Tíminn - 22.09.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.09.1963, Blaðsíða 15
Kristleif ur heiðraður Ingi Þorsteinsson afhendir Krist leifi verðlaunin. Á KVÖLDSAMKOMU, sem stjórn Frjálsíþróttasambands íslands hélt fyrir þátttakend- ur og starfsmenn í hinni vel heppnuðu Unglingakeppni FRÍ, 25. ágúst s. I., afhenti Ingi Þorsteinsson, formaður FRÍ, Kristleifi Guðbjörnssyni fagr- an silfurbikar, smíðarian af Leifi Kaldal silfursmið. Formaður FRÍ gat þess við af- hendingu bikarsins að áletrað væri á honn m. a. að Kristleifur hefði til hans unnið fyrir frábær íþróttaafrek á undanförnum árum fyrir hlaup á vegalengdum 1500 m .til 10.000 metra. Jafnframt gat formaður FRÍ þess að Kristleifur hefur hlotið þessa viðurkenningu ekki hvað sízt fyrir gott fordæmi hins sanna íþróttamanns bæði í og utan keppni, sem hann hefði sýnt með reglusemi og prúð- mennsku. Ingi Þorsteinsson skýrði frá því að gefandi þessa veglega bikars væri gamall íþróttamaður og Ieiðtogi, sem væri mikill vel- unnari frjálsíþrótta. Hefði hann óskað eftir að afhending bikarsins færi fram, þar sem þátttakendur í Unglingakeppni FRÍ væru saman- xomnir, ef slíkt gæti orðið ungling um og upprennandf íþróttafólki hvating tii dáða og jafnframt að leggja aherzlu á viðurkenningu íyrir prúðmennsku og reglusemi íþróttamanna. ÞORLÁKSHÖFN Framhald af 1. síðu. inn verið greiddur. í vor og sumar fóru fram botnrannsóknir, en sú breyting, sem gerð verður í samræmi við þær, á ekki að færa fram verk 15 sem neinu nemur. Kostnaður við þessar rannsóknir er óupp- gerður. Búið er að flytja allan steypu sand úr Hvalfirði til' Þorláks- hafnar, um 10 þúsund rúm- metra, en í fyrstu var gert ráð fyrir að nota sand úr Ferju- nesi eða frá Loftsstöðum. Sá sandur reyndist ekki jafn góð- ur og til var ætlazt, og því sam ið við eigendur dæluskipsins Sandey um að flytja sandinn ofan úr Hvalfirði fyrir sama verð og boðið var í flutninginn á landi, 180 krónur á rúmmetra. MÆÐVÍÍIKI Framhaid ai bls. 3 Leið þessi er torsótt og erfitt að flytja girðingarefni og leggja hana. Hafa flutningsmenn ýmist orðið að íiytja efnið á beltavélum, hestum eða eigin bökum. Búið er að leggja um % þessarar miklu girðingar, en eins og er er lítið unnið við hana vegna veðurs. Eft- ir er að girða til dæmis á Vestur- íjöllum, cem er mjög erfitt við- ureignar. Unnið verður að lagn- ;ngu girð'ingarinnar í haust, svo sem unnt er vegna veðurs, en an ars verður henni lokið á næsta ári. BÆJARÚTGERÐIN Framhald at 16 síðu. eða fyrst í desember. Hjá Síldarverkunarstöð Bæjar- útgerðarinnar við Grandaveg er lokið við að steypa plötu undir vfirbyggt pl'an, sem þar á að koma. Verður þar komið fyrir þremur síldarsorteringarvélum, en auk þess verður þar nægilegt rúm fyr- ir um 400 tunnur af síld. Bæjarútgerðin á nú þegar tvær vélar, en þær hafa lítið verið not- aðar fram til þessa. Ekki hefur enn verið ákveðið, hvort þriðja vélin verður keypt, og er ætlunin að sjá fyrst hvernig hinar vélarn- ar reynast. Vinnsla síldarinnar þarna er unrtin í akkorði, og munu vélarnar geta aukið afköstin mikið, þótt þær spari ekki beinlínis vinnu afl. Hjá frystihúsi Bæjarútgerðarinn ar við Grandagarð er ætlunin að koma upp öðru yfirbyggð'u plani, og þar á að vera hægt að geyma 2500 tunnur síldar. Hið víS fræga fjöl- listarpar RUTH og 0TT0 SGHMIDT Árni Elfar og bljómsveit Glaumbær Borðpantanir l síma 11777 SLYS DAG EFTIR DAG Framh3lo af 16. síðu. víkur, lenti í árekstri hjá Kleif, en bíll úr Mýrasýslu kom þar á móti. Báðir bílarnir skemmd ust mikið, en menn sluppu. í dag rakst lítill bfll á tengi vagn vörubifreiðar á þessum sama stað. Litli bíllinn, Reno, var á leið til Reykjavíkur eins og lögreglubíllinn. Er Renobíll inn talinn gerónýtur, en öku- maðurinn, Kristján Kléaa, þýzk ur, var fl'uttur á slysavarðstof- una. Hann var með rænu, þegar lögreglan kom á staðinn, og í fljótu bragði varð ekki séð, að meiðslin væru alvarleg. — Þarna við Kleif er hæð og beygja á veginum, en engin merki, sem gefa hættuna til kynna. ÞRÁNDHEIMUR Framhald af 1. síðu. Það var klukkan sex I morg un, að Pedersen, lögreglumað ur hringdi til lögreglustöðvar innar og sagði frá ódæðis- verkinu. Lögreglan þusti á vettvang, en þá var morðing- inn horfinn. Pedersen lögreglumaður hef ur verið talinn mjög um- hyggjusamur og góður heim illsfaðir og getur enginn nábúa hans gefið skýringu á þessu hörmulega verki hans. 'Hins vegar hefur þess orðið vart i seinni tfð, að taugar hans voru ekki í sem beitu lagl og t gærkveldi tóku ná- grannar hans eftir því, að hann gekk fram og aftur um götuna fyrlr utan heimili sltt. Síðan tók hann strætis- vagn niður í bæinn og fylgdu drenglrnir tveir honum á stöð Ina. Heimili hans hefur verlð af glrt, en geysivíðtæk leit fer nú fram að morðingjanum. SfÐI STU FRÉTTIR: Peterse.u, lögreglumaður, hefur að öllum líkindum drekkt sér í höfninni morgún, skýrði Brodalil, lög regluloringi. frá ttm hádeg- isbii í dag. Hefur jakki hans og húfa fundizt á bryggju- sporðinum og er þegar byrj að að slæðia höfnina. T í M I N N, sunnudaginn 22. september 1963. — Norska stjórnin mynduð í dag? NTB-Oslo, 21. sept. JOHN LYNG afhenti konungi af sagnarbeiðn' sína skömmu fyrir hádegi i dag og mun þá Einar Ger hardsen fá það hlutverk að mynda nýja stjórn, eins og áður hefur ver ið skýrt frá. Enn er ekki vitað ná- kvæmlega, hvenær jafnaðarmanna stjómin verður mynduð, en líklegt »r að Gerhardsen noti helgina til að ganga frá ráðherralista sínum og afhenda konungi hiann í síðasta lagi á þriðjudgskvöld. Eru þá all. ar horfur á, að konungur útnefni hina nýju stjóm Gerhardsen á síð- asta ríkisráðsfundi stjórniar Lyngs, sem verður hinn 25. september. Ef svo verður, sem sagt hefur verið, mun stjórn Gerhardsen taka formlega við völdum á fimmtudag, aðeins 29 dögum eftir að stjórn Lyngs tók völdin af Verkamanna- fiokknum. í viðtali við NTB í morgun sagði hinn væntanlegi forsætisráðherra, að Verkamannaflokkurinn myndi ekki stilía upp sömu stjórn og felld var fyrir tæpum fjórum vik- um. Nú höfum við alveg frjálsar hendur, sagði Gerhardsen, en ekki sagðist hann enn hafa ákveð'ið neitt í þessu sambandi. Tepptust TK-.Reykjavik, 13. sept. EINS og skýrt hafði verið frá hér í blaðinu var von á færeyskum blaða mönnum hingað í kvöld í boði Flug- félags fslands. Flugvél þeirra teppt- ist í Bergen og komast þeir ekki hingað fyrr en á morgun. Á sunnu- dag munu þeir borða hádegisverð að Hótel Borg með stjórn Blaða- mannafélags íslands. ÞÝZK BÓKASÝNING Framha.ld af 16. síðu. bókarverð, þá margfaldast hvert mark með 13, t. d. þannig, að bók, sem skráð er á verðinu DM 12, kostar 156 ísl. krónur. Aðgangur er ókeypis að sýningunni, sem stendur yfir virka daga kl. 14—22, en sunnudaga að auki kl. 10—12. Herbert Heckmann las kafla úr nýjustu skáldsögu sinni við opnun ina og les aftur upp úr verkum sín um n. k. miðvikudag í hátíðarsal háskólans. Hann er starfsmaður við Heidelbergháskóla og varði fyr ir sex árum doktorsritgerð sína um „harmleika barokktfmabilsins“. Konurnar geymdu býsn af matvöru BÓ-Reykjavík, 21. sept. RANNSÓKN stendur yfir í máli kvennanna, sem rændu í Hrann- arbúð. Rannsóknarlögreglan hef- ur ekki viljað gefa frekari upp- iýsigar, en blaðið hefur fregnað, ag' lögreglan hafj tekið kynstur af varningi, aðallega matvöru, úr vnrslu þeirra. en grunur leikur á, að þær hafi borið niður í mörgum verzlunum í gær á fjafl Stjas-Vorsabæ, 21. sept. Síðast liðinn mánudag fóru fjór ir fyrstu fjallmennirnir af st'að héðan úr Flóanum inn á afrétt. Þeir verða tólf daga í ferg' og fara inn að Arnarfellsjökl'i og smala með Gnúpverjum fyrir innan Fjórðungssand. Aðalhópurinn, Fitarmenn, fer af stað í dag, laug ardag. Þeir smala með Skeiða- mönnum Flóa- og Skeiðamannaaf- rétt. Fjallsafninu verð'ur réttað í Reykjaréttum föstudaginn 27. þ.m. Kosið í Mosfells- prestakalli ÞANN 15. þ. m. fór fram prests- kosning í Mosfellsprestakalli í Ár- nesprófastsdæmi. Atkvæði voru 'alin í gær á skrifstofu biskups. — Tveir prestar voru í kjöri, séra Óskar Finnbogason, sóknarprestur á Staðariirauni og séra Ingólfur Gaðmundsson áður settur prest- ur í Húsavfk. Á kjörskrá voru 273, pn 136 greiddu atkvæði. Séra Ing- ó’fur hlaut 92 atkvæði, en séra Óskar 38. Sex seðlar voru auðir. Kosningin var ólpgmæt. (Frá skrifstofu biskups). BjörgúHur SigrurtSsson Hanr selur bílana — BífreiDasalan Borgartúni 1. Símat '8085 og 19615 Hugheilar þakkir til allra hinna fjölmörgu, sem auðsýndu okkur vináttu og samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa. Stefáns Jónssonar frá tmustöðum. Guð blessl ykkur öll. Guðrún Jónína Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. innilegar þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og hluftekningu Vlð andlát og jarðarför Sigurgeirs Sigurffssonar, Sundstræti 17, ísafirði. Vandamenn Nói Skjaldberg, bifreiðarstjórí, Laugaveg 49, lést á Landsspítalanum 19. þ.m. Fyrir hönd aðstandenda. Björg Krlstjánsdóttir, Ásgerður Skjaldberg Bergþór Bergþórson Faðir minn Gunnlaugur Hallgrítnsson, Eskihlíð 14 sem andaðist f Borgarspítalanum hinn 19. þ.m., verður jarðsunginn í Fossvogskirkju á miðvikudag 25. sept. kl. 10,30. Kristján Gunnlaugsson 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.