Tíminn - 11.09.1963, Síða 7

Tíminn - 11.09.1963, Síða 7
Útgefc ncti: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framiívæmdastjóri: Tómas Arnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Daviðsson. Ritstjórnarskrifstofur 1 Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr 7. Afgr.sími 12323 Augl., sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f, — Furðuleg synjun í ágætri grein eftir Pál H. Jónsson, sem nýlega birtist hér í blaðinu, er sýnt fram á með glöggum tölum, hve stórkostlega hefur aukizt reksti ariánsþörf landbúnað- arins seinustu árin, m. a. vegna gcngisfellinganna. Árið 1959 var heildarsalan á tilbúnum áburði 76 millj., en á þessu ári er hún orðin 115 millj. Árið 1959 seldi SÍS fóðurbæti fyrir 26,6 millj., en 1961 fyrir 81 millj. kr. Féð það, sem bændur þurfa að leggja í áburð og fóð- urbæti, skilar ekki arði fyrr en mö-gum mánuðum seinna og skapar þetta augljósa þörf fyrir rekstrar- og af- urðalán Á sama tíma og þörf landbúnaðarins fyrir rekstrarfé hefur aukizt jafn stórkostlega, hefur það gerzt, að afurða- og rekstrarlán, sem landbúnaðurínn hefur fengið, hefur svo að segja staðið í stað fjögur undanfarin ár. Þessu til viðbótar hefur svo hluti af innlánsdeildum kaupfélaganna verið frystur í Seðlabankanum, en innlánsdeildirnar hafa ekki sízt haft það hlutverk að leysa úr rekstrarlánsþörf bænda. Eftir að margreynt hefur verið að fá afurðalánin auk- in og rekstrarlán landbúnaðarins aukin á annan hátt, án teljandi árangurs, hugðist SÍS snemma á þessu ári leysa vandann með stuttu erler.du láni. Því tókst að fá loforð fyrir slíku láni í Bandaríkjunurn, án ríkis- og. bankaábyrgðar, og skyldu vextir vera 5,5%.*Slík lán hafa tíðkazt, þegar aðrir aðilar en SÍS hafa átt hlut af máli, og það þótt bankaábyrgð hafi þurft. Gjaldeyrisbankarnir veittu líka fyrir sitt leyti strax leyfi til lántökunnar, en einnig þarf leyfi ríkisstjórnarinnar. Síðan snemma i sumar hafa staðið yfir umræður milli forstjóra SÍS og viðskiptamálaráðherra um þetta leyfi og er þeim nú lokið með fullri synjun ríkisstjórnarinnar Það er fyllsta ástæða til að taka undir þau ummæli Páls H. Jónssonar, að bændur og aðrir kaupfélagsmenn eiga fulla heimtingu á að vita hvers vegna ríkisstjórnin neitaði um þetta leyfi, án þess að bæta þá úr hinni stór- auknu rekstrarfjárþörf landbúnaðarins eftir öðrum leið- um. Slík synjun þarfnast sannariega glöggrar skýringar af hálfu ríkisstjórnarinnar. Búnaðarbankinn f tilefni af því, að maður nokkur hefur kært hæsta- réttarlögmann fyrir okurlánastarfsemi, hefur verið veg- ið að Búnaðarbankanum á þann hátt, að ætla mætti að fjárhagur hans væri ekki traustur og nægrar aðgætni væri ekki gætt í rekstri hans. Bankastjórar hans hafa nú svarað þessu mjög skilmerkilega og hefur greinargerð þeirra verið birt hér i blaðinu. Kún sýnir ótvírætt, að hagur bankans er góður og fer bkt.nandi Sérstök ástæða er til að fagna þessu, þar sem bankinn gegnir mjög mikil- vægu hlutverki. Jafnhliða og rétt þykir að vekja athygli á þessu, er sjálfsagt að taka undir þá kröfu bankastjóranna. að um- rædd kæra um okurlán verði rannsökuð til hlítar. Það skal upplýst, að fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráðinu styður þá kröfu eindregið Þess ber að vænta, að sakadómari og saksókn^ri láti ekkert ógert tii þess að upplýsa þetta mál að fuliu Öllu því. sem gerist í þessu máli. mun veitt mikil athygh af almenningi. Hvít kona á þingi Tanganyika Barbro Johannson nýtur sérstaks trausts Nyerere forseta f BYRJUN þessa árs var blaðakona frá sænska vikublað- inu Vi stödd í Dar es Salaam, höfuðborg Tanganyika. Hún hlýddi m. a. á umræður í þing- inu þar. Þingmenn töluðu þar mikið, en oftast var þó fátt um áheyrendur, eins og í fleiri þingum, því að hitar voru mikl- ir og þingmenn leituðu út í for- sæluna, þar sem þeir gátu skeggrætt og neytt sval'a- drykkja. Allt í einu dreif þá að úr öllum áttum, er hvít kona steig í ræðustóíinn og tók að ræða um myndun sveitarfé- laga, sem væri jafn nauðsyn- legur þáttur í efnahagslegri og stjómarfarslegri uppbygginu. Kona þessi talaði mál lands- manna og virtist mæla vel, a. m. k. var fylgzt með máli henn ar af mikilli athygli. Þetta var sænska konan Bar- bro Johannson, sem hefur átt sæti á þingi Tanganyika í nær fimm ár og nýtur sérstaks trún- aðar Nyerere forsefa. Undan- farið hefur verið skrifað tals- vert um hana í norræn blöð, en Nyerere hefur heimsótt öll Norðurlöndin, nema ísland. í boði ríkisstjórna þar. Hann hef ur haft með sér talsvert fylgd arlið og hefur Barbro Johann- son tilheyrt því. ÞAÐ ERU liðin 17 ár síðan Barbro Johannson kom fyrst til Tanganyika. Húri hafði þá lokið stúden'sprófi fyrjr nokkru og síðan aflað sér háskóla- menntunar og því öðlazt rétt- indi til kennslu við framhalds skóla. Af hreinni tjlviljun hafði hún sótt kristilegan stúdenta- fund og fengið bar trúboðsblað. sem hún fór að glugga í eftir fundinn. í blaðinu var auglýs- ing um kennarastöðu í Indl'andi á vegum sænska (rúboðsins Barbro fékk áhuga á þessu starfi og hóf að læra hindust ani. Einnig sóttj hún trúboðs- námskeið í Uppsölum. Þegar til kom, gat hún ekki feneið s‘öðuna í Indlandi. en sænskur biskup. sem hún þekkti, hvatti bana til að taka að sér s‘ö«u við kennaraskóla í Tanganyika er var starfræktur með aðstoð sænska trúboðsins Barbro fór að þessum ráðum. Hún starfaði við þennan skóla í nokkur ár. en stofnaði síðan sérstakan kvennaskóla með aðstoð sænska trúboðsins. Sá skól.i hefu’- hlot ið miklar vinsældir og aðsókn Nyerere heimsótti bennan skóla 1954, en hann hafði þá nvlokið stofnun flokks þess. er nú ræð ur lögum og lofum í Tangany- ika. Hann var mjög hrifinn af skólanum og varð þetta upphaf að kunningsskap hans og Bar bro, en hún er nú meðal nán ustu ráðunauta hans. HAUSTIÐ 1958 var Barbro stödd heima í Svíþjóð. Henni barst þá skeyti frá Nyerere. þar sem hann fór þess á leit. að hún yrði í framboði fyrir flokk hans Tanganvika hafði þá fenp ið bráðahirgðast.iórnarskrá os skvldi þingið vera bannig sk'P að a* ensk' land.stiórinp til Barbro Johannson nefndi 32 þingmenn, en lands- menn sjálfir skyldu kjósa 30, en af þeim skyldu 10 vera hvít ir menn, 10 Indverjar og 10 blökkumenn. Eftir talsverða umhugsun, varð Barbro við til- mælum Nyerere og náði kosn- ingu. Þegar kosningar fóru næst fram, var ný stjórnarskrá gengin i gildi og kusu nú lands menn alla þingmennina og þurftu ekki lengur að velja þá úr hópi hvítra manna eða Ind ver.ja. Nyerere taldi þó rétt að hafa ekki allt þingið svart Tveir hvítir menn voru endur kjörnir og einn Indverji Bar- bro var annar hví‘i þingmaður inn, sem var endurkjörinn Henni hafa verið falin ýmis trúnaðarstörf innan þingsins. er bera þess vott. að hún nýtur þar mikils álits Einkum hefur henni verið fal;ð að vinna að sveitarstjórnarmálum, verka lýðsmalurr og samvinnufélags málum. Nyerere er mjög hrif inn af stjórnarháttum Norður landa og þó einkum af starfi verkalýðsfélaga og samvinnufé laga þar. Norðurlönd hafa líka valið Tanganyika sem það Afr íkuland, er þau veiti mesta at- stoð. Til áréttingar þvi hafa þau boðið Nyerere heim. TANGANYIKA er það land Afríku. þar sem stjórnmálaþró un hefur verið friðsamlegust fram að þessu og stjórnarhætt ir eru iafnframt lýðræðisleg- astir Þetta er fyrs‘ og fremst 'ærk Nyerere Ilann hefur unn ið af mikilli gætni og hófsemi, þótt hann skorti bersýnilega ekki festu, þegar hann þarf á að halda. Nyerere hefur lagt áherzlu á að búa áfram við sem líkust kjör og áður, þótt hann sé orð- inn forseti landsins. Öðrum leiðfogum hinna nýsjálfstæðu landa í Afríku hefur orðið hált á því að vaxa frá fólkinu, ef svo mætti segja, og taka upp lifnaðarhætti hinnar hvítu yfir stéttar. Þetta hefur Nyerere reynt að varast. Hann var mjög tregur til að flytja í höll brezka landstjórans. er hann tók við forsetastörfum Barbro Jo- hannson hefur sagt norrænum blöðum frá þvi. hvernig forset inn hafi farið að því að gera þennan glæsta þústað alþýð- legri. Mikill skortur er á eggja hvítuefnum í Tanganyika og vinna stiórnarvöldín því mjög kappsamlega að því að efla hænsnarækt. Ti] að árétta það hefur forsetafrúin komið sér upp hænsnabúi á baklóð for- setahallarinnar og þangað mega allir koma og kynna sér hænsna rækt forsetafrúarinnar. Frúin byrjaði með 40 hænsnum, en hefur nú 400. Hin opinbera ástæða fyrir því, að frúin fór ekki í Norðurlandaferðina með manni sínum. er sú, að kjúkl ingar voru nýskriðnir úr eggj- um í búi hennar og frúin treysti sjálfri sér bezt til að fylgjasi með uppvexti þeirra Þ. Þ / T í M I N N, miðvikudaglnn 11. september 1963.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.