Alþýðublaðið - 20.03.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.03.1942, Blaðsíða 2
 \ Jón Helgason biskup látinn T ÓN HELGASON biskup J andaðist að hcimili sínu hér í bænum á elleíta tíman- um í gærkveldi. Hafði hann legið rúmfastur um mánað- artíma. Banamein hans vaí krabbamein. Jón heitinn var sonur Helga Hálfdánarsonar lektors, fæddur 21, júní 1866 og var því rúm- Iega hálfáttræður, þegar hann andaðist. Hann varð stúdent í Reykja- vík 1886, las guðfræði við Hafn- arháskóla og lauk háskólaþrófi í guðfræði þar 1892, varð docent við prestaskólann í Reykjavík 1894 og lektor eða forstöðumað- ur þess skóla 1908. Þegar háskólinn var stofnað- ur 1911, varð Jón Helgason prófessor í guðfræði við hann og gegndi því starfi til 1917, er hann var skipaður biskup, að Þórhalli biskupi Bjarnasyni látnum. En biskupsstörfum gegndi hann til 1939, að hann lét af þeim fyrir aldurs sakir. Jón biskup Helgason var einn af aðalforgöngumönnum nýguð- fræðinnar hér á landi og átti mikinn þátt í því að móta prestastétt landsins í þeim anda meðan hann var kennari við prestaskólann og háskólann. Gaf hann um mörg ár út vekj- andi tímarit um kirkjumál, „Verði ljós“, og var eftir það, ásamt Þórhalli biskupi Bjarna- syni og fleirum, útgefandi „Nýs kirkjublaðs". Jón biskup Helgason var einn af mikilvirkustu rithöfundum þjóðarinnar. Liggja eftir hann frá fyrri árum ritverk aðallega kirkjulegs efnis svo sem „Sögú- legur uppruni Nýja testament- isins“ (1904), „Almenn kristni- saga“ (1912—1930) og „Kristni- saga íslands“ (1925—1927). En á síðari árum hneigðist hugur hans meir og meir að íslenzkri sagnfræði yfirleitt, éinkum ævi- sögum skóla- og kennimáhna. Gaf þó þegar 1907 út „Bréf Tómasar Sæmundssonar“, afa síns, en hin miklu ævisögurit hans hafa öll komið út síðustu árin. Eru það: „Meistari Hálf- dán“ (1935), „Hannes Finnsson biskup í Skálholti“ (1936), „Jón Halldórsson prófastur í Hítar- dal“ (1938) og „Tómas Sæ- mundsson" (1941). Fyrir utan þessar bækur hef- ir hann hin seinni ár gefið út hvert ritið eftir annað um sögu Reykjavíkur. -Var fyrst þeirra „Þættir úr sögu Reykjavíkur'1. (1916). Þá „Reykjavík, þættir og myndir úr sögu bæjarins" (1937), „Árbækur Reykjavíku>'“ (1941) og „Þeir, sem settu svip á bæinn“ (einnig 1941). Sægur smærri rita liggur eftir Jón Helgason biskup, sem alltof langt yrði upp að telja, en hann var alla tíð hinn mesti eljumað- ur og sískrifandi fram í andlát- ið. Mun þess starfs, sem hann hefir af hendi leyst í þágu ís- lenzkrar sagnfræði, auk emb- | ættisverka hans, verða lengi minnzt með þjóðinni. Bjarni Benedlktsson end- nrkosin borgarstjóri. En þrir flokkar eiga nú fulltrúa í bæj arráði: Sjálfstæðisflokkurinn 3, Aiþýðu flokkurinn 1 og kommúnistar 1. ♦ ..... Fyrsti fnndar ný|a bæjarst|órnarinnar. FYRSTI fundur hinnar nýju bæjarstjómar Reykjavíkur hófst í gær í kaupþingssalnum í Eimskipa félagshúsinu kl. 5. í fundarbyrjun kvaddi Bjarni Benediktsson sér hljóðs og las upp bréf frá yfirkjörstjóminni við bæjarstj órnarkosningarnar, þar sem hún tilkynnti hverjir kosnir hefðu verið, og las B. B. upp nöfn allra hinna nýkjörnu bæjafulltrúa. Að þessu loknu bað hann bæjarjulltrúa að kjósa forseta bæjarstjórnar. Kosinn var Guð- mundur Ásbjömsson með 8 at- Jcvæðum, Sigfús Sigurhjartar- son fékk 4 atkvæði, en 3 voru auðir. Guðmundur Ásbjörnsson þakkaði fyrir traust það, sem honum hefði verið sýnt, og lof- aði að sýna engum ranglæti meðan hann væri forseti, hvaða flokki eða hvaða stöðu sem hún eða hann væri í. Þá fór fram kosning á borgar- stjóra. Var Bjarn Benediktsson kosinn með 8 atkvæðum, 7 seðl- ar voru auðir. Fór nú fram kosning á 5 bæj- arfulltrúum í bæjarráð. Þrír listar með jafnmörgum og hver flokkur gat fengið kosna, komu fram. Skipa því bæjarráð næsta kjörtímabil: Jón Axel Péursson, Sigfús Sigurhjartarson, Guðm. Ásbjörnsson, Jakob Möller og Helgi Herm. Eiríksson. Við kosningu varamanna komu og fram þrír listar með eftirtöldum mönnum: Háraldur Guðmundsson, Björn Bjarna- son, Valtýr Stefánsson, Gunnar Thoroddsen og Árni Jónsson. Þá var kosin framfærslu- nefnd. Þrír listar komu fram með jafnmörgum mönnum og hver flokkur gat fengið kosna. Skipa því framfærslunefnd: Arngrímur Kristjánsson, Katrín Pálsdóttir, Guðmundur Ás- björnsson, Guðrún Jónasson og Gísli Guðnason. , Til vara voru kosin á sama (Frh. á 7. síðu.) • 1 . V Umræðnm frestað f neðrl delld i gær eftlr belðnl Hermanns Jónassonar forsætisráðherra. UUMRÆÐUM um kjördæmaskipunarfrumvarp Alþýðu-*T flokksins var frestað í neðri deild alþingis í gær eftir að Ásgeir Ásgeirsson hafði flutt framsöguræðu fyrir frumvarp- inu og Hermann Jónasson svarað. Það var forsætisráðherrann, sem fór fram á það, að umræð- unum yrði frestað. En margir voru þegar komnir á mælendaskrá. Upprunalega hafði verið ætlunin að frumvarpið kæmi til fyrstu umræðu í neðri deild í fyrradag. En þegar til kom lýsti forseti deildarinnar því yfir, að málið væri tekið út af dagskrá vegna veikinda tveggjá ráðherra, Eysteins Jónssonar og Ólafs Thors. Ólafur Thors var heldur ekki viðstaddur umræðumar, ; sem fram fóru í gær. Og enginn af þingmönnum Sjálfstæðisflokks ins tók til máls. Frámsoporæda Ás- geirs Ásgeirssonar. Kj öndæmaskipunarfrumvarp- ið, sem vitanlega er frumvarp til laga um breytingar á stjórn- arskrá landsins, er. flutt af öll- um þingmönnum Alþýðuflokks ins í neðri deild, þeim Ásgeiri Ásgeirssyni, Emil Jónssyni, Finni Jónssyni og Haraldi Guð- mundssyni og hafði Ásgeir Ás- geirsson orð fyrir þeim við fram sögu málsins í gær. Minnti hann á, að með síðustu breytingunum, sem gerðar hefðu verið ó kjördæmaskipun inni, hefði sú meginregla verið viðurkennd, að þingflokkarnir ættu að hafa þingsæti í sem fyllstu samræmi við kjósenda- fylgi. Tilgangurinn hefði þó - ekki náðst til fulls með þeim breytingum, sem þá hefðu ver- ið gerðar. Það hefði strax komið fram við kosningamar 1934, og enn greinilegar við kosningarn- ar 1937, þegar á bak við hvem þingmann sumra flokkanna hefði verið þrefalt til fjórfalt kjósendafylgi á við það, sem hefði verið á bak við þingmenn þess flokksins, sem flesta þing- menn fékk í hlutfalli við kjós- endatölu. Til þess að leiðrétta þetta mis rétti eru ekki nema tvær leiðir sagði Ásgeir: önnur að fjölga uppbótarsæiáim, hin að taka upp hlutfallskosningar. 1934 hefði þurft 26—27 upp- bótarsæti til að ná fullu réttlæti milli , flokkánna. 1937 hefði meira að segja þurft til þess 38 uppbótarþingsæti. Slík fjölgun þingmanna kem- ur vitanlega ekki til mála. Þess vegna verður að fara inn á hina leiðina, og það hefir verið gert í því frumvarpi, sem hér liggur fyrir. Þar er gert ráð fyrir hlut fallskosningum í tvímennings- kjördæmunum. En þar sem sú breyting ein getur ekki talizt nægileg til þess að tryggja jafn- xétti, er jafnframt stungið upp á, að fjölga þingmönnum Reykja víkur um tvo og gera Akranes, Siglufjörð og Norðfjörð að sér- stökum kjördæmum, hverjum með einum þingmanni. Með þessu væri tryggt, sagði Ásgeir, að meirihlutinn réði, og jafnframt, að réttur minnihlut- ans væri ekki fyrir borð borinn. En það er þetta tvennt, sem þarf að tryggja í lýðræðislöndum. Með fnunvarpinu er hin gamla kjördæmaskipun varð- veitt og þar með réttur hinna gömlu kjördæma. Engir þing- menn hafa verið teknir af þeim. Og með þeirri fjölgun, sem gert er ráð fyrir í Reykjavík og kaup stöðunum utan Reykjavíkur, verður ekki sagt að of langt sé gengið. Kaupstaðirnir hafa eft- , ir sem áður færri fulltrúa kosna í kjördæmunum, en sveitirnar, en úr því eiga uppbótarsætin að bæta. Þá benti Ásgeir á, að þetta frumvarp væri í samræmi við þær breytingar, sem á undan- förnum áratugum hefðu verið gerðar á kjördæmaskipuninni og kosningafyrirkomulaginu, við breytinguna 1915, þegar landkjör var tekið upp í stað- inn fyrir konungkjör, 1920, þeg ar fjölgað var þingmönnum í Reykjavík og hlutfallskosning ar teknar upp, og 1933, þegar stærra sporið var stigið í sömu átt með uppbótarsætunum, 11 að tölu. „Það er jafnrétti þegnanna, sem á að tryggja með þessum breytingum, sagði, Ásgeir að lok um. Og þó að déilur kunni að (Frh. á 7. síðu.) Skerjgfjörðnr er hættasvæð! íyrlr íslendinga. Skothríð á tvo smá» báta á flrðinniii. STÖRHÆTTA er samfara því að fara á bátum út á Skerjafjörð. Tvo undan- farna daga hafa setuliðs- menn, sem munu hafa stöðv- ar þarna í grennd, skotið á báta, sem verið hafa á firðint um og má teljast mildi, að ekki hafa hlotizt slys af. Á þriðjudag var Sigurður Jónsson útvegsbóndi í Görðum að leggja hrognkelsaneí út & Skerjafirði, er skothríð dundi ait í einu í kringum bátinn. Sig- ur hraðaði sér í land og hitti þar fyrir þrjá ameríkska her- menn, er sögðu honum að hann mætti ekki fara út á fjörðinn„ nema með sérstöku leyfi. En þegar Sigurður spurði hvar slíkt leyfi væri að fá vissu þeir það ekki. Sigurður hefir snúið sér til fslenzkfia yfirvalda um þetta mál og beðið þau að ganga í það. Á miðvikudagskvöld var svo- Jón Eyjólfsson, Fálkagötu 36, sem hefir unnið ýmislegt í Shell stöðinni og við flotbaujur og þess háttar á Skerjafirði, að fara á smákænu fdá Shellstöðiinni að Grímsstaðaholti. Er hann var kominn svolítið frá landi var haf in skothríð á hann og féllu mörg skot allt í kringum bát hans. Jón hraðaði sér strax í land og lét berast þar að sem næst var. Hitti hann þar hermenn ög átti eitthvert orðakast við þá. Jón mun einnig hafa snúið sér til íslenzkra yfirvalda. Ekkert skip fengið enn með hitaveituefnið! Sðguruar fyrir bæjarstjórnarkosniiigarKi ar voro uppspani einn. --- .......... ABÆJARSTJÓRNARFUNDINUM í gær gerði Haraldur Guðmundsson þá fyrirspum til borgarstjóra, hvað liði hitaveituefninu. Ég minnist þess, að það var tilkynnt í blöð- um fyrir nokkrum dögum, að það myndi Ieggja af stað frá New York nu mn miðjan mánuðinn, sagði hann. Borgarstjóri svaraði: Það eru flutningsörðugleikar. Við höfum von um skip, sem mun nú vera á Ieiðinni út. Ég faýst við, að efnið verði afhent á tilsettum tíma. Það bendir líka til þess, að viðskiptabanki okkar vestra hefir nýlega simað 100 þúsund dollara yfirfærslu, en áður var hann búinn að fá 200 þúsund dollara. Haraldur spurði þá, hvort enn væri ekki búið að fá skip svo víst væri. Nei, svaraði borgarstjóri. En um það sór sendi- herrann í Washington og fulltrúi Eimskipafélagsms j New York. ........ —..................... ....

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.