Tíminn - 22.09.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.09.1963, Blaðsíða 5
BLÖÐ liggja stundum undir því ámæli lesenda, að þau þegi um allt nema minnstu yfirsjónir borgaranna. Þetta stafar af því að minnstu yfirsjónirnar fá allt aðra meðferð og fljótvirkari en meiri háttar mál, þannig að játn ing, ef um sök er að ræða, ligg- ur fyrir eftir stuttan tíma. Er þá ekkert því til fyrirstöðu að birta frétt um slíka játningu. Þegar flóknara og umfangsmeira mis- ferli er á ferðinni er málsmeð ferðin mikið seinvirkari og lýkur ekki nema með dómi eða máls- höfðun hins opinbera. Blöðin hér birta yfirleitt ekkert um mál fyrr en annað tveggja liggur fyrir játning eða niðurstaða rannsóknar. Hér er ekki venjan að fylgjast með framburði í rann sóknarmálum, frekar en fjalla um þau á annan hátt á meðan á rannsókn stendur. Einstaka sinnum er þó verið að minna á þau með því að birta ákaflega varfærnislega orðaðar nótur frá rannsóknardómurum þess efnis, að rannsókninni sé jú haldið á- fram, en því miður sé ekkert 'hægt að segja á þessu stigi máls- ins. Þaö'stig sem dómari virðist gera sig ánægðan með til að geta talað, er aðeins lokastigið, og það getur dregizt að því verði náð. Þetta læðir inn hjá blaða- lesendum þeim grun, að blöð hylmi viljandi yfir verknaði, sem varða við lög, af annarlegum á- stæðum, og þeim sé ekki treyst- andi af þeim sökum. í rauninni sýnir þetta, að lesendur vilja að blöðin séu frjálslegri í frétta- flutningi, og taki með fullri festu á því, sem úrskeiðis fer í þjóð- lífinu. Þetta er ekki annað en réttmætt sjónarmið, en lesendur gæta þess ekki sem skyldi, þeg- ar þeir vita meir og betur en blöðin um ýmislegt, sem er að gerast, að þögn þeirra stafar ekki af þýlyndi heldur oft og tíðum vegna þess að meiðyrða- löggjöfin gerir þau næsta rétt- lítil. Og þau blöð, sem vilja halda virðingu sinni geta ekki staðið í eilífum málaferlum út BANDARÍSKl stórmeistarinn Samuel Reshevsky og hinn arg- entíski kollegá hans, Miguel Najdorf, eru vafalaust einhverj- ir beztu skákmenn, sem fram ■'hafa komið á Vesturlöndum á ti'öan árum. Þeir voru um langt vfeeið þeir einu, sem höfðu í fullu a:é við rússneska skákmeistara af jafn einföldum fréttaflutn- ingi og þeim að segja frá kærum sem ekki hafa verið sannaðar með dómi. Meiðyrðalöggjöfin er nefnilega þannig útbúin, að segi blað frá kæru eða meintum glöp um, sem síðan verður hrundið fyrir dómi, fer sá á stúfana, sem fyrir þessu varð, og rekur harma sinna við þá er sögðu fréttirnar. Það er ekki nóg að hann sé sýknaður af dómi og blöðin greini skilmerkilega frá sýknu ha-ns. Hann þarf lika að fá upp- reisn æru með því að fá frétta- flutninginn af málsrannsókninni dæmdan dauðan og ómerkan. Þetta þýðir það, að blöð velja yfirleitt þann kostipn að þegja unz dómur er kveðinn upp og öllu er óhætt fyrir meiðyrðalög- gjöfinni. Það er svo annað mál, að einstök blöð geta hrundið af stað rannsóknum og gera það, þegar þau telja sig vita óve- fengjanlega að um sök er að ræða. Önnur blöð eiga aftur á móti illt með að taka undir við slíkt, vegna þess að þau vita ekki hvað sannanir krossferðar- blaðsins eru haldgóðar. Þess vegna getur eitt blað haldið á- fram ákærumáli þótt önnur minnist ekki á það. Meiðyrða- löggjöfin kúgar þau til að þegja. Og þegar á það er litið hvað var- naglar hennar eru margir og yf- irgripsmiklir, verður ekki annað séð en sýknudómar séu i sjálfu sér ómerkilegt fyrirbæri í aug- um þeirra er settu lögin. Hitt skipti mestu máli að láta blööin þegja; að ekki sé skýrt frá „einkamálum” manna eða hnekkt „virðingu“ þeirra. Og auð vitað standa blöðin uppi varn- arlaus gegn slíkum lagabókstaf, hafi þau birt fréttir af því, að NN hafi verið kærður fyrir fjár- svik, en síðan reynist þessi kæra ekki vera á rökum reist og NN er sýknaður, þá á hann samt eftir ýmislegt ótalað við blöðin, af því þau birtu fréttir af kær- unni og ófrægðu þar með mann- orð hans. Meiðyrðalöggjöfin er þannig úr garði gerð, að hún og yfir flestum öðrum vestræn- um skákmönnum báru þeir æg- ishjálm. Segja má, að á árunum um og eftir 1950 hafi vegur þeirra verið einna mestur, en þá báru þeir sigur úr býtum í flest um stórmótum, sem haldin voru á Vesturlöndum. Þessir yfirburð- ir sköpuðu að sjálfsögðu sífelld- gerir sér sérstakt far um að á- kærðir verði ekki fyrir hnjaski. Þetta er út af fyrir sig vantraust á sýknudóma, og í þessum lög- um er jafnvel kveðið svo á um opinbera starfsmenn (en rann- sóknardómarar teljast til þeirra) að skýri þeir frá einkamálum, „sem leynt eiga að fara“, varðar það sektum eða varðhaidi. Aft- ur á móti veit enginn hvað er einkamál og hvað opinberir starfsmenn hafa með höndum, sem á að fara leynt. Maður hefði haldið að þá varðaði aðeins um að gæta öryggis ríkisins. En dóm- arar taka þetta ákvæði gjarnan svo bókstaflega, að ætli frétta- menn að vera viðstaddir réttar- hald, fella þeir jafnan þann úr- skurð að réttarhaldifi sé lokað. Lagagreinin kveður ekkert á um aðrar skyldur opinberra starfs- manna. Það er aðeins verið að hugsa um einkamál sem eiga að fara leynt. Skrefið væri stigið til fulls ef þarna væri bætt við, að óheimilt væri að birta dóma yfir mönnum opinberlega, en full komnun næöi þetta ekki fyrr en hætt væri að kveða upp dóma yfirleitt og hver og einn yrði að verjast þrjótum, fjár- plógsmönnum og þjófum eftir beztu getu. í annarri grein kaflans um ærumeiðingar og brot gegn frið- helgi einkalífs segir, að hver sem skýri opinberlega frá einkamál- efnum annars manns, án þess að nægar ástæður séu fyrir hendi, er réttlæti verknaðinn, skal sæta sektum o. s. frv. Eng- inn veit hverjar þessar „nægu ástæður” eiga að vera. Það er hvergi haft fyrir þvi að skýra það. Þó myndu fréttastofnanir eflaust fagna því að fá um þetta einhverjar leiðbeiningar í stað meiðyrðadóma. En meðan þetta loðna orðalag er látið duga, er ekki nema eðlilegt að blöð veigri sér við að skýra opinberlega frá „einkamálum manns“. Á öðrum stað segir að það varði sektum að leggja mann í einelti með „vísvitandi ósönnum" skýrslum. an núning þeirra á milli og leiddi að lokum til samkeppni, sem á stun.dum brauzt út í full- an fjandskap. Þetta ástand var að sjálfsögðu óviðunandi, og að lokum urðu þeir ásáttir um að tefla einvígi til að skera úr um, hvor væri hinum fremri. Þeir tefldu tvö einvígi og bar Resh- Flestir mundu nú reyna að bjarga sér með því að halda því fram að skýrslur hefðu ver- ið ósannar af því þeir hefðu ekki vitað betur. Og hverju eru menn þá nær þótt þetta orð „vísvitandi“ sé þarna. Er þetta kannski stílbrigði. Aðrar greinar laga kveða á um það, að menn skulu dæmdir vegna tjóns, sem þeir valda óafvitandi, eins og á sér stað vig ákeyrslur. Lög eru því þannig, að stundum eru menn sekir fyrir að gera eitt- hvað vísvitandi og í önnur skipti eru þeir sekir þótt þeir geri eitt- hvað óafvitandi. Eitt af því, sém snýr að blöð- unum í þessum lagakafla og hafa verður augun á, þegar um er að ræða að birta fréttir af á- kærum og ásökunum, eða ekki, er 235. gr., þar sem segir, að ef maður drótti að öðrum manni einhverju því, sem verða mundi virðingu hans til hnekkis, eða beri slíka aðdróttun út, þá varði það sektum. Nú veit enginn hve- nær grunsemdir, ásakanir eða kærur leiða til dómsáfellis. Geri þær það ekki, og verði maður- inn ekki dæmdur, heldur sýkn- aður, þá verða öll skrif um mál hans fyrir dómtöku að virðingar hnekki, vegna þess að varla er hægt að fjalla um mál manns, sem liggur undir ákæru, svo ekki megi lesa úr því aðdrótt- anir, þegar hann hefur verið sýknaður. í næstu greinum er gefin enn frekari skýring á því, hvernig beri að haga sér við þá, sem grunaðir eru um græsku eöa hafa orðið sannir að sök, eins og greinin, þar sem segir, að ef maður bregði manni brigzl- um án nokkurs tilefnis, þá varði það sektum, þótt hann segi satt. Hér virðist þó vera um smugu að ræða, þannig að hægt sé að sleppa frá sekt fyrir að segja satt, vegna þess að sagt ep „án tilefnis". Það er nefnilega hægt að sleppa ef sá, sem fyrir brigzl- inu verður byrjar samtalið á því að reka út úr sér tunguna, eða eitthvað í þá áttina. Þá er komið tilefni til þess að segja honum sannleikann. Blöðin verða að biðja lesend- ur forláts, þótt þau geti ekki undir þessum kringumstæðum birt fréttir af ákveðnum málum, með sektar- og málsóknargrýl- una hangandi yfir þeim, hvenær sem þau fara inn á hið for- boðna svæði meiðyrðalöggjafar. Hér á landi er ekki hægt að gagnrýna nema að takmörkuðu leyti, hér er heldur ekki hægt að skýra frá ýmsum atburðum, sem eru á allra vitorði fyrr en dómur hefur fallið. Þess vegna koma oft undarlegar eyður í fréttaflutning blaðanna, sem er niðrandi fyrir þau í frjálsu þjóð evsky siguj úr býtum í þeim báðum. Iíið fyrra vann hann með nokkrum yfirburðum, seinna einvígið var jafnara. Það var eins og sjálfstraust Najdorfs biði mikinn hnekki við þessi málalok, þvi að ævinlega síðan hefur hann átt erfitt uppdráttar í skákam sínum við Reshevsky. Ég minnist t. d. atviks, sem skeði á skákmótinu Dallas 1957. Þá var Najdorf kominn með yfir- burða stöðu á móti Reshevsky, en átti eftir eina mínútu til að leika 40. leik sínum. Staðan virt ist fremur einföld, en í s|tað þess að leika gerði hann ekki annað en að líta af borðinu á klukkuna, af klukkunni á borðið. Svita sló út um andlit hans, það var eins og hann tryði þvi ekki almennilega sjálfur að hann hefði Reshevsky á sínu valdi. Auðvitað íéll klukkan og Naj- dorf tapaði skákinni. Síðan þeir tefldu einvígin hefur Najdorf ekki tekizt að vinna skák af Reshevsky en hins vegar oftast orðið að láta í minni pokann. félagi. Þessi ströngu viðurlög eru úrelt og full af því vantrausti sem gamalt drottinvald bar til almennings. x sæmilegum menn ingarlöndum er hvarvetna reynt að gefa blöðunum sem mest rými til starfsemi sinnar í trausti þess að þau kunni sér hóf og séu einn af hornsteinunum undir þjóðfélaginu. Þar ríkja ákvæði, sem eiga að tryggja það að frétt ir þeirra stefni ekki öryggi rík- isins í voða, og það eru sjálf- sögð ákvæði. Svo undarlega ber við, að hér er leyfilegt orðbragð á pólitískum vettvangi, sem mundi valda eilífum málsóknum i venjulegum fréttaflutningi. Kannski 239. gr. ráði mestu um hinn pólitíska „frið“, en þar seg ir að heimilt sé að láta refsingu niður falla ef tilefni ærumeið- ingarinnar sé ótilhlýðilegt hátt- erni þess manns, sem telur sér misboðið, eða hann hefur gold- ið líku líkt. Sýknudómur á að vera ruw- nægjandi fyrir hvern mann, sem hefur orðið að svara fyrir ómaklega ákæru, og fréttaflutn- ingur af máli hans ætti því að- eins að vera ærumeiðandi, að honum væri haldið áfram eft- ir að maðurinn hefur verið sýkn aður. Að sjálfsögðu þarf ákvæði um alvarleg brot gegn friðhelgi einkalífsins. Þau ákvæði eiga að vera skýr og ljós og ekki marg- brotin. Ráðiö til að vernda frið- helgi einkalífsins er ekki það, að skrúfa fyrir alla meðferö blaða á málum, sem tekin eru til rannsóknar og dóms. Það er að gera lögunum of hátt undir höfði og vekja óþarfa vantraust hjá almenningi. Blöð hér verða alltaf eins og gamlar uppstopp- aðar hænur, þegar stór hneyksl- ismál eru á ferðinni og dóms- niðurstöður, sem þau eru að birta, koma eins og þruma úr heiöskíru lofti, af því í blööum varð aldrei lesíð það, sem á undan fór. Stundum gerist það á meðan á málarekstrinum stendur, þótt um hann ríki al- gjör þögn í aðalblöðum lands- ins að í þeim birtast allt í einu einhverjar yfirlýsingar, sem koma svo óvænt fyrir augu hins almenna blaðalesanda, að hon- um liggur næst að halda að ein hver hafi orðið geðveikur út í bæ. Þannig atvik eru ákaflega óviðkunnanleg fyrir blöðin. En þau sýna kannski betur en nokkuð annað hvernig komið er fyrir þeim. Óskandi væri að blöð in og löggjafarvaldið reyndu að hrista af sér hið misskilda dek- ur við það, sem aflaga fer í þjóð félaginu, og breyttu lögunum í það horf að ákveðnir óþægilegir hlutir sæju dagsins ljós á með- an þeir eiga þangað erindi. Don Quixote. Það var ekki fyrr en í sumar, að gæfan brostj við Najdorf, á skák- mótinu i Los Angeles tókst hon- um loksins að fella sinn forna fjandmann. Ég hef sjaldan séð sælli mann en Najdorf, þegar hann stóð upp frá borðinu að þeirri skák lokinni, hann bók- staflega geislaði af gleði. í þessu sama skákmóti sigraði Najdorf einnig Keres, en honum þótti sýnilega minna til um það af- íek. í skákinni við Reshevsky tókst honum ekki einungis að sigra sterkan skákmann, honum hafði líka tekizt að yfirstíga sál- rænan veikleika. Hér kemur skákin. PIATIGORSKY-skákmótið. Hvítt\M. Najdorf. Svart: S. Reshevsky, Drottningar indversk vörn. 1. d4, Rf6. 2. c4, e6. (Reshevsky hefur ávallt gengið vel með Nimzoindversku vörnina á móti Najdorf og hefur því ekk ert á móti því að reyna hana Framhald á 12. síðu. Friðrik Ólafsson skrifar um Fró skákmótinu í Los Angeies '? f M I N N, sunnudaginn 22. september 1963. — 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.