Tíminn - 16.06.1963, Síða 15

Tíminn - 16.06.1963, Síða 15
MINNING Guðjón Jónsson Aldamótakynslóðin er sameigin- legt naln á því fólki sem kom til starfa og forustu í íslenzku þjóð- lífi um s.l. aldamót. Þetta fólk sem margt var merkt af kröppjum kjör- um hefur skilað landinu 7 hendur þeirra kynslóða sem nú hafa tekið við störfum og völdum í landinu með svo miklum ágætum að seint verður fullþakkað. Flestir aldamótamennirnir eru horfnir af sjónarsviðinu og þeir síðustu troða nú ört moldarskafl- inn. í Vestmannaeyjum kvaddi aldr- aður sægarpur, Guðjón Jónsson, skipstjóri, lengi kenndur við heim ili sitt Heiði, en hann andaðist 22. marz s.l., og greftraður frá Landakirkju 2. apríl s.l. Að fomum rausnarsið bauð ekkja Guðjóns, frú Bjarngerður Ólafsdóttir öllum jarðarfarargest- um til kaffidrykkju eftir útförina og hæfði sú rausn vel höfðings- manni þeim, sem kvaddur var. Guðjón Jónsson var fæddur 18. maí 1882 í Indriðakoti undir Eyja- fjöllum; alinn upp við mikla vinnu en kröpp kjör eins og þá var svo títt í landi hér, kominn af traustum bændaættum, þessu þróttmikla, sei'ga fólki, sem aldrei gafst upp hvað sem að höndum bar, enda urðu þessir kostir ríkir í eðli Guð- jóns. Guðjón var eitt þeirra ungmenna sem batt bjartar vonir við hina rísandi tuttugustu öld, en með öld inni hófst hinn eiginlegi starfsdag- ur Guðjóns þótt hann hefði strax fimmtán ára unglingur hafið sjó- róðra á Suðurnesjum. Trú og dáð og dugur sveik Guð- jón aldrei og mildi og ríkidæmi Guðs hans entist honum alla ævi þess vegna varð starfsdagur Guð- jóns svo langur og giftudrjúgur. Guðjón á Heiði stundaði sjó 52 vertíðir, lengst af skipstjóri, harð- sækinn og aflasæll og ungir menn sóttust eftir skiprúmi hjá honum, vegna alls, öruggrar vissu um góð- an aflahlut, samstarf og leiðsögn viturs og mikilhæfs skipstjórnar- manns og hollráð og leiðbeiningar góðs félaga og húsbónda. Guðjón á Heiði missti aldrei mann af skipum þeim er hann stjórnaði og skipverjar hans urðu aldrei fyrir slysum eða meiðslum. Margir kalla þetta heppni, en það er annað og meira, forsjált og vökult formannsauga horfir hauk fránum augum yfir störf skipverj- anna og verþá hættum og áföllum. Farsæl skipstjórn byggist fyrst og fremst á vitsmunum og þekk- MESTA FLUGÞJOÐIN Framhald af 1. síðu. forsíðu ritar forseti íslands, herra Ásgeir Áageirsson, kveðju til Norðmanna, og þar er ennfremur grein eftir Har- ald Guðmundsson, aimbassador íslands í Noregi, og viðtal við Tohan Cappelen, ambassador Noregs á íslandi. Um efni blaðsins hefur Mats Wibe Lund jr. séð, og einnig ritað að mestu leyti og tekið margar myndanna. Auk grein- arinnar um flugmálin, má geta greinar um siglingar íslend- inga, um skógrækt á íslandi, um ferðamannaland, um ís- lenzkan landbúnað, um fisk- veiðarnar, um iðnaðinn, um ut- anríkisverzlun o. fl. o. fl. Vert væri að geta nánar urn þessa myndarlegu íslandsút- gáfu Norges handels og sjöfarts tidende, sem augljóslega er gerð af alúð og aðdáun á landi og þjóð. ingu x skipstjórnarstarfinu sem beitt er með athygli og fyrirhyggju, og því, að beina hæfileikunum í þann farveg sem að skipstjórnar- starfinu lýtur. Þetta gerði Guðjón með frábærum árangri. TH þess eru miklir menn að setja markið hátt. Guðjón var einn þess ara miklu manna sem gerði alltaf mestar kröfur til sjálfs sín og þýð ing starfs hans lá fyrst og fremst í því hversu honum tókst að beita meðfæddum hæfileikum til velferð ar samstarfsmönnum sínum. Þau eru ófá heimilin, bæði í Vestmanna eyjum og utan Eyja sem hafa skap að sér fjárhagsgrundvöll með tekj um öfluðum undir skipstjórn Guð- jóns á Heiði. Guðjón Jónsson var með hæstu mönnum, beinvaxinn og vel lim- aður, svipmikill og bjarteygur og lék gjaman góðlegt bros um andlit hans. Hann var léttur og kvikur í hreyfingum og Elli kerlipg beygði hann aldrei, hann kvaddi jarðlífið með bros á vör eftir nýsögð gaman yrði. Gæfa Vestmannaeyja hefur legið í því, hversu margir afreksmenn á ýmsum sviðum hafa búið og starf að á Eyjunum fyrr og síðar. Guðjón Jónsson var þríkvæntur, dauðinn sleit samvistum hans við tvær fyrri konumar, en síðasta kona hans Bjarngerður Ólafsdóttir lifir mann sinn. Með Guðjóni Jónssyni er geng ið óvenjulegt þrekmenni sem skil- að hefur miklu og góðu dagsverki og átt virkan þátt í því að móta svip Eyjanna, sem hann að segja má vann öll sín störf. H.B. FARIÐ AÐ BRÆÐA Framhald af 1. síðu. en undirbuningur að því verki er enn ekki hafinn og óvíst hvað úr því verður í ár. Mikill rafmagnsskortur hefui þjáð Vopnfirðinga, ekki hvað sízt á sumrin. Þar hafa verið settar upp fleiri og stærri vélar í diesel- rafstöð staðarins, og síldarbræðsl an þár er í þann veginn að hefja vinnslu. Gagngerðar breytingar hafa faiið fram á verksmiðjunni, en hún getur brætt 5500 mál á sólarhring. LÁTA VITA Framhald af 1. síðu. veginn, enda virtist það læra að vara sig á bílunum. Bóndinn á Bitru í Hraungerðis- hreppi kvaðst ekki hafa misst lamb af þessum sökum síðan í hitteðfyrra, en ökumaður gaf sig fram og borgaði. Engar spurnir voru um slíkt frá nsestu bæjum. í Áshól og Meiritungu í Holtum var ekki Kinnugt um ákveðin til- felli, n«mh hvað orðrómur bendir til, að slíkt komi einstaka sinnum fyrir. í Ey í Vestur-Landeyjum var ekki kunnugt um neinn slík- an skepnudauða þar eða nærlend- isv í Steinum undir Eyjafjöllum var aðeins kunnugt um tvö tilvik í sveitinni í fyrra, en viðkomandi gáfu sig fram og borguðu. DRUKKNUN Framhald af 1. síðu. beita línu um kvöldið í skúr við bryggjuna, en hann reri einn á trillu frá Suðureyri, og er talið, að hann hafi séð til Þóris og geng ið út hafnargarðinn. Útstreymi var, og flekann rak fram hjá brim brjótnum. Mun þá Þórir hafa fleygt sér útbyrðis, og Sigurður ætlað að koma honum til hjálp- ar. Með lífgunartilraunum tókst að fá Sigurð til’ að anda, en stuttu síðar lézt hann. Leit að Þóri hafði enn ekki borið árangur um kl. 4 í dag. Mennirnir voru báðir ógiftir. — Sigurður lauk stúdentsprófi fyrir ári og stundað nám í Háskólanum s.l. vetur. Aðstandendum hefur verið tilkynnt um atburðinn. SKIPAUTGCRH RIKISINS Ms. Esja fer austur um lamd í hringferð hinn 22. þ. m. Vörumóttaka á þriðjudag til Fáskrúðsfjarðar, Eeyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norð fjarðar og Seyðisfjarðar. Far- seðlar seldir á þriðjudag 19/6. Þörf skýrinp í leiðara Alþýðublaðsins í gær, laugardaginn 15. júní eru margir hlutir athugaverðir frá sjónarmiði kaupfélagsfólksins í landinu. Verður ekki komist hjá að freista þess, að skýra nokkur atriði varðandi þennan leiðara, ef til gagns mætti verða bæði fyrir blaðið sjálft og samvinnumenn. Verður það að vísu ekki gert í lítilli blaða- grein, heldur þarf meira til. í upphafi leiðarans er að því vikið, að raunar hafi vondir menn tekið samvinnuhreyfing- una hér á landi frá jafnaðar- mönnum, sem átt hefðu að njóta hennar, svo sem blaðið segir að sé á Norðurlöndum og Bretlandi. Gætir þar mikillar minnimáttarkenndar vegna þess, að blaðið telur menn sem ekki eru jafnaðarmenn, fjölmennari innan samvinnufé- laganna og ráði þar meiru. Þeir hinir vondu menn hafi svo mis- notað aðstöðu sína á hinn herfi legasta hátt. í samvinnufélögunum á ís- landi eru yfir 30 þús. félags- menn. Hvað eftir annað er svo að skilja á blöðum Alþýðu flokksins hér á landi, ag þessi mikli fjöldi félagsmanna ætti helzt ekki að hafa skoðana- frelsi am þjóðmál. Nú hafa þeir það; einnig málfrelsi og ritfrelsi eins og aðrir borgar- ar þjóðfélagsins. Jafnaðarmenn hér á xandi hafa svo sannar- lega átt þess kost að styðja og efla samvinnufélögin allt frá tilkomu sinni, eins og allir borgarar þjóðfélagsins hafa átt þess kost. Margir jafnaðarmenn hafa gert það og gera enn. En ritstjórar þeirra og flokksfor- ingjar í seinni tíð hafa held- ur kosið annan kost og aðra af- stöðu. Því ráða þeir sjálfir, eins og aðrir menn í lýðfrjálsu landi ráða sínum skoðunum Um misnotkun trúnaðarmanna samvinnufélaganna á acjstöðu sinni, um hin svokölluðu „skattafríðindi", um hótanir gagnvart Sambandi íslenzkra samvinnufélaga og margt fleira í leiðara Alþýðublaðsins, verður ekki komist hjá að tala meira síðar. — PHJ. Móðir okkar og tengdamóðir, Ragnhildur Thorlacius andaðist 14. iúní. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 19. júni, kl. 13,30. Áslaug Thorlacius. Anna og Erlingur Thorlacius. Sigríður og Birgir Thorlacius. Aðalheiður og Kristján Thorlacius. Innilcgar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móð- ur okkar og tengdamóður, SigríSar Sigurðardóttur, Miklubraut 7. Óskar Sveinbjörnsson, Jóna Ágústsdóttlr Erla Sveinbjörnsdóttir, Ingólfur Jónsson, Júlíus Sveinbjörnsson, Þóra Kristjánsdóttlr, Sigurður Svelnbjörnsson, Inga Ingimundardóttir. Jarðarför fóstursonar okkar og sonar mlns, Jóns Björnssonar, fer fram miðvikudaginn 19. júní kl. 3 siðdegis frá Fossvogskapeiiu. Blóm afbeðin, en þeim, sem vildu minnast hins látna er vlnsam- lega bent á Slysavarnaféiag íslands. Þórný Þórðardóttir, Jóhann Jóhannesson, Björn Jónsson. ekkert heimili án húsbúnaðar litið á á húsbúnaðinn hjá húsbúnaði laugavegi 26 simi 209 70 SAMBÁND HÚSGAGNAFRAMLEIÐElráA s i5J TÍMIN N, sunnudaginn 16. júní 1963

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.