Tíminn - 01.08.1963, Síða 8
Ólafur Ólafsson, kristniboði:
Maðurinn frá Suður-Afríku
Hér var á ferð síðast liðna
viku fágætur og ágætur gestur,
víðfrægur vakningaprédikari og
eldheitur ættjarðarvinur — frá
Suður-Afríku.
Hann skrifar sig Allister
Smith majór, sem cnerkir að
hann er háttsettur foringi í
Hjálpræðishernum. Auk þess
má segja að hann er háttsettur
í áliti okkar, sem kynntust hon-
um dálítið, þrátt fyrir annarieg-
ar og okkur nánast ósikiljanleg-
ar skoðanir han.s á kynflokka-
málum.
Hingað kom hann þeirra
erinda einna að prédika hjá
Hernum. Á samkomum birtist
eldmóður trúarinnar, í samtöl-
um föðurlandsástin.
Faðir 'hans, Skoti að uppruna,
flutti ungur að árum til Suður-
Afríku, í þjónustu Hjálpræðis-
hersins og varð brautryðjandi
kristniboðs meðal Zúlúmanna.
Hann gat sér mikinn orðstír
sem prédikari og ferðaðist víða
um lönd — jafnvel til Kína og
Japans — sem fulltrúi Booths,
yfirhershöfðingja.
Majórinn kvaðst hafa snemma
fetað í fótspor föður síns, að
einum útúrdúr fráskildum.
Hann nam nefnilega lögfrœði
við háskólann í Pretoria og var
um þrettán ára skeið dómari og
héraðsstjóri í þjónustu hins ver-
aldlega ríkis, unz hann vígðist
undir fána Hjálpræðishersins
og tók að boða Guðs ríki. Undan
farin fimmtán ár hefur hann
ferðast á vegum Hersins til
fimmtiu landa. Héðan flaug
'hann til Ameríku — og þaðan?
Allister Smith majór var
gagnkumnugur málum hinna ný
stofnuðu ríkja Afríku. Þó ræddi
hann ekki margt um þau. Hann
sneri samtalinu óðar að stjórn-
málum síns eigin lands, Suður-
Afríku, sem hann geibk alveg út
frá að væru misskilin á íslamdi
eins og annars staðar í heimin-
um, sökuim gífurlegs einhliða
áróðurs, — ek'ki sízt frá Banda
ríkjunum.
Hvað sem um það kann að
vera, þá var vissulega fengur
að því, að kynnast málflutningi
menntaðs og gáfaðs manns úr
þeirra hópi, sem nú eru þung-
um sökum bornir um víða ver-
öld sökum stjórnarfars síns.
Og majórinn hafði margt að
segja því stjórnarfari til máls-
bóta:
— We have a Godfearlng
Government, — guðelskandi
stjóm, sem vill öHum lands-
mönnum vel, svörtum sem hvít-
um. Hvergi liður svörtum mönn
um betur en í Suður-Afríku.
Það vita allir, sem þangað hafa
komið. Enda streymdu svartir
innflytjendur til landsins svo
að 'grípa varð til ráðstafana og
stemma stigu fyrir því.
Að mönnum hafi verið vísað úr
landi? — Já, kommúnistum.
— f Ameríku er ek'ki önnur
kynflokkaskipting en svartra og
livítra. Þó hefur það valdið ó-
yfirstíganlegum erfiðleikum.
f Suður-Afríku er margþætt
kynþáttaskipting.
Til dæmis eru í Zúlúlandi á
aðra milljón Indverjar. Zúlú-
menn hata þá, og væru fyrir
löngu búnir að strádrepa þá,
hefðu st.iórnarvöldin ekki haldið
yfir þeim hlí'fisskildi. Indverjar
hafa komið sér vel fyrir og
margir hverjir auðgast stórlega.
Þeir myndu fremur kjósa að
deyja en hverfa aftur til Ind-
lands, enda af paríum — lægstu
stétt — komnir. Hvergi er
stéttaskipting meiri í heiminutm
en á Indlandi.
— Því fer víðs vegar fjarri
að hvítir menn einir eigi sök á
þjóðflokkaaðgreiningu í Suður-
Afríku. Hún fer eftir litarhætti
manna, að mestu leyti.
í landinu eru átta þjóðflokk
ar svartir: Zúlúmenn; Pondó;
Xosa, Tembú; Fingó; Shangaan,
Bapedi, Bavanda. Litaðir menn
(eða blandaðir) greinast eftir
mismunandi dökkum hörundslit
í marga flokka, og jafnvel eftir
því hvort hárið er slétt eða
hrokkið. Allt þetta veldur mikl
um erfiðleikum í sambúð alls
þessa fólks í sama landi, undir
sömu stjóm.
— Frumbyggjar Suður-
Afríku voru gul dvergþjóð
(Bushmen). Þeir gengu naktir,
kunnu ektki að byggja hús,
rækta jörðina eða elda mat sinn.
Fyrir þrem öldum fluttu svart
ir menn norðan úr megin-
landinu búferlum til S-Afríku.
Um sama leyti komu hvítir
menn sjóleiðina og úr suðurátt
inn í landið.
íbúar eru nú alls 12 millj.
Þar af eru hvítir fjórði hluti,
eða 3 milljónir. Því er í áróðri
haldið á lofti, að þessir 25
hundraðshlutar íhúanna hafi
sölsað undir sig 75 hundraðs-
hlutum landsins. Sannleikurinn
er sá, að land hvítra er að ekki
litlu leyti auðnir, en svartir
byggja frjósamasta hluta lands-
ins og leyfist engum hvítum að
kaupa minnsta skika af því.
— Gullvinnsla er aðaltekju-
lind Suður-Afríku. Af námu-
mönnum eru 90 af hundraði
svartir. Því ætti að vera auð-
skilið að verkföll eru ekfci vel
séð, enda óforsvaranleg og bönn
uð .Setjum svo að það væri á
valdi sjómanna að stöðva allar
fiskveiðar á Íslandi. Hvernig
mundi þá fara?
— í óbilgjörnum áróðri er
það gagnrýnt, að sérsvæði
svartra manna og litaðra í Suð
ur-Afríku séu of lítil ,og því
óforsvaranlega þröngt um íbúa
þeirra. Einnig það er misskiln-
ingur. T.d. er eitt þeirra stærra
en fsland.
Að vísu má vera að þeim,
sem eru miklu landrými vanir,
þyki þröngt um sig. Við því
verður ekki gert fyrr en þeir
sjálfir taka að semja sig að sið-
um breyttra tíma, fækka skepn
um, yrkja jörðina og leggja
stund á iðnað. Það sem því er
einkum til fyrirstöðu er m.a.
giftingarsiðir þeirra. Sú eld-
gamla hefð tíðkast enn að menn
kaupa sér konu, margir fleiri
en eina ef efnahagur leyfir.
Verð og gjaldmiðill hefur ekki
breytzt: Tíu kýr fyrir hverja
konu. Tala skepnanna skiptir
öllu máli, en útlit eða holdafar
engu. Afleiðing þessa verður
feiknmikið kúastóð. Kýrnar
ganga sjálfala allt árið og þarfn
ast æ rýmra haglendis, raun-
verulega í hlutfalli við fólks-
fjölgun og þá jafnframt fjölgun
Allister Smith.
giftinga. Slíkt kann ekki góðri
luk'ku að stýra.
— Fjöldaflutningar fólks úr
þorpum til bæja og borga er
í S-Afríku líkt og í flestum
hinna nýstofnuðu ríkja í Afríku,
stórkostlegt vandamál. Að sjá
öllum þeim manngrúa fyrir hús
næði og atvinnu, er engihn leik
ur. Einnig verður að taka tillit
til þess, að átt hefur sér stað
skyndileg og alger upplausn
fornra þjóðfélagshátta. Flutn-
ingur tugþúsunda fjölskyldna
úr landsbyggðinni leiðir af sér
upplausn aldagamals, rígbund-
ins ættflokkaskipulags. Hvað
tekur við? Mikill fjöldi fjar-
skyldra ættflokka, sem hafa áð-
FRÁ JÓHANNESARBORG
ur átt i innbyrðis erjum, eiga
nú að blandast í bæjum og borg
um og taka upp nýja siði í flest
um efnum. Slíkt gengur ekki
vandræðalaust.
En hatursfullur áróður kenn
ir ríkisstjórninni um allt sem
aflaga fer.
— Aðgreiningarstefna ríkis-
stjórnarinnar er ekki síður
nauðsynleg svörtuim mönnum
og lituðum, en hvítum. Ráðsett
ir menn meðal þeirra skilja það
og vona að stjórnin haldi völd-
um sem lengst. Hvernig mundi
fara, væri þeim þrem fjórðu
hlutum landsmanna, sem eru
ekki hvítir, veitt kjörgengi og
kosningaréttur? Þá kæmust til
valda heiðnir menn, sem og að
öðru leyti hefðu ekki þekkingu
eða þroska til að stjórna stóru
lýðveldi.
Raunar verður ekki annað
sagt að þeim sé bættur
skaði. Þeim hefur verið veitt
sjálfstjóm á sérsvæðum sínum.
(Þó að majórinn væri hér
gestur mjög langt að kominn
og því sjálfsagt að hann hefði
orðið, í viðtali eins og þessu,
varð ekki hjá því komizt að
gera smá athugasemd við það,
sem hann nefndi „sjálfstjórn“
á sérsvæðum Suðurafríkanska
lýðveldisins. Ríkisstjórnin hef-
ur nefnilega algeriega í sínum
höndum landvarnir, utanríkis-
mál, löggæzlu-, póst- og síma-
tnál, almennar samgöngur.
gjaldeyrismál, út og innflytj-
endaleyfi sérsvæðanna o.s.frv.)
—Það er einkum yngri kyn-
slóðin, segir Allister Smith
majór, — sem hefur verið æst
upp gegn yfirvöldunum. Hafa
hvítir menn átt sinn mikla þátt
í því. Það vakir einikum fýrir
þessum byltingasinnum í Suður
Afríku, að ná undir sig landinu
og eighum hvítra manna.
— Um stjómarháttu ýmsra
hinna nýstofnuðu ríkja Afríku
á það við, að „til þess eru vítin
að varast þau“. Sem dætni má
nefna .... Kongó. Landið er
á stærð við Vestur-Evrópu, en
tungumál miklu fleiri en þar.
Eftir 2000 ára þróun hefur ekki
enn tekist að stofna bandaríki
í Evrópu, hvað þá eitt alls herj
ar ríki. En með öllum sínum
manngrúa, málagraut og fjar-
skyldu þjóðflokkum, hefur
Kongó verið þröngvað til að
lúta einni ríkisstjórn, án þess
að íbúarair hefðu yfirleitt nokk
urn þroska til þess. Afleiðing
þess verður einræði. Hjá því
fer ekki.
— Sú er og ógæfa Afríku, að
mörg þessara ríkja eru leik-
soppur mestu stórvelda heirns,
sem bjóða í þau hvert í kapp
við annað. Og í mörgum til-
fellutn selja þau sig hæstbjóð-
anda. Leið til jafnvægis og frið
ar er þróun en ekki bylting.
— Hvað um kristniboð í
Afríku?
— Það hefur mikinn fram-
gang og því standa allar dyr
opnar — einkum vegna lækn-
ingastarfs þess og sfcólahalds,
— nema þar sem Múhameðstrú
er alls ráðandi, eins og t.d. í
Súdan. Kristni'boðar era komn
ir aftur til síns fyrra starfs í
Kongó, og nú sem samverka-
menn og ráðunautar sjálfstæðra
safnaða í landinu.
— Múhameðstrúarmönnum
hefur fjölgað miklu örar í
Afríku en kristnum, eða á síð-
ast liðnuim 40 árum úr 40 millj.
upp í 82 millj. Orsök þess er
sú m.a., að múhameðskir trú-
boðar krefjast sáralítillar þekk
ingar, engrar skólagöngu, leyfa
fleirkvæni, undirokun konunn-
ar og þrælahald, og ýmislegt
fleira, sem er ósamrýmanle'gt
kristindóminum. Auk þess er
þetta trúboð einatt tæki Nass-
ers til að ná sem viðtæ'kustum
yfirráðum í Afríku, og nýtur
mi'kils stuðnings frá ríkisstjórn
hans. Þannig útskrifast á
hverju ári yfir 1000 trúboðar
í Kairó.
(Eftir er aðeins að spyrja
um Luthuli).
— Luthuli er ágætur kristinn
maður. En stjórnmálaflokkur
hans var undir sterkum komm
únistískum áhrifum, þó að sjálf
ur sé hann fjarri því að vera
kommúnisti. Þegar hann fékk
leyfi til að fara til Osló og taka
við friðarverðlaunum Nobels,
varð honum sú skyssa á að gagn
rýna ríkisstjórn lands sfns. Það
hefði hann ekki átt að gera,
nógir aðrir hafa orðið til þess.
Þess skal að lokum getið, að
Allister Smith majór er maður
einstaklega viðfeldinn. Sem
þjóðhollum manni virðist hon-
um vera mikið í mun að fá tæfci
færi til að „leiðrétta margvís-
legan misskilning á innanríkis-
málum“ lands síns og eiga um
þau samræður við blaðamenn,
— þótt „fúskari væri í faginu“.
Sama dag og þetta viðtal fór
fram barst frétt um það frá
Stafangri, að þing kristniboðs-
ráðs Lúterska heimssambands-
ins hefði daginn áður samþykkt
einróma að lýsa yfir fyllsta
stuðningi við lúterska söfnuði
í Suður-afríkanska lýðveldinu.
vegna skaðabtóakröfu þeirra á
hendur ríkisstjórninni.
Vegna aðgreiningarstefnu
'hennar og nauðungarflutninga
mikils fjölda lúterskra manna
ekki hvítra, hafa húseignir safn ^
aða þeirra, kirkjur, skólar, íbúó
arhús presta og kennara o.s.frv
að verðmæti 15 millj. kr., orðið
Framhald á bls 6
T í M I N \, fhnmtudagurinn 1.
ágúst 1963.
8