Tíminn - 23.06.1963, Blaðsíða 8
rnim
r
ALDBEI hafa Vestur-ís-
lendingar flykkzt eins til
íslands sem nú í sumar, ef
undan er skilið Alþingishá-
tíðarsumarið 1930. Nú hafa
þeir komið aðallega í tveim
hópum eins og þá (en
af öðrum ástæðum nú en
þá), en að auki eru hér
margir í heimsókn utan
þessara hópa. Öllu þessu
fólki bauð Þjóðræknisfé-
lagið íslendinga til gesta-
móts að Hótel Borg eitt
kvöld fyrir helgina. Munu
þeir hafa verið þar um 200
mættir, en þarna var öll-
um frændum og vinum
Vestur-íslendinga heimilt
að koma, og voru sæti set
in í öllum salarkynnum.
Formaður félagsins, Síg-
urður Sigurgeirsson banka
ritari, bauð gesti vel-
komna, og voru síðar marg
ar ræður fluttar.
Árni Jónsson og vestur-
íslenzki söngvarinn Tani
Björnsson frá Seattle
sungu einsöng, Anna Guð-
mundsdóttir leikkona las
upp kvæðið um Sólveigu
Hrafnsdóttur eftir Guð-
mund Inga. Fyrstur tók
til máls séra Jón Guðna-
son fyrrv. skjalavörður og
minntist hinna helztu
skálda meðal Vestur-ís-
Iendinga og tók svo til
orða:
Stephan G. var veðurbit-
inn erfiðismaður, sem bar
andlegan ægishjálm. Og
enn verðum við að nefna
tvo aðra, kýmniskáldið
góða Káin og síðast Gutt-
orm J. Guttormsson, sem
nú er hér gestur, fæddur ut
an íslands, en yrkir betur
á íslenzku en páfinn á lat-
ínu“ Þá sagði séra Jón
frá því, að eitt sinn, er
hann ' skjalavörður
i Þjóðskjaiasafninu, hafði
honum borizt beiðni
tveggja íslenzkra systra í
Ameríku um að fá send
skírnarvottorð, og hafi
hann sent þau um hæl. —
Nokkru seinna hafi hann
svo fengið bréf frá annarri
systurinni, þar sem hún
þakkaði með mörgum fögr-
um orðum fyrir þennan
stórgreiða, sem hún
nefndi það, er hann taldi
sjálfsagða embættisskyldu
af sinni hálfu. En svo urðu
þær glaðar að fá þessa
sendingu frá íslandi, að
þær gátu varla fengið af
sér að nota vottorðin til
þess, sem ætlað var og
skilja þau þannig við sig,
heldur langaði þær helzt
til að ramma þau inn og
hengja upp á vegg, af því
að svo langt var liðið síð-
8
T f M I N N, sunnudagurtnn 23. iúní 1963,