Tíminn - 23.06.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.06.1963, Blaðsíða 15
Minning Framhald af 2. síCu. Heimilisstjóm fór Ólöfu úr hendi meS prýði og reglu. í allri úm- gengni og framreið'slu var mikill myndarskapur og hreinlætis og þrifnaðar gott í hvívetna. Um það nutu þau hjón ágætrar aðstoðar Kristínar, systur Ólafar, sem var á heimilinu og vann því nær alla hjú skapartíð þeirra hjóna og lagði krafta sína fram í þágu fjölskyld unnar og heimilisins í hvívetna, svo sem hún væii sjálf eigandi ?,llt þess, er hún annaðist eða fór höndum um. Er slík fórnarlund næsta sjaldgæf. Þau Ólöf og Guðni eignuðust fjóra syni, sem allir eru kunnir menn og hafa mikilsverð störf á hendi. Þeir era: Stefán, trygg- ingalæknir, Svavar, listmálari, báð ir í Reykjavík, Óskar, frystihús- stjóri á Höfn, og Garðar, rafvirkja meistari á Búðum á Fáskrúðsfirði. Auk þeirra ólu þau upp Þórð, son arson sinn og fleiri börn dvöldu hjá þeim lengur eða skemur, bæði skyld og vandalaus, er þau létu sér jafnannt um og^ sína eigin syni. Við andlát Ólafar húsfreyju á Heklu er margs að minnast, bæði fyrir þá, er búið hafa í nágrenni við hana, og einnig hina, sem fjær eru, en hafa kynnzt henni og heimilinu sem gestir þess eða á annan hátt. Hafnarbúar kveðja einn af fyrstu landnemunum þar, sem margir þeirra hafa þekkt frá fyrstu bernsku. Austur-Skaftfellingar rðrir kveðja konu, sem með þeim hefur starfað langa ævi af mikl- vm dugnað'i og forsjá. Eg og fjölskylda mín þökkum Ólöfu og heimili hennar mikla vinsemd og velgerðir fr'á fyrstu kynnum. Tryggð þeirra hjóna í okkar garð var slík, að minningarn ar um störfin með A-Skaftfelling- um verða enn ánægjulegri en ella. Við vottum sonum Ólafar', fjöl- . skyldum þeirra, systkinum hennar og öðrum vandamönnum einlæga samúð. Jón ívarsson SELVEIÐI Framhald af 1. síðu. Veiðin við Þjórsá hefur verið mun meiri nú en undanfarin ár. Veiðisvæðið nær frá Þjórsárósum að Egilsstöðum, og taka 11 bæir þátt í veiðunum. Veiðzt hafa 240 selir, sem vitað er um, og er það um 40 fleiri en vant er. Þrátt fyrir þetta er veiðin mjög misjöfn, sumir hafa fengið mikið og aðrir J'tið sem ekki neitt. Veiðideila nefur risið upp við Þjórsá. vegna iípiðiréttinda. Deila bændur aiisí an og vestan árinnar um það, hverj um beri að veiða selinn og hverj um ekki. Austanbændur hafa lítið sem ekkert veitt í sumar. Við Þ.iórs á eru selirnir skotnir. Bændur frá Fagurhólmsmýri hafa fengið milli tvö og þrjú hundruð seli í sumar. Frá Skafta- felli er farið á selveiðar í Skeið arárós. Svínfellingar eru enn að veiðum en væntanlegir heim þessa dagana Veiði við Breiðárós er í þann veginn að ljúka. Nokkrar ferðir hafa þegar ver- ið farnar úr Fljótshverfi til sel . veiða. og hafa fimm bændur feng ; ið 290 seli. ætlunin er að fara enn ., eina ferð fvrir mánaðamót en þeg- . ar fer að líða á júnímánuð er „ veiðivonin m’'nni. Bændur á Nún- siað og Rauðabergi hafa aðein,- fomizt í selalátur einu sinni, en þeir verð" .-.ð fara austur yfir vötn ju. en i bessa-i einu ferð fensu þe'" bvork meira né minna en 44 *«fli. A þessu svæð' eru selirni' .rotaði’' en annars eru þeir vfir , \-eiridi' í net Ve"ð á skinnum er miög hátt t -- o" heíur bað mikið rekið minnum vig selveiðina Fy.r , ' 1 flokks skinn fást nú 1300 kr PtiC kr fvrn 2 flokk og 450—50P cvrir 3 fiokk. Síðan verður borg aðar einhverjar uppbætur í haust. Richard Vattingojen listmálari frá Vfn, sýnir myndir sínar í Mokkakaffi viS Skólavörðustíg næstu þrjár vikurnar. Hann hélt sýn'mgu í Bogasalnum, fékk góða aðsókn og seldi nokkrar myndir. Richard kom hingað fyrir röskum tveim árum og réði sig til sjós, var á togara í tvö ár. Ha,nn og kona hans, sem er teiknari, hafa hug á að setjast hér að. Richard ætlar að halda tvær sýntngar í haust, fyrst í helmaborg sinni Vín og síðan í Franlcfurt. Allar myndimar í Mokka eru til sölu og sést hér ein þelrra. Þótt ekki beri hún nafn, leynir sér ekki, að málarinn hefur horft yfir Sundin til Esjunnar, þegar hann gerði skyssuna. SAMIÐ Samkomulag milli verkamanna- félagsins Hlífar og Vinnuveitenda- félagsins í Hafnarfirði, tókst í nótt, en samningafundurinn stóð frá fcl. 8.30 um kvöldið til kl. 3. Samningurinn var lagður fyrir fé- lagsfund Hlífar kl. 2 ; dag. Fund- urinn var fjölmennur og voru samningarnir samykktir þar ein- róma. Samið var upp á sömu al menna hækkun og fy-ir norðan en einnig er um að ræða nokkrar tilfærslur milli flokka. Félagsfundur Dagsbrúnar hófsi skömmu áður en blaðið fór í prent un, og er því ekki toægt að skýra frá atkvæðagreiðslunni þar. þegar gengið hefur verið frá söl- um erlendis. Þóroddur E. Jónsson heildsali er einn aðalmilligöngumað'ur um útflutning selskinna. Kvað hann skinnin aðallega seld til London og Frankfurt, en þar fara fram skinnamarkaðir, og kaupmenn hvaðanæva að koma og gera skinna kaup sín. Áður fyrr var Leipzig aðal skinnamarkaðsborgin í Þýzka landi, en nú hefur verzlunin færzt til Frankfurt. Eftirspurnin er svip uð og áður á markaðinum, og fram boðið einmg, en prósentusveiflur verða ekki miklar á veiðinni. Einn bóndi veiðir minna í ár en verið hefur en um leið veiðir annar meira, svo magnið helzt nokkurn veginn jafnt. Skinnin héðan eru send út ósút uð, því að öðrum kosti yrðu þau allt of dýr sökum tollaálagningar. íslendingar standa öð'rum þjóð- um algjörlega jafnfætis hvað vönd un skinnanna snertir. Þóroddur sagðist hafa séð sams konar skinn, og héðan eru flutt frá Kanada, Ný- íundnalandi og Norður-Noregi, en Jr.lendingar vönduðu skinnin bet- ur. Hann- sagðist hafa tekið upp þann sið', að senda bændum leið- aivísa um meðferð skinnanna, hvernig ætti að verka þau og skafa og árangurinn hefði verið mjög góður Veiðimaðurinn fær 1300 kr. fyr- ir eitt skinn, en hvað skyldi þá selskinnspels kosta. Skinnverðið er komið í 1500 krónur, þegar búið ei' að súta skinnið, og svo þarf að laga það til, og má reikna með að fullunnið kosti það um 2000 krón- ur, í venjulega kvenkápu þarf lí—8 skinn svo efnið eitt kostar sidrei innan við 12—16 þúsund ícrónur, og þá er saumaskapurinn eftir. ’í>irÓttír verið notað sem lagergeymsla fyr- ir Hitaveitu Reykjavíkur. Þar væri hægt að skjóta á 50 metra braut, sem myndi gerbreyta öllum æf- inga skilyrðum. Vonar félagið fast- lega að úr þessu rætist í bráð. Stjórn Skotfélags Reykjavíkur er nú skipuð þessum mönnum: Egill Jónasson Stardal, form., Jóhannes Christiansen, vara- form., Edda Thorlacius, gjaldkeri, Tryggvi Árnason, ritari, Leo Schmidt, Meðstjórnendur Robert Schmidt, Karl Olsen NÝTT "rÆKI Framhaid af 1. síðu. réðgátur iarðhitans hérlendis og gefa aðrar upplýsingar } grunn- vatnsrannsóknum hérlendis. í því eru mæld hlutföll milli þungra og léttra vetnisatóma j vatni, og út frá beim mælingum má finna, hvaðan það vat.ri sem mælt er. kemur upp hnflega. hvert það rennur, og hvernig Allir þekkja hringrás vatnsins, úr sjó tii sjávar Þa? vatn. sem! gufar upp úr sjó, inniheldur bæöi I þung og létt vetnisatóm. Er það berst inn yfir ströndina þéttist það og fellur til jarðar og þá inni- heldur fyrsta regnið tiltölulega mikið magn af þungum atómum, en það magn fer svo minnkandi, eftir því, sem fjær dregur sjó. Nú er unnt að mæla hlutföll atóm- anna í regni á ýmsum svæðum landsins og samkvæmt þeim mæl- ingum unnt að finna, hvar það vatn hefur fallið til jarðar, sem upp kemur á hverjum stað, og þannig hægt að sjá eða finna neð- anjarðarrennsli vatnsins. Þá er einnig unnt, með því að mæla þessi hlutföll í vatni úr tveimur borholum, hvort þær séu af ein- um og sama uppruna. Með öðrum mælingum, sem ekki verðar raktar hér, er svo einnig unnt að mæla aldur vatns- ins, og þannig sjá, hversu lengi það hefur verið á leiðinni, og með tímanum eru miklar líkur til, að segja megi til um með nokkurri vissu, hvar leita eigi vatns í jörðu niðri, heits sem kalds. fpfUgUÍ1 (Framhald af 2 síðu) Hefði Hallur Garibaldason ver- ið ungur maður í dag, hefði hann /erið kjörinn maður til að veita slórum vinnuskóla forstöðu. Eg hefi oft hugsað um það, hversu sjaldan íslenzkir verka- menn hafa fengið viðurkenningu þess opinbera, t. d. verið sæmdir Fálkaorðunni, því ekki er lítið dagsverk þeirra, þegar á allt er litið'. Mér tinst, að menn eins og Hallur Garibaldason eigi slíka op- ínbera við'urkenningu skilið. En hvað, sem því líður, Hallur minn, senda vinir þínir í Reykja- vík, og þeir eru margir, hugheilar fiamtíðaróskir til þín, konu þinnar og barna. Þér er þökkuð vinátta og tryggð, og þess er óskað', að þú lifir enn um mörg ár. Kærar afmæliskveðjur.. Jón Kjartansson Erlent yfirlit Framhald af 7. síðu. þeir Eden og Churchill komu í veg fyrir það. Butler er nú saimveldismálaráðherra. Á tímum Attlee-stjórnarinn- ar hafði Butler forustu um að endurskipuleggja starfsemi í- haldsflokbsins og marka hon- urn frjálslyndari og umbótasinn aðri stefnu. Sennilega hefur hann haft meiri áhrif á stefnu íhaldsflokksins á síðari árum en nokkur maður annar Hann nýtur tnikils álits, en hefur aldrei notið verulegra persónu legra vinsælda. Hinir yngri menn, sem nú ber mest á í thaldsflokknum, eins og t. d. Maudling, eru taldir lærisvein- ar Butlers. Á ÞESSU stigi verður því ekki endanlega spáð. hvor þeirra Hailshams eða Butlers verður hlutskarpari eða hvort einhver þriðji maður verðuir fyr ir valinu, sem eftirmaður Mac- millans. Það getur ráðið miklu um þetta, hvort þingið sam- þykikir fyrir sumarfriið þá breytingu, að lávarður, sem á sæti í efri málstofunini, megi afsala sér því og taka sæti í neðri málstofunni. Frumvarp um þetta liggur nú fyrir þing- inu. Verðí það samiþykkt, styrk ist aðstaða Hailhams mikið. Þ.Þ. GESTAMÓTIÐ Frii' ;t 9 síðu Elsa Guðjónsson, Björn Bergvinsson og frú og Haraldur Bergvinsson. — Clara fór vestur um haf árið 1939 til starfa við íslenzku deiidina á heims- sýningunni í New York. Hún ílentist vestra og er ein hinna fáu íslend- inga, sem búsettir eru í Spokane í Washington- ríki. Elsa heilsar hér gömlum kunningjum frá Seatttle, en þar var hún og maður hennar. Þór veiðimálastjóri, við há- skólanám fyrir mörgum árum Björn og kona hans fluttust tii Van- couver fyrir sex árum og þaðan til Seattle þar sem Björn er sjómaður og unir vel hag sínum. Kona hans starfaði áður í prentsmiðjum hér í bæ og er systir prentaranna Páls og Ingvars Bjarna- sonar Magnea og Har- aldur eru systkin Björns, bæði búsett hér Ljósmynd irnar tók Kári Jónasson. Nýir kylfiíipir vekja athvgli — Þorvair$ur sigurvegari í Jason- keppninni í goifi s.1. sunnudag í mjög góðu veðri sunnu- daginn 16. júní s.l., hófu 18 kylfingar leik í JASON-kenpn inni. Sigurvegari varð Þor- varður Árnason og soilaði hann 36 holurnar á 159 högg um neftó Annar varð Jóhann Eyjólfsson á 162 höggum nettó og Ólafur Áa. Ólafsson hriðji á 163 Jafnir í fiórSa og Hmmta sæti urðu beir Tómas Árnason og Jón Thorlacius á 164 höggum nettó. Án forgjafar lítur útkoman þann ig út: 1. Jóhann Eyjólfsson 170 2. Ól. Ág Ólafsson 173 3. Pétur Bjömsson 179 Jóhann er því beztur án for- giafar 36 holurnar en Ól. Ág. bæði 9 holur og 18. Lélegastí höggafjöldi án for- gjafar var 224 högg. en með for- liöf 196 hógg. Þátttaka í keppninni var heldui iítil og á það auðvitað einhvern þátt í því, að strætisvagnaferð'ir á nýja golfvöllinn í Grafarholtslandi eru enn sem komið er nokkúð riopular. Firmakeppninni lauk á laugar haginn 15 iúlí s.l. með sigri Bif- reiðastÖðvarinnar Steindór (Ólaf- ur Ág. Ólafsson), sem sigraði Marz Trading Company (Jóhann Eyjólfs son). Sagt verður nánar frá firma keppninnj síðar. Systir okkar Claudina Östergaard andaðist f Kaupmannahöfn 20. maí s.l. — Fyrir hönd barna hennar og annarra aðstandenda. Ragnhildur Wiese — Benedikt H. Líndai. Útför '^ns Bryniólfssonar Suðurgötu 61, Hafnarfirði, fyrrv. bónda að Grafarbakka, Hrunamannahreppi, fer fram aö n um miðvikudaginn 26. júní kl. 2 síðdegis. MINNINGARATHÖFN verður í Hafnarf jarðarkirkju sam? r!-g kl. 10 árdegis. Börn og tengdsbörn. Inniiegar þakkir tll ailra, sem heiðruðu minningu föður míns, Þorláks Marteinssonar frá Veigastöðum, og auðsýndu mér samúð við andlát hans og útför. Krlstin Þorláksdittir. T í M I N N, sunnudagurinn 23. júní 1963. — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.