Alþýðublaðið - 20.03.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.03.1942, Blaðsíða 5
Föstudagur 20. marz 1042. /‘IÞYDUBf.AÐID I »** Þýzkar grafir í Rússlandi. Hér hvíla sex þýzkir hermenn, sem létu lífið austur í Rússlandi, fyrir „foringjann og föðurland- ið“. Grafimar eru einþversstaðar aftan víglínunnar, en nú er vafasamt hvorum megin. Aftan á krossana eru settir stálhjáhnar hinna föllnu. i Tflrnjésnarl Hltlers. Canaris ádmíráll, maðurinn, sem Himmler óttast mest. _ Sé ¥ ÓBREYTTU HERBERGI á efstu heeð í opinberri bygg- ingu einhvers staðar í Berlín situr þægilega útlítandi maður með hvítt hár og snoturlega framkomu. Við fyrstu kynni gæti maður látið sér detta í hug, að þetta væri norður-þýzkur kaupsýslumaður. En það er ekk- ert nafnspjald á skrifstofuhurð- inni hans. Og nafn hans stendur ekki heldur í neinni skrá yfir kaupsýslumenn eða í símaskrá. Og enginn fær að snúa sér til hans persónulega með erindi sín. En í þessu herbergi liggja saman þræðir frá öllum hinum myrku ráðstofum í ríki Hitlers. Þessi maður býr yfir leyndar- málinu um örlög þau, sem hafa verið að skapast í Þýzkalandi frá iþví er Bandaríkin hófu þátt- töku sína í stríðinu og Rússar hófu gagnsókn sína. Nýlega var nafn hans nefnt í sambandi við hinar ruglingslegu fréttir, sem síazt haía út frá þriðja ríkinu. Þetta er Wilhelm Canaris flota- foringi, yfirmaður þýzku njósna starfseminnar. * Nafn Canaris flotaforingja er ekki1 í þýzku bókinni: Hver er maðurinn? Og ekki heldur í neinum þýzkum skýrzlum. Hann hefir alltaf komið sér hjá því að láta mikið um sig tala, og til þess er sérstök ástæða. Hann er yfirnjósnari, og er afarerfitt að fá nokkrar upplýsingar um hann. Canaris er ekki af prússneska aðlinum og ekki heldur þýzkur að ætterni. Ætt hans er grisk að uppruna, en þó er orðið langt síðan hún settist að á Þýzka- landi Áðmírállinn lét fyrst á sér bera í heimsstyrjöldinni 1914;—1918. Hann tók þátt í sjóorustunni við Jótlandssíðu, en aðalhlutverk sitt í þeiœ ófriði innti hann þó af hendi í þýzka sendináðinu í Madrid. Hann gerðist æstur þjóðernissinni, og þegar Hitler komst til valda í Þýzkalandi, fékk hann mikils- varðandi embætti í upplýsinga- og njósnastarfseminni, sem náz- istar komu á fót. Hann hófst mjög til metorða undir stjórn Hitlers. Árið 1937 var hann gerður að flotadeildar- foringja, og árið 1938 var hann gerður að varaaðmírál. Árið 1940 var hann gerður að yfir- flotaforingja og er nú yfirmað- ur allar þýzkar upplýsinga- og njósnastarfseminnar. Sem slíkur heimsótti hann von Papen, sendiherra Þjóðverja í Ankara, í ágúst 1941 og fór því næst til Teheran. Þetta skeði rétt áður en Bretar og Rússar tóku Iran á sitt vald. Enskur fréttaritari hefir lýst því, hvernig á völdum hans standi. Hann sagði: Hann dáist að Hitler, en er ekki sérlega hrifinn af nazistaflokknum. Canaris fær daglega skýrslur um símasamtöl ráðherra þriðja ríkisins og veit nákvæmlega hvar hver þeirra er á hverjum tíma. HaAn getur gefið Gestapo skipanir pg gerir það líka. Emb- ættislega er hann ekki eins hátt settur og Himmler, en í fram framkvæmdirmi er hann horium eins valda,jnikill eða jaínvel valdameiri. Hann er yfirmaður allrar njósnarstarfseminnar. Hann hefir mjög sterka pólitíska aðstöðu, þar eð hann er persónu- legur kunningi og vinur hinna ýmsu herforingja og flotafor- ingja. Ástæðan fyrir því, að allt í einu var farið að tala um Cana- ris, var sú, að hann var farinn að keppa við Heinrich Himmler. Hinn slægi og samvizkulausi yfirmaður Gestapo kom á fram- færi sögum um það, að Canaris væri að brugga samsæri og ætl- aði á þann hátt að koma honum í ónáð hjá Hitler. En að því er fregnir herma, hefir aðstaða Canaris verið svo sterk, að slík- ur vopnaburður vann ekki á honum. Auk 'þess hafði hann öflugan stuðningsmann, þar sem var hinn gamli njósnarefur Þjóðverja, Nicolai liðsforingi, hinn frægi yfirmaður þýzku her- njósnanna í heimsstyrjöldinni 1914—1918. * í sambandi við þessar f regnir um Canaris bárust út aðrar fregnir fra þriðja ríkinu, sem sé þær, að hinar gömlu storm- sveitir, sem nú eru dreifðar um allan herinn, hefðu risið önd- verðar gegn stríðinu við Rúss- land, og að hið opinbera mál- gagn þeirra befði verið bauinað og einnig fundir þeirra. Önnur fregn var sú, að Hitler hefði leyft úrvalsliði Himmlers að stofna sitt eigið fluglið. Einnig að vébylssum hefði verið raðað upp við götur Berlínar, til þess að bæla niður uppreisn, ef til hennar skyldi koma. Þessi síðasta fregn var auð- vitað uppspuni, en Þjáðverjar tóku hana mjög alvarlega. Þeir buðu hlutlausum blaðamönnum að ferðast um alla Berlín til þess að ganga úr ákugga um, hvort þar væru nokkrar vélbyssur. Þessi viðkvæmni Þjóðverja fyrir því, hvað um þá væri sagt, kom enn þá betur í ljós, þegar blaðamenn voru rifnir upp úr fasta svefni um miðja nótt, til þess að hlusta á fullyrðingar um það, að enginn klofningur ætti sér stað innan þýzka ríkisins. Þessi ringulreið speglaðist á eftírminnilegan og furðulegan hátt í grein í hinu þýðingar- mikla blaðí Westdeutscher Be- obachter. Þar var rætt um styrj- öldina í Rússlandi og sagt m. a.: „Nú orðið, þegar sex mánuðir eru liðnir, vitum við, að ekkeA var eins og við bjuggumst við að það væri. Það eina, sem við vitiun nú með vissu er það, að þegar þessari styrjöld lýkur, verður hin mesta bylting, sem sögur hafa farið af og gersam- lega nýtt tímabil mun hefjast.“ Þessu var auðvitað beint gegn mistökum Þjóðverja í Rúss- ’landi. Nýlega birti ameríkskur fréttaritari skýrslu um hrak- farir Þjóðverja í Rússlandi. Samkvæmt henni höfðu þeir misst 1 250 000 óbreytta her- menn og 255 000 yfirmenn. Tólf af tuttugu og einni skriðdreka- deild voru eyðilagðár. Tjón þeirra yfirleitt svo mikið, að það gerði vorsókn Þjóðverja töluvert hæpna. En hvort sem þessar tölur eru ýktar eða ekki, þá er það víst, að Þjóðverjar hafa goldið hið mesta afhroð. Utaríríkismálaráð- herrann, von Ribbentrop, ferð- aðist til Budapest í leynilegum erindagerðum, en búizt þar við, að hann hefði verið að reyna aS útvega ungverskar hersveitir til þess að senda á vígstöðvara* ar. Rúmenar voru svo óánægðir með mssneska ævintýrið, að þeir skipuðu öllum herdeiMum sínum að hverfa heim aftur og láta af hendi vopn sín. í Frákk- landi hófu Þjóðverjar mikinn 4- róður og bentu Frökkum á, hvf- lík ógæfa biðí Evrópu, ef Rússar sigruou. í Finnlandi varð ástandið si- fellt verra og verra. Eitt blaðið krafðist þess opinberlega, að friður væri saminn, þar eð Finn- ar hefðu engan mátt til þess að halda barattunni lengur áfram. Paasikivi, fyrruin forsætisráð- herra þeirra og maðurinn, sem samdi síðast frið við Rússa, fór til Stokkhólms í leynilegum eav indagerðum, og hefir ekki til hans spurzt síðan. Ef friður hefði komizt á, hefðí honum ver- ið trúandi til að geta áorkað þvL En það var einn hængur á því, að Finnar gætu samið sérfrið við Rússa, og hann var sá, að Finnar eru mjög upp á Þjóð- verja komnir með matvæli, pg svo framarlega sem bandamönn- um reynist ókleift að koma till þeirra matvælum, myndi verða þar hungursneyð, ef þeir léto ekki að vilja Þjóðverja. Það var í sambandi við þessar fregnir, sem nafn Canaris var Frh. á 6. síðu. Einræðisherrann. Verður hann sýndur hér? Skoðanir manna. Ljótur siður drengja. Okrið á aðgöngumiðunum við dyr kvikmyndahúsaima. Minniiigargjöf nm sklp- verjana á Reykjaborg. Svar við fyrirspurn alþýðukonu. AF BRÉFUM AÐ DÆMA, sem mér berast, er töluvert raett mn þaS maaaa á meSal, hvort ,JEinraiðisherra“ Chaplins moai verða sýndnr hér eða efeki.«— Á þetta mái var drepið hér í blað- inu fyrir nokkru, og skýrt frá því, að kvikmyndin væri komin hingað til landsins, að hún væri á vegum setuliðanna, og að vafamál væri, hvort hún yrði sýnd hér, vegna þess, að hún væri svo dýr. Var vitnað til ummæla Bjarna Jónssonar forstjóra Nýja Bíó i þessn sambandi, en Nýja Bió hefir umboð fyrir það félag, sem befir myndina. BJARNI JÓN8SON mim hafa reiðzt þessu allilla og ekki viljað kannast við, að hann hafi sagt, að myndin yrði ekki sýnd. Mun hann nú segja, að myndin verði sýnd, þegar hún „stígur niður.“ Það er vitanlega ósköp hjákátlegt að reiðast ummælum um svona mál, eða álíta, að verið sé að ofsækja einstaka menn eða einstaka stofn- anir, þó að talað sé um þá, eða þær, á þann hátt, sem gert var í sambandi við , ,Einræðisherrann En það er eins og Kiljan sagöi svo vel einu sinni: „Ég hef alla mína æfi verið að berjast við kerling- ar, sem ekki kunna að lesa.“ VITANLEGA er það aðalatrið- ið, að „Einræðisherrann" verði sýndur hér. Og ég tek undir það með nokkrum, sem bafa skrifaS mér um þetta mál, að þegar um þessa mynd er að ræða, er verð aðgöngumiðaima alls ekki aðalat- riði. Þetta er tvímælalaust einhver snjallasta kvilanynd, sem búin hefir verið til og alveg sjálfsagt, að £á hana til sýningar, ef nokk- ur kostur er. Vænti ég hlns tazta af Nýja Bió í því sambandi. ÞAÐ ER LJÓTUR og óþolandi siður, sem drengir hafa, að kaupa aðgöngumiða að kvikmyndahús- unum og selja þá við okurverðí rétt áður en sýníng byrjar. í fyrra kvöld gekk ég fram hjá Gamla Bíó og sá þá dreng vera að selja aðgöngumiða að almennum sæt- um fyrir utan dyr kvikmynda- hússins, og heyrði ég hann segja, að miðinn kostaði 6 krónur. Það var hermaður, seín var að kaupa miðann. Lögreglan hefir tekið nokkra drengi, setn hafa gert þetta og væri vel, ef hún reyndi að hafa hendur í hári slíkra pilta. Allir sjá hvaða áhrif svona brask getur haft á drengina f framtíð- inni. ALÞÝÐUKONA skrifar mér og spyr, að gefnu tilefni, hvort skip- verjarnir, sem iórust með Reykja- borg hafi allir verið í HaHgríms- sókn og hvort leitað hafi verið á- lits aðstandenda þeirra, í sam- bandi við minningargjöfina, sem gefin var til nýrrar HaUgríms- kirkju. ÉG VERÐ að játa, að ég er ekkí alveg meö á nótunum. Ég býst varla við að skipverjamir hafi allir verið í Hallgrímssókn. Hins vegar var það og er algert einka mál útgerðarfélagsins, sem gaf minningargjöfina, hvemig henni skuli varið og það er mjög étrú- legt, að nokkur maður haö út é þaS aO setja, að hún var gefin til væntanlegrar Hallgrimskirkju. Haanes á homiim.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.