Tíminn - 25.06.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.06.1963, Blaðsíða 14
lána út peninga og hirða rent- urnar, lét hann ekkert hafa að gera, og þegar Schaeht tók við atjórn ráðuneytisins losaði hann sig við Feder úr þjónustu sinni. Smákaupsýslumennirnir, sem höfðu verið aðalstuðningsmenn flokksins og búizt höfðu við miklu af kanslaranum Hitler, urðu þess hrátt varir margir hverjir, að ver- ið var að losa sig við þá, og þeir neyddir til bess að sameinast aftur fylkmgum þeirra, sem unnu fyrir föstu kaupi. Lög sett í október 1937 leystu hreinlega upp öll fyr- irtæki með minna en 40.000 doll- ara fjármagn að baki sér og bönn- uðu að stofnuð væru ný fyrirtæki með minna en 200.000 dollara höf- uðstól. Þetta batt fljótlega enda á tilveru eins fimmta hluta allra §máfyrirtækja. Á hinn bóginn voru fyrirtækjasamsteypurnar, sem jafnvel lýðveldið hafði stutt, stjyrktar af nazistum. Reyndar voru þær gerðar að skyidu með lögum frá 15. júlí 1933. Efnahags- málaráöuneytinu var veitt vald til þess að Skipuleggja ný stórfyrir- tæki eða skipa fyrirtækjum að sameinast þeim, sem þegar voru fyrir. Fjöldafyrirtæki og verzlunar- samtök, sem skipulögð höfðu ver- ið á lýðveldistímanum, voru látin halda sér hjá nazistum, enda þótt þau væru endurskipulögð með straumlínulagi foringjareglnanna, samkvæmt lögum frá 27. febrúar 1934, og sett undir stjórn ríkisins. Öll fyrirtæki voru neydd til þess að gerast meðlimir í þeim, og yfir ótrúlega margþættri samsteyþu réð svo Efnahagsráð ríkisins, en foringi þess var settur af ríkinu, og stjórnaði sjö þjóða efnahags- hópum, tuttugu og þremur efna- hagsráðum, eitt hundrað iðn- og verzlunarráðum og sjötíu hand- verksráðum. Mitt í þessu völund- arhúsi félagasamtaka og hinum mikla fjölda starfa innan efna- hagsmálaráðuneytisins og undir Fjögurra ára áæfluninni og fossa- föllum þúsunda sérstakra laga- setnfnga og laga gat jafnvel hinn slungnas'ti kaupsýslumaður orðið ruglaður, og ráða þurfti sérstaka lögfræðinga til þess að gera fyrir- tækjum kleift að halda áfram störfum sínum. Það varð að beita hreint stjarnfræðilegum aðferðum til þess að finna yfirmenn, sem gátu tekið nauðsynlegar ákvarð- anir, sem pantanir, byggðust á, eða farið í kringum endalausar reglur og takmarkanir stjórnar- innar og verzlunarsamtakanna, þegar á fjórða tug aldarinnar. „Efnahagsleg nauðsyn," kallaði einn kaupsýslumaður þetta í sam- tali við höfundinn. Kaupsýslumennirnir högnuðust vel, þrátt fyrir sína hrjáðu tilveru. Þungaiðnaðurinn, aðal-velgjörða- stofnun endurvæðingarinnar, jók ágóða sinn úr 2 af hundraði gróða- 1 árið 1926 í 6% árið 1938, síðasta árið, sem fullkominn friður ríkti. Jafnvel lögin, sem takmörkuðu á- góðann við 6 af hundraði ollu fyr- irtækjunum sjálfum engum erfið- íeikum. Þvert á móti. í rauninni bar samkvæmt lögunum að leggja allt,, sem fram yfir var, í ríkis- skuldabréf — eignarnám hafði alls ekki komið til greina. Flest fyrir- tæki lögðu hins vegar hagnaðinn, sem ekki hafði verið greiddur út, aftur í sinn eigin rekstur, en þessi hagnaður jókst frá 175 milljónum marka árið 1932 í fimm billjónir marka árið 1938, en það ár námu •heildarsparifjárinnstæður bank- anna aðeins tveimur billjónum, eða minna en helmingi þessa óút- deilda ágóða, og þetta ár var út- goldinn ágóði í forrni renta aðeins 1,200,000,000 mörk. Kaupsýslumað urinn gladdist ekki síður yfii því, hvernig verkamaðurinn hafði ver- ið settur á sinn stað undir stjórn Hitlers, heldur en yfir hinum þægilega ágóða. Reyndin var sú, að tekjur voru lækkaðar dálítið, þrátt fyrir 25% hækkun fram- færslukostnaðar. Og framar öllu öðru voru nú engin kostnaðarsöm verkföll, og reyndar engin verk- föll yfirleitt. Það var verboten (bannað í Þriðja ríkinu, að sýna þess konar þrjózku eða mótþróa. Þrælkun verkamannsins Þegar þýzki verkamaðurinn hafði verið sviptur verkalýðsfélög- unum, réttinum til þess að semja um launakjör sín og gera verkföll, var hann orðinn að iðnaðarþræli í Þriðja ríkinu, bundinn hús- bónda sínum, atvinnuveitandan- um, á svipaðan hátt og bændurnir á miðöldum höfðu verið bundnir óðalseigendunum. Hin svokallaða Verkalýðsfylking, sem að nafninu til kom í staðinn fyrir hin gömlu verkalýðsfélög, kom ekki fram fyrir hönd verkamannanna. Sam- kvæmt lögunum um starfsemi •hennar frá 24. október. 1934, var hún „samband skapandi Þjóðverja með heila og hendur“. Hún veitti ekki einungis þeim inngöngu, sem unnu fyrir föstum launum, heldur einnig atvinnurekendum og þeim, sem höfðu önnur störf rneð hönd- um, eins og til dæmis læknum. Staðreyndin var sú, að fylking þessi var ekkert annað en stórkost- leg áróðurssamtök og eins og verkamennirnir sögðu, stórfelld svik. Takmarkið var, ekki eins og í lögunum stóð, að vernda verka- manninn, heldur „skapa sannt sósíalistiskt og framleiðandi sam- félag allra Þjóðverja. Verkefni fylkingarinnar er að, sjá til þess, að sérhver einstaklingur sé fær um . . að framkvæma sem mesta v:nnu“. Verkalýðsfylkingin var ekki sjálfstæð framkvæmdasam- tök, heldur eins og flest önnur samtök í Nazista-Þýzkalandi, að hernum undanskildum, hluti úr NjS.D.A.P.,. eða svo notuð séu orð foringja hennar, dr. Ley — „stamandi drykkjumannsins“ eins og Thyssen kallaði hann — „vei-k- færi flokksins". Vissulega kváðu lögin frá 24. október á um það, að starfsmenn hennar skyldu koma úr röðum flokksins, fyrrver- andi nazistasamtökum, S.A. og S.S. — og það gerðu þeir líka. Áður höfðu lögin frá 20. janúar 1934, sem skipulögðu atvinnuna í ríkinu og þekkt vorú undir nafn- „Réttindaskrá verkamannanna“, sett verkamanninn á sinn stað og veitt atvinnuveitandanum sömu ís með ávöxtum blönduðum ávöxtum í glas, því næst tvær ís- kúlur, spændor með heitri matskeið úr íspakkanum, ^ síðan bætt við ávöxtum d*, og ein skeið af þeyttum ** rióma ofan á. ySéf ásíf w&í w&u d&i FÖRIINA UTAR ÓTTANS lyliUliH uihh vi ihhj W. P. Mc Givern 31 að reyna að botna í því, hvernig Lynch hugsaði. í þess stað braut hann heilann um, hvernig hann gæti notfært sér ótta og veikleika Lyneh. Þeir flugu þegjandi í myrkrinu. Lynch skenkti kaffi í tvær krúsir eg gaf Beecher brauðsneið. Þeir fiugu það lágt að þeir gátu ljós- lega greint blikandi hafflötinn og á vinstri hönd sáu þeir marka fyrir strönd Marokkó. Loks sáu þeir liósaþyrpingu breiðast frá strand- línunni inn á slétturnar. „Casablanca? spurði Beecher og kinkaði kolli í áttina til ljósanna. „Eg hugsa það“, svaraði Lynch. „Þú verður bráðum að breyta um stefnu. Farðu ekki nær strönd- inni.“ „Fyrr eða slðar verðum við að fijúga inn yfir landið,“ sagði Beec- her. „Hugsa þú um að stjórna vél- inni. Eg segi til um stefnuna." „Hvers vegna sveigjum við svona langt frá Marokkó?" „Við gátum ekki hætt á að fljúga þar yfir,“ sagði Lynch. „Þið Ameríkanarnir hafið flugvelli í Nouasseur, Port Lyautey og Sidi Slimane. Ef við yllum ónæði i slíkum býflugnabúum gætu hæg- lega hlotizt vandræði af. Þeir hafa beztu radara, sem hægt er að kaupa fyrir Kanadollara og vakt allan sólarhringinn ásamt þotum, sem alltaf eru reiðubúnar undir ílugtak. Þeir mundu vera á hælun um á okkur um leið og þeir fengju veður af okkur.“ Beecher sat þögull andartak. — ..Heldurðu, að Lára geti fellt sig við' að lifa neðanjarðar til lengd sr? Flýja frá öllu, sem var henni áður kært?“ „Lára lagar sig fljótt eftir nýj- um aðstæðum. Hún hefur að minnsta kosti staðið sig vel hingað til, ekki sagt?“ „En ef hún fengi nú nóg af þessu. Ef hún skyndilega vildi hætta við allt saman og fara heim?“ „Við skulum hætta þessu kjaft- æði. Hugsaðu um það, sem þú átt að gera.“ Beecher brosti dauft. „Vertu rólegur. Eg er fyrsta flokks flug- maður, mundu það. Þá hélzt hins vegar til a jörðinni. Þurftir að hlaupa til með tvistinn, þegar liðs ioringjarnir komu. Það hefur væntanlega ekki átt alls kostar 'Mð þig“. „Bölvaðir snobbar, allt heila pakki.ð.“ Lynch skyrpti út úr sér orðunum. „Það voru þessir djöfl- ar, sem tróðu okkur niður | svaðið með kjaftæði um heimsveldi og brezkan heiður. England væntir þess, að hver andskotans fábjáni geri skyldu sína. Það þýðir, að um l’eið og maður sötrai í sig rammt öl á skítugri knæpu, á mað- ur að biðja til Guðs, að Hennar Hátign Drottningin fái ekki maga- kveisu af kampavíninu. Og allt annað var eftir því.“ Beecher sagði: „Þið gátuð þó allavega haft eitthvað til að nöldra yfir.“ „Reyndu að hugsa um helvítis flugvélina, og hafðu engar áhyggj- ur af mér.“ Hálftíma síðar sáu þeir aðra ljósaþyrpingu við ströndina og Beecher reyndi að rifja upp, hvernig marókanska ströndin liti út. Hann hafði alloft farið til fiski- veiða á þessar slóðir ásamt íran- um. Það voru sennilega Ijósin í Agadir , sem blikuðu á vinstri hönd. Lynch gaf honum stefnu í suðaustur af bænum, inn í landið. Beecher reyndi með sjálfum sér að gizka á ákvörðunarstaðinn. Ef til vill Tiznit, eða Goulamine. Þeir mundu sennilega lenda bráð- in og Sahara lá aðeins um 150 lega. Framundan risu Atlasfjöll- kílómetra til suðurs. Hann minnt- ist þess, að hafa einhvers staðar lesið að Sahara væri arabískt orð, sem þýddi auðn. Beecher leit á benzínmælinn. Lynch sat álútur yfir kortunum. Hann gaf Beecher upp nýja stefnu, til suðurs, til Sahara, auðn- arinnar. „Gættu nú að þér“, sagði Bee- cher og benti á benzínmælinn. „Haltu þér saman og gættu að stefnunni. Við verðum yfir Goula mine eftir fáeinar mínútur. Innan klukkustundar verðum við á á- kvörðunarstað. Við verðum að finna lendimgarstað, sem á að vera um 150 kílómetra suður af Goulamine og er um það bil einn ferkílometri að stærð. Don Willie sagði, að við mundum eiga hægt með að finna hann.“ „Nú, en hann er ekki með í vél- inni. Hvernig kynntistu honum?“ „Ég hitti hann í leyfi á Spáni fyrir fimm árum. Hann hafði út- vegað nokkrum vina minna at- vinnu, svo að ég fór og talaði við hann. En starfsemi hans þá virðist hafa mátt þola dagsins ljós, að minnsta kosti hafði hann ekki not fyrir mig.“ „Ertu viss um að þú getir treyst honum?“ „Fullviss." „Gagnkvæmt traust glæpamann- anna?“ „Ekki að öllu leyti. Gagnkvæmt tillit getum við sagt. Hann græðir ekkent á að vísa lögreglu á mig.“ „Hefurðu gert þér ljóst, að ykk- ur svipar allnokkuð hvorum til annars?" sagði Beecher. „Hvernig þá?“ „Þið eruð báðir með hjartað í buxunum út af fortíðinni“, sagði Beecher. „Don Willie á vart aftur- kvæmt til Þýzkalands og á sömu leið er með þig gagnvart Englandi. Þið eruð báðir á flótta. En þið munu komast að raun um, að það er ekki fortíðin, sem kvelur ykkur, Þið óttizt eitthvað í sjálfum ykk- ur. Það er sá ótti, sem kvelur ykk- ur mest. Eða hef ég ekki rétt fyrir mér, Lynch?“ Lynoh sat þögull andartak, en Beecher gat heyrt að andardráttur hans varð tíðari og þyngri. Svo sagði hann blíðlega: „Á ég að segja þér, hvernig landið liggur, gamli vinur. Ég er með skamm- byssu i hendinni og hlaupinu er beint að hausnum á þér. Og ég ætla að biðja þig vinsamlegast að vera að grufla yfir minni fortíð- Ég kæri mlg heldur ekki um neina sálgreiningu.1- Hann greip stórri, beinaberri hendinni í öxl Beech- ers. „Hefurðu skilið það?!“ „Það er varla hægt að misskilja slíkt,“ svaraði Beecher þurrlega. „En hvað um framtíðina? Hvað gerist, þegar við lendum?“ „Hafðu engar áhyggjur af mér.“ „Satt að segja hef ég það alls ekki. En hvað verður Um mig og spönsku flugmennina?“ „Það fer eftir því, hvort þú hag- ar þér skynsamlega. Eg ráðlegg þér að gera það. Annars skiptir það mig engu máli. Ég verð flog- inn veg allrar veraldar, áður en þér tekst að hreyfa litla fingur." „Með Lauru?“ „Já, vitaskuld. Og viltu nú ekki vera svo vænn, að halda kjafti. Við verðum að hafa augun hjá okkur.“ Þeir voru komnir áttatíu kíló- metra suður fyrir Goulamine, er fyrsta skíma komandi dags sást á himni. Þetta var grá, óraunveruleg skíma, og virtist hvorki eiga upp- haf né endi. En nokkrum mínút- um síðar rann sólin upp við sjón- deildarhring og einstakir hlutir byrjuðu að koma í ljós í harð- neskjulegu, þurru landslagi. Grátt og grænt skiptist á og þéttar kakt- usaþyrpingar litu út eins og kál- hausar langt fyrir neðan þá. Ein- stök trjáþyrping þaut á móti þeim — furðulegur vottur þrautseigs lífs í jaðri endalausrar eyðimerk- ur. Beecher leit niður, um leið og þeir flugu yfir trén og ósjálfrátt festi hann sér staðinn' í minni, sem góðan lendingarstað Það var orðið honum eiginlegt eftir margra ára þjálfun í flughernum, að skyggnast eftir lendingarstöð- um, enda gat slíkt alltaf komið sér vel, þótt nú horfði að vísu öðru vísf við. Dagsbirtan jókst óðfluga, og eyðimörkin teygðist um leið í all- ar áttir. Gráleit flatneskjan virt- ist víkka út á allar hliðar og hverfa í óendanleika. Það setti að 14 T í M I N N, þriSjudaginn 25. júní 1963.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.