Alþýðublaðið - 06.03.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.03.1942, Blaðsíða 4
AI>»ttUBLAÐH> Ftfstudagur 6. marz SS42^ Nokkrar staðreyndir rifjað- ar upp fyrir Árna frá Múla. fU|n)í>nblöMö trtgetanðl: AíþýBnflokknriim Ritetjóri: Stefán Pjetursson Ritstjóm og afgreiðsla I Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Símar ritstjómar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 Verð í lausasölu 25 aura. Alþýðuprentsmiðjan h. f. Tirðingin fyrir ein- stakiiagsfraatakinn. Hilmar stefánsson bankastjóri var í útvarps- umræðunum á þriðjudagskvöld- ið að lýsa kostum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins. „Eitt eigum við sameiginlegt," sagði hann, „það er virðingin fyrir framtaki einstaklingsins.11 Ekki var nú annað á banka- stjóranum að heyra, en að hann segði þetta í fullri alvöru, enda hafði Bjarni Benediktsson borg- arstjóri mælt nokkuð á sömu leið, áður vtm kvöldið, og er þetta einmitt sá kostur, er Sjálf- stæðismenn telja flokki sínum oftast til gildis. Sjálfstæðis- flokkurinn er flokkur einstak- lingsframtaksins, segja þeir. En hvernig er þetta svo í framkvæmd? Hvemig nýtur framtak einstaklingsins sín, þegar Sjálfstæðisflokkurinn ræður? Þessa eru ótal dæmi. Einstaklingar, sem mega eiga sitt eigið framtak, eru í augum forsprakka Sjálfstæðisflokksins aðeins sérstök tegund manna, svo sem atvinnurekendur, heild- salar, kaupmenn, hvers konar tegund stríðsgróðamanna og þess háttar fólk. Þeirra framtak fær að njóta sín til hins ítrasta. Þeir eru máttarstólpar Sjálf- stæðisflokksins. Hann á allt sitt líf undir þeim. Aðrar stéttir eru í augum forsprakka Sjálfstæðis- flokksins aðeins skapaðar vegna þeirra og í þeim tilgangi, að ein- ■staklingsframtakið fái sem bezt notið sín á þeirra kostnað. Þetta hefir greinilega komið í ljós í baráttu verkalýðsins fyrir bættum kjörum. Alþýðusamtökin eru sjálf- stæðisbarátta verkalýðsins, baráttan fyrir því, að framtak hvers einstaklings innan launastéttanna fái notið sín. Sjálfstæðisflokkurinn hefir frá öndverðu barizt gegn þeim, með hnúum og hnefum. Hann vildi ekki unna þessum einstak- lingum neins frelsis. Blöð hans sögðu að verkalýðssam- tökin væru stofnuð til þess, að drepa framtak einstaklingsins. Þau ættu þess vegna engan rétt á sér. Svona misjafnt líta forsprakkar Sjálfstæðisflokks- ins á réttindi manna til þess að njóta einstaklings framtaks ins. Þeir vilja láta einstakar stéttir hagnast á kostnað ann- arra stétta og telja það ó- svífni, ef þeir, sem minna mega sín, heimta jafnrétti á móts við aðra. Sjálfstæðisflokkurinn hefir ARNI FRÁ MÚLA er iðinn við kolann. í Vísi hefir hann dag eftir dag gert aum- legar tilraunir til þess að halda því fram, að Stefán Jóhann og Alþýðuflokkurinn hafi brugð- ist launastéttum landsins. Síðan fer Árni í útvarpið með sama pistilinn. Og Ioks endurprentar hann allt saman í Vísi. Ekki verður það sagt að Áxni sé frum- legur né hugkvæmur. Og þó er honum allra minst sýnt um að viðurkenna staðreyndir. Það er ekki úr vegi í eitt skifti, að minnast nokkuð á þessa ófrumlegu reifara Árna, og benda á nokkra áber_andi bláþræði. 1. Árni frá Múla telur það hafa sýnt litla umhyggju í garð launastéttanna, er Alþýðuflokk- urinn stóð að gengislækkuninni 1939. Alveg sleppir hann að geta þess, að íslenzka krónan var þá raunverulega falliii í verði og sjávarútvegurinn á heljarþröm. Og ekki er Árni að segja fi'á öllu stríði Alþýðuflokksins, við Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokkinn, til þess að fá lög- bundnar kauphækkanir. Flokk- ur Áma frá Múla barðizt af al- hug á móti þessum umbótum til launastéttanna, samtímis því, sem formaður flokksins barðist harðast af' öllum fyrir gengislækkuninni. 2. Þegar lögbinding íslenzkra afurða var tekin út úr gengis- lögunum um áramótin 1939— 40, fylgdi Sjálfstæðisfl. því fast eftir, og gerði enga athuga- semd um það á þingi. Alþýðufl. einn barðíst á móti og formað- ur hans gatsþess einn manna á alþingi, að afurðirnar mættu ekki hækka meira en kaupið. Ekkert sagði Árni frá Múla né flokksbræður hans. Þeir létu sér það sérstaklega vel líka. 3. Þegar hin gífurlega verð- hækkun var gerð á íslenzku af- urðunum árið 1940, var það eigi látið sér nægja að berjast gegn verkalýðsfélögunum, heldur hefir hann einnig notað atvinnuleysið, til þess að kúga einstaka verkamenn til auð- sveipni við sig. Virðing Sjálf- stæðisflokksins fyrir framtaki einstaklingsins fer eingöngu eftir því, hvort fátækir eða ríkir eiga í hlut. Hinir fátæku eiga ekkert framtak í augum forsprakka Sjálfstæðisflokks- ins. Síðasta dæmið um hina takmarkalausu fyrirlitningu Sjálfstæðisflokksins, fyrir rétt- indum alþýðu, eru bráða- birgðalögin um hinn svo- nefnda gerðardóm í kaup- gjalds og vérðlagsmálum. Með þessari svívirðilegu löggjöf eru launastéttirnar sviptar öllúm rétti, til þess að bæta kjör sín. Launamaðurinn hefir þann eina möguleika til að láta framtak sitt koma í Ijós, að fá hag sinn bættan. Þetta er nú frá honum tekið með sam- vinnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. fyrst og fremst Alþýðublaðið, er gagnrýndi og mótmælti þess- um ráðstöfunum. Flokksmönn- um Árna frá Múla þótti verð- hækkunin of lítil og heimtuðu með fundarsamþykktum og einskonar kröfugöngu til ríkis- stjórnarinnar að verðið yrði sett mun hærra. Alþýðufl. beitti sér eindregið gegn þessum ráð- stöfunum. Sjálfstæðisflokkur- rnn gerði yfirboð í verðhækkun- arkapphlaupinu. 4. Þegar dýrtíðaruppbót launastéttanna var aukin og endurbætt í ársbyrjun 1940, var það fyrir tilverknað Alþýðu- fl. eins. Hann heimtaði að fá fulla dýrtíðaruppbót. Hún.hefði fengist þá þegar ef Sjálfstæðis- fl. hefði ekki einbeitt sér á móti. 5. Það liggur fyrir yfirlýsing formanns Sjálfstæðisflokksins á alþingi, um það að hann hefði verið fylgjandi launaskattinum. 6. Það er viðurkend stað- reynd, sem ekkert þýðir fyrir Árna frá Múla að mæla á móti, að ráðherrar Sjálfstæðisfl. og miðstjórn hans, lýsti sig í upp- hafi eindregið fylgjandi frum- varpi Eysteins Jónssonar, haust- ið 1941, um lögbindingu kaups- ins og bann á greiðslu fullrar dýrtíðarupþbótar. Sjálfstæðisfl. lagði hart að Alþýðufl. að íylgja þesu máli. En þegar að Alþýðufl. sat fastur við sinn keip í andstöðunni, þorði Sjálf- stæðisfl. ekki annað en söðla um. Ekki skorti hann viljann til árása á launastéttirnar, en hug- rekkið brást þegar á átti að herða. 7. Þegar síðasta mjólkur- hækkunin -— um 15% — var framkvæmd í byrjun des. s. 1., var það Alþýðubl. sem fyrst og fremst átaldi þessar aðfarir. Sjálfstæðisfl. lét sér vel líka, enda er það vitað að margir áhrifamenn hans gera harðast- j Þessir tveir flokkar hafa ’ komið sér saman um. að taka lamb fátæka mannsins, svo þeir ríku geti haft sína hjörð t óskerta. Máttarstólpar Sjálfstæðis- il.okksins hafa ótal leiðir til þess að græða fé og láta fram- tak sitt njóta sín á þann hátt. Engri þessari leið hefir verið lokað fyrir þeim með löggjöf. Engin bráðabirgðalög hafa verið gefin út um kaupgjald stríðsgróðamanna, heildsala, atvinnurekenda, kaupmanna og þess háttar fólks. Þeir hátt- launuðu mega halda áfram að græða. Þeir tekjulægri mega ekki bæta kjör sín, það er hindrað með lögum. Þetta er réttlætið, sem Sjálfstæðis- flokkurinn ber fyrir „framtaki einstaklingsins, þegar almenn- ingur á í hlut. Launamenn, svarið þessari svívirðilegu réttarskerðingu nú við bæjarstjórnarkosning- arnar. ar kröfur um allar slíkar verð- hækkanir. 8. Ámi frá Múla leggur, eins og aðrir flokksmenn hans, sér- stakan skilning í það, hvað sé hin svonefnda „frjálsa leið“ í kaupgjaldsmálum. Sjálfstæðisfl. telur að hún eigi að vera í því fólgin að halda kaupinu niðrí. Alþfl. telur hana ekki geta ver- ið í öðru fólgna en því, að það séu frjálsir samningar á milli verkamanna og atvinnurekenda Og formaður Alþýðufl. gaf þær einar upplýsingar um afstöðu verkalýðsfélaganna til grunn- kaupshækkana, að engin al- menn hreyfing væri til staðar um áramótin í þá átt. Þetta var öldungis rétt. Langsamlega flest verkalýðsfélögin sögðu ekki upp samningum sínum. Aðeins fá félög sögðu upp samn- ingum til grunnkaupshækkun- ar — og í þeim félögum voru ekki einu sinni 5% af félags- mönnum innan Alþýðusam- bandsins. Þessi fáu félög hefðu getað fengið frjálsa samninga. Sjálfstæðisfl. stóð að því að hindra það. Hann sveik hina einu réttu frjálsu leið í kaup- AÐ voru ekkert vinsamleg ummæli, sem Vísir lét falla um Framsóknarfl. í gær í sambandi við framboð hans við í hönd farandi bæjarstjórn- arkosningar hér í Reykjavík. Vísir sagði: „Framsóknarflokkurinn er orð- inn meir en 25 ára, og alian þann tíma hafa helztu áróðursmenn flokksins lagt þennan bæ í einelti. Það er alveg sama í hvaða stétt er farið hér í bænum, allar virðast hafa sömu sögu að segja um fram- komu þeirra, sem mest hafa haft orð fyrir Tímamönnum. Útgerðar- mennirnir hafa löngum fengið þann vitnisburð, að þeir væru „brasklýður“ og óreiðurnenn. Verzlunarstéttin, upp til hópa, hefir beinlínis verið gerð að grýlu í augum annarra landsmánna. Verkamehn hafa stundum einfald- lega verið kallaðir „malarskríll". Og sjómönnum hefir verið brigzl- að um að þeir þægi „hræðslu- peninga" fyrir að sigla um höfin.“. Já, þannig hafa áróðursmenn Framsóknarflokksins talað um Reykvíkinga. Og hvemig svar- ar svo Sjálfstæðisflokkurinn, „flokkur Reykjavíkur“, eins og hann hefir kallað sig? Með því að gera sem fastast bandalag við Framsóknarflokkinn og bjóða honum þjónustu sína bæði í ríkisstjóm og bæjarstjórn! Það er bersýnilega sitt hvað, orð og athafnir, hjá Sjálfstæðis- flokknum. Það er eins og Vísir sé ekki alveg ósmeykur um, að bæjar- stjómarkosningarnar í Reykja- vík geti orðið Sjálfstæðisflokkn- gjaldsmálum og gaf í stað þess út kúgunarlög gegn laimasséít- unum. 9. Alþýðuil. hefir nú flutt á þingi frumvarp um gengjkSk hækkun, sem er hvorutveggja í senn, besta dýrtíðarráðstöfun- in og mest til hagsbóta fyrbr launastéttimar. Ekki hefir Árni frá Múla til þessa léð þessu raáli aðstoð, ekki einu sinn getið um að það væri fram komifí. Þar sést best umhyggja hans fyrir launastéttunum, og heilindi hans í málflutningi og stjóm- málum. :t: Veslings Ámi frá Múla á bágt. Þetta er allra almennilegasta skinn. Hans örlög hafa orðið að verja rangan málstað — ef til viU oft utan gama og sannfær- ingar. Það góða, sem hann kann að vilja, gerir hann ekki Það vonda, sem honum kann að vera óljúft að gera, það gerir hann. ab. Bezta svariS víff kégunarllögvBwm, er að vinna fyrir — og kjéea A-Hstoim. Vikan, sem kom út í gær ftytur m. a. grein um Arndísi Björnsdóttur leikkonu, Þörf lexía, eftir CarJ. Brandt, Glataða dóttirin, eftír Kim Schee o. m. fl. um dáh'tið hættulegur. HanJr skrifar í leiðara sínum í fyrra- dag: „Hermann Jónasson hefir boðað þingkosningar að fáum mánuðum liðnum. Ætli honum þætti það ekki heldur álitlegur undanfari þeirra kosninga, ef hægt væri að vinna bug á Sjálfstæðisflokknum i Reykjavík?" Hvað er nú þetta? Vísir er þó ekki að fafa fram á, að Her- mann Jónasson banni bæjar- stjómarkosningarnar á síðustu stundu til þess að bjarga stuðn- ingsflokki sínum frá yfirvof- andi kosningaósigri í höfuð- staðnum svo stuttu á undan al- mennum kosningum ti! al- þingis? Morgunblaðið er mjög óánægt yfir gengishækkunarfrumvarpi Alþýðuflokksins. Það skrifar í leiðara sínum í gær „Tillögur Alþýðufloksins eru . . . vitleysa og sýnilega fram born- ar aðeins til að sýnast. En þar fyrir er ekki sagt, að ekki sé hægt aö hækka gengið, og það er sjálfsagt, að þetta, sé athugað gaumgæfilega.“ Já, það er sjálfsagt að iþetta sé athugað gaumgæfilega og at- hugað sem lengst. En ef einiiver kemur að aflokinni slíkri at- hugun með tillögur um að hækka gengi krónunnar, þá eru þær vitanlega alltaf vitleysa frá sjónarmiði Morgunblaðsins. Það væri annars ekki blað Ólafs Thors og fjölskyldufyrirtækis hans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.