Tíminn - 10.07.1963, Side 7

Tíminn - 10.07.1963, Side 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj,: Sigurjón Davíðsson. Ritstjómarskriístoíur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 65.00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Sfærð búanna í 1. hefti Árbókar landbúnaðarins á þessu ári, er grein eftir dr. Björn Sigurbjörnsson um framtíð land- búnaðarins á íslandi. í þessari grein er komizt að þeirri niðurstöðu, að á hverju kúabúi þyrftu að vera 30 kýr og ú hverju sauðfjárbúi 500 veturfóðraðar ær. Samkvæmt þessu telur dr. B.jörn, að ekki þyrftu að vera nema 3000 bú á öllu landinu eða um það bil helmingi færri en nú. í 6. tbl. Búnaðarblaðsins, sem rrýlega er komið út, ræðir Stefán Aðalsteinsson nokkuð um þessar tillögur Björns. Stefán varpar fram þeirri spurningu, hvort hag- kvæmri búrekstur aukist að sama skapi og búin stækki. Þá ræðh’ hann um, hvernig eigi að framkvæma stækkun búanna. Meðal annars farast honum svo orð um tillögur dr. Björns: „Gjörið þið svo vel, bændur góðir! Þið, sem eruð með meðalbú eða minna, ykkur er ekki viðbjargandi. Þið, sem eruð með stóru búin núna, getið gert ykkur vonir um að hafa lífvænlega afkomu, þegar þið hafið komið búunum upp í það að vera með 30 kýr eða 500 fjár. Fyrr ekki. Er ykkur nokkur spurn, hvernig þið eigið að fara að því að lifa þangað til þið eruð búnir að ná þessu marki? Er það ekki aukaatriði, hvort þið hafið nokkurt kaup, meðan þið eruð að leggja á ykkur að tvöfalda bústofn- inn, ræktunina, vélarnar og byggingarnar? Er ekki sjálfsagt að leggja allt handbært fé í bústækkun og láta lífsþægindin fyrir sjálfan sig og fjölskylduna bíða betri tíma? Er ykkur ekki alveg sama, sem eigið að hirða 500 skjátur, þó að þið þurfið að smala heimalöndin á ykk- ar eigin jörð og heimalönd nágrannans öðrum megin við ykkur líka, þegar hann er fluttur á mölina? Er ekki sjálfsagt fyrir ykkur að smala tveggja manna stykki í göngum, þegar þið vitið. að með þessu eruð þið að vinna fyrir þjóðfélagið og þetta verður að gerast, til þess að þið eigið skilið kaupið ykkar? Þurfið þið nokkuð að sofa um sauðburðinn, fjár- bændur? Gerir ykkur nokkuð til, kúabændunum, þó að þið þurfið að vinna 14—18 stundir á sólarhring svona mán- uð og mánuð, ef þio getið þá verið vissir um að vera orðnir nokkurn veginn fullgildir þjóðfélagsþegnar? Er ekki sjálfsagt að tvöfalda bústærðina, hvað sem hver segir? Er bændastéttin ekki alltaf reiðubúin að fórna sér fyrir þjóðfélagið?11 Þessar orðahnippingar þeirra Björns og Stefáns, mættu vissulega ýta undir meiri umræður um það, hver bústærðin eigi að vera. Það er áreiðanlega ekki allt fengið með stórum búum frekai en togaraútgerð- inni. Of lítil bú eru heldur ekki heppileg. Það er ekki sízt hlutverk bænda sjálfra að gera sér grein fyrir, að hvaða marki skuli stefna í þessu efni. Verzknarmenn Mbl. hamrár nú daglega á því að launahækkun sú, sem opinberir starfsmenn hafi feng.vv eigi ekki að vera U3 fyrirmyndar hjá öðrum. Hvað finnst Mbl. um verzlunarmenn og skrifstofu menn hjá einkafyrirtækjum? Eiga þeir að vera á lægri iaunum en hliðstæðir, opinberir starfsmenn? T f M I N N, ini8vikudagiu inn 10. júlí 1963. — Verður Lie forsætisráðherra? Trygve Líe afiur þátttakandi í norskum stjórnmálum. ÞAÐ HEFUR va'kið verulega athygli á Norðurlöndum og víðar, að Trygve Lie, fyrrv. framkvæmdastjóri S.Þ. tók sæti í norsku rikisstjórinni í s.l. viku eftir að hafa stað- ið utan og ofan við stjórn- málaerjur í Noregi í 17 ár. Ástæðan til þess, að Trygve Lie stígur þetta spor er vafa- lítið sú, að norska ríkisstjórn- in á nú í miklum erfiðleikum og getur vel farið svo, að hún verði felld í þinginu, er það komur saman til fundar í kring um næstu mánaðamót. Nokkr- ar raddir heyrzt um, að vel geti þá svo farið, að Trygve Lie myndi næstu ríkisstjórn Noregs. Úrslit þingkosninganna, sem fóru fram í Noregi fyrir tveim- ur árum, urðu þau, að Verka- mannaflokkurinn fékk 74 þing- menn, borgaralegu flokkarnir fengu samanlagt 74 þingmenn og nýi Sósíalistaflokkurinn, sem er klofningur úr Verka- mannaflokknum, fékk tvö þing- sæti. Niðurstaðan varð sú, að ríkisstjórn Verkamannaflokks- ins fór áfram með völd, þótt flokkurinn hefði misst þing- meirihluta .sinn í fyrsta sinn eftir styrjöldina. Borgaralegu flokkarnir gátu ekki komið sér saman um stjórn og gerðu því ekki tilraun til að fella. stjórn VerkamannaflOkksins. Ríkis- stjórnin hefur hvorki óskað eftir stuðningi né hlutleysi Sósíalistaflokksins. Almennt hefur verið búizt . við því, að þrátt fyrir hina veiku aðstöðu, myndi stjórn Verkamannaflokksins fara með völd til næstu kosninga. sem eiga að fara fram haustið 1965, Ien ekki er hægt að rjúfa þing í Noregi. Á ÞESSU sumri hefur hins vegar gerzt atburður, sem vel getur orðið stjórninni að falli. Hinn 5. nóvember síðastl varð a mikið slys í aðalnámu ríkisins á Svalbarða og biðu 21 manns bana. Árið 1953 varð þar einn- ig stórslys, er 19 menn fórust. og var þá lofað að auka allan öryggisútbúnað. Slysið, sem varð á síðastl. hausti, varð til TRYGVE LIE þess að gefa þeirri gagnrýni vængi, að ríkið hugsaði minna um öryggi verkamanna en einkafyr-irtæki, sem ejnnig rek ur námu á',Svalbarða, því að aldrei hefur orðið neitt slys hjá því. Þó hefði þessi gagn- rýni sennilega ekki orðið stjórninni verulega örðug, ef hún hefði ekki dregið að birta skýrslu um rannsókn á slys- inu, þar sem það var upplýst, að öryggi í námunni hefði ver- ið mjög ábótavant. Andstæð- ingar stjórnarinnar hófu harða hríð gegn stjórninni fyrir þetta og hlaut sú gagnrýni góð ar undirtektir hjá almenningi. Meðal annars styrkti hún þá skoðun, að Verkamannaflokk- urinn væri búinn að vera of lengi við völd og því kominn ýmis slappleiki og vanræksla í stjórnarkerfið Þessi gagnrýni beindist ekki sízt gegn Ger- hardsen forsætisráðherra, sem áður hefur notið mikils álits langt út fyrir raðir flokks síns Þessi andspyrnualda gegn rík- isstjórninni varð svo sterk, að hún náði að sameina borgara- legu flokkana, sem hafa nú gefið til kynna í fyrsta sinn, að þeir myndu fúsir til að reyna að mvnda stjórn saman. ef ríkisstjórn Verkamanna- flokksins félli. Búizt var við, að úrslit um það myndj fást fyrir venjulegan þinglokatíma um seinustu mánaðamót. en niðurstaðan varð sú. að þing- fundum var frestað og mun þingið koma aftur saman um næstu mánaðamót. Þar verður rædd ný skýrsla frá stjórninni um málið og þykir Iíklegt, að umræðum um hana ljúki með vantrauststillögu frá borgara legu flokkunum. ÞAÐ VERÐA hinir tveir þingmenn Sósíalistaflokksins. er koma til með að ráða því. hvort stjórnin lifir eða fellur. Fyrir þá getur þetta verið vandasöm ákvörðun. þar sem bæjarstjórnarkosningar fara fram í Noregi í september. Ef þeir fella stjórnina, gtur það orðið til þss að hægri stjórn verði mynduð í Noregi, en styðji þeir stjórnina. taka þeir ábyrgð á henni. Margt bendir þó til þess, að þeir kjósi held ur fyrri kostinn í trausti þess að Verkamannaflokkurinn myndi aftur stjórn undir for ustu nýs íorsætisráðherra. Svo virðist sem Sósíalistaflokkur- inn leggi nú orðið sérstakt lcapp á að fella Gerhardsen. Verkamannaflokkurinn hefur reynt að styrkja aðstöðu sína með þvi að láta iðnaðarmála- ráðherrann, sem námurekstur- inn heyrir undir, segja af sér. Það er við embætti ha-ns sem Trygve Lie hefur tekið. Af því er dregin sú ályktun, að Lie eigi að vera viðbúinn að mynda næstu stjórn, ef á þarf að halda, t.d. með stuðningi einhvers borgaralega flokks- ins. Sjálfur hefur Lie borið á móti þessu í blaðaviðtali m.a. með því að benda á, að hann sé 67 ára eins og Gerhardsen. Jafnframt fór hann miklum Iofs yrðum um Gerhardsen. TRYGVE LIE, sem kemur nú aftur fram á stjórnmálasviðið í Noregi, er kominn af fátæku fólki, en vakti svo mikla at- hygli á sér með námshæfileik- um sínmm, að hann var styrktur til náms af kennurum sínum og ýmsum vinum. Eftir að hafa lokið lögfræðiprófi, varð hann lögfræðingur verkalýðshreyfing arinnar, unz hann tók sæti í stjórn Nygaardsvolds sem dóms málaráðherra 1935. Þvi starfi gegndi hann úl 1940, er hann varð um skeið verzlunarmála- ráðherra, en síðar á því ári varð hann utanríkisráðherra, en stjórnin hafði þá flutt aðsetur sitt til Englands. Hann hélt því starfi öll stríðsárin og einnig í fe fyrstu ráðuneytunum, sem Ger fi hardsen myndaði eftir stríðslok I in. Árið 1946 var hann kosinn f framkvæmdastjóri Sameinuðu E þjóðanna. því að Rússar kusu hann heldur en Spaak. en valið stóð aðallega milli þeirra tveggja. Lie var síðan frarn- kvæmdastjóri S.Þ. ti] 1953. — Hann þótti reynast vel í því starfi og hefur hlotið vaxandi viðurkenningu fyrir það, er frá hefur liðið. Það var meira verk hans en nokkurs annars. að S.Þ grinu í taumana, er komm- únistar réðust á Suður-Kóreu, en sú afstaða hefur vafalítið átt þátt í því, að þeir hafa farið gætilegar eftir en áður Fyr- ir þelta snerust Rússar gegn Lie. Lie hafði lofað því er hann gerðist framkvæmdastjóri S.Þ., að hafa ekki afskipti af stjórn- málum fyrst á eftir Næstu árin vann hann að því að skrifa endurminningar sínar, en síðar varð hann amtmaður í Noregi Undanfarin ár hefur hann ver- >ð eins konar umferðarsendi- herra norsku stiórnarinnar og haft það einkum fyrir verkefni að vinna að erlendri fjárfest- ingu í nýjum stórfvrirtækjum í Noregi. Þá hefur hann verið formaður nefndar þeirrar, sem hefur skipulagt aðstoð Norð- manna við vanþróuðu löndin. Það hefur verið talið líklegt, að Lie myndi ekki aftur gerast virkur þátttakandi í stjórnmál- um. Flokksbræður hans hafa bersýnilega talið sig í miklum vanda standa, er þeir leituðu til hans, og hann ekki talið sig geta brugðizt þeim Hitt er eftir að sjá. hvort þetta verður nokk uð til að auka frægð hans. Þ. Þ. /

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.