Tíminn - 23.06.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.06.1963, Blaðsíða 2
 Úlöf Þóröardóttir Höfn, Hornafirði Ólöf Þórðardóttir, ekkja Guðna Jónssonar, veitinga- og verzlunar- inanns á Höfn í Hornafirði er látin Hún hafði verið vanheil síðasta vetur eða lengur og kom hingað lil Reykjavíkur fyrir tveim mán- uðum að leita sér heilsubótar og lagðist á Landspitalann, en andað ist þar 14. þ.m., eftir þung veik- indi. Hún verður jarðsett á Höfn á morgun 24. dag júnímánaðar í grafreit, er vígður var í septem- ber 1959, er maður hennar var greftraður. Ólöf náði háum aldri, varð 83 og hálfs árs. Hún var fædd 8. des. 1879 á Brunnhól í Mýrahreppi í Austur-Skaftafellssýslu og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, er bjuggu þar síðasta fjórðung aldar- innar sem leið. Foreldrar hennar voru Auðbjörg Sigurðardóttir, bónda á Lambleiksstöðum, og konu hans, Margrétar Runólfsdótt ur, en faðir Ólafar var Þórður Guðmundsson, bónda Sigurðsson- ?r, og konu hans, Ólafar Þórðar- dóttur, en þau bjuggu einnig á Brunnhól. Var Ólöf sú ættuð úr Nesjum, en fluttist yfir á Mýrar þaðan 1836. Ern þetta skaftfellsk- ar bændaættir og fjölmennar í héraðinu. Æskuár Ólafar ná yfir hið mikla harðindatímabil níunda tugar lið- innar aldar, er hófst með frosta- vetrinum mikla 1880—1881 að end uðu góðærinu árið 1880, en vet- urinn 1879—1880 er talinn að ver ið hafi eins mildur og sá, sem nú er nýliðinn. Við, sem nú lifum, gerum okkur naumast grein fyr- ir því, en vafalaust er það, að æsku iýður þess tíma hefir verið háður áhrifum þess, er hann þá ólst upp við, lengst af ævinnar eða ævina alla. Árið 1904 giftist Ólöf ungum efnismanni, Guðna Jónssyni frá Sævarhólum í Suðursveit. Var hann hálfu öðru ári eldri en hún og þá útlærður skósmiður. Ungu hjónin settust þá að í Vopnafjarð arkauptúni og áttu þar heimili til 1907, er þau fluttu til Horna fjarðar og tóku sér bólfestu í Hafnarkauptúni, en þar hafði byggð hafizt tíu árum áður, er Ottó Tuliníus færði verzlun sína frá Papós til Hornafjarðar og reisti þar verzlunarhús og íbúðar- hús. Á sama ári hafði Guðmundur Sigurðsson söðlasmiður, er starf- aði hjá Túliníusarverzlun á Papós, einnig reisf sér hús á Höfti: og setzt þar að. Fleiri voru ekki land npmarnir þar en fjijlskyidtir .þ^ss- ara tveggja manna, fyrr en Guðni og Ólöf fluttu þangað búferlum og reistu sér þar stórt og veglegt hús, er enn stendur og enn þá sómir sér vel, að vísu endui'bætt meðal hinna mörgu nýreistu og myndarlegu húsa, sem nú prýða kauptúnið Guðni og Ólöf nefndu hús sitt Heklu, eins og það heitír enn 1 aag. Þetta hús varð síðan heimili þeirra leggja í fimm tugi ára, til þí-ss er Guðni iézt haustið 1959. Eftir það var heimili Ólafar þar lengst af Skömmu síðar en húsið var fullgert hófu þau gistihúsarekst- i-r og héldu honum áfram til sein- ustu ára í nokkrum mæli. Jafn- framt stundaði Guðni skóiðn sína fyrst framan af. Þótt þetta tvennt væri haft i takinu og stundað af fyrirhyggju og vandvirkni, nægði það engan veginn til framfærslu heimilisins, er brátt varð allstórt, þvi að for- eidrar Ólafar og þrjú systkini henn ar fluttu þangað fljótlega. Var þá nýjum starfsgreinum bætt við, bæði á landi og sjó. Þau komu upp nokkru sauðfjárbúi og höfðu einnig kýr. Var þetta þó ærnum erfiðleikum bundið vegna heyjaöfl- unarinnar. Jarðnæði eða slægju- iand var ekki fáanlegt í nágrenni Hafnar, og varð því að sækja aðal- heyskapinn suður á Mýrar yfir Hornafjörð og flytja heyið á róðr- arbátum heimleiðis, en fjörð'ur- inn er grunnur og vandfarinn. Að sjálfsögðu var húsbóndinn sá er framkvæmdirnar annaðist, en hús- freyjan lét þó sinn hlut ekki eft- ir liggja, er heimilinu var til þarfa. Samhliða landbúskap sínum leit aði Guðni fanga á sjónum. Var þar stundum eftir töluverðu að keppa, silungur og lúra veiddust Ij1 nokkurra muna að sumarlagi og annar fiskur á vetrarvertíð. Hornafjörður var stundum gjöfull. En allt þetta heimtar árvekni, fyr- irhyggju, ósérhlífni og dugnað. Landnemarnir á Höfn, bæði þessi bjón og aðrir, ui'ðu sem víðar að leggja mikið í sölurnar til þess að sjá afkomunni borgið. Nótt varð að leggja með degi, ef svo bar andir, að tækifæri buðust, en laun ;n voru stundum slík, að um mun- aði, að sjálfsögðu voru störf Ólaf- ar fyrst og fremst innt af hendi ir.nanhúss og urðu að sitja í fyrir- rúmi, hvort heldur var barnagæzla, gestamóttaka, mátargerð og þjón ’usfa eða annað, sem heimilishaldi íylgir. Lék allt slíkt í höndum Ól- afar Ög var stundað áf einlægni og fórnfýsi. Engu að síður tók hún til hendi við störfin utanhúss, hvort heldur var við heyannir eða hirðingu bú- peningsins, þegar þörfin kallaði eða bóndinn var við annað bund- inn. Framhald á 15. síðu. Sjötugur á morgun: Hallur Garibaldason Siglufirði Ef ég væri spurður um það, hvað væri að mínum dómi höfuð- tinkenni Siglfirðinga, þá myndi ég segja: dugnaðurinn. Rík sjálfs bjargarviðleitni til að afla sér og sínum viðurværis og byggja upp eigin heimili. Hundruð verka- manna og iðnaðarmanna hafa á undanfömum áratugum fetað í fót spor Þormóðs rama og numið land í Siglufirði og unnið þar hörðum höndum til þess að gera framtíðar drauma að veruleika. Einn af þess um styi'ku stofnum — einn af þessum landnámsmönnum 20. ald c'rinnar er Hallur Garibaldason, T-Ivanneyrarbraut 23, Siglufirði. Hann verður sjötugur á morgun. Gjaina hefði ég viljað vera fyrir norðan þennan dag og gleðjast með þessum vini mínum og fjöl- skyldu hans, en þess er ekki kost- ur Því bið ég Tímann fyrir nokk- ur afmælisorð til þessa heiðurs- manns. Hallur Garibaldason er fæddur 24 júní 1893 á Mannskaðahóli í Skagafirði. Foreldrar hans voru Margrét Pétursdóttir og Garibaldi Einarsson. Þau bjuggu um hiíð í Málmey og á Miðhóli í Sléttu- hlíð, en síðast Engidal við Siglu fjörð. Hallur dvaldist langdvölum hjá Halli Einarssyni, föðurbróður sín um í Hofsósi á æskuárum sínum. Þegar aldur og þrek leyfði fór hann til sjós og var á hákarla skipum og á síldarskipum á sumr- um. Hallur fluttist til Siglufjarð- ar 1918 og hóf búskap þar. Kvænt- ist 12. maí 1918 Sigríði Jónsdótt- ur frá Máná, en hún var dóttir Ouðnýjar Jóhannsdóttur og Jóns Þorsteinssonar Sigríður er elsku Icg mannkosta kona og hefur ver iö afar samhent manni sínum í 45 ára hjúskap. Þau hafa eignazt 8 börn, en tvö þeirra dóu í bernsku ruk þess voru þrjú börn að mestu alin upp hjá þeim. Augsýnilegt er, að ætíð var nóg ?ð starfa á þessu margmenna heim i'i. Þar ríkti alltaf glaðværð og ei.drei var kvartað. Sólin virtist ailtaf í hádegisstað yfir Hvann- eyrarbraut 23. Þegar Síldarverksmiðjur ríkis- Mis tóku til starfa 1930 hóf Hallur G’Crihaldason störf við þær og þar Laínr hann unnið þriðjung aldar. Eg átti því láni að fagna að vera samstarfsmaður hans sem eerkamaður og verkstjóri í 12 ár og ég vil á þessum degi leyfa mér að segja, að stundvísari, duglegri og samvizkusamari verkamann hef ég aldrei kynst, og er ekki á neinn hallað Hann hefur alltaf hugsað fyrst og fremst um hag Síldarverk- smiðja ríkisins og unnið sam- kvæmt því. Þegar litið er á manvirkjagei'ð, c-ins og t. d. afkastamikla síldar- verksmiðju þá hugsa menn fyrst um fjármagn það og tækni,. sem lyft hafa þessu Grettistaki, en síð- ui um vinnulúnar hendur þreyttra verkamanna — en það eru þó síð- ast, en ekki sízt þessar hendur, sem skapað hafa þau íslenzku mannvirki, sem hæst ber í dag. Hallur Garibaldason á ríkan þátt i allri mannvirkjagerð, sem unn- in hefur verið á lóðum S.R. í Siglufirði s.l. þrjá áratugi og fyrir pað ber honum þakkir. Auk þess má þakka honum, hversu góð fyrirmynd hann hefur verið ungum mönnum, sem unnið hafa með honum. Framhald á 15. síðu. Graham Sutherland: Forfaöir Brezk nútímalist í Bogasalnum mynd af einu verki hans á þessari sýningu, málað í fyrra og ber nafn- ið „Forfaðir". Hin myndin, sem hér birtist, nefnist „Maður og landslag" eftir Keith Vaughan, sem er sjálflærður og málaði fyrst aðeins í tómstundum, hélt sína fyrstu sýningu 1942, þá þrítugur, en er nú orðinn einn af kunnustu abstraktmálurum Breta. Sýning brezkrar nútímamálara- listar hefur staðið yfir í Bogasal Þjóðminjasafnsins, og eru þar sýndar 27 abstraktmyndir, sem fengnar eru að láni úr listasöfnum sumar, en aðrar eru eign lista- mannanna sjálfra. Frægastir þess- ara málara Ben Nicholson (hann er nærri sjötugur og voru foreldr- ar hans frægt listafólk á sinni tíð, William og Mabel Nicholson), sem haft hefur talsverð áhrif út fyrir lnadsteinana; hann hefur verið bú- settur í Sviss í mörg ár, og Gra- ham Sutherland, sem er sérstæður meðal brezkra listamanna, myst- iskur, rómantískur og súrrealisk ur. Mikinn styr vakti málverkið, er hann gerði fyrir 14 árum af Winston Churcvhill. Hér birtist Keith Vaughan: Maður og landslag 2 T I M I N N, sunnudagurinn 23. júní 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.