Tíminn - 25.06.1963, Qupperneq 4

Tíminn - 25.06.1963, Qupperneq 4
RITSTJORI: HALLUR SÍMONARSON Átta mörk á Laugardalsvelli! Mörkin bókstaflega hrúguð ust upp á sunnudaginn í leik Vals og Akureyringa á Laug- ardalsvellinum — og áhorf- endur fengu sannarlega eitt- hva'ð fyrir aurana sína, eins og sagt er, því mörkin urðu átta talsins og þeim skiptu Valsmenn og Akureyringar bróðurlega á milli sín — fjög- ur hvorum megin. Og það var líf í tuskunum í leiknum — upphlaupin hröð og maður gat alltaf búizt við marki. Gæfan virtist ekki beinlínis brosa við Akureyringum þegar 16 mínútur voru eftir af leiknum, en þá voru mörk Valsmanna orðin fjögur gegn tveimur Akureyrar. En mínúturnar, sem eftir voru, áttu eftir að verða afdrifaríkar, og á þeim skoraði hinn skemmti- legi og eldfljóti sóknarmaður Ak- ureyrar, Kári Árnason, 2 mörk og það síðara gullfallegt, og sókn Ak- ureyrar var þurrg síðustu mínút- urnar, og það hefði í rauninni ekki verið ósanngjarnt, að upp- skeran hefði orðið meiri. Hvað um það, stigunum var deilt niður, en eftir leikinn freist- ast maður til að álíta, að það verði ekki auðvelt fyrir nokkurt félag að sækja Akureyringana heim í síðari umferðinni til að hreppa stig. — Sóknarvél Akureyrar er að slipast og menn eins og Kári Árnason, Steingrímur Björnsson og Skúli Ágústsson, eru þyrnir í augum allra varnarleikmanna. Átt,a mörk í einum leik gefa til kynna jákvæðan sóknarleik — eða lélegan. varnarleik — nema kann- ske hvort tveggja sé og sú verður niðurstaðan um leikinn ; fyrradag. — Það voru ekki liðnar nema 10 mínútur, þegar fyrsta markið í leiknum kom, og það voru Vals- Valur og Akureyri gerðu jafntefli í skemmtilegum leik. Valur hafði tvö mörk yfir, en Akureyri jafnaði Sókn Akureyringa var stöðug síðustu mínútur leiksins og vörnin hjá Val komst oft í hann krappann. Á mynd- inni að ofan sést Elías Hergeirsson bjarga á línu. Kári og Skúli fylgjast spenntir með. — Sá sem liggur er Björgvin Hermannsson, markvörður Vals. menn, sem tóku forustuna. Hæð- arbolti var sendur inn í vítateig Akureyrar — fum og pat var á Akureyrarvörninni og Einar hljóp út úr markinu á röngum tíma og affeiðingin varð sú, að miðherji Vals, Hans Guðmundsson, náði knettinum og átti tiltölulega auð- velt með að senda hann j mann- laust markið.Valsmenn sóttu meira fyrstu mínúturnar í hálfleiknum — en eftir fyrsta markið, var skipt um hlutverk í 20 mínútur, og á þeim náðu Akureyringar oft hættuj legum upphlaupum með Steingrím miðherja sem langhættulegasta mann. Og á 29. mínútu jafnaði Ak- ureyri — þá hafði mark af þeirra hálfu legið lengi j loftinu. Það var Steingrímur, sem skoraði markið lagl'ega eftir fyrirgjöf frá nýliðan- um í Akureyrarliðinu, Sveini Kristþórssyni, hægri útherja. Og aðeíhs mínútu síðar, hófu Akur- eyringar aftur sókn — og hún kostaði Val vítaspyrnu. Knöttur- inn var sendur frá hægri fyrir markið og þar sem Skúli Ágústson bjó sig undir að taka á móti knett- inum, var honum brugðið inni í teignum og dómarinn Hannes Þ. Sigurðsson dæmdi strax víta- spyrnu. Úr henni skoraði Skúli mark eftir að hafa fengið tvisvar sinnum að skjóta — í fyrra skipt- ið varði Björgvin, en dómarinn úr- Leikjum Vestmannaeyinga í knattspyrnu stöðugt frestað Knattspyrnumenn í Vestmanna eyjum eiga í miklum erfiðleik- um. Sama sagan virSist ætla aS endurtaka sig frá ári til árs með leiki, sem fram eiga aS fara í Eyjum, en þeim verður sífellt að fresta — og eru ástæður ýms ar. Á laugardaginn áttu Vest. mannaeyingar að keppa vlð Reyni f Sandgerði í 2. deild. — Átta Reynismenn komu til Eyja á föstudag og hinna var að vænta daginn etfir. Þeir létu hlns vegar ekki á sér bóla og var beðið til sunnudags — en allt árangurslaust. Dómarinn, Grétar Norðfjörð, flautaði til leiks á sunnudag og þá mættu ekkl elnu sinnl þeir, sem komn ir voru af Sandgerðismönnum. Kom [ Ijós, að fjórir þeirra höfðu teklð sér far með 'Herjólfi þá um daglnn. Þetta ástand er vissulega slæmt. Slæm veðurskiiyrði eru höfuðorsökin — og það eru ekki einungis aðkomumenn, sem eru háðir duttlungum veðurguðanna, Sjálfir verða Vestmannaeyingar fyrir barðinu á þeim, þegar þeir þurfa að leika í landl. — Um daginn áttu t.d. Vestmannaey- ingar í 2. fl. að leika í Keflavfk. Loku var skotið fyrir það á sið ustu stundu, að þeir kæmust flug leiðis til lands. Nú eru góð ráð dýr, þar sem Herjólfur var ný- farinn frá Eyjum. Sam't sem áður var gripið til þess ráðs, að elta Herjólf á báti og komust leik- menn með honum til lands, Á leiðinni var símað tll Keflavíkur og skýrt frá því, að leiknum myndi seinka um nokkra tíma og ástæður tilgreindar. — Þegar til kom og Vestmannaeyingar komn Ir til Keflavíkur, kemur svo f Ijós, að Keflvíkingar segjast ekki geta leikið, þar sem þeir hafi misst nokkra menn út úr bæn- um. — Má segja, að þarna hafi Vestmannaeyingar ekki árangur sem erflði og förin mikil fýluför. Yfir þessu öllu saman eru Vestmannaeyingar að vonum lelð ir. Því miður eru líkur á því, að flelrl atburðir, svipaðir því sem áður hefur verið sagt frá, endur taki sig. Hér er stórt vandamál á ferð, sem leysa verður. — Væri t.d. ekki athugandi að skipa þriggja manna framkvæmdar- nefnd, sem væri falið að annast um alla fyrirgreiðslu í sambandi við leiki í Eyjum — og sú nefnd gæti enn fremur tllkynnt, ef all ar bjargir eru bannaðar, að leik ir geti ekki farið fram — og leyst þá um •«sið misskilningsmál, sem hljóta «kjóta upp kollin- um í þessu -ibandi. skurðaði, að hann hefði hreyft sig of fljótt og spyrnan var endur- tekin. Valsmenn höfðu ekki sagt sitt síðasta orð í hálfleiknum, og eftir að Akureyringar höfðu náð forust- unni, virtust þeir tvíeflast. Og hinn ungi nýliði, Hermann Gunn- arsson, vinstri útherji, átti heldur betur eftir að setja strik í reikn- inginn með frábærum leik. Hann skoraði annað mark Vals á 34. mínútu virkilega lagl'ega með föstu lágskoti, eftir nákvæma send ingu frá Bergsteini á hægri kantinum. Samvinna Bergsteins og Hermanns í þessu tilfelli var góð, — og hún átti eftir að end- urtaka sig í síðari hálfleiknum. Rétt áður en dómarinn flautaði til hálfleiks, kom þriðja mark Vals, og mesta heiðurinn af því átti Her mann Hann lék snilldarlega á Hauk Jakobsson, sem var kominn í bakvarðarstöðuna úr innherja- stöðunni, en hægri bakvörðurinn Jón Friðriksson varð að yfirgefa völlinn vegna meiðsla — fyrir Hauk kom svo í innherjastöðuna Kári Árnason, sem setið hafði á varamannabekkjunum og það átti eftir að verða mikið lán ÍBA. — Knötturinn, sem Hermann sendi fyrir markið, var nákvæm- ur, og það var næsta auðvelt fyrir Steingrím Dagbjartsson, innherja, að afgreiða hann fram hjá Einari í markið — Og staðan í hálfleik var, því 3:2 fyrir Val Fyrstu mínúturnar í siðari hálf- leiknum gáfu ekki fyrirheit um að hann yrði ekki jafn viðburða- ríkur og sá fyrri. Sendingar voru ónákvæmar og áhuginn litill Á 29. mínútunni bætti Valur fjórða markinu við. Og enn var Hermann að verki. Hann skallaðj knöttinn örugglega í markið eftir sendingu frá Bergsteini. Útlitið var ekki beint sem glæsi legast fyrir Akureyri eftir að Val- ur hafði skorað fjórðu nnarkið. Munurinn tvö mörk og 16 mínút- ur eftir og fæstir reiknuðu með, að nokkurs sólargeisla væri að vænta fyrir Akureyri En raunin varð önnur. Á 31. mínútunni skor- aði Kári þriðj'a markið fyrir Ak- ureyri Einar markvörður spyrnti háum bolta fram miðjuna til Kára, sem gerði sér lítið fyrir og stakk alla Valsvörnina af og afgreiddi knöttinn í netið, án þess að Björg vi,n hefði möguleika til iað verja. Og látlaus stórsókn Akureyringa var á næsta leiti og Valsvörnin fékk nóg að gera. Á 35. mínútunni bjargaði Elías á línu fyrir Val, eftir mikla pressu Akureyringa. Oig svo á 36. mínútu jafnaði Kári fyrir Akureyri — og það gat ang- inn markvörður eðia vörn staðizt þann storm. Kári lék laiglega á tvo varnarleikmen,n og sbaut úr erf- iðri aðstöðu rétt fyrir innan víta- teigslínu þrumuskoti, sem hafnaði efist í hæigra honnið. — Gullfallegt mark, aJveg óverjandi fyrir Björg- vin. Sókn Akureyrar var Iátlaus þar sem eftir var, og hurð skall oft nærri hælum — en uppskeran varð ekki mark til viðbótar, sem hefði gefið bæði stigin. Akureyrarliðið mætti nær ó- þekkjanlegt til leiks frá fyrri leikj um í mótinu. Framlínan er orðin beitt með þá Steingrím, Kára og Skúla í broddi fylkingar. Vörnin er enn sem fyrr, veikur punktur sundurlaus, en þó er styrkur af Jóni Stefánssyni á miðjunni, og framvörðurinn, Guðni Jónsson, sýnir stöðugt betri leiki. Valsliðið mættj án Árna Njáls- sonar til leiks. í hans stað lék hinn gamalkunni landsliðsmaður Halldór Halldórsson — og þrátt Staðan í 1. deild Þessir leikir fóru fram í 1. deild um helgina: Valur—ÍBA 4:4 ÍA—Fram 5:2 KR—ÍBK 3:2 Og eftii þá, er staðan í deild inni þessii: Akranes 5 3 0 2 12:8 6 Fram 5 3 0 1 5:2 6 Valur 4 2 1 1 9:6 5 KR 4 2 0 2 6:7 4 Akureyri 4 112 9:10 3 Keflavík 4 1 0 3 6:9 2 2.deiid Fjórir leikir áttu að fara fram í 2. deild um síðustu helgi. Af þeim fóru tveir fram. Á ísafirði mættust Þróttur og heimamenn og varð jafntefli, 0:0. Var leikurinn heldur slakur og kom lið Þróttar ekki eins vel út og reiknað hafði verið með — Á Siglufirði gerðu heimamenn jafntefli við Hafn- tirðinga, 2:2. Eins og sagt er frá á öðrum stað hér á síðunni, varð ekki úr, að leikur Vestmannaeyinga og Reynis úr Sandgerði færi fram. Og sama ei að segja um leik Di- mons og Breiðabliks er vera átti í Hafnarfirði. Þegar leikur átti að hefjast, voru aðein.* 7 kikmenn mættir fra Dímori — r.-g hiýtur því Breiðaniik hæðí ít'gm. 4 T f M I N N, þriðjudagiiw ?í. 1963.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.