Alþýðublaðið - 20.03.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.03.1942, Blaðsíða 4
 P&íadasur 20. ma?z Í&42L jUþijftttbUMft Útgefandt: Alþýðaflokkariim Bitstjóri: Stefán Pjetorsson Ritstjóm og afgreiðsla í AX- þýðuhúsinu viö Hverfisgötu Símar ritstjórnar: 4901 og 4902 Símar afgreiðslu: 4900 og 4906 VerÖ í lausasölu 25 aura Alþýðaprentsmiðjan b. 1. Þingmál flokk- anna. /\LLUM stjórnmálaflokkum, sem fulltrúa hafa á lög- gjafarsamkomu þjóðarinnar og hafa til að bera einhverja á- byrgðartiKinningu gagnvart þjóðinni, er það metnaðarmál, að koma fram á þingi emhverj- um þeim málum, sem til heilla horfa fyrir þjóðfélagið, að þeirra dómi. Slíkum flokkum, sem vandir eru að virðingu sinni, nægir ekki að þingflokk- ar þeirra starfi aðeins meðan þing stendur yfir, heldur starfi þingmennimir stöðugt að at- hugun og rannsókn málanna og undirbúi ný frumvörp, sem síð- an eru lögð fram, vel undirbúin og gerhugsuð fyrir næsta þing. Ai' aðaUrumvörpum þingflokk- anna á hverju alþingi má ráða stefnu þeirra í hagsmunamálum þjóðarinnar og úrræði þeirra þegar vanda ber að höndum. Lítum nú á frumvörp þau, sem þingflokkarnir hafa lagt fyrir yfirstandandi alþingi. Ekki þarf sú athugun að standa lengi áður en komizt er að þeirri niðurstöðu, að af þing- rnálurn beri aðalfrumvörp Al- þýðuflokksins langhæst. Þau eru veigamest og horfa helzt til þjóðheilia. Annað þessara stórmála, gengis hæ kkunarfrumvarpið, miðar að þvi að ráða fram úr vandræðunum, sem hljótast af dýrtíðinni, og er í senn raun- hæft og réttlátt. Raunhæft vegna þess, að gengishækkun er vel framkvæmanleg og einföld, réttlát vegna þess, að gengis- hækkun kemur niður á þeim, sem breiðust hafa bökin, stríðs- gróðamönnunum. Hitt stórmál Alþýðufl. er kjördæmaskipunarmálið, sem miðar að því að tryggja fjöldan- um sem mest jafm-étti og frelsi í stjórnmálum, éins og alltaf hefir verið stefna Alþfl. Bæði þessi frumvörp sýna stórhug og einurð Alþfl. Annað bendir á úrræði í mesta fjárhagsvanda- málinu, sem nú kallar að, hitt er menningarlegt réttlætismál almennings í landinu. Bæði eru frv. gaumgæfilega undirbúin og liggur þar mikið starf að baki. En hver eru þá aðalfrumvörp hinna flokkanna á jrfirstandandi alþingi? Stjómarflokkamir telja, eins og eðlilegt er, að dýrtíðarmálin séu aðalúrlausnarefni alþingis. Ætla mætti því að frá þeim séu stórkostleg frumvörp á ferð um þau efni. En hver eru úrræðin? Þessir afturhaldsflokkar hafa lent í slíku kviksyndi með dýr- t BJÖRN L. JÓNSSON: Lætur útvarpið stjérnast af hlutdrægni eða dnttlnngum? VIÐSKIPTI mín við útvarps- ráð, iþau, er hér verða rak- in í aðalatriðum, eru þess eðlis, að ég tel rétt að þau komi fyrir almenningssjónir. Framkoma útvarpsráðs í þessu máli er má- ske einhver undantekning úr þeirri átt, um það kann ég ekk- ert að fullyrða, en hún er ekki vanzalaus fyrir útvarpið og for- ráðamenn þess, og því má það ekki ske, að þeim sé gefið undir fótinn með því að þegja yfir slíku og láta það óátalið og hul- ið sjónum almennings. Fyrir rúmu ári síðan ritaði ég tvær greinar í Morgunblaðið um almenn heilbrigðismál. Sú fyrri, „Heilsufar og mataræði“, fjall- aði um breytingar þær, sem orð- ið hafa á dánarorsökum hér á landi síðasta aldarfjórðunginn, og enn fremur um breytingar á innfluttri matvöru — korn- og sykurvöru — síðustu 50—60 ár- in. Aðalheimildir mínar voru heilbrigðisskýrslur landlæknis og innflutningsskýrslur Hag- stofunnar. Síðari greinin var að- allega um neyzlu hveitis og syk- urs. Báðar voru greinarnar al- menns eðlis og fóru ekki inn á svið lækisfræðinnar sjáKrar. Samt sem áður hafði ég ráðfært mig við lækna, bæði um ein- stök atriði og greinarnar í heild. Sigurjón Jónsson, fyrrum læknir í Dalvík, svaraði báðum greinunum í sama blaði, og af svo lítilli hófsemi og sanngimi í orðavali og málflutningi, og með þvílíkum málalengingiun, sem snerust hvergi um umræðu- efnið, að ég féll frá að rökræða málin við hann. Var hann og ýmsum þegar kunnur að endem- um af ritdeilu, sem hann átti í nokkrum árum áður við íslenzk- an lækni vestanhafs. En S. J. lét sér ekki nægja að hafa hafa síðasta orðið í Mgbl., enda gat hann þess þar, að hann mundi gera efninu betri skil síðar. Og síðast liðið sumar fær hann svo samþykki útvarpsráðs til að flytja tvö löng erindi í útvarpið og néfndi þau „Lífs- kjör og heilsufar". Um það var út af fyrir sig gott eitt að segja, að láta ræða málin á þessum vettvangi, ef það var gert af sanngimi og rökfestu, og frá báðum hliðura, úr því að xun verulegan ágreining var að ræða. En hér var ekki þvi að heilsa, hvorugu þessu skilyrði var fullnægt. Því að til að byrja með býður útvarpsráð útvarps- notendum hér upp á fyrirlestur, sem var engu nógværari en 1 greinarnar í Mgbl. né efnisrík- ari, miðað við lengd; orðbragð og málflutningur var líkast því, sem menn eiga að venjast í póli- tískum æsingagreinum í blöðun- um, þannig að ýmsum virtist brotið allmjög í bága við reglur útvarpsins, sem banna hvers konar ádeilur, áróður og 6- kurteisi í útvarpserindum. Skal ég nú tilfæra af handa- hófi nokkiu- orð og setningar úr erindum læknisins, og eiga þau ýmist við mig eða Jónas lækni Kristjánsson, eða okkur báða. Eru þessi sýnishom um leið mælikvarði á það, hvað útvarps- ráð telur útvarpshæft orðbragð og hve hart það tekur á ádeilum, en að óreyndu mundu menn ætla, að það geröi stnangari kröfur í þeim efnum en t. d. blöð eða tímarit. „Mýraljós náttúrulækninga- trúarinnar" „ . . og það menn, sem ýmist eru alls ófróðir um þessi efni, svo að handleiðsla þeirra er eins og þegar blíndur leiðir blindan, eða svo öfgafullir ! og einhliða, að fræðsla þeirra verður verri en engin“. „Ger- samlega órökstuddar fullyrðing- ar“, „vígorð, til þess ætlað að reyna að veiða einfaldar sálir“, „ . , . því að só sannleiksneisti, sem er í ræðum þeirra og ritum, drukknar í svo hóflausum öfg- um, að ótrúlegt er, að nokkur skynsamur maður taki mark á orðum þeirra“, ,, . . . útúrsfíún- ingur, fram kominn gegn betri vitund“, „. . en reyna í 'þess stað að dylja fáfræði sína með órökstuddum fullyrðingum.“ Þessi fáu sýnishorn verða að nægja. Og hér er heldur ekki , rúm til að taka upp dæmi um J málflutninginn sjálfan og með- | ferð höfundar á orðum og rök- tíðarráðstafanir, að einu úrræð- in, sem þeir sjá, eru kúgunar- ráðstafanir á hendur launastétt- um landsins. Annað aðalmál stjómarliðsins á þessu þingi er því staðfesting á bráðabirgða- lögum um gerðardóm og kaup- kúgun. Hitt aðalmál Framsóknar- og Sjálfstæðisfl. leiðir af því fyrra. Það er staðfesting á bráða- birgðalögum um algerlega á- stæðulausa kosningafrestim í Reykjavík, sem knúin var fram af eðlilegum ótta við óvinsældir gerðardómsbröltsins. Kommúnistar hafa engin þau frunrvörp lagt fyrir alþingi, er nokkur veigur or t Er ekki auðsær munurinn á þeim þjóðmálastefnum, sem lýsa sér í þessum þingmálum flokkanna? Annars vegar stór- huga úrræði í vandamálum yf- irstandandi tíma og víðtækt réttlætismál; hins vegar aðeins staðfesting á nánasarlegum bráðabirgðalögum, sem sett eru í trássi ,við þjóðarviljann og að alþingi forspurðu, og eru auk þess vanmátta kák. Einn af leiðtogum ungra Sjálfstæðismanná skrifaði um daginn grein í Morgunbl. um hina „jákvæðu" stefnu flokks síns. Þá „jákvæðu" stefnu er rétt að skoða í ljósi þingmál- arrna, sem nú eru á döfinni. Eða hvor finnst þér jákvæðari, les- andi góður, stefxian, sem bendir á úrræCi og réttíæti, eða sú, sem heldur dauðahaldi í kúgun og ranglæti? um andstæðínganna. í haust birtust erindin svo í tímaritinu )rHeilbrigt líf“, og skal iþess getið, ritstjóranum til verðugs lofs, að hann felldi nið- ur tvær síðustu setningamar, sem teknar eru upp hér að oían, •þótt raunar hafi margir furðað sig á því, að sjá svona harðar og augljósar áróðursgreinar 1 riti, sem er ætlað að fræða almenn- ing um holla lifnaðarhætti. Nokkru eftir að erindi S. J. birtust á prenti, sendi ég út- varpsráði handrit að erindi, sem var þó ekki svar við erindum S. J. Mér vár ljóst, að beint svar við þeim hlaut að verða ó- samboðið þessum virðulega vett- vangi, eins og erindi læknisins var, og skýlaust brot ó hlut- leysi þess, og að slíkt „pex“ og deilur mundi ekki skýra málið fyrir áheyrendum. Hins vegar garði ég skýra grein fyrir mín- um skoðunum á málinu sjálfu, og studdist þar, auk þeirra heim- ilda, sem ég nefndi áðan, við rannsókn, sem dr. Björn Björns- 1 son hagfræðingur hefir gert á ] dánarorsÖkum hér Á landi árin 1911—35, og hefir Irvergi verið birt, og enn fremur við dcáct- orsritgerð eftir Jón Finsen, sem var héraðslæknir í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslmn 1355-65, og: er hún líklega bezta hehnild sem völ er á frá þeim tíma, því að hann hélt nákvæmar sjúklinga- skýrslur öll þessi ár. í eriœUL mínu vom málin rædd ahnennt, eins og áður, ádeilulaust með öllu, og ekki seilzt inn á svið iæknisfræðínnar. Og áður en ég sendi útvarpsráði handritið, hafði ég borið það undir Jónas lækni Kristjánsson, og tek það fxam þar. Er útvarpsráð hafðí haft handrit mitt til athugunar um mánaðartíma, fékk ég það end* ursent með þeim ummælum, að því væri hafnað. Ég gerði mig ekki ánægðan með þetta og ritaði útvarpsráði bréf, dags. 26. jan. s. L Rek ég þar stuttlega aðdraganda máls- ins, tel mig órétti beittan, að fá ekki, eftir hina svæsnu ádeilu læknisins, að reifa málið frá mínu sjónarmiðí. Segir siðan í bréfi mínu: „Þess er ekki getið í bréfi út- varpsráðs, af hvaða ástæðum erindi mínu er hafnað. Og með því að ég sætti mig ekki við iþessi málalok, leyfi ég mér hér- með að biðja háttvirt útvarps- Frh. á 6. síðu BREYTINGARTILLÖGUR Alþýðuflokksins við kjör- dæmaskipunina og kosninga- fyrirkomulagið, sem nú hafa verið lagðar fyrir alþingi í frumvarpsformi, vekja nú þeg- ar mikið umtal í blöðunum. — Jón Kjartansson, annar rit- stjóri Morgunblaðsins, skrifar í blað sitt undir eigin nafni: / „Um frumvarp þetta er það að segja í fám orðum, að það er að ýmsu leyti mjög aðgengilegt og alveg vafalaust, að með því er tryggt, að lýðræðið fær notið sín i okkar landi. Er það vel far- ið, að Alþýðuflokksmenn skuli komnir inn á þessa leið í kjör- dæmamálinu, í stað hinnar, sem þeir hafa áður verið með, að gera landið allt að einu kjördæmi. — Þessi leið er miklu réttlátari og aðgengilegri á allan hátt. Sennilega verður aðal andstað- an gegn þessu frumvarpi byggð á því, að lagt er til, að þing- mönnum verði fjölgað nokkuð frá því, sem nú er, eða úr 49, upp í 54. Andstaða, byggð á þessu einu, er þó ekki veigamlkil, því að það getur aldrei skipt verulegu atriði, hvort þingmenn eru þetta fleiri eða færri. Aðalatriðið er hitt, að alþingi sé á hverjum tíma rétt mynd af þjóðarviljanum, en á þetta hefir mjög skort um langt skeið og svo er einnig enn. En það er engan veginn víst, samkvæmt tillögum þessa frum- varps, að tala þingmanna verði 54, sem er hámarkið. Með þeim öðrum breytingum, sem frum- varpið ráðgerir, svo sem hlutfalls- kosningu í tvímenningskjördæm- um, fjölgun þingmanna í Reykja- vfk ðg myndun þriggja nýrra kjördæma (í kaupstöðum úti um land), myndi fást meira jafnvægi milli flokkanna og þvl vafasamt hvort þörf yrði fyrir öll (ellefu) uppbótarsætin, til þess að ai fyllsta jöfnuði. Það ætti ekki að verða erfitt að tryggja framgang þessa rétt lætismáls á þingi, ef undhv tektir Sjálfstæðisflokksins f heild yrðu eitthvað svipaðar undirtektum Jóns Kjartans- sonar. En skyldi það bara vera tilviljun, að hann skrifar þessi orð undir eigin nafni? Eða ger- ir hann það máske vegna þess, að hann viti formann Sjálf- stæðisflokksins og miðstjóm á eitthvað öðm máli? Við sjáum hvað setur. £ Formaður Framsóknar- flokksins, Jónas Jónsson, skrif- ar ekki alveg eins vinsamlega í Tímann um kjördæmaskip- unarfrumvarp Alþýðuflokks- ins. Hann segir: „Það verður áreiðanlega erfiður dagur fyrir Alþýðuflokkinn, ef hann ætlar að halda áfram að vera algerlega óábyrgur flókkur. sigla í bæjarstjóm og á þingi £ kjölfar kommúnismans, og gera sér þann vafasama heiður að bera fram sem kasningabombu þá al- útlendustu breytingartíUögu, sem enn hefir verið sýnd á alþings. Það þarf mikla grunnhyggni og lýðskrumshneigð frá hálfu A1~ þýðuflokksíns til þess að korna nú með tillögur um breytíngar á kjördæmaskipun landsins, meðan landið er hersett frá tveim stór- veldum, og margar ráðstafanir gerðar af- herstjómiun þeirra ríkja, tíl að geta barizt bér á landi við þriðja stórveWið.** Það virðist vera eitthvað fá- tæklegt um rök hjá formanni Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.