Tíminn - 25.06.1963, Qupperneq 15

Tíminn - 25.06.1963, Qupperneq 15
3 VIKUR Á FLEICA Framhald af 1. síðu. farið, hefðu ekki þrautreynd- ir kappar valizt til ferðarinnar, sem tóku óhappinu af æðru- leysi og unnu sleytulaust klukkustundum saman að því að bjarga farkosti sínum. Leið- angursstjóri er Englendingur- inn David Lewis, en aðrir af áhöfninni eru Ameríkumaður- inn Oharles Mac Lendon, sem er loftskeytamaðurinn um borð, Aksel Pedersen, sem er dansk- ur sjómaður, Englendingurinn Tony Jennett, sem er íþrótta- þjálfarí að atvinnu, og svo loks Merton Naydler, sem er lög- fræð'ingur í London. Rehu Moana lagði upp frá Thames fyrir u. þ. b. 3 vikum, og tafðist siglingin mjög vegna veðurs. Á fimmtudagsnóttina var alhvass norðanvindur á þeim slóðum, sem fleytan var stödd á. Aksel Pedersen var við stjórn, en David Lewis var að reikna út stöðu skipsins. — Aðrir af áhöfninni voru í fasta svefni. Um kl. 2,30 reig yfir flekann þung og mikil alda, sem braut niður rá og reiða. Vöknuðu mennirnir- við það, að Aksel Pedersen hrópaði í þoku- lúður: „Reiðinn er farinn“. Hófst nú margra klukku- stunda þrotlaust starf við að losa flekann við brakið úr reið- anum, sem lamdist utan í hann, en mesta hættan var, að brakið mundi brjóta gat á flekann. Björgunarflekinn var grafinn undir braki, og urðu mennirnir að höggva ofan af honum með öxum sínum. Seglin voru flækt undir kjölinn. Allt, sem heilt var af reiðanum eftir óhappið voru tveir trébútar, fimm og tíu feta langir, en þessa stubba gátu þeir notað til að koma upp bráðabirgðareiða. Einnig tókst þeim að setja upp loft- net og ná sambandi við London. Ekki töldu þeir sig þarfnast hjálpar, þegar’ svo var komið, en ákvéðið að leita næstu hafn- ar. Vindáttin réði því, að þeir komu til Seyðisfjarðar. Lítil vél var á fleytunni, en henni komu þeir ekki í gang, fyrr en kl. 3 s.l. nótt. Colin Mudie, sem teiknaði Rehu Moana, hefur þegar gert teikningu af því, hvernig gera megi fleytuna ferðafæra á ný, og telur hann að það þurfi ekki að kosta mikinn tíma né erfiði. Mennirnir voru svo nýkomnir til Seyðisfjarðar, þegar Tíminn hafði tal af mr. Naydler, að ekki hafði neitt verið ákveðið enn um viðgerðina, en mr. Naydler kvaðst telja, að það gæti tekið allt frá þremur og upp í fjórtán daga. Ætlunin var, að leiðangurinn tæki tvo mánuði i allt, en nú sýnist sem hann muni taka a. m. k. þrjá mánuði. Fleytan og leiðangur þessi er algjört einkafyrirtæki. HINDRA KRABBA Framhald af 1. síðu. hana íslenzkur texti og hún sýnd í Háskólabíói einhvern tíma í framtíðinni. Félagið hefur keypt allt húsið að Suðurgötu 22 og verður kjall- ari þess notaður til legrannsókn- anna. Ekki 'hefur enn verið ákveð- ið hvaða l'æknir verði fenginn til þess að veita starfseminni forsöðu, og einnig vantar sérmenntaðar stúlkur til þess að vinna að rann- sóknunum Mikill skortur er á stúlkum til þessara starfa um all- an heim, og hafa Finnar tekið upp það ráð, að setja á stofn sér- Þing Krabbameinsfélaga Norð- urlanda hófst hér í gær , og lýkur því á morgun. Þingið sitja ritarar og formenn félaganna, og er rnein- ingin að á því geö þeir borið sam- an bækur sínar um það, sem er að gerast í krabbameinsmálum landanna. Þingið er haldið á hverju ári, en til' skiptis í löndun- um Síðast var það haldið hér árið 1958 MATTHÍAS INN Framhald af 1. síðu. Gunnarsson (G); 11. Matthí as Bjarnason (D). Varamenn Alþýðuflakks- tas eru: 1. Friðjón Skarp- héðinsson, 2. Unnar Stefáns son, 3. Pétur Pétursson og 4. Hikmar S. Hálfdánarson. — Varamenn Sjálfstæðiis- flokksinis eru: 1. Ragnar Jónsson, 2. Hermann Þórar- insson, 3. Ásgeir Pétursson, og 4. Sverrir Hermiannsson. — Varamenn Alþýðubanda- lagsins eru: 1. Ingi R. Helga son^ 2. Karl Guðjónsson og 3. Ásmundur Sigurðsson. Eins og lesenduim er kunn ugt var lítill munur á tveim ur frambjóðendum Sjálf- stæðisflokksims, hvor hlyti uppbótarsæti, þeim Matthí- asi Bj'airnasyni, þriðja manni á lista flokksins í Vcstfjarðakjördæmi og Iler- manni Þórarinssyni, þriðja manni á lista flokksins í Norðurlamdskjördæmi vestra. Annar hvor þeirra myndi fara á þing á hlut- falistölu flokksins í kjör- dæminu. Við útreikntaga landskjörstjórnar komíljós, að á þeim var 0,13% mun- ur, þannig að Matthías var með 11,67% en Hermann 11,54%. Enn þá stendur styrr um nokkur vafaatkvæði, bæði í Vestfjarðakjördæmi og Norð urlandskjördæmi vestra, en ágreiningur sá kemur ekki fyrir Landskjörstjóm, beld ur dómsmálaráðuneytið, s<em síðar sendir Alþingi atkvæði þessi til úrskurðar. ÓlíMegt má þó telja, að þessi ágrein ingsatkvæði geti, þótt þau séu í kjördæmucn Matthías- ar og Hermanns, breytt úr- skurði Landskjörstjórnar. SKEMMTANIR B-LISTANS í REYKJAVÍK Kvöldskemmtanir fyrir starfs fólk B-Iistans í Reykjavíó, verða haldnar í súlnasal Hótel Sögu, föstudaginn 28. og sunnudaginn 29. þ.m. Aðgöngumiðar verða afhentir í Tjamargötu 26, frá kl. 1—5. Sími 15564 og 16066. Skemmtiatriði • uða auglýst síðar. — B-listinn. BÓKARSPJÖLL FramhalJ at 16. síðu. hefur gengið á Listaháskóla og veit að mynd er því aðeins klám, að hún sé klaufalega gerð. Þegar ég myndskreytti ljóð Jónasar Hallgrímssonar, um árið, hótaði miðaldra kona að skjóta mig fyrir myndina við „Greiddi ég þér lokka við Galtará" af því að kjóll stúlk- unnar hans Jónasar væri of fleg- inn. Myndin varð seinna uppá- haldsmynd konunnar, hún hafði hana í svefnlherberginu sínu, og myndin varð það síðasta, sem hún festi augu á á banastundinni Ég gæti bezt trúað að Herborg og starfssystur hennar ættu eftir að dunda við að líma þessar þrjár myndir inn aftur á Elliheimilinu. Annars er nesjamennskan í list- málum á íslandi farin að vera dá- lítið þreytandi, — og nú skal reynt hvort dómstólarnir hér vernda list gegn skemmdarverkum“ Blaðið lagði nokkrar spurningar íyrir Snorra Hjartarson, safnstjóra BoitSarbókiasafnsins: — Hver var ástæðan fyrir því, að þér létuð fjarlægja þessar myndir úr bókinni? — Þessar bækur eru lánaðar inn á heimili, þar sem börn og unglingar komast í þær og ég taldi að þessar myndir væru börn- um og unglingum ekki hollar. Það hefði aldrei komið til mála að rífa þessar myndir úr bókinni, ef einungis fullorðnir menn hefðu komizt í hana. — Hver framkvæmdi verknað- inn? — Það man ég ekki lengur; það er svo langt síðan. — En vissuð þér um það fyrir- fi'am, að þessi verknaður yrði framinn? — Já, það var gert með mínu samþykki og á mína ábyrgð. — Teljið' þér þennan verknað ósaknæman? — Eg hefi ekki hugmynd um annað en hann sé löglegur. Það má að vísu segja, að þetta sé lemstr un á bók, einkum þar sem um op- inberan aðila er að ræða, en ein- stakir menn lemstra bækur án þess við' sé gert. — Hefur ekki verið leitað eftir því við yður. að þér endurnýjuðuð eintökin, sem eru í eigu safnsins ÁLFTIRNAR í KORNIÐ Framhald af 1. síðu. Sagði Jóhann, ag álftirnar væru eins og kindur í túninu, þær ætu og gældu það jafn mikið. Grágæsir og heiðagæsir eru þama í þúsundatali, og virðist þeim heldur fara fjölgandi, að sögn Jóhanns. Ekki kvað hann þó þörf á að auglýsa eftir skyttum, því heimamenn væru sjálfir góð- ar skyttur. SUMARHATIB í STRANDASYSLU Sumarhátíð Framsóknarmanna í Árneshhreppi verður haldin dag- ana 29. og 30. júní í Árnesi. Far- in verður skemmtiferð frá Hólma- vík á laugardaginn 29. kl. 3 að Ár- nesi. Kl. 9 um kvöldið hefst þar svo almenn skemmtisamkoma. Verða þar fluttar ræður. Jón Gunnlaugsson gamanleikani og Árni Jónsson söngvari, skemmta. Enn fremur verður dansað. Á sunnudaginn kl. 2 verða m. a. íjölbreytt útihátíðahöld. og hefð'uð óskemmdar bækur til útlána? — Nei. Eftir því hefur ekki ver- ið leitað við mig, enda getur eng- inn skyldað okkur til að hafa eina eða neina bók í útlánum. Eg bauðst hins vegar til þess að innkalla þær hækur, sem í útlánum eru og taka þær úr umferð. — En mynduð þér endurnýja þessi eintök, ef farið yrði fram á það? — Eins og ég sagði, hefur ekki verig farið' fram á það við mig. ekkert heimili án húsbúnaðar SVÍINN ÓFORBETRANLEGI Framhald ai 16. síðu. höfðu samband við kollega á Bret landseyjum og einnig var leitað til ísilenziku flugu'mferðarstjórnar- innar, s<em spurðist síðan um Eng- lund. En ekkert spurðist til hans og var farið að undirbúa umfangs mikla leit, er það spurðist, að hainn væri lentur, þegjandi og hljóða- laust að venju, á flugvellinuim í Kronmgen í Hollandi. Sú frétt barst klukkan 16,22 í dag. Erfitt mun að refsa mönnum eins o.g Englund fyrir tiltæki þeirra, en eins og allir sjá er það bæði stórhættuleg't öryggi hans og annarra, er á flugi eru um það svæði er svona „feluflugimenn“ laumast um. STÓRSLYS Á AKUREYRI Framhaid af 16. síðu. á hönduim og fótum, en maðurtan slapp lítt meiddur. Stjórnandi bíls ins höfuðkúpúbrotnaði, og liggja báðar konurnar þungt haldnar á sjúkrahúsinu. Sú sem höfuðkúpu- brotnaði var að komast til tneð- vitundar í morgun. Bíllinn er eyði- lagður sem slíkur. Síðdegis á laugardaginn féll Jakob Jónsson, forstjóri ÁTVR á Akureyri, af hestbaki á þjóðvegin um við Hrafnagil í Eyjafirði. — Hesturinn datt með Jakob, sem kastaðist fram af og kom niður á höfuðið. Hamn hélt áfram ferð stani, en skömmu síðar kenndi hann mikillar vanlíðunar. Var hann fluttur í sjúkrahúsið og síð an í flugvél til Reykjavíkur og á Landakotsspítalann. Jaikob er höfu'ðkúpubrotinn —- þa@ er fjórða höfuðkúpubrotið hér á örskömm- um tíma. NTB Algeirsborg, 24. júní Kona Mohameds Boudifa, fyrr- verandi varaforsætisráðherra í Alsír skýrði frá þvi í dag, að mað- ur hennar og 3 aðrir alsírskir leið togar hafi verig handteknir. Sagði konan, að ríkisstjóm Ben Bella hefði látið handtaka mennina en ekki sagðist hún vita, hvar mað ur hennar sæti í fangelsi. ÞAKKARÁVÖRP Hjartans þakklæti til allra, sem minntust 60 ára afmæl is míns 7. júní s.l. með heimsoknum, góðum gjöfum, skeytum og viðtölum. Guð launi ykkur öllum. Malen Guttormsson, Ástúnum Systir okkar Claudina Östergaard andaðist í Kaupmannahöfn 20. maí s.l. — Fyrir hönd barna hennar og annarra aðstandenda. Ragnhildur Wiese — Benedikt H. Lindal. Útför Jóns Brynjólfssonar SuSurgötu 61, HafnarfirSI, fyrrv. bónda aS Grafarbakka, Hrunamannahreppi, fer fram aS Hruna miSvikudaginn 26. júní kl. 2 síSdegis. MINNINGARATHÖFN verSur í HafnarfjarSarklrkiu sama dag kl. 10 árdegis. Börn og tengdabörn. litið á laugavegi 26 simi 209 70 SAMBAND HÚSGAGNAFRAMLBIÐENÐA Innilegar þakklr til allra, sem heiSruSu minningu föSur míns, Þorláks Marteinssonar frá VeigastöSum, og auSsýndu mér samúS viS andlát hans og útför. Kristin Þorláksdóttlr. Þökkum innilega auSsýnda samúS og vináffu, viS fráfail og jarSar- för Þórarins Jónssonar Carla Berndsen, börn og tengdabörn. Þökkum hjartanlega auSsýnda samúS og vinarhug viS andlát og jarSarför fóstursonar okkar og sonar mins Jóns Björnssonar Þórný ÞórSardóttir; Jóhann Jóhannesson. Björn Jónsson. T f M I N N, þriSjudaginn 25. júní 1963. — 15

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.