Tíminn - 25.06.1963, Blaðsíða 2
Rangæingar
athugið
Við seljum hinar viðurkenndu Esso-brennsluolíur,
benzín og smurningsolíur Enn íremur hina kunnu
sjálfvirku Gilbarco olíubrannara ásamt miðstððv-
ardælum og miðstöðvarkörlum Olíutankar veniu-
legast fyrirliggtandi i ýmsurr, stærðum á hag-
kvæmu verði. Kynnið ykkur verð og greíðsluskil-
mála á þessum tækjum hjá okkur áður en þið fest-
ið kaup ánnars staðar.
Félagsmenn athugið sérsttklega.
Arður er greiddur af þessurri, sem öSrum við-
skiptum.
KAUPFÉLAG RANGÆINGA
Oliusöludeild
Útboð
Tilboð óskast í afgreiðslm og uppsetningu véla-
hluta fyrir dráttarbraut í Stykkishólmi.
Útboðsgögn eru afhent á skriístofu vorri, Ránar-
götu 28.
Innkaupastofnun ríkisins
Skrifstofa mín og vöruafgreiðsla verða
I o k a ð a r
vegna sumarfria 8. til 20 íúli
Þeir viðskiptamenn, sem þyrftu að fá vörur fyrir
þann tíma eru beðnir að láta vita um það sem
fyrst.
PÁLL ÞORGEIRSSON
Laugavegi 22 — Sími 16412.
Alífuglaeigendur
Kaupi hænsni til slátrunar, Sótt heim.
Jakob Hansen, Öxnalæk, símf um Hveragerði
Tilboð
iskast i nokkrar fóiksbifreiðii er verða sýndar i
tiauðarárporti þriðjudaginn 25. þ.m. kl. 1—3.
Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama
dag.
Sölunefnd várnarliðseigna
TIL SÖLU
T raktorar
Ferguson 65 með 60 tommu Howard tætara, húsi,
burðargrind að framan, miðstöð og svampsætum.
^erguson 35 með Lien ámoksturstækjum og SOS
sláttuvél.
Ferguson, diesel, eldri gerð. Ámoksturstæki og
sláttuvél geta fylgt, ef óskað er.
Tveir vélknúnir heyvagnar.
Upplýsingar um vélar þessar hjá Halldóri Véla-
verkstæðinu. Rauðalæk, Rang.
P
SKIPAUÍGtltW RIKISINS
Ms. Skjaldbrefð
fer 27. þ.m. til Ólafsvíkur,
Grundarfjarðar, Stykkishólms
-Og Flateyrar. Vörumóttaka í
dag
HLYPLAST
PLASTEINANGRUN
VÖNDUÐ FRAMLEIDSLA
HAGSTÆTT VERÐ
SENDUM UM LAND ALLT
LEITIÐ TILBOÐA
KÓPAVOGI
SlMI 36990
SVEIT
Óska eftir að koma dugleg-
um 11 ára dreng í sveit í
sumar.
Upplýsmgar } síma 10825
Firmrstygur:
Ágúst Guðmundsson
Isafirði
Ágúst Guðmandsson, húsa-
smíðameistari, Fjarðarstræti 11,
ísafirði, er fimmtugur í dag. Hann
er fæddur á ísafirði, sonur hjón-
anna Ingileifar Stefánsdóttur og
Guðmundar Kristjánssonar, skip-
stjóra. Ágúst stundaði nám í ung-
lingaskólanum á ísafirði, lagði síð-
ar stund á iðnnám og lauk prófi í
húsasmíðaiðn á árinu 1935. Síðan
hefur hann óslitið unnið að iðn
sinni. Hann hefur byggt fjölda
húsa hér í bænum, þar á meðal
mörg stórhýsi svo sem hraðfrysti-
hús og fleiri byggingar fyrir Norð
urtanga h.f., sjómannabygging-
arnar við Hlíðarveg og verka-
mannabyggingarnar við Fjarðar-
stræti 57 óg 59. Ágúst Guðmunds-
son er mjög hæfur og duglegur
byggingameistari og eftirsóttur
til slíkra starfa.
Ágúst hefur lengi verið í bygg-
inganefnd ísafjarðarkaupstaðar,
svo og átt sæti í fasteignamats-
nefnd kaupstaðarins árum saman.
Hann hefur og annazt ýmis önnur
trúnaðarstörf hér í bænum.
Kona Ágústs er Halldóra Bær-
ingsdóttir, hin mætasta kona, og
eiga þau fimm mannvænleg börn,
þrjá syni og tvær dætur
Ég og fjölskylda mín þökkum
Ágústi Guðmundssyni fyrir ágæt
kynni og óskum honum og fjöl-
skyldu hans allra heilla í tilefni
afmælisins.
Jón Á. Jóhannsson.
Halló! Húsbyggjendur
Fokheld 3—4 herb. íbúð óskast keypt í sumar eða
haust. Einnig kæmi til greina samvinna um bygg-
ingu húss, ef lóð væri fyrir hendi.
Tilboð leggist inn á afgreiðslu Tímans fyrir 30.
þ.m. merkt: „Húsbyggjandi — 100“.
2
T f M I N N, þriðjudaglnn 25. júní 1963. —