Tíminn - 01.08.1963, Side 7
Utgefi i«3»: FKmMSOKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson.
Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu. símar 18300—18305 Skrif
stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl., sími 19523 Aðrar
skrifstofur. sími 18300 Áskriftargjald kr. 65.00 á mán. innan-
lands í lausasölu kr 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f —
Stöðug síidarleit
SÍLDVEIÐIN nyrSra og eystra hefur gengið erfiðlega
til þessa vegna óhagstæðs veðurs. Engin ástæða er þó til
að örvænta, enda nú fengin reynsla fyrir því, að síld er
ekki aðeins hægt að veiða nokkrar vikur fyrir norðan og
austan land, heldur er hægt að veiða hana víðsvegar við
landið allt árið.
Af þessum ástæðum er það nauosynliigt, að síldarleit
sé stundoð skipulega allt árið en ekki aðeins tíma og tíma,
eins og át.t hefur sér stað.
í samræmi við þessa reynslu. fluttu þeir Jón Skafta-
son, Eysteinn Jónsson og Ólafur Jóhannesson á seinasta
þingi tillögu til þingsályktunar þess efnis, að Alþingi skori
á ríkisstjórnina, að gera ráðstafanir til þess, að síldarleit
eigi sér stað allan ársins hring allt umhverfis landið“.
Stutt greinargerð fylgdi tillögunni og hljóðaði hún á
þessa leið:
„Nú má telja, að örugg vitneskja sé fengin fyrir því,
að síldin haldi sig á miðunum umhverfis landið árið um
kring. Mikið ríður á því að afla sem mestrar vitneskju
um göngu hennar og hvar hún hefst. við á hverjum árs-
tíma.
Reynsla undanfarinna ára hefur leitt í ljós, að viti
menn um dvalarstað síldarinnar, þá er unnt að veiða hana
á hvaða tíma sem er með því að beita nýjustu tækjum og
góðum skipum.
Stöðug síldarleit þarf því að eiga sér stað allt um-
hverfis landið. Rannsaka þarf síldargöngur út af Norður-
og Austurlandi á haustin og veturna. jafnhliða því sem
leitað er fyrir Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi.
Síldarleitina verður að miða við, að síldarúthald geti
átt sér stað sem lengst árlega frá sem flestum byggðarlög-
um og að menn geti stundað veiðarnar sem mest heiman
að. Með því nýtast síldarverksmiðjurnar og söltunarstöðv-
arn»F bezt og ættu að geta borgað hærra verð fyrir síldina.
Nauðsynlegt er að hafa nægilega mörg síldarleitar-
skip úti hverju sinni,.til þess að sem gleggst yfirlit fáist um
síldargöngur og veiðihorfur. Sá kostnaður. er af því leiddi.
fengist margfaldlega endurgoldinn með auknum afla.
Eðlilegt er, að ríkissjóður standi undir þeim kostn-
aði. er af þessari starfsemi kann ao leiða“.
Þrátt fyrir hinn augljósa rökstuðning, sem er rakinn
hér að framan, náði tillaga þremennúiganna ekki fram að
, nga. heldur dagaði uppi. Aukin rök hafa nú fengist fyrir
h-'nni, eins og vikið er að í upphafi og ætti því að mega
^ ta þess. að hún fengi betri undirtektir á næsta þingi.
Sjreifing byggðarinnar
«LÞÝÐUBLAÐIÐ ræðir í gæ'- um fjölgun þjóðarinn-
ar í tilefni seinasta manntals. Grein þessari lýkur þannig:
,,Ein skuggaleg hlið er á niðurstöðum manntalsins.
Það er dreifing byggðarinnar, því fjölgunin er svo til öli
á suðvesturhorni landsins. Reykiavík — Kópavogur —
Hafnarfjörður er að verða samfelld borg með nálægt
100.000 íbúum, sem væri ágætt, nf það væri ekki á kostn-
að annarra landshluta. Þetta mál verður að taka fastari
tökum en hingað til með þvi að byggja upp þéttbýlismið
stöðvar og blómlegar sveitir umhverfis þær. Það er hægt
ef þjóðin vill“.
Hér er tekið ánægjulega undir það sjónarmið, seir.
Framsóknarflokkurinn hefur haldið fram, m. a. á sein
asta þingi, og reynast þessi ummæli Alþýðublaðsins von
andi meira en orðin ein.
0LARE ROOTHE LUCE:
hversvegna sendu Sovétríkin
ferðaiag um geiminn ?
Rússar ieggja mikla áherziu á jafnrétfi og jafnræði kvenna og karla.
Clare Boothe Luce er í röð
þekktustu kvenskörunga í
Bandaríkjunum. Hún hefur
átt sæti á þimgi Bandaríkj-
Eiiina, verið isendiherra þeirra
í Róm og geignt fleiri ábyrgð-
arstörfum. Hún er þelcktur rit
höfundur og er gift úíigefanda
liinna útbreiddu vikurita
Time og Life. Hú,n er mikill
andstæðingur kommúnista,
en Iiikar samt ekki við að við-
urkenna það, sem hún telur
rétt hjá þeim, eins og sést á
eftirfarandi grein:
HVERS VEGNA sendu Sov-
étríkin konu út í geiminn?
Það kann en nað reynast dýr-
asta skyssa Bandaríkjamanna í
kalda stríðinu að geta ekki
gefið rétt svar við þessari
spurningu. En þeir eru þegar
byrjaðir að veita röng svör.
Bandarískir geimfræðingar
gáfu fyrsta ranga svarið. Sam-
kvæmt blaðafréttum eru þeir
allir þeirrar skoðunar, að Vel-
entina Tereshkova hafi verið
send sem venjulegt tilraunadýr
sovézkra geimvísinda, og til-
raunin sé einskis verð, að
minnsta kosti um fyrirsjáan-
lega framtíð.
Harold M. Sehmeck, yngri.
segir í New York Times: „Haldi
geimrannsóknir áfram að taka
'framfö'rum . . er talið líklegt,
áð konur taki þátt i þeim í
framtíðinni. . . en ekki virðist
neitt áþreifanlegt benda tjl, að
kvenlegir eiginleikar til líkams
eða sálar séu sérlega hagfelldir
til geimferða.1' John Glenn
geimfari er orðvarari: „ . . . ti]
þessa hefir okkur virzt, að
þeirra eiginleika, sem við vor-
um á hnotskóg eftir, gætti
einkum hjá karlmönnum11. Ó-
nefndur fulltrúi NASA var
harðorðari í sínum hleypidócni.
Tal um geimferðir bandarískr-
ar konu „veldur mér klígju“
sagði hann
ANNAÐ RANGA svarið á
rætur að rekja til hins fyrsta
(þ. e. áskapaðra yfirburða
karla til geimferða), að send-
ing Valentinu út í geiminn hafi
aðeins verið áróðursbragð af
hálfu Rússa. Leighton Davis,
yfirmaður eldflaugarannsókna-
stöðvar flotans á Canaveral-
höfða, afgreiddi geimförina
með þeim orðum, að hún væri
„aðeins áróðursbragð". Emanu-
el Celler, þingmaður frá Brook-
lyn, sem gjarnan vill líta á sig
sem forustumann í baráttunni
gegn kynþátta- og trúarbragða-
fordómum, sagði einnig, að
þetta væri „eins konar áróðurs-
bragð“
Vandalítið er fyrir banda-
ríska karlmenn að telja það
áróðursbragð af hálfu Rússa
að senda konu út í geiminn.
Auglýsendur hafa um langt
skeið notað kyntöfra til að selja
hvaðeina, allt frá lykteyðandi
efni og upp í bíla. Það er þvi
auðvelt fyrir Bandaríkjamenn
að gera ráð fyrir, að enn hafi
þetta töfrabragð náð árangri
EN HVORUGT er rótt. Val
entina Tereshkova er hvorki ó-
Krústjoff fagnar Valenfinu eftir geimferðina.
merkilegt tilraunadýr vísind-
anna né Moskvuútgáfa af kyn-
töfragyðjum auglýsenda á
Madison Avenue. Rétta svarið
er, að Rússar sendu konu út í
geiminn vegna þess, að komm-
únisminn boðar jafna hæfni og
jafnrétti kvenna og karla og
hefir reynt að virða það í fram-
kvæmd allt frá byltingunni
1917.
FRAMI kvenna hefir verið
mjög mikill í öllum löndum
kommúnista og alveg sérstak-
lega í Sovétríkjunum. Árið
1929 unnu 3.118.000 konur fyr-
ir launurn í Sovétríkjunum, en
árið 1961 voru þær 31.609.000.
Árið 1917 gegndu 600 konur
verkfræðistörfum í Rúslandi,
’en 1961 voru þær 379.000, eða
31% alla verkfræðinga Sovét-
ríkjana. Það ár voru 53% sér-
lærðra Sovétborgara konur
26% æðstaráðsmeðlimanna eru
konur og konur eru í forsæti
í 200.000 héraðastjórnum.
Rússneska konan hefir þó
hvergi hlotið jafn öran frama
og innan læknastéttarinnar
74% sovézkra lækna eru konur,
— 332400 konur eru starfandi
sem læknar árið 1962, en i
Bandaríkjunum eru aðeins
14.000 skráðar sem læknar.
Kommúnisminn stendur and.
spænis hinu bandaríska kerfi í
baráttu upp á líf og dauða
Þetta vita bæði rússneskir karl
menn og rússneskar konur
Þær vinna erfiðisvinnu í
miklu meiri mæli en banda-
rískar kynsystur þeirra. Margir
ferðamenn, sem frá Sovétríkj-
unum koma, hafa orð á því, hve
margar konur sjáist bl'anúa
steinsteypu, aka almennings-
vögnum, moka heyi og sópa
götur. Rússnesk forusta nýtir
til fulls andlega og líkamlega
orku kvenna á öllum sviðum
þjóðlífsins.
Við hljótum að líta á geim-
ferð fyrstu rúsnesku konunnar
í ljósi þeirrar staðreyndar, að
rússneskar konur taka fullan
þátt í hverri raun, allt frá hirð-
ingu gripahúsa til könnunar
himintunglanna.
GEIMFARINN er áhrifa-
mesti dýrlingurinn í augum al-
mennings í dag. Þegar búið er
að skjóta honum út í geiiminn
er á hans valdi annað og meira
en hylkið hans og tæki þess,
sem þó kosta milljónir dollara
Undir honum er komið áhrifa-
vald þjóðar hans og heiður
hennar.
Honum hefir verið trúað
fyrir þessu vegna þess, að hann
er talinn ráða yfir mjög mikilli
tæknikunnáttu og gæddur miki
um gáfum, vera þrautseigur.
úrræðagóður, hlýðinn, hugaður
og fær um að taka ákvarðanir.
sem varða líf eða dauða. En
geimfarinn er samt annað og
meira um leið. Hann er tákn
um hversdagslíf þjóðar sinnar
Sovétríkin hafa, með því að
trúa 26 ára gamalli stúlku fyrir
hlutverki geimfarans. sannað
konum ómótmælanlega, að þau
telja þær gæddar öllum þeim
hæfileikum, sem til þessa þarf
Flug Valentinu Tereshkovu er
því tákn um fulla lausn komm
únista konunnar við ófrelsi
Framhald á bls. 6.
T f M I N N, finuntudagurinn 1. ágúst 1963. —
1