Tíminn - 12.09.1963, Qupperneq 7

Tíminn - 12.09.1963, Qupperneq 7
Utgefc nd'r FRAMSÓKNARHLOKKURINN Framkvæmdastión 7ómas Arnason — ttitstjórar: Þórarinn Þórarinsson láb' Andrés Krist.innsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson .Kulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu húsinu. símar 18300—18305 Skrif stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl.. sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. 1 lausasölu kr 4.00 eint - Prentsmiðjan EDDA h.f — Upplansn og óðadýrtíð „viðreisnarinnar“ Það er annað hljóð í stjórnarh.<jður>*rn nú en fyrir þingkosningarnar í vor. Fvrir kosninf.arnar héldu stjórn- arblöðin því fram, að „viðreisnin*- hefði heppnazt full- komlega. Það væri ekkert annað en rógur stjómarand- stæðinga að einhverju væri ábótavant í sambandi við hana. Nú er hljóðið allt annað í stjórnarDlöðunum. Nú kepp- ast þau við að vitna í þau ummæli Tímans, að almenn- ingur beri ekki traust til efnahagsstefnu ríkisstjórnar- innar og því ríki hér hreint fjármálalegt öngþveiti. Þau prenta einnig upp ummæli Þjóðviljans um að ríkis- stjórnin hafi misst allt taumhald á verðlags- og kaup- gjaldsmálum og því magnist óðaverðbólga með hverjum degi. Og nú bera stjórnarblöðin ekki á rnóti því, að þetta sé satt. Þvert á móti segh' Mbl., að þetta sé rétt hjá andstæðingablöðunum! Það, sem stjórnarblöðin stimpluðu hreina lygi fyrir kosningar, játa þau nú, að sé satt og rétt. Betur geta þau ekki auglýst með hvaða hætti flokkar þeirra hafa unnið kosningarnar. Þess ber kjósendum vel að minnast, þótt síðar verði. Én hvers vegna er svo komið, að jafnvel stjórnarblöð- in viðurkenna að hér blasi nú við anplausn og öngþveiti í efnahagsmálum? Því er fljótsvarað. Þetta er óhjá- kvæmileg afleiðing „viðreisnarstefriunnar-* — stefnu gengisfellinga, vaxtaokurs og söluokatta og tollahækk- ana. Þegar ríkisstjórnin hefur forustu hvað eftir annað um þvílikar hækkunaraðgerðir sleppir hún óðaverð- bólgunni lausri. Menn missa trúna á efnahagskerfið. Allir, sem vettlingi geta valdið, revna að ná sem mestu í sinn hlut, áður en næsta hækkunaralda af völdum „við- reisnarinnar“ ríður yfir. Fjöldamargrr verða líka að gera þetta af hreinni nauðsyn, því að ella gætu þeir ekki risið undir þeirri okurbyrðum, sem „vtðreisnin“ hefur lagt á þá. Það er „viðreisnarstefnan“. sem er þannig orsök þess öngþveitis, þeirrar upplausnar, þeirrar dýrtíðar, sem nú ríður húsum íslenzka efnahagskerfisins. En þrátt fyrir þetta allt, látast stjórnarherrarnir ekki hafa uppgötvað orsökina enn. Þeir berja höfðinu við stein- inn og æpa sig hása um, að nú fyrst giidi það að halda „við- reisninni“ áfram — þ. e. fella gengið. hækka vextina, hækka söluskattanna. auka enn óðadýrtíðina! Það eru því ekki batahorfur, sem nú blasa framundan í íslenzk- um efnahagsmálum. Verðlagseftirlitið Alþýðublaðið heldur því fram enn einu sinni i gær, að afnám verðlagseftirlits leiði tú hækkandi verðlags. Þetta er hins vegar ekki álit jaf.naðarmanna á Norður- löndum. Þeir hafa fellt niður verðiagseftirlit jafnóðum og vöruframboðið hefur reynzt fullnægjandi. Þeir hafa talið, að þetta væri síður en svo óhagstætt neyt- endum. Það sem framar öðru tryggi hagstætt verð- lag, væri samkeppni milli kaupféiaga og kaupmanna og eftirlit neytenda sjálfra með þv* hvar vöruverðið væri hagstæðast. Alþýðuflokkurinn er vaxinn frá lafnaðarmönnum á Norðurlöndum á þessu sviði eins o< öðrum. mja Formósa og Sovét-Kína? Bollaleggingar um framtíS Formésu eftir fráfall Chíang Kai Sheks ÞAÐ HEFUR oft gerzt áður í ágústmánuði, að kínverskir kommúnistar hafa gert miklar skotárásir á smáeyjar þær á Formósusundi, sem heyra und ir stjórn Chiang Kai Sheks. Að þessu. sinni var ágústmánuður óvenjulega kyrrlátur, hvað þetta snerti. Þetta hefur komið á kreik ýmiss konar getgátum um, hvað muni valda þessu. Hvers vegna fara Kínverjar sér svona hægt vlð Formósusund nú? Er það vegna þess, að þeir vilja ekki eiga í átökum þar meðan deilur vaxa milli þeirra og Rússa? Eða eru einhverjir launsamningar á döfinni mi]li þeirra og stjórnar Chiang Kai Sheks? Yfirleitt em getgátur um hið síðarnefnda taldar frekar ósennilegar meðan Chiang Kai Sheks nýtur við. En hann gefur fallið frá þá og þegar. Að vísu er heilsa hans sæmilega góð, en ellin nær þó t.il hans eins og annarrá. Hann verður 76 ára í næsta mánuði. Spurningin. sem er ekki sízt ofarleea í sam bandi við Formósumálið. er þessi: Hvað tekur við, beear Chiane Kai Sbek fellur frá? EINS OG NÚ er háttað. er stjórn Formósu fnllkomlega í höndum Chiang Kai Sheks og beirra Kínve’'ia. sem fiúð't me* honvim. frá Kína fyrir 13—14 árúm Hérinri, sem telur um bálfa -rillión manna, er að lane mestn levti skipaður bessum flóttamönnum, sem margir hverjir eru miög teknir að eld- ast. Alls er talið. að flóttamenn irnir og afkomendur beirra séu um 2 milljónir eða siötti hluti íbúanna á Formósu. Þessir Kín verjar mynda eins konar yfir stétt á Formósu og fer anduð gegn þeim stöðugt vaxandi meðal hinna uppritnalegu For- mósubúa. Þeir krefiast s’öðugt vaxandi hlutdeildar í stjórn landsins og er búizt við. að þeir muni miög nota fráfsll Chiang Kai Sheks. þegar þar að kemur til að herða kröfurnar um aukna hlutdeild í stjórninni. Vitanlega stefna þeir að því að ná henni alveg í sínar hendur og getur það mjög oltið á af- stöðu Bandaírkjanna. hvor' þeim tekst það eða ekki Fyrir þeim vakir, að Formósa verði alveg sjálfstætt ríki, sem ekk' sé f neinum tengslum við Kína Meðal Kínverja á Formósu á hugmyndin um sjálfstæða For- mósu hins vegar takmarkað fylgi, því að þeir þykjast sjá fram á. að þeir muni þá brátt missa yfirráðin þar. Fyrir þeim vakir því stöðugt, að Formósa verði áfram hluti Kínaveldis. því að það myndi tryggja áfram yfirráð Kínverja á Formósu SÚ VON Chiang Kai Sheks og fylgismanna hans er nú úr sögunni, að þeir geti gert inn- rás á meginlandið og náð aftur yfirráðum þar. Að vísu held ur Chiang Kai Shek öðru fram opinberlega. Hann talar oft eins og innrásin sé alveg á næstu grösum, en þær yfirlýs- ingar hans eru menn löngu hættir að taka alvarlega. Þar sem þessi von er brostin. CHANG CHING-KUO er ekki nema ein leið til að tengja Formósu við Kína, önn ur en sú að kommúnistar brjót ist þar til valda, sem ekki er heldur líklegt í náinni framtíð. Hún er sú, að þeir Kínverjar, sem taka við stjórn á Formósu af Chiang Kai Shek, semji um einhver tengsli við kommúnista stjórnina í Peking. Þótt mörg um þyki þetta ósennilegt, fljótt á litið, er þetta ekki nein fjar- stæða, en vitanlega fer það eft ir því, hvað hagkvæmum samn ingum .þeir .gela náð. Það, sem Kínverjar á Formósu sjá fram á, er eins og áður segir, að völd um þeirra geti brátt verið loldð á Formósu. að óbreyttu ástandt því að Formósubúar. sem eru margfaú fleiri, stefna að því að taka stjórnina í eigin hend ur og eru líklegir til að hljóta aukinn stuðning Bandarík.ia- manna í þeim efnum. Þess vegna væri það ekki óeðlileg lausn fyrir Kínverja á Formósu að tryggja sér yfirráðin þar með samningum við Kínaveldi. ef þeir næðu þeim með skap- legum hætti. Ýmsir kunnugir telja. að stjórnin í Peking muni ekki reynast óliðieg í slíkum samningum, þar sem hún teldi það mikils virði að slíta sam- bandið milli Bandaríkjanna og Formósu, en það yrði vitanl'ega frumatriði slíkra samninga ÞAÐ GETUR ráðið miklu um framvinduna í þessum efnum hver eftirmaður Chiang Kai Sheks verður sem næsti valda maður á Formósu. Sá. sem stendur næst honum að mann- virðingum, er Chen Cheng, sem er varaforseti. Hann er gamall hershöfðingi. frjálslynd ur og hæglátur. Hann er sá leiðtogi Kínverja, sem hefur unnið sér einna mestar vin sældir á Formósu. Samvinna hans og Bandaríkjamanna hef ur verið góð og hefur hann því stundum verið kallaður „ameríski Kínverjinn“ Sá galli þykir á honum, að hann sé ekki mikill skörungur, og er því ekki talið ólíklegt, að hon um verði brátt þokað til hliðar af ráðríkari og harðskeyttari mönnum, enda er hann orðinn 64 ára gamaíl. Sá, sem þykir einna líklegastur til að hrifsa völdin undir slíkum kringum stæðum, er elzti sonur Chiang Kai Sheks, Chang Ching-Kuo. Hann er nú yfirmaður leynil'ög reglunnar á Formósu og for- maður hinna hernaðarlegu æskulýðssamtaka þar. Báðar þessar stöður skapa honum mjög sterka aðstöðu í valda- tafli því, sem er líklegt að hefj ist eftir fráfall Chiang Kai Sheks. CHANG CHING-KUO er 54 ára gamall, sonur Chiang Kai Sheks og fyrri konu hans. Þeg- ar samstarfið rofnaði mil]i Chiang Kai Sheks og rússneskra kommúnista upp úr 1925, var Kuo á skóla í Sovétríkjunum og dvaldist þar áfram næstu 12 árin. Því er haldið fram, að hann hafi verið mikili kommún isti á þessum árum og mjög andstæður föður sínum, eink- um þó eftir að hann kvæntist aftur. Sjálfur ber hann á móti þessu og segir söguria þannig, að hann hafi unnið á samyrkju búi, líkað vistin þar illa og sýnt mótþróa og því verið sendur til Síberíu. Hann segist þar hafa kynnzt hinni rússnesku konu sinni, Fanina, sem er verk fræðingur að menntun. Hún dvelur nú á Formósu með manni sínum, en sum börn þeirra eru við nám í Bandaríkj unum. Vegna dvalar sinnar í SovéHíkjunum er Kuo oft nefndu- rússneski Kínverjinn" Hvað sem rétt er í þessu, er hitt víst, að Chiang Kai Shek tók son sinn í fulla sátt, þegar hann kom heim frá Sovétríkj- unum. Hann hóf hann brátt til mikilla mannaforráða og þykir margt benda til, að hann standi föður sínum ekki að baki sem stjórnandi, heldur sé mun harð ari í horn að taka og stórum raunsærri. Sá orðrómur hefur stöðugt fylgt honum, að milli hans og kommúnista sé viss leyniþráður og hefur þetta styrkzt við það, að hann er einn hinna fáu leiðtoga Kín- verja á Formósu, sem nær aldrei er deilt á í áróðri komm únista. Stöðugt ganga líka sög- ur um, að hann sé að semja við kommúnista, en hann ber hvorki á móti þeim né staðfest ir þær. Ef til vill er það vegna þess, að hann vill halda þess- ari leið opinni, eða hann vill halda Bandaríkjamönnum í þeirri trú, að þessi leið geti ver ið opin, ef þeir höndla ekki rétt. Þ. Þ. J) T f M I N N, fimmtudaginn 12. september 1963,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.