Tíminn - 12.09.1963, Blaðsíða 15
GB-Akranesi, 11. sept.
Haukur Guðjónsson, organleik-
ari á Akranesi, heldur orgelhljóin
leika í S'kálholtskirkju næst kom-
andi sunnudag, 15. sept. Hljóm-
leikarnir hefjast klukkan 4 síð-
degis. Á efnisskránni verða verk
eftir Pachelbel, Buxtehnde, Bach
og Reger. Þetta munu vera fyrstu
orgelhl'jómleikar, sem haldnir eru
í hinni nývígðu Skálholtskirkju.
VEÐRID
FB-Reykjavík, 11. sept.
Eftir nokkurra daga óveður um
mestan hluta Norðurlands og jafn
vel Suðurlandið líka hefur verið
úrkomulaust vindur hægur og heið
skírt um mestallt landið í dag.
Útlit er fyrir, að veður verði stillt
í nótt, en norðan lands og kannski
.víðar má búast við næturfrosti.
Annars var hl'ýtt sunnan lands í
dag og t. d. 13 stig á Hellu síð-
degis.
EKIÐ Á BÍE
Reykjavík, 11. sept.
í nótt var ekið á bifreiðina
R-3557, sem stóð við Bergþórugötu
57, en hún er Chevrolet, árg. ’55,
blá framan og aftur eftir hliðun-
um, hvít að ofan og aftan. Skemmd
fr voru beyglað hægra frambretti
og báðar luktirnar brotnar. Rann-
sóknarlögreglan óskar að hafa tal
af sjónarvottum, ef einhverjir eru,
og skorar á viðkomandi að gefa
sig fram.
TÖLDU SIG VERA
MEÐ BÓLUSÓTT
FB-Reykjavík, 11. sept.
Þegar Skýfaxi Flugfélags íslands
lentí á Reykjavíkurfluigvelli stuttu
eftir miðnætti í nótt voru þangað'
komnir tveir læknar frá bongar-
læknisembættlnu, þeir Björn L.
Jónsson og Guðjó,n Lárusson, til
þess að taka á móti tveimur fiar-
þegurn vélarinnar, sem töldu sig
vera með bólusótt.
Mennimir voru settir í Sóttkví,
þegar eftir komuna hingað, en þeg
ar blaðið hafði samband við dr.
Björn sfðdogis í dag, sagði hann,
að enn hefði ekkert það komið
fram, sem sannaði, að hér væri
um bólusótt að ræða, enda ekki
hægt að gera neinn greinarmun
á venjulegum bólum og bólusóttar
bólum í fyrstu stigum veikinnar.
Verður mönnunum haldið í sótt-
kví næstu daga.
Farþegarnir tveir voru að koma
úr tveggja vikna sumarfríi og
höfðu þeir m. a. verið á Spáni, í
Frakklandi og Bretlandi, en ekki
vissu þeir til þess, að þeir hefðu
nokkurs staðar komizt í snertingu
við bóbjsclt.arsjúklinga.
VFIDIFERT
F.U.F.
Pantaðir miðar í veiðiferð FUF
óskast sóttir fyrir kl. 6 í dag, ann-
ars verða þeir seldir öðrum. Upp-
lýsingar í Tjarnargötu 26, sími
15564.
Landsfundur Landssambands ís-
lenzkra barnaverndarfélaga verð
ur haldin.n fimm'udaginn 12. og
föstudaginn 13. þ. m. í Góðtempl-
ar.ahúsinu. Auk venjulegra aðal-
fundarstarfa verður rætt um upp
eldismál og samfélagsmálefni, er
varða ungmenni landsins. Verður
fundurinn að þessu sinni hel'gaður
verkefninu: Vandamál æskunnar í
samfélagsbyltingu nútímans. Flutt
verða fimm framsöguerindi á fund
inum, og síðan verða almennar
umræður á eítir. Sérstök atliygli
skal vakin á því, að öllu áhugiafólki
er velkomlð að sækja fundinn og
taka þátt í umræðum.
Fundinum lýkur með samkomu
í hátíðasal Háskóla íslands. Þar
flytur Þórarinn Björnsson skóla
meistari á Akureyri erindi, er
hann nefnir: Rótleysi nútímans.
Gísli Magnússon leikur á píanó.
Öllum er heimill aðgangur meðan
húsrúm leyfir.
Dagskrá landsfundarins er ann
ars þessi:
Fimmtudaginn 12. sept. kl. 10
árdegis. “1. Formaður L.Í.B., dr.
MatthHs Jónasson setur fundinn.
2. Atvinna og fjárráð unglinga,
framsögumaður Stefán Júlíusson.
3. Umræður. 4. Kjörin tillögu-
nefnd. — Hádegishlé. — Kl'ukkan
2 eftir hádegi; 1. Áfengisneyzla
unglinga, úrræði til bóta, fram-
sögumaður Ólafur Haukur Árna-
son. 2. Umræður. — Kaffihlé. —
Klukkan 4,30 e. h.: 1. Skýrslur um
störf einstakra félaga. 2. Umræð-
ur.
Föstudaginn 13. sept. ki. 10 árd.
L Fermingaraldur barna, fram-
sögumaður séra Árelíus Níelsson.
2. Vandamál telpna, framsögumað
ur Auður Eir Vilhjálmsdóttir. 3.
Umræður. Hádegishlé.' Klukkan 2
e. h. 1. Lenging árlegs skólatíma,
framsögumaður Helgi Þorláksson.
2. Umræður. — Kaffihlé. — Kaffi
í boði Barnaverndarfélags Reykja
víkur. Kl. 4,30 e. h.: 1. Skýrslur
einstakra félaga (frh.). 2. Umræð-
ur. Nefndarálit. 3. Gjaldkeri LÍB
leggur fram reikninga. 4. Stjórnar
kosning. 5. Ávarp hins nýkjörna
formanns. — Kvöldverðarhlé. —
Kl. 8,30 að kveldi: Samkoma í há-
tíðasal Háskóla íslands. Gísli
Magnússon píanóleikari: Forleik-
ur. 1. Þórarinn Björnsson, skóla
meistari: Rótleysi nútímans. 2
Fundarslit.
SÓSÍALISTAFLOKKURINN
Framhald ai 16 síðu
nú eru j Sósíalistaflokknum, og
aðra íslenzka sósíalista í einum
marxistiskum flokki“!!
Að lokum segir blaðið:
,,Á flókksfundi Sósíalistaflokks-
ins í haust verður nánar fjallað
um þessi mál, og þar munu vænt
anlega liggja' fyrir niðurstöður af
viðræðum v:g bandamenn Sósíal-
istaflokksins í Alþýðubandalaginu.
Kvnni ba svo að fara að veturinn
yrði notaður til að stofnsetja og
byggja upp nýjan stjórnmálaflokk
— fjöldafí.kk vinstri manna —
scnnilega undir nafninu Alþýðu-
handalag.“
Þessi fregn blaðsins er sem
-pegilmyr.d af því ósamkomulagi
og deilum, sem verig hafa og eru
'nnan Aiþýðubandalagsins um
störf þess og stefnu. Við nútíma
aðstæður ' st.iómmálabaráttu skipt
ir lang rnestu fyrir stjórnmála-
flokk að hann eigi yfir málgagni
að ráða, ?f.m túlkar skoðanir og
Inlja flokksmanna og haldi fram
’efnu flokksins í heild en ekki
ionarmiðum flokksbrota eða
klíkna innan flokksins einvörð-
ungu. Má íelja fullvíst að hnifur-
ír n muni sranda í kú Þjóðviljans,
þegar a reyr.ir. og fráleitt að sú
klíka, 5am nú ræður því blaði
muni lára hann af hendi möglun-
ar- og barátíulaust.
ÁRSÞING
UNGTEMPLARA
FYRIR nokkru héldu íslenzkir ung
templarar ársþing sitt að Jaðri við
Heiðmörk. Á þinginu mættu 16 full-
trúar auk stjórnar samtakanna. —
Forseti þingsins var kjörinn Grétar
Þorsteinsson, Reykjavik.
Þingið gerði nokkrar samþykktir.
Þar er m. a. skorað á löggæzlu lands
ins að framfylgja settri löggjöf
fastra og með réttlátum refsingum
og Viðurlögum gagnvart lögbrotum
um útvegun og veitingar áfengis
handa ungu fólki.
Þingið leggur til að aukið verði
eftirlit með skemmtistöðum í Reykja
vík og nágrenni borgarinnar því að
reynslan sannar, að þar er þörfin
mest.
Þá skorar þingið á opinbera að-
ila að koma hið allra fyrsta í fram
kvæmd vegabréfaskyldu ungs fólks.
Ársþingið leggur til að áfengis-
verzlun ríkisins verði lokað um á-
kveðinn tíma t. ol. einn eða tvo mán
uði, svo unnt verði að rannsaka
visindalega hvaða áhrif það hefur
á siðferðiástand þjóðarinnar og æsk
unnar, glæpi og slys.
Þingið samþykkti að lýsa yfir ein
dregnum stuðningi við tilmæli Æslcu
iýðssambands íslands þess efnis, að
íslendingar taki til alvarlegrar at-
hugunar að hætta öllum viðskipt
um við Suður-Afríku vegna kynþátta
misréttisins í landinu.
í stjórn samtaka íslenzkra ung-
templara fyrir næsta starfsár voru
kosnir: Formaður: séra Árelíus Ní-
elsson, varaformaður: Grétar Þor-
steinsson, ritari: Gunnar Þorláksson,
gjaldkeri: Kristinn Vilhjálmsson,
íræðslustjóri: Jóhann Larsen, Sig-
urður Jörgensson og Einar Hannes
son. — Samtökin urðu 5 ára s. 1.
vor og var þetta fimmta ársþing
þeirra. Innan vébanda ÍUT eru 7
deildir með samtats 800 félagsmönn
um.
ÚTGERÐANNA
Blaðin'i hefur borizt eftirfarandi
greinargerð útgerðanna um launa-
mál sjómanna á kaupskipum.
„í sambandi vig yfirstandandi
verkfall háseta á kaupskipaflotan-
um hafa útgerðarfélög kaupskipa
talið rétt að eftirfarandi staðreynd
ii komi fram:
Mánaðarlaun háseta ásamt með-
'.1 yfirvinnu:
Laun án 7Y2% hækkunar:
Tvívaktaskip: kr. 11,392,84.
Þrívaktaskip: kr. 10.604.27.
Skv. samningsuppkastl, er fellt
var 6. sept:
Tvívaktaskip: kr. 12,937,07.
Þrívaktaskip: kr. 12.989,36.
Skv. núverandi kröfum:
Tvívaktaskip: kr. 17.911,40.
Þrívaktaskip: kr. 15.261,37.
í sambsndi vig'framangreindar
tolur er rétt að geta þess að að-
eins er reiknað með fjórum kröf
um af 10 í dálknum „núverandi
kröfur.'1
Eins og sést af yfirlitinu, þýða
núverandi kröfur Sjómannafélags
Iteykjavil-.ur 43,92% kauphækkun
miðað við launagreiffslur í júní
s. I. á þrívaktaskipum, en 57,22%
á tvívaktaskipum. Orlof er inni-
falig í greindum- tölum. en ekki
dfeyrissjóður gjaldeyrishlunnindi
cg frítt fæffi.
Reykjavík, 11. sept. 1963“.
FARMANNADEILAN
Reykjavík, 11. sept.
Fundur sáttasemjara ríkisins
með aðilum í farmannadeilunni
hófst kl. 8,30 í kvöld og stóð enn
yfir þegar blaffið fór í prentun
OPJUMALARLÖGN
Framhald af 1. síðu.
Eins oo kunnunt er var olíu
möl lögð á Vífilsstaðaveginn
og Ártúnsbrekkuna í fyrra, en
ýmsum hefur ekkl þótt þaS
gefast eins vel og skyldi. —
Svíinn mun eiga aS kenna
þetta verk til hlítar.
Myndin er tekin af þessum
framkvæmdum í Silfurtúni.
ASstandendur verksins fyigi-
astmeS af áhuaa. (Ljósm: RE)
MJÖLSKEMMUSKORTUR
Framhald af 1. síðu.
mjölskemma var byggg í sumar,
en hún er löngu orðin full. Verk-
smiðjan iramleiðir ca. 65 lestir
af mjöli á sólarhring, ef um full
aíköst er ab ræða.
í Neskaupstað er geymslurúm
fyrir 4500 xestir af mjöli, en þar
var byggð skemma í vor, sem tek
ur 2500 lestir. Einnig hefur verið
útvegað geymslurými fyrir 400 lest
ir úti í bæ, og nokkuð hefur þegar
verig selt úr landi, en alls hafa
verið framxeiddar 5600 lestir í
sumar. 400 lestir hafa verig seld-
ai og eigu þær að fara með leigu
skipi í næstu viku. Verksmiðjan
í Neskaupstað framleiðir 100 lest-
ir af mjöli á sólarhring.
Komnar eru 1600 lestir af siíd-
armjöli á Reyðarfirði, en þar er
ern rúm fvrir 400 lestir til viðbót-
ar. Engin var.dræði eru enn á
Vopnafirði enda hafa síldarskipin
aðallega sótt til hafnanna þar fyr-
;r sunnan. Á Seyðisfirði hleðst
rijölið unp jafnt og þétt, en þar
framleiðir verksmiðjan með full-
um afköscum 140 lestir á sólar-
hring,- og eru vandræðin ag verða
bar mikil.
Stöðugt hefur verið unnið að
stækkun mjölskemmanna á Raufar
nöfn, og nú síðast í vor voru þær
sfækkaðar, og þar ætti að vera
róg geymslurými enn um sinn,
onda er Komið 100 þúsund málum
minna bræðsiuna þar nú ^xn var
í fyrra. Þegar er búig að 'senda
burtu 500 lestir af mjöli, en verk
smiðjan framleiðir 150 lestir á
■ólarhring
Mjölsxemmurnar á Siglufirði
geta tekið við óhemju miklu enn,
eða að minnsta lcosti 15 til 20 þús-
und lestum, og svo hefur ekkert
vcrið brætt á Skagaströnd í sum-
ar og nægar geymslur þar.
Annað ei þag sem veldur mjöl
framleiðendunum áhyggjum, en
það er iarmannaverkfallið', en
vegna þe.ss sigla engin skip til út-
janda, og þag litla, sem selt hef
ur verið af mjöli úr landi kemst
ekki frá vorksmiðjunum.
LÖNDUNARBIÐ
FramhaÞ: at 16 síð-u
Mörg skip bíða enn löndunar á
Austfjarðahöfnunum, og þegar síð
ast fréttist var löndunarbið allt
upp í þrjá sólarhringa. Vegna þess
hversu löng löndunarbiðin var yf-
irleitt fyrir austan, fóru mörg
ski'p til Raufarhafnar, og barst
þangað svo mikil síld, að allar
þrær fylltust, og er þar komið
löndunarstopp líka.
LAXASTANGADAGAR
FTamhalC af bls. 3.
sögðu ánægðir yfir því að fá hærri
;eigu.
Talið er aff laxastangadagar séu
nú um 12 þúsund á sumri, og skipt-
ist sá fjöldi niffur á 60 ár, en tala
ónna er nokkuff breytileg eftir
því hvort þverár eru taldar sem
tinstakar ár effa ekki.
Margt hefur áhrif á laxveiðina,
og veldur þyí, ag hún er mismun-
andi frá án til árs. Meðal annars
tíærð veiöistofnsins, veðurfar, ár-
ferði í sjó á meðan laxinn er í
sjónum og svo veiðiveður. Laxinn
veiðist eins og allir vita, bezt ef
dimmviðri er og dálítil úrkoma,
þó ekki megi vera hellirigning, en
i sumar hefur yfirleitt verig bjart
ng kalt og árnar vatnslitlar, og hef
u* veiðin bví verið minni en ann-
ars hefði mátt búast við.
KEELERSMYNDIN
Fram'nald af 16. síðu.
13 ver8l á fund stiórnarlnnar
me3 mótmælln.
Sú, sem stjórnar mótmæla
herferðinni. er ungfrú Inger
Hansen lektor, og hefur hún
m. a. sagt, að hún, sem upp-
fræðari óski eftir að ta.ka
þátt í að skana hið rétta and-
lega 02 móralska andrúmsloft
fyrir uppvaxandi æskulýð
landsins, og að kvikmyndin sé
þess konar, að hún brjóti nið
ur, bað, sem við hin byggjum
upp.
Hans Hækkerup, dómsmála-
ráðherra, telur enn ekki vera
t.ínr'bært að grípa fram í töku
myndarinnar. nnda sé ekki
íagales beimilu til þess, en
hann hefur sagt í viðtali við
Politiken. að hann muni snúa
sér til stjórnarinnar svo fram
arlega sem honum berist skrif
leg mótmæli. Síðan verði
stjórnin að taka afstöðu til
kvikmvndarinnar og þess, að
hún er tekin í Danmörku.
Þeir, sem standa að töku
kvikmvndarinnar, hafa nú
fund’ð eóði lausn á vanda-
málinu: að stöðugt gerist eitt
hvað nýtt í málinu varðandi
Christine Keeler. Þeir einfald
lega gera þr.iú mismunandi
lokaatriði. og teíja þeir. að
eitthvert hinna þriggja hljóti
að næg.ia. hvernig svo sem
málinu lyktnr. Einasti endir-
inn sem kvikmyndatökufólk
ið hefur ekki tekið með í
reikninginn er. að danska
stjórnin eigi eftir að finna
upp á bví að stöðva kvik-
mvndatökuna í Danmörku.
HVOLFÞAKIÐ
Framhald af 1. sfffu.
vakt. Steypan veöur 1250 tonn,
járnlðgn rúm 50 tonn, err randbitar
í þeim eru forspennukaplar, sem
Halda kúpunni saman oc eru strengd
ir upp í 100 tonn hver, þegar steypan
er hörSnuS. Skelin er 10 em. á
þykkt. Vlð^steypuverkið er notaður
einn stór rafmagnskrani, sem er á
miðri kúpunnl, en niðri á jörðu eru
fveir bílkranar, sem verða notaðir,
meðan þeir ná. (Ljósm.: RE).
HEYIN
Framhald af 1. síffu.
þaff sama og ekkert. Heyskapur
hefur nú aff sjálfsögffu stöffvazt
algerlega á Norður- og Austur-
landi í þessu kuldakásti slðustu
daga, en enn er langt til gangna
og rétta og tími til að heyja, þar
sem eitthvað er eftir að heyja, ef
tíffin breytist til batnaffar.
Sömu sögu er að segja af öllu
landinu, aff háarspretta hefur ver
iff meff eindæmum léleg. Nýting
heyja hefur aftur á móti veriff góð
og spretta og nýting heyja af út
engjum hefur víða veriff góð. En
hin góða nýting heyjanna hefur
það iika í för með sér, aff erfiðara
verour að drýgja heyin meff kraft-
fóðri.
Ástandið mun vera eitthvað
breytilegt eftir bæjum, sums stað-
ar urðu kalskemmdir í túnum í
vor þess valdandi, að spretta varð
sáralítil, og þeir bæir eru illa sett-
ir. Ekki er vitað, hvað bændur
munu gera í haust til að mæta vetr
inum með þessum litla heyforða.
Eins og Tíminn hefur áður skýrt
frá, hefur einn hreppur farið lang
verst úf úr þessu þurra og kalda
sumri, Árneshreppur í Stranda-
sýslu. Ástandið í næsta hrepp,
Kaldrananeshreppi, mun heldur
ekki vera gott. Sagði Gísli, aff eitt
hvað hlyti að verða gert til hjálp-
ar bændum á þessum slóðum, sem
hefðu nú orðið að búa við versta
árferði á þessari öld.
T í M I N N, fimmtudaginn 12. september 1963,
15