Tíminn - 22.09.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.09.1963, Blaðsíða 8
Sigurhjörn Snjólfsson, sjötugur FLUGVÉLIN geysist áfram, gnýr frá skrúfum og hreyfl- um dynur óaflátanlega í eyr- um: nýi timinn. Fyrir neðan liggur landið, kyrrð yfir heiðarvötnum og árnar íeggja leið sína um dali og drög eins og þær hafa gert frá ómuna tíð. Næsta sunnudag, 22. sept- ember, á sjötugsafmæli einn þeirrar kynslóðar, sem man tímana tvenna, Sigurbjörn Snjólfsson, bóndi í Gilsárteigi. á Héraði austur. Andstæðurnar, flugið og friðsæld haustkvöldsins, leiða huga minn að þessu afmæli. skemmtilegri rósemi Sigur- björns í Gilsárteigi hefur lengi verið við brugðið. Hún hefur þó ekki orðið honum til tafar á löngu æviskeiði, ekki heidur þeim hlutanum, sem runninn er í köpp við hraða síðari áratuga. í hugs- un, orðum og athöfn hefur Sigurbjörn í Gilsárteigi verið maður hins nýja. Og því þá ekki að orða honum afmælis- kveðjuna hér og nú, á gand- reið ofar skýjum! Það ber margt til á langri leið. Sigurbjörn Snjólfsson og kona hans, Gunnþóra Gutt- ormsdóttir, hafa áreiðanlega margs að minnast frá liðnum dögum. Það hefur ekki verið létt verk að byrja búskap með tvær hendur tómar og sjá farborða stórri fjölskyldu. Nú er mörg torfæran að baki. Tólf börn þeirra hafa vaxið upp og komizt til manns. Jörð- in Gilsárteigur er orðin ó- þekkjanleg. Tún og akrar ná yfir 100 ha. lands en bygg- ingar og vélakostur i sam- ræmi við það. Tvö stórbýli eru rekin þar sem áður var eitt. Frumkvæðið um þessar breytingar var í höndum Sig- urbjörns og stuðningur hans hefur verið óskeikuil fram á þennan dag. En ný kynslóð, synir og dætur, koma þar og við sögu og tók forystu er tím ar liðu fram. Sigurbjörn Snjólfsson hef- ur tekið mikinn þátt í félags- málum sveitar sinnar og sýslu, innan samvinnuhreyf- ingarinnar, búnaðarsamtaka og ungmennafélags. Um langt árabil var hann formaður Framsóknarfélags Suður- Múlasýslu og á áreiðanlega drjúgan þátt í góðu gengi Framsóknarflokksins á Aust- urlandi. Þátttaka Sigurbjörns í fé- lagslífi tyggðarlaganna á Aust- urlandi var óhjákvæmileg, vegna óvenjulegra og sér- stæðra hæfileika. Hann er maður skarpgreindur og gjör- hugull. Málflutningur hans er ákaflega sérstæður og skemmtilegur, auðkenndur kímnr, hvassri eða góðlátlegri, eftir atvikum, sem notuð er til þess markvisst að setja það fram á ljósan og eftir- minnilegan hátt, sem er merg urinn málsins þá og þá. Sjalfsagt harma það marg- ir, að maður með gáfur og hæfileika Sigurbjörns Snjólfs sonar skuli „bara” hafa verið bóndi. Nú þykir mörgum rétt og skylt að sem flestir mætir menn „úti á landi“ fari „suð- ur“ og setjist þar á stól. Við hinir fögnum því að hafa átt samleið með Sigurbirni þar á austurslóðum, þó við vitum vel, að hann hefði einnig á öðrum vettvangi skip að sinn sess með prýði. Ég kynntist Sigurbirni ung- að aldri á fundum Framsókn arsfélags Suður-Múlasýslu og á frá þeim tíma margar á- nægjulegar minningar. Við höfum ævinlega haft sam- flot í pólitískum efnum. Og núna, þegar hann fyllir sjö- unda tuginn, vil ég mega þakka honum sér á parti mikla og föðurlega um- hyggju á þeim vettvangi. En við öll, vinir og kunn- ingjar Sigurbjörns Snjólfs- sonar, á misjöfnum aldri og með ólík lífsviðhorf, sendum hlýjar kveðjur og góðar óskir til afmælisbarnsins á sunnu- daginn kemur. Áreiðanlega verður það okkur öllum á- nægjulegt, þá og síðar, að minnast fylgdar hins sér- stæða og skemmtilega sam- ferðamanns. Við árnum Sigurbirni í Gils árteigi og fjölskyldu hans allra heilla á komandi tím- um. 18.-10.-’63, Vilhjálmur Hjálmarsson. „Áfram veginn ..." Það er farið að hausta. Austur á Héraði er bjart yfir, en svali í lofti. Út Éiðaþinghá rennur bif- reið, ósköp rólega á sínum fjór- um hjólum og flytur mann, sem á erindi heim að Gilsárteigi. Það hefur nefnilega hlerazt, að Sigurbjörn Snjólfsson í Gils- árteigi sé fast að því kominn afj fylla 7. tug lifaðra æviára, og í því tilefni þykir eKki óvið- eigandi að eiga við hann spjall um orðna og óorðna hluti. Sigurbjörn Snjólfsson er löngu víðkunnur maður. Auk þess að vera bóndi á 5. áratug, trúr þeirri æskuhugsjón sinni rækta jörðina, hefur hann allt frá árdögum ungmenna- félagshreyfingarinnar á Austur- landi tekið mikinn og virkan þátt í félagsmálum og stjórn- málum. Sigurbjörn Snjólfsson tilheyr ir aldamótakynslóðinni. Það er varla ofsagt að sú kynslóð hafi alið sjálfa sig upp í ungmenna félögunum. Hún átti háleitar hugsjónir. Á grundvelli þeirra reis Framsóknarflokkurinn upp. Allt frá stofnun hans hefur Sigurbjörn Snjólfsson staðið í fylkingarbrjósti hans á Austur- landi, óþreyt'andi til sóknar og varnar. Þar haslaði hann sér völl, til að hrinda æskuhugsjón- um sínum fram á vetlvangi þjóðmálanna. Sigurbjörn Snjólfsson er ekki og hefur aldrei verið maður lognmollunnar. Alla tíð er fjör á ferðum þar sem hann fer Óvenjuleg frásagnargáfa hans sér fyrir því. Á pólitískum mál- þingum hefur Sigurbjörn alla tíð þótt framúrskarandi liðsmað ur, enda fjölhæfur ræðumaður og býr yfir hinum sterku vopn- um hnyttni og kímni. Er ekki fráleitt að ýmsa andstæðinga hafi á stundum sviðið undan orðum Sigurbjarnar, en þa^ sýnir hins vegar bezt hvern mann hann hefur að geyma, hvern fjölda góðra vina hann á í þeim stjórnmálaflokkum, sem hann hefur alla tíð barizt hvað hvassast gegn. Við erum komin heim á hlað í Gilsárteigi. Sigurbjörn bóndi er úti á hlaði. — Tímann langar tii að rabba við þig, Sigurbjörn. — Þá verður hann nú að ganga í bæinn og fá sér kaffi fyrst. Svo tekur hann upp pontuna, og fær sér í nefið. — Það er fallegt veður, Kristján, og það verður fallegt næstu daga. Sérðu heiðríkjuna kringum Snæfellskollinn þarna í fjarsk- anum. Þa^ bendir alltaf á gott. Þegar skýjað er kringum hann er alla tíð bölvun í honum, jafn vel þótt himinninn brosi annars allt um kring. — Að svo mæltu göngum við til bæjar og það er drukkið kaffi. Gunnþóra í Gilsárteigi hitar á- reiðanlega kaffi á heimsmæli- kvarða. Og það eru sagðar sög- ur af hinu og þessu, sem gerð- ist fyrir eina tíð, og það er rabbað um lífið og tilveruna. Sigurbjörn og Gunnþóra fóru til Norðurlanda í sumar, og þar bar margt fyrir áugu. Þau fóru í hópferð ungra Framsóknar- manna. Þar hefur Sigurbjörn áreiðanlega átt vel heima, þvi margur tvítugur mætti státa af því ef hann væri yngri í anda. en Sigurbjörn sjötugur. . . . En tíminn líður. . . . — Sigurbjöm, það var nú víst meiningin að þessi heim- sókn yrði efni í viðtal. — Þá ætla ég að halla mér aftur á bak á bekkinn þann arna, svo skalt þú spyrja, og ég skal reyna að svara. Bændur mann fram af manni. — Það er bezt að byrja á upprunanum Sigurbjörn. Hvar ert þú annars í þennan heim borinn? — Á Svínafelli í Hjaltastaða- þinghá. — Bjuggu foreldrar þínir þar? — Já. — Og svo spyr maður að þjóðlegum sið um ættina? — Já um ættina. Ja, Snjólfur faðir minn var frá Uppsölum í Eiðaþinghá, af gömlum aust- firzkum bændaættum. — En móðurættiii? — Sannleikurinn er nú eigin lega sá, að ég veit ekkert um móðurföður minn nema hvað hann hét Friðrik og var ein- hvers staðar að norðan, að ég held. Móðuramma mín hét hins vegar Valborg og var frá Jór vík í Breiðdal, ein af þeim mörgu Jórvíkursystrum, þær voru víst 9 eða 10, og eru af þeim ættir um allt Austurland Þá var sá s'iður á . . . — Sem sagt, bernskuspor þín hafa legið um Hjaltastaða- þinghána. — Já, það er nú svo. Faðir minn deyr 1901 og við stóðum uppi 5 systkinin — ég næst- elztur. Þá var nú sá , siður i landi hér, afi heimilum var sundrað, þegar fyrirvinnan féll frá. Þannig fór ég 8 ára gamall, að Kóreksstöðum í Hjaltastaða- ’ þinghá. Ég var orðinn það gam- all, að ég gat farið a^ sitja yfir kvíaám. Á Kóreksstöðum var ég í 3 ár, en fór þá til Hallgríms bónda Þórarinsson- ar í Beinárgerði á Völlum og var hjá honum í 6 ár. — Og þú ert kominn á ungl- ingsár, þegar þú ferð þaðan. — Já. — Það þótti nú víst engin sæld að alast upp hjá vanda- lausum á þessum dögum? — Það mundi nú víst ekki vera talið svo nú. En ég var hins vegar svo heppinn að lenda á ágætu heimili og þekkti þar af leiðandi . ekki af eigin reynd þá lökustu meðferð, sem mun hafa verið á munaðarlausum börn- um í þá daga. Um skólagöngu var tómt mál að tala. — St'óð hugurinn ekki til mennta, Sigurbjörn? — 0, jú, blessaður vertu. Langtum meir, en nokkur leið var að gera að veruleika. Það var tómt mái um að tala. Nú, ég var svo á ýmsum bæj- um á Völlum næstu ár, Eyjólfs- stöðum, Víkingsstöðum og Ket- ilsstöðum. Og einn vetur var ég á Búnaðarskólanum á Eiðum. — Var fjölmennt á Eiðum um þær mundir? — Nei, það var ekki, — munu hafa verið 14 piltar. — Þar hafið þið nú komizt í snertingu við skólagöngu, þótt ekki væri hún löng? — Já, en hún nýttist vel, þaú held ég að mér sé óhætt aö segja. Ég vil sérstaklega taka það fram, að þá var skólastjóri Metúsalem Stefánsson og kenn- ari Benedikt Blöndal, og tel ég vafalaust, að allir, sem hjá þessum ágætu mönnum voru, hafi haft af því mikið og marg víslegt gagn. „Unigmennafélögin voru okkar lýðskóli“ — Var félagslíf mikið á Fljótsdalshéraði á æskuárum þínum Sigurbjörn? — Já, það var fnikið, mjög mikið. Þá var í rauninni blóma- skeið ungmennafélaganna hér um slóðir. — Það er víst dálítið erfitt fyrir okkur, sem uxum upp í byrjun atómaldar, að skilja hvað þessi félög — ungmenna- félögin — voru ykkur aldamóta kynsl&ðinni? — Það er engin von, að það sé gott fyrir ykkur að skilja það — aðstaða kynslóðanna er svo gerólík, en ég vildi segja, að svona frá 1905 til 1920 hafi ungmennafélögin í rauninni verið lýðskóli ungmennanna. Þá voru allir fullir af hugsjón- um og framtíðarvonum, og menn lifðu raunverulega í hálf- gerðri draumavímu. — í hverju var svo starfsemi T í M I N N, sunnudaginn 22. september 1963. —-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.