sem þessi mál voru rakin. í gær svarar Mbl. aftur með langri
grein á forsíðu, en það furðulega skeður, að þar er hvergi minnzt á land-
helgismálin og EBE-málin, heldur byrjar Mbl. nú umræður um nýtt mál,
afstöðuna til Atlantshafsbandalagsins.
Tíminn mun vissulega
ekki siður skorast undan
því að ræða um það mál við
Mbl.
Ekki kosið um NATO
Mbl. spyr hvers vegna Tlm-
inn hefði ekki minnst á At-
lantshafsbandalagið og varnar-
málin í grein sinni. Skýringin
er einföld. Mbl. minnist ekki
neitt á þetta efni í áskorunar-
grein sinni, heldur vék fyrst og
fremst að hinum málunum og
því taldi Tíminn rétt að binda
umræðurnar við þau. Þessi upp
haflega málsmeðferð var líka
rétt hjá Mbl. af þeirri ástæðu,
að ekki verður kosið um At-
lantshafsbandalagið í þessum
kosningum eða hvort fylgt skuli
hlutleysisstefnu. Framsóknar-
flokkurmn er fylgjandi aðild að
Atlantshafsbandalaginu engu
síður en stjórnarflokkamir og
áréttaði það skýrt á nýloknu
flokksþingi sínu. Hann vill jafn
framt, að íslendingar ráði því
einir hvenær hér er her eða
ekki her. Sá eini flokkur, sem
hér hef”- barist fyrir hlutleysis
stefnu, Þjóðavarnarflokkurinn,
er endanlega úr sögunni, og því
getur ekki orðið kosið um hana,
þar sem enginn flokkanna, sem
bjóða fram, eru fylgjendur
hennar. Því fer vitanlega fjarri,
að hægt sé að telja Alþýðu-
bandalagið merkisbera hennar,
því að nánast sagt fylgir það
ekki annarri utanríkisstefnu en
þeirri, sem er hentug Hússum
hverju sinni og snýst sam-
kvæmt því eins og vindhani á
burst, eftir þvi hvemig vindur-
inn blæs að austan. Þess vegna
hafa leiðtogar Alþýðubandalags
ins ýmist verið með hlutleysi
eða móti hlutleysi, með hervörn
um eða móti hervörnum eftir
því, sem Rússum hefur hentað.
Á stríðsárunum vildu þeir t. d.
hafa hér sem mestan her, ef
það gæti orðið tU þess að gagna
Rússum. Þessi afstaða kom líka
glöggt í Ijós á seinasta þingi,
er Alfreð Gíslason og Einar
Olgeirsson fluttu í þingbyrjun
tillögu um brottflutning hers-
ins. Það gerðist, þegar Kúbu-
deilan stóð sem hæst og Rúss-
ar kröfðust, að Bandaríkin
flyttu allt herlið frá erlendum
bækistöðvum. Eftir að samn-
ingar hófust svo milli Kennedys
og Krústjoffs, báðu þeir Alfreð
og Einar um, að tillagan yrði
ekki tekin til umræðu! Til-
Iagan var því aldrei rædd á
þinginu, þótt hún kæmi fram
i þingbyrjun.
Af þeim ástæðum, sem hér
eru raktar, verður ekki kosið
um afstöðuna til Atlantshafs-
bandalagsins í þessum kosning
um. Þrír flokkanna, Framsókn-
arflokkurinn, Sjálfstæðisflokk-
urinn og Alþýðuflokkurinn, eru
fylgjandi aðild að bandalaginu
áfram. Um stefnu fjórða flokks
ins, Alþýðubandalagsins, veit
raunar enginn. Þótt hann kunni
að telja sig móti því í dag, get-
ur hann verið með þvi á morg-
un. Það fer allt eftir austan-
vlndinum og samningum Rússa
og Bandaríkjamanna. Nokkuð
var og það, að Alþýðubandalag
ið hafið ekki neitt við aðildina
að NATO að athuga á stjórnar-
árum sínum 1956—1958.
Máiin, sem kosiö
er um
Af þeim ástæðum, sem raktar
eru hér að framan, er ekki kos
ið um Atlantshafsbandalagið
eða hlutleysisstefnuna í kosn-
ingunum 9. júní. Þó snú-
ast kosningarnar meira um
utanríkismál en nokkru sinni
fyrr síðan 1908. Ástæðan er sú,
að á næsta kjörtímabili verður
því ráðið til lykta, hvort fs-
land á að gerast aðili að Efna-
hagsbandalagi Evrópu eins og
Sjálfstæðisflokkurinn vill, eða
hvort aðeins verður gerður við
það tolla- og viðskiptasamning-
ur, eins og Framsóknarflokkur
inn vill. Einnig verur kosið um
það, hvort áfram skuli veittar
undanþágur í sambandi við
fiskveiðalandhelgina í einu eða
öðru formi, sem stjórnarflokk-
arnir eru ekki síður líklegir til
að veita eftir kosningar en 1961,
eða hvort ekki skuli veita nein-
um afslátt, heldur barist fyrir
óskertu tilkalli til landgrunns-
ins alls, eins og Framsóknar-
flokkurinn vill.
Það er um þessar tvær stefn-
ur í utanríkismálunum — stefn
ur meginflokkanna tveggja, —
sem kosið verður í kosn-
ingunum í sumar. Mbl. telur
málstað flokks síns ekki betri
en svo, að það gefsfupp við að
ræða um þessar tvær stefnur
í Efnahagsbandalagsmálinu og
landhelgismálinu eftir þó að
hafa boðið upp á umræður um
þær. Jafnframt reynir það að
gefa í skyn, að það sé andstætt
samvinnu við vestrænar þjóðir
og fjandsamlegt þeim, ef við
höldum fast á rétti okkar í sam
bandi við EBE og landhelgina.
Slíkt er megin misskilningur.
Með því vinnum við þvert á
móti virðingu þessara þjóða, en
glötum henni, ef við skríðum.
Það hefur alltaf gefist íslend
ingum vel að halda fast á rétti
sinum. Undanhald hefur hins
vegar boðið óvirðingu og ósigr-
um heim. Þess vegna á þjóðinni
að vera auðvelt að velja á milli
umræddra stefna meginflokka
hennar í utanríkismálunum.
HEVRIÐ ÞEK.-HEITIP UT*M -
RÍKISKÁOHETRRAWM EVCKl
6Uf>MUNPUR X ?
Flýtt sé inngöngu
Breta og annarra
umsækjenda í EBE
NTB-Strassbourg, 9. maí
Ráðgjafaþtng Evrópuráðsiins
Jagði í gær til, að samningaviðræð-
ur milli EBF og Bretlands hæfust
að nýju eins skjótt og kostur væri
á og aðildarríki Evrópuráðsiins
tækju upp sameiginlega stefnu til
að auka einingu Evrópu og alþjóða
samvinnu.
Þetta kemur fram í tveimur á-
Iyktunum, sem þingið samþykkti
eftlr iveggja daga umræðux. í
fyrri álykti.ninni er lagt til að
samningaviðræður milli Breta og
EBE hefjist skjótlega og einnig
viðræður milli EBE og þeirra
landa, sem -ótt hafa um fulla að-
íld eða aukaaðild. í ályktuninni
eru einniig látnar í ljósi vonir um
tð samningavðiræðurnar við
Bandaríkin muni ganga að óskum
Framhald á 15. síðu.