Tíminn - 23.08.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.08.1963, Blaðsíða 13
IÐJUHÖLDAR Framhald ai 7. síðu. hráolíu snertir, þá fullnægja Sovétríkin 15% af þörfum ítala. VESTUR-ÞÝZKA stjórnin er eíkki á yfirborðinu áfjáð í við- skipti við Sovétríkin og fylg' ríki þeirra. Talsmenn stjórn- valda benda á, að viðs'kiptin við Austur-Evrópuríkin nemi ekki nema 4% af heildarút- flutningi Vestur-Þýzkalands, saman borið við 18% fyrir heimsstyrjöldina síðari. Þýzkir kaupsýslumenn líta öðrum augum á málin. Þeir bíða með tilhlökkun þess dags, þegar „nýja utanríkisstefnan“, sem Ertoard varakanslari og Schroeder utanríkisráðherra virðast muni framfylgja eftir að Adenauer lætur af störfum í haust, gerir þeim kleift að auka til mikilla muna markaði sína í Austur-Evrópu. Hinir „nýju menn“ í Bonn eru þegar byrjaðir í kyrrþey að vinna að samningum við Pólverja, Rúm- ena og Rússa. Dr. Berttoold Beitz, yfirmað- rur utanríkisviðskipta Krupp- hringsins, hefur nýlega sagt frá því, að Rússar muni bráðum samþykkja að Krupp setji upp umboðsskrifstofu í Moskvu. ÞAÐ ER þegar mjög áber- andi, að kommúnistar óska eft- ir auknum viðskiptum við Vestur-Evrópu. COMECON heit ir „Efnahagstoandalag" Austur- Bvrópu og framámenn þess hafa kvartað undan því, að bann Atl'antshafsbandalagsins við verzlun með hernaðarlegar nauðsynjar við Austurveldin „reisi skorður við eðlilegri þróun í efnahagslegum sam- skiptum okkar við auðvaldsrík- in“. Barold Wilson, foringi torezka Verkamannaflokksins, hefur Sagt frá því, að þegar hann var á ferð í Moskvu í júní í sumar, -hafi sovézkir valda- menn tooðið að skipta á 2—3 mill'jónum smálesta af rúss- neskri olíu fyrir 30 milljón doll ara virði af brezkum skipum. Krustjoff hefur sagt: „Það eru heil úthöf af verzlunarvöru bæði í Sovétríkjunum og á Vesturlöndum. Þau ættu að streyma í báðar áttir“. ÞÓTT ÞESSI viðskipti kunni að fela í SÍér mikla möguleika til' ábata, eru þeir margir, sem vilja leggja áherzlu á hugsan- lega áhættu, bæði pólitíska og efnahagslega. „Þeir vijja þvinga okkur til þess að verða háðir mörkuðum í Sovétríkjun- um“, segir einn háttsettur brezkur embættísmaður. Franskur útflytjandi lét í ljós svipað sjónarmið: „Gerum ráð fyrir að við öfluðum okkur tækja tíl þess að framleiða skurðgröfur fyrir rússneskan markað. Það væri auðvitað ekki nema gott og blessað meðan sá andi ríkir, sem nú svífur yfir vötnunum í Moskvu. En hvað yrði um verksmiðjuna, ef kuld- inn brytíst út aftur og sundin legði á ný?“ Ensk-rússneska verzlunarráð ið hefur svarað þessum og öðr- um ummælum með því að benda á, að útflytjendur Vestur landa verði að sætta sig við svipaða óvissu hvarvetna um heim. „Þeir sem líta svo á“, sagði einn af framámönnum þess, „að afstaða Rússa sé á hverfanda hveli eins og vindur inn, ættu að reyna viðskipti við hin nálægari Austurlönd“. SUMIR stjórnmálaerindrekar Bandaríkjanna í Evrópu halda því fram, að kommúnistar ætli að beita verzlunarherferð sinni til þess að trufla innbyrðis við- skipti Vesturlanda. Olía frá Sovétríkjunum við vægu verði gæti til dæmis orðið til þess að ýta vestrænum olíuseljendum á burt úr Evrópu. En fæstar rik- isstjórnir j Evrópu láta slik rök á sig fá núorðið. Brezka viðskiptamálaráðu- neytíð hefur sérstaklega mót- mælt því, að vöruútflutningur Rússa sé við það miðaður að brjóta niður viðskiptakerfi Vest urlanda. „Ef títið er á sterling- svæðið sem eina heild“, sagði einn af starfsmönnum ráðuneyt isins, „þá kaupa Sovétríkin og fylgiríki þeirra mun meira af okkur en þau selja okkur. Mis- muninn verða þau að greiða með sínu eigin gulli. Þetta bendir ekki til, að hér sé um að ræða hernaðaraðgerðir í efna- hagsstríði af þeirra hálfu“. SKORTUR í Sovétríkjunum á þeim vörum, sem Vesturlanda búa vanhagar um, er mun meiri þröskuldur í vegi aukinna við- skipta milli þessara aðila en þau atriði, sem bent var á hér á undan. Rússa og aðra Austur- Evrópubúa vanhagar einkum um fjárfestingarvörur og aðrar framleiðsluvörur þungaiðnaðar ins. En það eina, sem þeir geta látíð í té í staðinn, eru hráefni, sem Vesturlandabúar hafa gnægðir af (svo sem olía, málm ar og húðir) og svo ofurlitla dreif af neyzluvörum, sem eru að gæðum mun l'akari en Vest- urlandabúar eiga að venjast. Það er staðreynd, að Sovét- ríkin og fylgiríki þeirra hafa ekki enn sem komið er nóg að bjóða vandfýsnum iðnaðarþjóð um Vestur-Evrópu. Af þeirri ástæðu er lítið útlit fyrir stökk- breytingu til aukningar á við skiptunum. ítalskur embættis- maður hefur sett þetta fram í fáum orðum: „Rússar verða að framleiða meira, ef þeir eiga að selja meira. Framleiðsla þeirra er að vísu að aukast, en hún tvöfaldast ekki á éiáni nóttu“. ÞRÁTT FYRIR allt virðist mega líta svo á, að aukning viðskiptanna við Sovétríkin og fylgiríki þeirra geti vel orðið einn af áhrifaríkustu þáttunum í efnahagslífi Evrópu næsta áratuginn. Um er að ræða bæði pólitíska og efnahagslega áhættu og andstöðu. Og Sovét- ríkin verða að framleiða meira til að selja. Hvatningin er ör á báða bóga, og margir kaupsýslu menn í Vestur-Evrópu eru farn ir að líta svo á, að í Austur- Evrópu sé að finna „eðlilegan markað" fyrir auknar umfram- birgðir framleiðsluvara. Framá- manni einum hjá I.G. Farben fórust svo orð í þessu sam- bandi: „Slavar eru Evrópumenn þeg- ar öllu er á botninn hvolft. Austur-Evrópa og Vestur-Evr ópa munu fyrr eða síðar verða að láta sér koma saman. Og hvaða leið er heppilegri að þessu marki en viðskiptaleið- in?“ (Þýtt úr Newsweek) LÖGREGLAN í CHICAGO FramhaiO a* 9 -Tfho 1 reyna að koma einhverri reglu á þetta úrkast þjóðfélagsins. Þvl lengra er leið á nóttina og líkurnar fyrir hasar minnkuðu. færðum við okkur yfir í betri hverfi borgarinnar. Enduðum við svo í einu bezta hverfinu. — Hérna höfum við afbrota- unglinga eins og hvar annars staðar, en það er erfiðara að skilja af hverju unglingur frá góðu og ríku heimili fer út og stelur bíl eða brýzt einhvers staðar inn. Kannsiki hafa þessi börn eins mikið og hin hafa lítið. Ég man alltaf eftir einni fjölskyidu. þar sem sonurinn var 14 ára; mamm’ans gaf honum nýjan bíl, þótt hann hefði ekki próf, Við tókum strák eitt kvöld- ið og kellingin skildi ekki af hverju við skyldum taka „son hennar” fyrir að aka sínum eig- in bíl. Við komum við á einni stöð- inni. „Þú kemur einum of seint, sagði lögreglumaðurinn; við vor- um að koma frá því að sikilja hjón, sem voru að slást. Þetta var fínt fólk; kellingin var að lemja kallinn af því að hann hafði verið að kyssa eina unga í partíi fyrr um kvöldið. Einn í unglingadeil'dinni kom út úr skrifstofu og sagði: „Hve slæmt getur það orðið, einn af okkar mönnum var að taka 15 ára strák fyrir að reykja úti á götu. Pabbi hans kom hingað og hélt, að sonur sinn hefði gert einhver ósköp af sér”. Allir á stöðinni hlógu. Það var kominn sá tími, að morgun- vaktin var að koma inn, svo að ég bað Henry að fara með mig heim. Ég var orðinn þreyttur eftir iangan dag og það var lítil von um, að eitthvað kæmi fyrir úr þessu. Er ég kom á áfangastað þakk- ' aði ég Henry fyrir mig og sagði, að þetta hefði verið ein fróð- legasta nótt, sem ég hefði upp- iifað. Henry sagðist hafa haft gaman af þessu líka: „Nóttin var ekki eins löng að hafa þig með; stundum er maður ein- mana, þegar þeir setja mann einan í bíl”. Ég stóð á gangstéttinni og horfði á bíllnn með rauðu aft- urljósunum hverfa út í nátt- myrkur stórborgarinnar; allt í einu uppgötvaði ég að ég sá Chicago í allt öðru ljósi en ég hafði rður gert. Það verður langt þangað til ég gleymi Henry Ui- rich, leynilögreglumanni frá unglingadeild Chicago-lögreglunn' ar. Chicago í júni 1963. jhm. 2. síðan gengt er, að rúmlega tíu mann- eskjur búi í einu litlu herbergi, sem bæð'i er notað fyrir eldhús, svefniierbergi og stofu. Stúlkur, sem alast upp við þessi skilyrði byrja ofr að vera með karlmönn um 12—13 ára gamlar, og ef ekki eru samkomuhús í þorp- inu, er aðalfjörig um borð í skipunum Margir hinna dönsku verkamarna eru heldur ekki hollur ifélagsskapur, ungum skipr.i er t.d. vitað um kornunga stúlku, sem var með 19 karl- mönnum sömu nóttina í hrör- legri vöruskemmu. Mikil mannvirki hafa verið reist á Grænlandi í sambandi við bandaríska setuliðið og m.a. stórkostlegar radar-stöðvar í Thule. Ekki er hægt að senda eldflaug frá Sovétríkjunum, án þess að þessar stöðVar hafi gert viðkomandi að'ilum í Washing- ton viðvart, fimmtán mínútum áður en eldflaugin hafnar í Bandaríkjunum. 100 manns af þeim 5000. sem eru í setuliðinu, starfa vig þessar stöðvar, en bygging þeirra kostað 1,7 millj- arða. Siöðvamar eru fleiri, og þær hafa samband sín á milli eftir ),5 kílómetra langri braut, sem er þannig yfirbyggð að hún getur ekki frosið. Onnur radarstöð er inni í miðju landi Hún er 5500 tonn á þyngd og hvílir á átta súlum, sem geta hækkað stöðina, ef út- lit er fyrir, að hana ætli að fenna í kaf. Grænlard er greinilega á leið yfir hma torfæru braut tíl menningarinnar, togarar hafa leyst húðkeipana af hólmi. Eski- móabúningar eru ekki notaðir nemi við hátíðleg tækifæri, ann Magnús Sy&ra-Hóli K V E Ð J A Nú drúpir höfðl Húnaþlng I dag hér tll enda er spunnlnn fagur þráður Laxá syngur sorgblítt dánarlag sólskinið er varla eins bjart og áður. Sýlið fríða bleikföl sveipa tjöld því boðið kom frá dauðans konungsstóli, og klukkan glumdi felknleg felgðarköld fræðaþulnum kunna á Syðra-Hóli. Hann barðist hart með orku, elju og dug en oft var smár I sniðum bóndans gróði, en upp úr striti andinn hóf sitt flug þar átti hann dýrri og varanlegri sjóðl. Ljóminn, sem að lagði af frásögn hans er Ijós og skugga færði I töfraletur, mun sveipa minning sóma- og gáfumanns, er sögur skráði flesium öðrum betur. í bernskusveit hann bjó hvern ævldag við blárra strauma nið var ferðin hafin og nú við þetta síösta sólarlag hann sefur vært 1 hennar arma vafinn. Það myrkvar ei um mlnninganna fans þótt méða timans stöðugt áfram 1181. Blærlnrt syngur blítt við leiðið hans ' ^íim bónáahn, skáldið, öðling, héraðsprýði. Þórliildur Jakobsdóttir frá Árbakka. SKIPAÚTGCRA RIKISINS Ms. Herðubreið íer austur um land 28. þ.m. Vöru- móttaka í dag og árdegis á morgun. tíl Diúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjaiðar, Mjóafjarðar, Borg arfjarðar Vopnafjarðar, Bakka- fjarðar ÞOrshafnar, Raufarhafnar, og Kópassers. Farseðlr seldir á mánudag. EIMftEIOIN Askriftarsimi 1-61-51 Pósthólf 1127 Reykjavfk. ars eru þeir geymdir við möl- kúlur Kramvörubúðirnar eru orðnar að stórum sjálfsaf- greiðsluverzlunum. Spítalar, skól ar og barnaheimili þjóta upp eins og gorkúlur, ásamt verk- smiðj tm og íbúðarbiyggingum. Grænland er smátt og smátt að t.iiein <í; sét bæði kosti og lesti evrópskrai menningar. Bor8 950,— kr. Bakstólar 450,— kr. Kollar 145,— kr. FORNVERZLUNIN GRETTÍSGÖTU 31. c^Cótel 'éjaiðu’i © oSí'ltrra iiai!ililL!í!iIiUIu'iHI lirm ^ M wi 9 iv r Hringbraut Sími 15918 rÍMINN, föstudaginn 23. ágúst 1963 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.