Tíminn - 11.09.1963, Qupperneq 3
NÝ GANGA
Nú ráðgera svertingjaleiðtogar í New York að fara í mikla mótmœlagöngu hinn 29. september, þ.e. nákvæm
lega einum mánuði eftir frelsisgönguna, sem farin var að minnismerki Lincolns, forseta í WashSngton. Þá
tóku yfir 100.000 manns þátt í göngunni, þar af fjöldi hvítra manna, en nú er búizt við, að um 50 þúsund
manns gangi um New York í lok mánaðarins. Munu forystumenn göngunnar ganga á fund borgarstjó.t^
Manhattan, Roberts Wagner og afhenta honum mótmælaskjal.
Kennedy sviptir Wallace
öllum völdum í Alabama!
NTB-Washington, 10. september.
KENNEDY, Bandaríkjaforseti.. lét í dag til skarar skríða
gegn George Wallace, ríkisstjóra í Alabama með hvass-
yrtri tilskipun, þar sem Wallace er skipað að hætta að-
gerðum sínum til að hindra skólagöngu svartra barna með
hvítum, en þær aðgerðir brjóta í bága við bandarísk lög.
SAMTÍMIS var því lýst yfir, að Alabama-herinn og lögregl-
an þar væri nú undir stjórn sambandsstjórnarinnar, en
það þýðir, að Robert McNamara, varnarmálaráðherra hef-
ur nú alla lögreglustjórn í Alabama, Fékk Alabama-lögregl
an og herinn skipun um að sjá um, að þeldökk börn fengju
skólavist, svo sem lög ákveða.
Skömmu eftir, ag Kennedy
hafði gefið út tilskipun sína, fengu
20—30 svartir nemendur aðgang
að þem skólum, sem Wallace hef-
ur higað' til látið herlið standa
vörg um til ag hindra skólagöngu
blökkubarna.
Kennedy nefnir aðgerðir Wall-
ace samsæri gegn landslögum og
skipar honum að aflétta banninu
við skólagöngu þeldökkra í Tusk-
egee, Birmingham og Mobile.
f dag kom tfl óeirða í Birming-
ham, er mörg hundruð hvítra
skólabarna í Mutphy High School,
sefnuðust saman fyrir utan skóla-
bygginguna og hrópuðu niður með
Niggarana. Fjöldi fullorðinna bætt
ust í hópmn og tóku undir hrópin.
Öflugt herlið var hvatt á vett-
vang, auk lögregluliðs, og er
mannfjöldinn vildi ekki láta und-
an skipunum lögreglumannanna,
létu þeir til skarar skríða og tvístr
uðu manníjöldanum. Víða annars
staðar kom til átaka milli lögreglu
og hvítra ofstækismanna og voru
margir har.dteknir.
UM 500 MANNS HAFA FARIZT í ELDUNUM í BRASILÍU
Helirigning er talin eina
björgunarvonin í Parana
SAMKVÆMT fréttum frá
AFP-fréttastofunni, kom Ner-
ly Laubem, yfirmaður bruna-
varnadeiidar bandaríska land-
búnaðarráðuneytisins til Rio
de Janeiro á mánudaginn, en
þaðan hélt hann í gær til Para-
ná-héraðsins í suður-hluta
BRUTUST UT UR
RlKISFANGELSI
NTB-Dar-Es-Salaam,
10. september.
SJÖ afríkönsk börn særð
ust, er mikil sprenging
varð meðan á blaðamanna-
fundi stóð, vegna flótta-
mannanna tveggja frá S,-
Afríku. Arthur Goldreich
og Harold Wolpe, sem
komu í dag frá Elisabeth-
ville ti! höfuðborgar Tanga
nyika.
Tekig var á móti fl'óttamönn-
unum með kostum og kynjum
og var þeim fagnað af gífurleg
um mannfjölda ems og þjóð-
hetjum. Söng mannfjöldinn
afríkanska frelsissöngva og
lýsti á annan hátt gleði sinni
yfir, að flóttamönnunum hefði
tekizt að brjótast út úr aðalfang
elsinu í Jóhannesarborg og
komast heilu og höldnu til
Tanganyika. En mitt í þessum
fagnaðarlátum kvað vig mikil
sprenging og er lögreglan kom
á staðinn til rannsóknar fann
hún 7 lítil börn, sem orðið
höfðu fyrir sprengjubrotum og
meiðzt.
Á blaðamannafundinum
sögðu flóttamennirnir, að brezk
yfirvöld í Bechuinalandi hefðu
hvorki hjálpað þeim né hindr-
að þá á flóttanum. Er flótti tví-
menninganna talinn mikið af-
rek.
Brazilíu, þar sem ægilegir
skóga- og plantekrueldar hafa
lagt stór landsvæði í bruna-
auðn. Taiið er nú fullvíst, að
um 500 manns hafi orðið eld-
inum að bráð en hundruð
manna hafa orðið fyrir hættu
legum brunasárum í flótta sín-
um undan eldinum.
Þrátt fyrir þrotlaust slökkvistarf
hefur enn ekki tekizt að hefta út-
breiðslu eldanna og er það nú
margra mál, að ekkert geti orðið
hinu dýrmæta kaffihéraði Brazilíu
til bjargar, en hellirigning, sem
slökkvi eldana.
Laubem, fulltrúi landbúnaðarráðu
neytisins, mun taka að sér stjórn
slökkvistarfsins og reyna að hefta
útbreiðslu eldanna og hóf hann
störf í gær.
Frá Curitiba berast þær fréttir,
að vindátt hafi staðið inn á land-
svæðið milli suðurhluta Sao-Paudo
ríkisins og norðurhluta Santa Cater
ina-rikisins, en þar eru mikil furu-
vaxin landsvæði í stórkostlegri eld
hættu.
Yfirvöld senda stöðugt hjálpar-
beiðnir um brunaliðsfólk og hjúkr
Pramh a 15 síðu
VERJANDI
ENAHORO
ÁFRÝJAR
NTB-Lagos, 9. september.
VERJANDI hlns þekkta
stjórnmálamanns í Nigeríu,
Anthony Enahoro, sagðl í dag,
að dóminum yfir Enahoro yrðl
að áfrýja til æðri dómstóls inn
an 14 daga og vært hann stað
ráðinn í að fá málið tekið
fyrir að nýju, þar sem Ena-
horo hefði verið dæmdur sak
laus í 15 ára fangelsi af und
Irrétti.
Eins og kunnugt er af frétt
um dæmdi undirréttur í Lag
os, hinn fræga höfðingja og
stjórnarandstæðing í Nigeríu,
Enahoro, á laugardag, í 15
ára fangelsi fyrir að hafa tek-
ið þátt í samsæri til að steypa
stjórn Nigeríu. Enahoro hefur
ætíð neitað ákærunni á hend
ur sér og hefur þessi harði
dómur vakið gífurlega athygli.
Meðan dómurinn var kveðinn
upp, stóð öflugur hervörður i
fylkingu kringum dómhúsið.
Mál Enahoros vakti gífur-
lega athygli í mai i vor, er
brezk yfirvöld neituðu honum
um landvist og framsel'du
hann í hendur yfirvalda Nig-
geríu, en sú ráðstöfun mæli-
ist mjög illa fyrir í Bretlandi
og þá aðallega meðal stjórn-
arandstæðinga, sem óttuðust,
að mál hans hljrti ekki óvil-
halla afgreiðsl'u í Nigeriu.
Til Englands hafði Enahoro
komið frá írlandi, en yfirvöld
í Nigeriu höfðu veður af því,
að hann hyggðist byðja um
pólitiskt hæli i Bretlandi og
kröfðust þess, að hann yrði
framseldur.
ANTHONY ENAHORO
Nefndi fimmburana eftir sjúkrahúslæknunum
Eins og kunnugt er af fréttum
varð sá fátíði atburður aðfara-
nói-í síðasta sunnudags, að 35 ára
gömul kona í Venezuela eignað-
ist flmmbura og jók með því
barnatöluna innan f jölskyldu sinn
ar í 18. í þakklætisskyni við
lækna sjúkrahússins í Caracas,
nefndi konan fimmburana eftir
læknum sjúkrahússins og heita
þeir: Robinson, Fernando, Otto,
Juan José og Mario.
Kona þessi, Ines Maria Guervo
de Prieto, á uppkomin börn og
er orðin amma. Fimmburarnir,
sem hún átti eru allir drengir,
eins og raunar er fram komið,
og voru þeir 1040—1890 grömm
að þyngd, en þeir fæddust um
tvo mánuði fyrir tímann. Um
50 mínútur liðu á milli fæðing-
anna og voru allir drengirnir
settir í súrefniskassa, þar sem
þeir dafna vel.
Móðirin er tvígift og hafði með
sér úr fyrra hjónabandi sínu
fimm börn, en síðari eigihmaður
hennar hefur hjá sér 8 börn af
fyrra hjónabandi sínu. Er því
fjölskyldan orðin 20 manns. —
Romulo Betancourt hringdi strax
til sjúkrahússins á sunnudags-
morgun til að spyrjast fyrir um
l'íðan fimmburanna og tilkynnti
um leið, að stjórnin hafi ákveðið
að láta hinni stóru fjölskyldu í
té eigið hús til ráðstöfunar og
sömuleiðis myndu stjórnarvöldin
sjá um menntun fimmburanna.
Þetta eru þriðju fimmburarnir
sem fæðast í Ameríku og 46.
í öllum heiminum.
T í M I N N, miðvikudaglnn 11. september 1963.
3