Alþýðublaðið - 12.03.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.03.1942, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 12. e V> iV;%; j'i ííi marz 1942. ALÞYÚÚBLAÐIÐ V#í ' Carole Lombard fórst í flugslysi Fyrir nokkru skýrði Alþýðublaðið frá því, að leikkonan heimsfræga, Carole hefði farizt í flugslysi ásamt móður sinni og 19 öðrum farþegum. Carole Gable og er myndin af þeim og móður Carole. var Lombard, gift Clark GUÐJÓN B. BALDVINSSON; Viðhorf launþegans AÐ eru fá ár síðan núver- andi sendiherra íslands í Washington, Thor Thors, lét orð falla á alþingi í þingræðu um að hann myndi tilleiðanlegur að athuga um afnám laga þeirra, er banna opinberum ' starfs- mönnum að leggja niður vinnu = gera verkfall. Ef ég man rétt var tilefnið ræða Héðins Valdi- marssonar í umræðum um frv. til laga um stéttarfélög og vinnudeilur, er samþykkt var, og tryggði stéttarfélögum samn- ingsfrelsi og viðurkenningu í þjóðfélaginu. Þetta var á þeim árum, þeg- ar Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórnarandstöðu og Thor Thors var málsvari yngri manna flokksins á þingi. Á þeim árum var einnig öðru hverju minnzt á eitt stefnu- skráratriði Heimdallar, en það er víst eina stefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins, sem ' sé að tryggja verkamönnum hlut- deild í arði fyrirtækja þeirra, er þeir starfa við. Þá gekk aðalat- vinnuvegurinn — sjávarútgerð- in — heldur illa og samkvæmt opinberum skýrslum var éngin arðsvon. Þetta hefir breytzt eins og les- endum er ljóst. Atvinnuvegirn- ir blómgast og hvarvetna þykir' nú arðsvon, nú er kominn tími til þess að launþegarnir fái hlutdeild í arði fyrirtækjanna, og nú er Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu, en hvað skeður þá? Árið 1939 og eru byrðar lagðar á launastéttirnar, gengis- lækkun er framkvæmd, kaupið bundið og ákveðið að dýrtíðin skuli aðeins bætt að nokkru leyti, m. 0. o. launastéttirnar bera fjárhagslega byrði til að létta undir með atvinnuvegun- um, þær fá hlutdeild í tap- rekstrinum. Þegnskapur sá, er launþegar sýndu méð því að taka upp byrði þessa og bera hana til enda, rennir stoðum undir kröfuna um hlutdeild x arði göðæranna. Tilvalið tæki- færi fyrir Sjálfstæðisflokkinn, að lyfta nú hátt merkinu og koma fram þessu máli sínu, eða finnst þér það ekki, lesandi góð- ur? Ég þykist viss um, að hver launþegi og hver sanngjarn og réttsýnn kjósandi játar því og leiðir hugann að staðreyndun- um. Og eigum við þá ekki að at- huga hvað þær leiða í ljós? Á síðastliðnu hausti kemst Framsóknarfl. að þeirri nið- urstöðu, að nú sé kominn tími til að launa verkamönnum við sjávarsíðuna — og öðrum laun- þegum — að nokkru þann stuðning, er þessir þegnar veittú bændastétt landsins, þeg- ar skipulögð var kjöt- og mjólk- ursala, og þá alveg sérstaklega þann þátt, er þeir áttu í því að eyðileggja hið landsfræga ,,mjólkurverkfall“ íhalds og I kommúnista í Reykjavík. Þið vitið með. hverju átti að launa, með því að lögbinda allt kaup í landinu. Þess má geta, að áður hafði Framsókn sýnt nokkurn lit á að þókna launastéttunum fýrir skilning þeirra á nauðsyn bænd- anna með því að hækka land- búnaðarafurðirnar örar en laun samkvæmt verðlagsvísitölu, en það er gert til þess að halda niðri dýrtíðinni, því að laun bænda hafa ekki áhrif á dýrtíð- ina eins og þið vitið. En sú þóknun var aðeins veitt fyrir þann greiða, að launastéttirnar keyptu kjöt og mjólk hærra verði en fékkst á erlendum markaði, þegar landbúnaðurinn átti erfiðast. En þetta er útúrdúr, við vor um að ræða um kaupbinding- una. Ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins voru fúsir til að leggja þessu lið og fengu sam þykki miðstjómar flokks síns til að fylgja frv. því, er við- skiptamálaráðherra lagði frarn fyrir hönd Framsóknar. Sennilega hafa Sjálfstæðis- ráðherrarnir aldrei verið nema styrktarmeðlimir í Heimdalli og því _ekki munað eftir stefnu- skráratriðinu um arðshlutdeild En það mundu víst aðrir eftir þessu, eða a. m. k. rifjaðist þetta upp, þegar ráðherra Al- þýðuflokksins kvaðst fara úr ríkisstjórninni, ef ftv. þetta yrði samþykkt. Þið munið náttúrlega hver gekk fram fyrir skjöldu með að skýra ástæðuna fyrir því, að Sjálfstæðisflokkurinn vildi fylgja „frjálsu leiðinni“. Það var ekkert smámenni, hvorki meira né minna en foringi Sjálfstæðisflokksins í bæjar- stjórninni, borgarstjórinn sjálf. ur, Bjarni Benediktsson, og hann skýrði frá því, að verka- mennirnir í flokknum vildu hafa þetta svona, og þeir ættu rétt á því að fá betur borgað, þegar betur áraði hjá atvinnu- vegunum. En svo komu bölvaðar stað- reyndirnar. Nokkur félög iðn- stétta fóru fram á launahækk- un, þ. e. vildu fá arðshlutdeild í góðærinú eða ofurlitla þókiiun fyrir hjálpina, sem þeir veittu, þegar hart var í ári hjá atvinnu- rekendum. Þá sló hjarta Sjálfstæðis- flokksins öfugt. Sannleikurinn kom í ljós, stefnuskráratriðiö I var aldrei meint alvárlega, það | var aðeins skrautfjöður stungið inn í áróðursskikkju flokksins í xví skyni að láta sem svo, að Sj álfs tæ ðisflokkurinn vildi svö- : ítinn jöfnuð í þj óðfélaginu. Þessi örlitli vottur af hreinu blóði 1 áróðursæðakerfi flokks- ins hvarf. í einu vetfangi, ein- tómt blátt blóð eftir. Hvers vegna? Vegna þess, að hags- munir stóratvinnurekenda ráða xegar til kastanna kemur. Nú segja Sjálfstæðismenn við okkur eitthvað á þessa leið: Þetta er blekking, við sem er- um að berjast á rnóti dýrtíð- inni, grunnkaupshækkun er undirrót dýrtíðarinnar. Hvað segjuni við þá, lesandi góður? Við gætum spurt t. o„ á þessa leið: Ef grunnkaupshækkun er undirrót dýrtíðarinnar og má því ekki eiga sér stað, hvenær má <þá veita launþegum hlut- deild í arði fyrirtækjanna? Ef krónan í vasa launþegans er ákaflega hættuleg öllu hag- kerfi ríkisins, er hún þá hættu- laus í pyngju stríðsgróðamanns- ins? Ef launþeginn á að beca byrðarnar sem skattþegn og vera „hírudreginn" í harðærinu, en má svo ekki fá uppbætur í góðærinu, hvenær á hann þá að fá uppbætur? Sennilega aldrei sky. málflutningi ríkisstjórnar- innar, eða lítur hún ekki svo á að nú hafi launatekjur náð því hámarki, sem æskilegt er? Sjálfstæðisflokkurinn hefir oft haldið því fram, að hér á landi væri lítill stéttamunur, enda væri hann flokkur allra stétta. Aldrei hefir meiri auð- söfnun átt sér stað hér á landi á fárra manna hendur, nema þá máske eftir svarta dayða, þegar einstaklingar eignuðust jarðir í stórum stíl vegna erfða, og þá er Sjálfstæðisflokknum vitan- lega kappsmál að viðhalda þess- um mismun,' því að máttarstoð- ir flokksins eru auðjöfrar lands- ins og samvinnustefna Fram- sóknarflokksins virðist sem stendur aðalega fólgin í því að styrkja stéttarbræður „Stefáns Th. og Sæmundar í Slykkis- hólmi“ við að halda í fengið fó. Þeir munu kannske segja: Við viljum jafna með sköttum. Ef svo væri, þætti mér líklegt að nú þegar væri komið fram á alþingi frv. tii skattalaga, en í samræmi við reynslura mun það verða nýr baggi á launþega, nýr gróði fyrir strxðsgróða- menn, en meira um það síðar. Ef þú, lesandi goður. vilt jöfnun lífskjara, ef þú viLt rett- læti til handa launþegum. ef þú annt lýðræði og frelsi, þá greið- ir þú A-listanum atkvæði 10 marz n.k. Franileiðslutæki *• ■;|^j ' * *—i". •" Beykjáyíkur. Driðja loftðrðsin ð B REZKAR flugherinn gerði í fyrrinótt árásir á Rúhr- héraðið þriðju nóttina í röð Flugskilyrði voru slæm, svo að illa sást, hver árangur varð af árásunum. Fjórar flugyélar komu ekki aftur til stöðva sinna. Flugmálaráðherra Breta, sir Archibald Sinclair, sagði Frh. af 4. síðu. höfnina, að fiskiskipin geta þar enga afgreiðsíu férigið og hafa hennar nær engin not. Aðrir bæir, bg þá fyrst og fi’emst Hafnarfjorður og ísa- fjörðrir, hafa teþ:ið öðruvísi á þessum málum. Báðir hafa þeir lagt fram stórfé til að auka út- gerð og efla atvinnulíf bæjar- búa., Bs^jarútgerðin á nú skuld- lausar eignir 3 milljónir króna, og hvern einasta undanfarinn mánuð hafa 100 000 til 200 000 kr. runnið frá hénni í sameigin- legan sjóð Hafnfirðinga. Á ísa- firði stendur útgerðin nú með miklum blóma og tryggir bæj- arbúum næga atvinnu, þótt eng- in sé þar Bretavinna. Þar er bézta höfn á landinu, en þó riafa ísfirðingar varið hundruð- um þúsunda til byggingar Sér- stakrar bátahafnar, auk annars stuðnings, beins og óbeins, sem peir hafa veitt útgerðinni. Enda fer fiskiskipaflotinn þar vax- andi ár frá ári. í þessum bæjum eru Alþýðu- flokksmenn í meirihluta, en hér íhaldsmenn. Hér dregst útgerð- in stórkostlega saman á sama tíma sem hún eykst í Hafnar- firði og ísafirði. En það er anhar aívinnuveg- ur, sem hefir fært út kvíarnar hér í Reykjavík, einmitt þessi sömu ár sem útgerðinni hefir hnignað. Þar hefir einkafram- takið séð fyrir örum vexti. Tala verzlana hér í Reykjavík hefir þessi ár verið sem hér seg- ir: 1920: Heild- og umboðsverzl- anir 34, smásöluverzlanir 235» samtals 269. 1930: Heildv. og umbv. 64, smásöluv. 407, samt. 471. 1938: Heildv. og umbv. 75, smásöluv. 508, samt. 583. 1939: Heildv. og umbv. 70, smásöluv. 543, samt. 613. í viðbót við þetta hafa síðan verið veitt verzlunarleyfi sem hér segir: 1940: Heildv. og umbv. 16, smá- söluv. 37, samt. 53. 1941: Heild- og umboðsv. 83, smásöluv. 50, samt. 133. 1942 (þar til í febr.) 28 verzlunarleyfi eða alls þessa 26 mánuði 214 ný verzlanir í viðbót við þær 613, sem fyrir voru. Samanburður á þróun þess- ara tveggja atvinnugreina er meira en athyglisverður. Sama árið sem fiskiskipunum fækkar um 21,3% meira en fimmtung eru veitt 133 ný verzlunarleyfi. Þetta gerist undir verndar- væng Eysteins Jónssonar við- skiptamálaráðherra, sem ber skylda til að hafa eftirlit með verðlagi og álagningu. Á hverju eiga allar þessar verzlanir að lifa, þegar aftur- kastið kemur og verðbólgan dvín? Og á hverju eiga Reykvík- ingar að lifa, þegar Bretavinn- an hættir? London í gær, að Bretar hefðu þegar yfirráð í lofti í Evrópu of Afríku, og þeir munu ná þeim í Kyrrahafslondunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.