Tíminn - 12.09.1963, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.09.1963, Blaðsíða 4
■■Wli I i'Ulill IMIIIWI—— IIHll III !!■■■■MIMIilh IIIM M lllilli I il lllll II BALLETT Frábær sýning Konunglega danska ball- ettsins í Þjóðleikhúsinu í fyrrakvöld FB-Reykjavfk, 11. sept. í gærkvölldi frumsýndi Konunglegi danski ballett- inn gestaleik sinn í Þjóð- leiknúsinu, við mikla hrifn- ingu allra viðstaddra. Að dansinum loknum færði Guðlaugur Rósinkranz þjóð leikhússtjóri ballettinum lárviðarsveig í þakklætis- og vwurkenningarskyni fyr ir sýninguna, og veitti Jens Louis Petersen fram- kvæmda- og fararstjóri Kgl. danska ballettsins sveignum viðtöku og mælti nokkur orð. Sýnd voru á frumsýning- unni tvö verk, Skógardísin (Sylfiden), sem er róman- tískur leikdans í tveimur þáttum eftir August Bourn onviUe og Sinfónía í C leik- dans eftir George Balanch- ine. Skógardísin fer fram í Skotlandi og segir þar frá skozku bændafólki. Aðal- stjörnurnar 1 þessUm leik- þætti eru þau Margrethe Schanne, sem fer með hlut- verk skógardísarinnar og Erik Bruhn, gestur Konung lega danska ballettsins, ungur maður, sem fellt hef- ur hug til dísarinnar. í fyrsta þætti danoa Frið- bjöm Bjömsson og Ole Fat- um sóiódans, en í 2. þætti þær Margrethe Schanne og Anna Lærkesen. Sinfónía í C er í 4 hlutum og koma þar fram allir dansarnir, og sömuleiðis í lokadansinum á eftir. í þessum dansi er enginn söguþráður, heldur byggist allt upp á tónlistinni og dansinum sjálfum. Þjóðleikhúsið var full- setið og tóku áhorfendur dönsurunum frábærlega vel. Að dansinum loknum kom Guðlaugur Rósinkranz fram á sviðið auk Jens Louis Petersen fram- kvæmdastjóra balletsins. Þakkaði þjóðleikhússtjóri dönsurunum komuna hing- að, og sagði sig lengi hafa dreymt um að hann sjálf- ur og landsmenn allir fengju tækifæri til þess að sjá þennan fræga flokk stíga dans á fjölum leik- hússins. Nú hefði sá draum ur rætzt og myndu menn seint gleyma honum. Færði hann síðan framkvæmda- stjóra flokksins lárviðar- sveig í virðingarskyni við Konunglega leikhúsið, en Petersen þakkaði með fá- um orðum og minntist þeirra mörgu íslendinga, Framhald á 13. síðu. MYNDIR: GuSlaugur Róztnkranz tfl vinstrl hefur afhent fram- kvæmdastjóra flokkslns lárvlSar- sveig. NeSrl myndln er af elnu atrlSI sýnlngarlnnar. BÓ-Reykjavfk, 10. sept. Tólf starfsmenn frá Parisar- skrifstofum ýmissa flugfélaga hafa dvalizt hér í nokkra daga á vegum Flugfélags íslands.___ í Dessum hópi eru Grikkir, Pólverjar og Svisslendingar og einn Egypti. Fararstjóri er Je- an-Louis Lemaire, sölustjóri hjá Air France í París, en þetta er í þriðja sinn að hann kemur hingað til lands. Lema- ire heiur gert mikið af því að kynna ísland fyrir löndum sín- um, eiida virð'ist það hafa bor- ið árangur því fleiri Fransmenn hafa JagT leið sína til íslands i sumar er. nokkru sinni fyrr. Tólfmenningarnir hafa farið vítt um, austur í Hornafjörð á laugardaginn, og í gær til Þing- valla, GuIIíqss, Geysis og Skál holts. Þessi hópferð er liður í kynn- ingarstarfsemi Flugfélags ís- lands, sem ver miklum fjár- hæðum til landkynningar á ári hverju meg því að bjóða hing- að fólki, sem hefur áhrif á ferðamál. Þar á meðal voru 14 Svissiendingar, sem hingað komu um daginn, myndatöku fólk frá brezka og þýzka sjón varpimt, og á föstudaginn er von á færeyskum boðsgestum. eins og skýrt var frá í blaðinu í dag. Nýr JACK í hjarta NÝLEGA eru komin á markaðinn í Bandaríkjunum ný spil með teiknlngum af Kennedy fjölskyldunni i hlutverki ása, kónga og gosa elns og sést hér á myndinni fyrir ofan. Og þessir spilapakkar renna út eins og heitar lummur — og engin athugasemd hefur komið frá æðrl stöðum í sambandi við spilin. — Og með útgáfu þessara spila hafa Bandarikjamenn eignast nýjan JACK i hjarta — og fer þar saman fornafn Bandaríkjaforseta og gosans í spilunum, þvi jack er gosi í ensku spilamáli. Og af þessu hefur þessi ágæta sotnlng fæðzt. „Hvita húsið er nú fullt hús. Lengi lifi kóngurinn, drottningin, og GOSINN" — og þarfnast þessi setning ekki frekari skýrlnga fyrir pokerspilara. T í M I N N, fimmtudaginn 12. september 1963. r,y, t siswsm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.