Tíminn - 23.06.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.06.1963, Blaðsíða 3
í SPEGLITÍMANS farinn að segja pabbi. Hann seg ist hafa fengið' kirkjuna á ít- alíu tii að viðurkenna faðernið og nú eigi hann aðeins eftir að sjá um hina lagalegu hlið málsins. Drengurinn . er sonur minn sagði Quinn enn fremur, og mér finnst ekki, að hann œtti að gjalda mistaka foreldra sinna. Þegar hann var spurður að því hvort eiginkona hans œtl- aði nú að fara fram á skUnað, sagðist hann vona að svo yrði ekki. ☆ Þær fregnir berast frá Holly. wood í dag, að ameríska kvik- myndastjarnan Dolores Hart, hafi snúið baki við umheiminum og gengið i klaustur, í siðustu kvikmynd slnnl fór hún með hlut verk nunnu, og það Vlrðlst hafa haft svona sterk áhrlf 6 hana. Fulltrúl kvikmyndasfjörn- unnar seglr, að hún sé I róm- versk-kaþólsku klaustri I Conn ecticut, og að þetta sé vel hugs- uð og vandlega yfirveguð ákvörð un hjá henni, að ganga í klaust- ur, og að hún líti ekkl á sjálfa sig, sem nokkurs konar píslar- vott. í desember á slðasta ári, var trúlofun Dolores og við- skiptamanns nokkurs f Los Angeles slitið, en það á samt ekki að hafa haft nein áhrif á ákvörðun hennar. ☆ KONAN, sem lá á þjóðvegin- um í Turnpike í Pennsylvaniu heyrði hvert einasta orð, sem sagt var í kringum hana, en sjálf gat hún ekki talað. Og það. sem hún heyrði var hrein og bein martröð fyrir hana. Bíll hennar hafði runnið tU á ísi, og þá, sem bar að til bjargar, héldu að hún væri dáin. Aumingja Inge- borg Haus, en það var nafn kon unnar, langaði til að hrópa af öllum lífs og sálar kröftum, að hún væri alls ekki dáin, en hún kom ekki upp neinu orði. Svo róaðist hún svolítið, þegar lækn ir kom á staðinn og byrjaði að rannsaka hana. En martröð- in hafði ekki tekið enda hún heyrði Iæknirinn segja, að hjart- að væri hætt að slá, og einn af björgunarmönnunum endurtók — hún er látin, — við skulum láta hana eiga sig. En til allrar- hamingju fyrir Ingeborg, þá gerði læknirinn það ekki. Hún hafði verið á ferð með systur sinni og foreldrum, og þegar fólkið sneri sér að því að hjálpa þeim, þá byrjaði læknirinn, að nudda likama Ingeborgar og reyna vlð hana öndunaraðferðir. sem eftir nokkra stund gáfu jákvæðan árangur. Ingeborg er nú úr aliri hættu og hennar hcit asta ósk er að hafa upp á iækn inum, sem bjargaði lífi hennar því að eins og hún segir þá hefði hún verið dáin núna. ef hún hefði verlð iátin eiga sig ÞESSI myndarlega kona þarna á myndinni er systir Jóhannes- ar heitins páfa og er myndin tekin, er hún er að biðja fyrir bróður sínum, þegar hann lá banaleguna. Páfinn vai mjög illa haldinn síðustu vikurnar og báðu kaþólskir menn um allan heim fyrir lífi hans, en alit kom fyrir ekki. Assunta Roncalli lá auðvitað ekki á tiði sinu. en hún er orðin 76 ára gömul. PÖRIN hér á myndunum voru bæði viðstödd Oscarverðlaunaaf- hendinguna, þegar hún síðast fór fram, en aðhlverðlaunin hlutu þau Anne Bancroft og Gregory Peck. Þessi þarna til vinstri eru ákaflega hamingju- söm, og stendur víst alveg á sama um það hvort þau fá Oscar-verðlaun eða ekki, bara ef þau hafa hvort annað. Þau heita Jill Hayworth og Sal Mineo og hafa verið trúlofuð síðan þau léku saman í kvikmyndinni Exo dus. Hitt parlð er að vísu ekkJ hringtrúlofað, en þau sjást alls staðar saman, eftir að þau léku saman í West Side Story. Þau heita Rita Moreno og Geoige Chakiris. ÞA© er ekki nóg með, að Chri- stine Keeler sé orðin heimsfræg fyrir það hneyksli, sem hún hef ur vakið í Bretlandi, heldur á hún einnig að leika sjálfa sig í kvikmynd, sem fjallar um Pro- fumo-málið og tekin verður . í Danmörku. Gert er ráð fyrir, að kostnaður við kvikmyndatökuna verði 2 milljónir danskra króna, þó að Danmörk hafi cinmitt orð ið fyrir valinu, vegna þess, hve miklu ódýrara mundi verða að taka myndina þar en í Englandi. Á myndinni hér að neðan talar Christine við enskan blaðamann um hina fyrirhuguðu kvikmynda töku í sumar. Myndin hér að ofan er af Sophiu Loren eins og þið hafið sjálfsagt séð, og — og hana teiknaði Stephen Ward, læknir sá er mjög kemur við sögu í Profumo málinu, og grunaður er um vændishald. — Stephen þessi hefur verið mjög vinsæll teiknari hjá öllu helzta fyrirfólkinu, og eins og sést á myndinni, þá er hann nokkuð snjall andlitsteiknari. Sophia Lor en, segir hann, að sé imynd hinn ar fullkomnu fegurðar Framleiðandi kvikmyndarinnar er John Nash, en Ieikstjórinn er danskur og heitir Peer Gulbrand sen. í EINIJ eintaki bandaríska vikublaðsins TIME er minnzt á það í einhverri grein, hvers vegna sumir ríkir sérvitringar þurfi endilega að kæla vín sitt i nashyrningsfæti. Þetta er enskt orðatiltæki, og táknar eiginiega óhóflegan íburð. En þegar næsta tölublað blaðsins kom út, hafði því borizt bréf frá trúboða nokkr um í Kenya í Afríku, sem bend- ir þeim ósköp kurteislega á að hann hafi bæði skotið fíl og nas- hyming, og að nashyrningsfótur mundi aldrei vera nógu stór til að kæla vín í. Og máli sínu til skýringar sendir trúboðinn mynd af fílsfætinum, sem hann not- ar til vínkælingar, myndin er hér að ofan. ELSA Maxwell, slúðurkerlingin víðfræga átti nýlega 79 ára af- mæli, og lét í því tilefni margt fjúka. Þær persónur, sem hún dáist einna mest að eru Noel Coward, Grace prinsessa, írans- keisari og Winston Churchill. — Grace sendi EIsu rósir á af- mælinu, og Churchill hitti hún einhvern tíma meðan á stríðinu stóð, og þá sagði hann einhvern tíma úð hana: Spilaðu alltaf upp á jafn mikið og þú mátt tapa, þá græðirðu. Elsa segist hafa haldið þetta dyggilega. — Henni er til dæmis meinilla við rithöfundinn Cleverland Amory, Farouk, fyrrverandi Egyptalands konung og Brigitte Bardot segir hún að sé hreint og beint hrylli- leg. Elsa viðurkennir samt, að stundum gleymi hún við hverja henni líki vel og við hverja henni líki illa. Ég hef sagt svo margt uxn fólk, bæði gott og vont, að ég verð stundum að lesa bækumar mínar, tll að kom ast að raun um það, við hverja mér Gkar vel. . .. ☆ HINN aldni, enski blaða- konungur, Lord Beaverbrook — hann er nú 84 ára gamall, — hefur nýlega kvænzt í . annað sinn. Sú hamingjusama er 52 ára gömul ekkja, Lady Dunn að nafni, og er forrík. — Nýgiftu hjónin hafa Iengi verið góðir vinir og nágrannar. Það vakti athygli í Englandi, að ekkert af bblöðum gamla mannsins skýrði frá giftingunni fyrr en löngu eft ir að hún var um garð gengin. — Eitt af blöðum hans er The Dai- ly Express. ☆ ÞAf) hefur löngum verið mik- ið vandamál í Hollywood hvað hjón þar þurfa mikið að slíta samvistum í Iengri eða skemmri tíma starfs síns vegna. Þetta sannaðist bezt á því, sem fyrir skömmu kom fyrir leikarann Anthony Quinn. Hann er kvænt ur Katherine ÐeMille og á með henni fjögur börn, en neyðist oft til að vera fjarvistum við fjölskylduna í lengri tíma. Nú hefur Quinn játað, að hann sé faðir barns þess, sem hinn tutt- ugu og átta ára gamli ítalski tízkuteiknari, Jolanda Addolori eignaðist fyrir skömmu. Quinn kynntist Jolöndu, þegar hann lék í kvikmyndinni Barrabas í Róm. Sonurinn cr orðinn þriggja mán- aða og eftir þvi, sem Quinn sagði biaðamönnum, þá er hann T f M I N N, sunnudagurinn 23. júní 1963. — 3 v

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.