Alþýðublaðið - 08.03.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.03.1942, Blaðsíða 6
m- ALt>ÝÐUBLAÐH> ir?> fr* ÍDS eiD þar til launastéttimar fá tækifærið til þess að gefa svar sitt við kjörborðið. / ti Það er enginn vandi að setja krossinn á kjörseðilinn. — En vandinn er að undir- búa svarið, svo það verði eftirminnilegt og varanlegt. Viknna sem í hönd fer, nota launastéttirnar til þess að kanna liðið og undirbúa svarið — en það verður gefið við kjörborðið 15. marz. 4 'iá m ötói Þá verður A-listinn kosinn . ■ i- . - t , . * pvi taann er listi lannastéttanna Síinar 5020 og eftir kl. 5 2931. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? (Frh. af 4. síðu.) inun hefir hag af! Það er eilt- hvað annað, að gréiða fé úr rík- issjóði til þess að stórbændur Framsóknarfl. geti haldið áfram að græða, eða að gefa Kveldúlfi upp milljónaskatta, eins óg venjan hefir vérið hingað til! Hvílík svik yfirleitt af hálfu Alþýðuflokksins við launastétt- irnar: að vera á móti lögbind- ingu kaupsins og koma í stað iþess með frumvarp um gengis- hækkun! HANNES Á HORNINU (Frh. af 5. síðu.) þetta, hringdí til lögreglunnar og bað um aðstoð til að koma kon- unni á spítala til að láta gera að sárinu, en lögregian hafði engan bíl og kom hún ekki fyrr en eftir langan tíma. Þetta er ákaflega bagalegt, og í þessu ,,bílaástandi“ virðist nauðsynlegt að heilbrigðis- yfirvöldin ráði qipp eða tvo bíla til að vera við höndina, þegar slys ber að höndum.“ , DOKTORSPRÓF (Frh. af 2. síðu.) skjalavörður, og urðu nokkur orðaskipti milli hans og dokt- orsefnis. Loks talaði 2. andmælandi Háskólans, próf. Árni Pálssori; en doktorsefni svaraði enn. Athöfninni var lokið um kl. 6 síðd. og fór hið bezta fram. Var lokið lofsorði á frammi- stöðu doktorsefnis. Dr. Jón Jóhannesson er ung- ur maður, Vestur-Húnvetning- ur að ætt. Hann er stúdent frá Akureyrarskóla, en lauk kandi- datsprófi í íslenzkum fræðum við háskólann hér fyrir fáum árum. Hann þykir mjög efni- legur vísindamaður. AFTÖKUR í NOREGI (Frh. af 3. síðu.) laga hefir haldið sameiginlegan fund, þar sem samúðarályktun var samþykkt. í henni segir m. a.: „Sænskir verkamenn dást að hugrekki hinna norsku bræðra sinna, sem berjast fyrir málstað lýðræðisins. Þeir lýsa hinni mestu aðdáun á baráttu þeirra og munu hjá þeim finna glæsi- legt fordæmi, ef Svíþjóð á eftir að verða fyrir því sama og Noregur hefir orðið fyrir. Lengi lifi Noregur.“ Aftökam í frakklanði heldnr áfram. í gær var sagt frá því hér í blaðinu, að sjö gislar hafa verið skotnir í París. Er þá tala gisla, sem skotnir hafa verið í Frakk- landi síðastliðna viku, orðin 20. Baráttuhugur Frakka er þó j óbilaður eins og sjá má af mörgu. Fyrir nokkru síðan var rit- stjóri blaðsins ,,L’Humanité“ tekinn af lífi sem gisl. Síðustu j orð hans voru á þessa leið: „Ég hefi verið tryggur Frakk- landi og hugsjónum lýðræðis- ins. Nú bíð ég dauðans. Ég hefi lifað ævi mína upp, í huganum og grandhugsað lifsskoðun og stefnu mína. Ég held ég mundi ganga sömu braut, ef ég ætti að lifa aftur.“ KJÓSENDUR, ef þið gefið höfundum kúgunarlaganna at- kvæði ykkar við bæjarstjórnar- kosningarnar 15. marz, leggið þið ykkar skerf til þess, að koma á fullkomnu einræði. MIÐJARÐARHAFIÐ (Frh. af 3. síðu.) foringinn og Raeder, sá þýzki. Þá hefir Mussolini gert Am- brosíg. að yfirmanni herfor- ingjaráðsins ítalska, en hann var; áður herforingi í Libyu. Þetta kann hvorttveggjg að vera forboði sóknar í Norður- Afríku. * ÖXÍJLRÍKIN hafa mikinn liðssafnað á Suður-Ítalíu og á Balkanskaga. MiMð lið og fjöldi flugvéla hafa aðsetur í Catania á Sikiley, Castelvetrana og Reggio. Þessar liðssveitir eru fluttar yfir til Rommels jafn- fljótt og hægt er. Þá hafa Þjóðverjar komið sér upp stöðvum meðfram strönd- um Tyrklands, og mun þeim veitast auðvelt að ráðast inn í það land þaðan. Kafbátastöð hafg þeir á Salamis. * BRETAR hafa tvo heri í Mið- jarðarhafslöndunum, þann 8. í Libyu, þann 9. í Sýrlandi. Birgðamiðstöð beggja er í Egyptalandi og eru flutningar til þeirra auðveldir. En flutn- ingar til birgðastöðvarinnar frá Englandi og Ameríku eru langir og erfiðir. Bandarikio oefa Kin- verjum fallbyssnbát. FLOTASTJÓRNIN í Wash- ington hefir gefið Kín- verjum fallbyssubát, sem er í Chungking. Hafa Kínverjar þakkað fyrir bátinn og munu brátt senda menn til að taka við honum. Bretar hafa áður gefið Kínverjum þrjá slíka báta. (Frh. af 4. síðu.) Þeir hafá selt bönkunurn er- lendan gjaldeyri of háu verði og grætt á því á óeðlilegan hátt. Þeir hafa fyrir þetta fé fengið mnstæður hér á landi og eignir, sem myndu hækka í verði, yrði gengi krónunnar hækkað. Gróði þeirra er þannig tvöfaldur. Við Alþýðuflokkssmenn leggjum til að aðeins 15% af þessum gróða, af eignaaukningu umfram 75 þús. kr., sem orðið hefir á árun- um 1940 og 1941, sé tekið til þess að bera kostnaðinn við hina réttlátu og nauðsynlegu gengis- breytingu. Morgunblaðið og for- sprakkar S j álf stæðisf’^kksins munu berjast á móti þessu rétt- lætismáli eins og þeir geta og meðan þeir þora. Þeir vilja ekki einu sinni láta stríðsgróðamenn- iha skila þessum hluta af gróða þeim, er þeim hefir verið gef- inn. Þeir verða kjósendanna vegna að halda áfram að tala um hlutina, en hins vegar gera þeir aldrei neitt ótilneyddir, sem kemur í bága við hagsmuni aðalmáttarstoða Sjálfstæðis- flokksins, stríðsgróðamannanna. Einhvern tíma opnast augu kjósendanna fyrir þessum skrípaleik, og þá hrynur Sjálf- stæðisflokkurinn í rústir. Launastéttirnar færðu at- vinnriyegunum fórnir af fátækt sinni árið 1939, Nú er þess kraf- izt, að í staðinn komi, að öflugar ráðstafanir sýu gerðar til þess að halda dýrtíðinni í, skef jum. Alþýðuflokkurinn berst fyrir • þessu. Það er ekki ætlazt til þess, að þrengt verði að atvinnu- vegunum á nokkurn hátt. Fullar bætur eiga að koma fyrir tjón það, er af gengisbreytingunni kanh að léíðá, til þeirra, er selja vörur' sínar með föstu gengi samkvæmt brezka samn- ingnum. Harin er útrunninn hinn 1. júlí n. k., svo ekki er hér nema um stutt tímabil að ræða, og þar eð ákvæðin um. fast gengi 'íslenzkrar krónu gagnvart'sterlingspundi eru fall- in úr gildi, viröist heppilegast að breyta genginu einmitt áður en nýir samningar verða teknir upp. Þetta er augljóst mál, þó að ekki sé nein von til þess að rit- stjórar Mörgunblaðsins skilji það. Sfjórnarflokkarnir hafa eri|j- ar ráðstafanir gert til þess að halda dýrtíðinni í skefjum. Sjálfstæðisflokkurinn af ótta við stríðsgróðaménn, heildsala og þess háttar fólk, en Framsókn- arflokkurinn af ótta við bænd- urna. Eina leiðin, sem þessir flokkar hafa séð, er sú, að níð- ast á raunastéttunum. Á meðan í'læðir stríðsgróðinn í vasa ein- stakra máttarstólpa Sjálfstæð- isflokksins, en alþýða manna til sjávar og sveita líður stórtjón af aðgerðaleysinu. Ríkisstjórnin hefir ekki getað orðið ásátt um að nota heimild- ir, sem alþingi hefir gefið henni til þess að verjast skaðsemi dýr- tíðarinnar, þrátt fyrir áskoranir og aðvaranir Alþýðuflokksins. Nú hefir Alþýðuflokkurinn enn bent á leiðir í þessu efni, með frumvatpi sínu um breyt- ingar á dýrtíðarlögunum og Sunnudagur 8. marz 1942. frumvarpi sínu um haskkun krónunnar. Bæði þessi laga- frumvörp eru réttlát og einföld í framkvæmd, og kæmu að mikl- um notum, ef samþykkt ýrðu, sérstaklega frumvarpið um gengishækkunina. Framtíð þjóð- arinnar getur beinlínis oltið á því, að hið síðamefhda frum- varp nái fram að ganga. Það er gert ráð fyrir að stríðSgróða- menn beri að miklu leyti kostn- aðinn við framkvæmd gengis- hækkunarinnar. Enginn hefir hag af því, að þetta mál sé stöðvað eða svæft nema þeir. Þeir eiga að borga. Líklegt má telja, að Morgúnblaðinu hafi verið Ijóst frá öndverðu, að geingið yrði ekki hækkað án þess að það kostaði peninga. Morgunblaðið hefir tjáð sig samþykkt gengishækkun. Það myndi vera með henni í dag, ef uppásturiga kæmí fram um að launastéttirnar greiddu kostn- aðinn, en nú hefir það snúizt á móti málinu, af því að ætlazt er tií að stríðsgróðamennirnir borgi. Þeir eru „þjóðin" í augum Morgunblaðsins, óg þess vegna ætlast það til, að Sjálfstæðia- flokkurinn hugsi eingöngu um hagsmuni þeirra, én láti sig hag allra annarra engu skipta. Frá almennu sjónarmiði er hörmulegt, að svona skuli fárið um stjórn stærsta stjórnmála- flokksins í landinu, en bót -:er þó í máli, að kjósendur geta sjálfir úr þessu bætt með því að haétta. stuðningi við Sjálf- stæðisflokkinn. . Finnur Jónssou. Snmardvalamefnd 0g undirbúningur að Því að flyíja börn í sveit er bafinn. C UMARDVALAR- 0 NEFNDIN er fullskip- uð. Ríkisstjórnin hefir skip- að þá Kristjón Kristjánssón og Sigurð Sigurðsson berkla yfirlækni af sinni hálfu, en Rauði Krossinn hefir til- nefnt Þorstein Sch. Thor- steinsson, lyfsala, en hann hefir mjög starfað að þess- um málum undanfarin ár. Auk þessara mann eru syo í nefndinni fulltrúar bæjarstjórn- ar Arngrímur Kristjánsson skólastjóri og Haraldur Árna- son stórkaupmaður. Nefndin er strax farin að starfa og hefir haldið fundi, sent frá sér álit og haft viðræð- ur við yfirvöldin. Er meiningin að hraða þessu starfi sem allra mest og búa sem bezt í haginn fyrir þessa starfsemi, jafnvel svo vel að börn héðan úr bænum geti komizt í sveit með stuttun^ fyrirvara og á mjög skömmum tíma. Það er líka nú, alveg eins og í fyrra mjög vanhugsað að und- irbúa ekki slík mál snemma og af kostgæfni. Margt getur borið við, og það skaðar ekki að gera ráð fyrir því versta, þótt menn voni alltaf hið bezta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.