Alþýðublaðið - 24.03.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.03.1942, Blaðsíða 6
6 ALÞYOUBLAÐI0 Þriðjudagur 24. marz 1942. Sólgyðjan. Þetta er sólgyðja Kaliforn íu fyrir 1942, og hún heitir Barbara Britton. Kaliforn- íumenn elska sólskinið, svb að sólgyðjan iþeirra vérðúr að vera viðstödd að minnsta kosti 300 samkom- ur á ári. Aðvorun til al- mennings (Frh. af 2. síðu.) vopnaðir svo öldum skiptir og eru óvanir hemaðaraga. Vegna þess og vegna hinna hörmu- legu slysa, er orðið hafa, skora hernaðaryfirvöldin á almenn- ing að sýna skilning á skýringu þeirri, sem hér er gefin, og að veita samstarf öllum þeim her- mönnum, sem á verði eru, við framkvæmd hins erfiða vernd- arhlutverk þeirra. Allar skynsamlegar ráðstaf- anir, sem ekki koma í bága við hemaðamauðsyn, eru gerðar til þess að koma í veg fyrir, að saklausir menn verði fyrir slys- um. Er maðux fær skipun um að nema staðar, verður hann að nema staðar þegar í stað Og víkja ekki úr stað fyrr en honum eru gefin fýrlrmæli um eða merki um að halda áfram. Ef óbreyttum borgara er ekki fyllilega ljóst, hvemig honum beri að haga sér á leið inn í herbúðir eða þegar hann er þangað kominn ber honum að biSa hjá varðmanni og fara þess að léit, að sóttur sé liðs- loringi sá, sem á verði er (Of- fieer of the Day).“ 3812 félags- menn í Kron. Vðrnsala félagsiis éx raonverulep 1941 nm 37,3 Úr ársskýrslu félags- st|órnarinnar. DEILDARFUNDIR í Kaup- félagi Reykjavíkur og ná- grennis eru nú haldnir hér í bænum. í fyrra dag héldu 4 deildir fund, 3. og 5. í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu og 16. og 7. deild Skólavörðustíg 12. Á deildarfundunum eru kosnir fulltrúar á aðalfund Kron. Stjórn félagsins hefir gefið út nákvæma skýrslu um hag og rekstur félágsins og sent félagsmönnum. „Andvirði seldra vara hefir numið kr. 6.628.286,82, en.nam árið 1940 kr. 3.365.805,43. — Hefir salan því aukist um kr. 3.262.481,39, eða 96,93%. Þessi samanburður verður þó vill- andi, því að vegna verðhækk- unar gefur hann ekki beina hugmynd um hlutfall hins selda vörumagns hvort árið.En sé tekið meðaltal vísitölunnar fyrir hvort árið fyrir sig, kem- ur í ljós, að salan hefir í raun og veru aukizt um 37,30% að magni í þeim vöruflokkum, sem sambærilegir eru við árið 1940. Að sjálfsögðu er um meiri aukningu að ræða á vefnaðar- vörum, skófatnaði og þess háttar vörum heldur en nauð- synlegustu matvörum, óg ber tvennt til: innflutningur á ýmsum iðnaðarvörum hefir rýmkað frá því, sem áður var, og auk þess kemur til greina, meiri kaupgeta hjá almenningi. Um kornvörurnar og aðrar algengustu innfluttar neyzlu- vörutegundir er.það að segja, að sala kaupfélagsins á þeim hefir aukizt að verulegum mun, miðað við heildarsöluna, í þeim bæjum og kauptúnum, þar sem félagið hefir búðir. — Árið 1940 seldi kaupfélagið t. d. nálega 24% af þeim korn- vörum, sem seldar voru í Reykjavík, en rúmlega 26% árið 1941, eða um 10% meira. Á sama tíma 'hefir sykursala félagsins í Reykjavík aukizt úr nálega 18% í 25,50%. í Hafn- arfirði selur kaupfélagið 34% af kornvörum, sem þar eru seldar, í Keflavík 37% og í Sandgerði 52%. Félagsmannatalan er nú 3812, og hefir þeim því fjölg- að um 304 á árinu. Á hvem fé- lagsmann verður því verzlunin kr. 1.738,80. En sé áætluð verzlun utanfélagsmanna dreg- in frá, nemur verzlun á félags- mann kr. 1.217,15. Um einstök mál og starfs- greinar, vill stjórnin geta þessa: Sjóðeignir í árslok 1941: Varasjóður . kr. 147.777,29 Stofnsjóður . — 323.567,22 Arðjöfnunarsj. 16.795,97 Varasj. innl d. — 12.878,50 Sambandsst.sj. — 35.731,02 Hjá félaginu starfa nú 53 Engin afgreiðsla ð skðm oitnnar ¥ðrnm í páskaviknnni. Oo enoam pðntnnnm veitt móttaka lanoardaginn fyrlr páska. EYKVÍKSKUM HÚS- MÆÐRUM þýðir ekk- ert að koma í páskavikunni í búðir matvörukaupmannan til að taka ut á þessa mánað- ar skömmtunarseðla. Þær verða ekki afgreiddar. Mat- vörukáupmenn hafa bimdið þetta fastmælum með sam- þykktum á fundi. Þeir hafa líka samþykkt að taka ekki á móti neinum pöntunum á vörum Iaugardaginn fyrir páska. Matvörukaupmenn hafa orð- ið að taka petta til hragðs — vegna þess, að þeir eru í mesta hraki með sendisveina og auk þess hefir það skapað þeim ó- trúlega mikla erfiðleika, hvern ig fólk hefir tekið út nauðsynj- ar sínar oft á tíðum. Það er 'því sjálfsagt af öllum húsmæðrum, að þær athugi nú hvað þser þurfa að taka út, og ættu þær að gera það sem allra f-yrst. Matvörúkaupmenn hafa líka látið þær vita um þetta með alveg nægum fyrirvara. Það var á aðalfundi Félags matvörukaupmanna, sem þess- ar samþykktir voru gerðar, en hann var haldinn s.l. fostu- dagskvöld. Þar var líka rætt um ýmis hagsmunamál mat- vörukaupmanna, þar á meðal afstöðu gerðardómsins til þeirra. Var |jað einróma álit fundarins, að gerðardómurinn gengi á hlut matvörukaup- manna. Fundurinn hófst með því að formaður , félagsins, Guðm. Guðjónsson gaf skýrslu um störf félagsins á liðnu ári. — Minntist hann í því sambandi tveggja félagsmanna, sem lát- izt höfðu á árinu, þeirra Sím- onar Jónssonar, sem verið hafði gjaldkeri félagsins í 8 ár, og Halldórs Jónssonar frá Varmá. í félaginu eru nú 70 félags- menn, og reka þeir 86 búðir. í stjórn félagsins voru end- urkosnir Guðmundur Guð- jónsson, Sigurliði Kristjánsson og Sígurbjörn Þorkelsson. Fyr- ir var í stjóminni Tómas Jóns- son. í stað Símonar heitins Jónssonar var kosinn gjaldkeri Sæmundur Jónsson. Guðspekistúkan Septíma: Fræðsloerindi í húsi félagsins við Ingólfs- stræti 22 n. k., miðvikudag- inn 25. marz kl. 9 síðd. Aðgangur 1 króna við inn- ganginn. konur og 78 karlar, eða alls 131 maður, og er KRON því orðið nú eitt stærsta verzlun- arfyrirtæki á landinu. Ferðabók Egg- erts og Bjarna Framhald af 2. síðu. sýslum og er fyrst lýst Kjósar- sýslu og síðan hverri af ann- arri, vestur og norður inn land og endað á Rangárvalla-. Ár- nes- og Gullbringu-sýslu. Bókin skiptist í sjö megin- kafla, því að lýsing sýslna í Austfirðinga- og Norðlendinga- fjórðungi er gefin í einu lagi, eins er um sýslur í Sunnlend- ingafjórðungi, að Kjósarsýslu undanskilinni, eins og áður er sagt. Dala-, Barðastrandar-, ísafjarðar- og Stranda-sýslum er einnig lýst í einu lagi. Sér- stakar lýsingar eru gefnar af Kjósar-, Borgarfjarðar- og Snæ fells-sýslu og taka þær lýsing- ar samtals yfir 372 blaðsíður. Ferðabækurnar eru prentað- ar í Sórey 1772, eins og áður segir, og heita á dönskunni: “Vice-Lavmand Eggerts Ólafs- sens og Land-Physice Bjarne Povelsens Reise -igennem Is- land, forstalted af Videnskab- ernes Selskab i Köbenhavn, og beskreven af formeldte Egg- ert Ólafsen med dertil hörende 51 Kobberstökker og et nyt forfærdige Kort over Island.“ íslenzku útgefendurnir hafa fengið Steindór Steindórsson menntaskólakennara á Akur- eyri til að þýða ritið og hefir hann þegar lokið við að þýða helming, þess. í dönsku útgáf- unni er ritið um 120 arkir að stærð, en útgefendurnir telja, að íslenzka útgáfan verði um 80 arkir. (í dönsku útgáfunni er letrið stærra en nú er venja). Ætla þeir að gefa það út í tveimur bindum og er ætlunin að að minnsta kosti hið fyrra komi út í haust. Það er mikið gleðiefni, ef það tekst að koma þessu mikla riti út á íslenzku. Munu útgefendurnir þegar hafa, tryggt sér nokkurn stuðning Búnaðarfélags ís- lands og Fiskifélags íslands, og hefði stuðningur þessara öfl- ugu samtaka þó mátt vera meiri. Virðist alveg sjálfsagt af alþingi að styrkja þessa út- gáfu, svo að ekki þurfi að láta hana líða fyrir það, að nægi- legt fé sé ekki fyrir hendi. UMRÆÐUR Á ALÞINGI. Frh. af 2. síðu. kaupstað fá þingmenn(!) — Þá tajdi Jón, að réttur Sjálfstæðis- flokkskjósenda hefði verið minni í sveitum en kaupstöð- um við síðustu kosningar. Þá bar Jón PálmaMon for- sætisráðherrann þungum sök- um í þessari ræðu. Kvað hann aðalábyrgðina á kosningafrest- uninni .s. 1. vor hvíla á herðum þessa ráðherra. Hlutverk Her- manns sem forsætisráðherra í . samsteypustjórn, . hefði átt að vera það, að draga úr erjum milli samstarfsflokka og ganga á undan með góðu eftirdæmi. í þess stað hefði hann haldið uppi svæsnum áróðri fyrir flokk sinn á samstarfsflokkana og jafnvel flutt áróðussumræð- ur í útvarpið gegn þeim, sem Iekki fengu tækifæri til að svara fyrir sig. Reikniogar Menningarsjóðs. Hblaðið nokkrar upplýsing- INN 18. þ. m. birti Alþýðu- ar, er ég hafði gefið því um reikninga Menningarsjóðs, þar sem þess var getið m. a., að þeir hefðu ekki verið endurskoðaðir lögum samkvæmt síðastliðin 8 ár. í blaðinu næsta dag birti Magnús Bjömsson ríkisbókari yfirlýsingu um, að reikningar sjóðsins hafi verið færðir í ríkis- bókhaldinu síðan 1935, og hafi þeir fylgt ríkisreikningunum ár hvert og verið endurskoðaðir. Til að taka af öll tvímæli, fór ég þess á leit við skrifstofu- stjóra fjármálaráðuneytisins, að hann gæfi yfirlýsingu um hið sanna í þessu máli, og birtist hún hér á eftir. Enn fremur gaf skrifstofu- stjórinn þær upplýsingar, að það sé rangt að reikningar Mennihgarsjóðs séu færðir í rík- isbókhaldinu, heldur hafi Magn- ús Björnsson þetta aukastarf á hönduni fyrir gjaldkera Menn- ingarsjóðs, og komi það ríkis- bókhaldinu ekkert við. Til viðbótar því, sem sagt er í yfirlýsingu fjármálaráðuneyt- isins, vil ég taka það fram, að reikningar fyrir listadeild Menningarsjóðs hafa ekki bor- izt ráðuneytinu síðan árið 1934, og er það síðasta árið, sem allar deildir sjóðsins hafa skilað reikningwth til stjórnarráðsins. En síðan 1936 hafa ekki komið fram reikningar frá neinni deild. Að lokum vil ég víta þá.að- ferð Magnúsar Björnssonar, að misnota aðstöðu sína svo frek- lega, að setja nafn ríkisbók- haldsins undir yfirlýsingu, sera hann gefur sem prívatmaður, ög reyna á þann hátt að villa þeim sýn, sem eru þessum málum ó- kunnugir. ,' , Reykjavík, 22. marz 1942. Johann Briem, FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Endurskoðunardeild. Reykjavík, .20. marz 1942. Út af fyrirspurn yðar, herra listmálari, skal yður hér með tjáð, að reikningar Menningar- sjóðs hafa ekki borizt endur- skoðunardeild fjármálaráðu- neytisins síðan árið 1936. Hins vegar kveðst reikningshaldari sjóðsins hafa sent reikningana árlega til yfirskoðunarmanna ríkisreikninganna til endur- skoðunar. Reikningarnir íýrÍB umrætt tímabil eru ekki í skjalasafni ráðuneytisins, en munu vera í vörzlum reikningshaldara eða. Menntamálar áðs. F. h. r. Magnús Gíslason. /Einar Bjarnason. Til hr. listmálara Jóhanns Briem, Rvík. Trúlohm. S.l. laugardag optaberuðu trú- lofuii sína Guðmundúr J. Jóhann- esson og Þórhildur M. Kálfdánar- dóttir, bæði til heúnilts hér í bæ.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.