Tíminn - 22.09.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.09.1963, Blaðsíða 7
Útgefc ncíi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. - Ritstjórar: Þórarmn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr 7. Afgr.sími 12323 Augl., sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — í ÞJÓÐHAGS- og framkvæmdaáætlun þeirri, sem ríkisstjórnin þykist starfa eftir segir þetta orðrétt á blaðsíðu 30: „Nú er hins vegar svo komið, ao hið mikla húsnæð- isvandamál, sem fyrir lá í lok sfyrjaldarinnar, er í aðal- atriðum levst og sérstaks átaks í húsnæðismálum af því tagi, sem gera varð á síðastliðnum áratug, er ekki leng- ur þörf". Á s. 1. hausti dvaldist hér á landi á vegum Samein- uðu þjóðanna, Johan Hoffmann, bankastjóri norska íbúðabankans, til að kynna sér húsnæðismál hér á landi. Bankastjórinn dvaldist hér um tveggja mánaða skeið í þessu skyni .Skilaði bankastjórinn viðamikilli skýrslu um málið og gerði grein fyrir tillögum sínum til úrbóta. Hann lagði til, að íbúðabyggingar yrðu auknar miög verulega frá því sem verið hefði á yfirstandandi áratug, að lagt verði fram töluvert af eigin fé, en kröfur um framlag af eigin fé verði lækkaðar verulega frá því sem nú er, að útlánsvextir verði lækkaðir, að lán til íbúðabyggingar verði til miklu lengri tíma en nú er, að takmarka verði byggingarkostnað með hagkvæmari skipulagningu og eftirliti með byggingum. Stuttu eftir kosningar og litlu síðar en hin margróm- aða þjóðhags- og framkvæmdaáætlun ríkisstjórnar var lögð fram var haldið hér norrænt húsnæðismálaþing. Þar upplýstu húsnæðismálastjórar á Norðurlöndum, að íbúða- byggingar væru lang minnst styrktar hér á landi af op- inberum aðilum. Hið opinbera veitti húsbyggjendum miklum mun meiri aðstoð á hinum Norðurlöndunum en gert væri hér á landi. Á hinum Norðurlöndunum geta menn fengið allt að 75—100% byggingarkostnaðarins að láni, lánin eru til 40—60 ára og vextir eru miklum mun lægri þar en hér á landi. Álit sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um húsnæðis- málin hér eru fyrir það, enn athyglisverðari og því eru þær rifjaðar upp hér, að þær eru gefnar um sama leyti og ríkisstjórn íslands sendir frá sér fram- kvæmdaáætlun, er hún segist munu starfa eftir, þar sem segir „að sérstaks átaks sé ekki lengur þörf“ í húsnæð- ismálum og jafnframt er marg sannað, að hinn versti húsnæðisskortur ríkir í landinu. Þetta segir ríkisstjórnin þótt hér á landi fái menn ekki einu sinni 30% af byggingarkostnaðinum lánaðan lánstími sé hér miklu styttri og vextirnir miklu hærri. Enn frekari athygli hljóta þessa? staðreyndir og e vekja, þegar ríkisstjórnin er einnntt um þessar mundir að boða enn frekari heftingu útlána, refsivextj á við skiptabankana, og jafnvel enn meira vaxtaokur ef menn reyna að bjarga fjölskyldu sinni undir sómasamlegt þak. Á undanförnum þingum hafa Framsóknarmenn lagl til og það var áréttað glögglega á flokksþingi Framsókn- arflokksins í vor, að brýn þörf væri að endurskoða allt íbúðalánakerfið til grunna og miðn þá endurskoðu.n við það, að menn fengju a. m. k. tvo þriðju hluta byggingar- kostnaðarins lánaðan með sanngjörnum kjörum, hvar sem menn byggju á landinu. Þessum tillögum var ekki anzað, enda hafa menn stefnu stiórnarinnar í þessum málum í tilvitnuðum orðum í frainkvæmdaáætluninni. „Viö skulum reyna aö færa iheiminn í átt til friðar” I Stuttur útdráttur og endursögn úr ræðu Kennedys, | Bandaríkjaforseta á þingi S. Þ. í fyrradag. 4. ÞAÐ GETUR varla hjá því farið, að ræða sú, sem Kennedy Bandaríkjaforseti hélt á alls- herjarþingi S. Þ. í fyrradag veki mikla athygli um allan heim. Þessi ræða var í senn af- ar snjöll, sanngjörn, hreinskil- in og einlæg og til þess fallin að laða til samst'arfs og samn- inga en víkja brott hótunum og þráskák valdsins. Kennedy hóf mál sitt með því að minna á, að þegar hann ávarpaði þing S. Þ.síðast hefði verig dimmra um að Utast í heiminum. Frelsi V-Berlínar hefði verið í yfirvofandi hættu. Deilan í Laos virzt fjarri lausn Liðssveitir S. Þ. í Kongó staðið í orrustueldi. Dag Hammar- skjöld nýlátinn, og ógnir kjarn- orkusprenginga yfirvofandi. En nú hefðu sortaskýin lyfzt lítið eht, svo að vonargeislar hefðu nág að brjótast í gegn, og betur væri nú ástatt um öll þau mál, sem hann nefndi i upphafi, og mikilvægasta skref- ið væri, að í fyrsta sinn í 17 ára þrefi hefði lekizt að þoka sér nær því að draga úr kjarn- orkukapphlaupinu. En þrátt fyrir þetta hefði heimurinn ekki bjargazt úr myrkrinu, sagði forsetinn. Enn grúfðu dimmir skuggar harðra deilna yfir. Sarnt kæmu menn saman til þessa þings S. Þ. með nýja von og á venju fremur friðsælli síund. Hann kvaðst ekki kominn að þessu sinni til þess að skýra frá nýjum deh- um, sem ógnuðu friði, eða bæru í sér styrjaldarhættu. Erindi sit't væri fremur ag hylla S. Þ. og flytja þéim óskir og þakkir bandarísku þjóðarinnar. Hann minnti á, að ekki væri unnt að vinna friðinn með hrikalegum stórsigrum. Gæzla og efHng friðar væri fólgin í daglegum, vikulegum, mánaðar- legum framförum, hægfara skoðanabreytingum, hægri til- færslu gamalla virkja og ró- legri byggingu nýrra mann virkja. Um þessar mundir virtist hvildarstund í kalda stríðinu. en sú hvíld væri ekki varan- legur friður. Þetta væri aðeins nýtt tækifæri, og það tækifæri, þá stundarbið yrði að nota til þess að búast í nýja för. Tæk- ist það vel, gæti það skref orð- ið upphaf langrar og árangurs ríkrar ferðar. Þá minnti forsetinn á, að varðveizla og sköpun friðar væri í hendi leiðtoga þjóðanna, lítilla sem stórra. Stóru ríkin hefðu ekkert einkaleyfi á deil- um og metnaði. Kalda stríðið svonefnda væri ekki eina úlfúð in í heiminum og kjarnorku kapphlaupið ekki eina vopna kapphlaupið. Smástríð væru líka hættuleg. Gæzla friðar yrði að ná til allra þjóða. Kennedy minnti á, að Banda ríkjamenn vildu ekki fallast s annað en allar þjóðir í suðri og norðri, vestri og austri fengju fullt frelsi til þess að kveða á um stöðu sína og framtíð. í þessum efnum' væri djúpur ágreiningur milti þeirra og So vétríkjanna, og sá ágreiningur yrði ekki sættur. En ég vil segja teiðtogum Sovétríkjanna það, sagði Kenn edy, að eigi lönd okkar beggja að búa við örugga landvörn, þá þurfum við betri vopn báðir en vetnissprengjuna, eldflaug- ar og kjarnorkukafbáta, og þau varnarvopn eru friðsamleg sam vinna. Slík skref samvinnu hefðu verið stigin, t. d. með beinu simasambandi milli höf uðborganna, kjarnorkusamn- ingnum, auknum menningar- skiptum, samvinnu úti í geirnn um, friðsamlegri könnun heim skautasvæða og lausn Kúbu deilunnar. Hann kvaðst því trúa því, að þrátt fyrir allt gætu Bandaríkin og Sovétríkin stigið fleiri skref til samvinnu Forsetinn rakti síðan mörg mál, sem unnt ætti að vera að ná meira samkomulagi um og drap loks ýtarlega á geimflug og geimrannsóknir. Þar væri sann arlega rúm til nýrrar samvinnu. Þar gætu ríkin sameinag krafta sína, ekki sízt um það að senda leiðangur til tunglsins. Hver? vegna þyrfti flug til tunglsins að verða þjóðakapphlaup. Rann sókn geimsins og geimtækni og vísindi ætti að vera sameigin legt verkefni alls heimsins, svo að þegar að því kæmi ag senda menn til tungisins, þá yrðu það ekki fulltrúar einnar þjóðar heldur mannkynsins alls á þes' um hnetti. Síðan ræddi forsetinn um kynþáttamisrétti og kvað Bandaríkin í engu bera sök af sér í þeim efnum, en þar færi fram einlæg viðleitni og já kvæð barátta til ag binda endi í slíkt misrétti, enda væri það vilji meginþorra Bandaríkja manna. Hann minnti á það, að mannréttindaskrá S. Þ. væri nú 15 ára, en hefði ekki náð fullu gildi enn. Hann ræddi einnig rm hýjar leiðir tii þess að örva viðskipti og hugsjónamiðlun milli þjóða, hjálp til þróunar- landa og ýmislegt fleira. Loks ræddi hann um hlutverk S. Þ. og sagði, að þær vrðu að ná því marki að verða öryggiskerfi heimsins og í þeirri þróun að byggja jafnt á reynslunni af góðum árangri sem mistökum í starfinu. — En friðurinn varðveitist ekki aðeins með slofnskrám, sáttmálum og samningum, sagði Kennedy, heldur í huga og hjarta fólksins. Og ef hon- um er varpað þaðan út, þá get- ur enginn samningur, enginn sáttmáli, engin aðgerð eða bandalag verndað hann. Við skulum því ekki byggja allar vonir okkar um frið á samning- um. Við skulurn kosta kapps um að efla friðinn í hjörtum og huga þjóða okkar Eg trúi því, ag við getum það Eg trúi því, að vandamál mannlegra örlaga séu ekki of- viða mannlegum verum. Fyrir tveimur árum sagði ég þessari samkomu, að Bandarík- in væru reiðubúin til að undir- rita samkomulag um takmark- að bann við kjarnorkuspreng- ingum. Nú hefur þessi samning ur verig undirritaður. Hann mun ekki nægja ti] að fyrir- byggja styrjöjd. Ilann mun ekki ryðja brott helztu misklíð arefnum. Hann tryggir ekki frelsi. En hann getur orðið lyftistöng, vogarafl. Og þegar Archimedes var að útskýra lög mál vogaraflsins, sagði hann við vini sína: — Fáið mér stað til þess að standa á, og ég skal hreyfa heiminn. Samborgarar mínir á þessum iarðarhnetti: Við skulum taka okkur stöðu hér, hér í þessu samfélagi þjóðanna, og við skul um vita, hvort okkur tekst ekki að hreyfa heiminn og færa hann í átt til réttláts og varan- Iegs friðar. X í M I N N, sunnudaginn 22. september 1963. — l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.