Alþýðublaðið - 28.03.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.03.1942, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardagur 28. marz 1942». ------wa w--------- % i Útför Jóns biskups Helgason- ar var fjölmenn og virðuleg. .. » '—■■■■ ".. , | Sigurgeir biskip og Bjarni vígslubiskip liuttu ræður í kirkjunni. ■■■■ ♦ 27 prestar gengu skrúðgöngu fyrir kistunni. JARÐARFÖR herra Jóns hiskups Helgasonar, dr. theol., fór fram í gær með viðhofn og að viðstöddu fjölmenni. Athöfnin hófst kl. 1 e. h. með húskveðju á heimili hins látna biskups. Þar fluttu þeir ræðu sr. Friðrik Hallgríms- son og sr. Hálfdán Helgason, sonur Jóns biskups. í dóm- kirkjunni töluðu þeir sr. Bjarni Jónsson, vígsluhiskup og herra Sigurgeir Sigurðsson biskup. Margt manna var viðstatt hús- kveðjuna á heimili Jóns heit- Helgasonar, í Tjarnargötu 26, er húskveðjan fór fram. í þessu gamla húsi ber margt vitni um hinn látna húsbónda. í skrif- stofunni, sem þessi eljusami rithöfundur vann í, um nær því hálfrar aldar skeið, er fjöldi bóka og skjala, en á veggjum eru myndir, málverk og teikn- ingar, og hefir biskupinn gert margt þeirra sjálfur, því að hann lagði á margt gjörva hönd sem kunnugt er. Ræður sp. Friðriks og sr. Hálfdánar. Sr. Friðrik flutti aðalhús- kveðjuna. Lýsti hann hinu heil- steypta heimilislífi biskups og innilegu samstarfi þeirra biskupshj ónanna. „Skrifstofa hins mikla starfs- manns var við hliðina á setu- stofu fjölskyldunnar. Það átti vel við, svo náið var samband hans við fjölskylduna og heim- ilið,“ sagði sr. Friðrik. Sr. Hálfdán flutti hjartnæm kveðjuorð frá þeim systkinum og móður þeirra og öðrum nán- ustu ættingjum biskups. Hann sagði, að þetta heimili hefði verið föður sínum heilög vé um 48 ára skeið. Að þessum hluta athafnarinn- ar loknum báru systkinasynir hins látna biskups kistuna út úr húsinu. „Mér Vélln í erfðáfilnt indælir staðlr“. í dómkirkjunni flutti sr. , Bjarni Jónsson ræðu. Hann minntist þess, að herra Jón flutti kveðjuræðu sína síð- asta kvöld ársins 1938, er hann var í þann veginn að láta af biskupsstarfinu. Þá ræðu flutti hann í dómkirkjunni, sem verið hafði kirkjulegt' heimili hans um nærfellt 70 ára skeið. Þá hefði Jón biskup valið sér text- ann: „Mér féllu í erfðahlut indælir staðir.“ Honum var ætíð lagið að koma auga á indæla staði. En honum var það ekki nóg. Hann vildi líka starfa þar. Allt líf hans var samfellt starf. Hann skildi flestum betur orð ritningarinnar: „Starfa ,því að nóttin nálgast . . . .“ Starf hans fyrir íslenzku kirkjuna var mikið. Sr. Bjarni minnti á það, að 1666 fæddist einn af höfuðklerk um íslands, Jón biskup Vídalín í Görðum á Álftanesi. ^00 4r_ um síðar, 1866, fæddist á sama stað annar merkur kirkjuhöfð- ingi, Jón biskup Helgason. Ekki klskup sérstaks fiokks, Eieldur allra guðfræðinga. Þá lýsti sr. Bjarni hinum duglega guðfræðikennara, sem alltaf var að læra og alltaf að fræða. „Áhugi hans var svo heitur, að hjarta hans fékk aldrei tíma til að kólna.“ Hann gerðist forvígismaður sér- stakrar guðfræðistefnu, ný- guðfræðinnar, og stóð oft styr ^ um hann. En þegar hann varð biskup, varð hann ekki biskup sérstaks skoðanaflokks, heldur allra guðfræðinga, allrar kirkj- unnar. „Það var engin hætta á, að menn dofnuðu, ef þeir nutu hinnar hispurslausu vináttu Jóns Helgasonar,“ sagði sr. Bjarni ennfremur. „Hann var hreinskilinn og sagði mönnum til syndanna, og af þeim að- finnslum mátti mikið læra.“ Óvinisr Setismar. Jóni Helgasyni var illa við let- ina, og vildi aldrei leyfa henni Skrúðganga prestanna í Suðurgötu. að koma inn fyrir dyrnar hjá prestum sínum. Eftir því bréytti hann sjálíur. Það sýna bezt hin miklu afköst hans í ritstörfum. Einhver ókunnugur hefði getað spurt: „Hver er þessi ungi rithöfundur, sem af- kastar svo miklu?“ Og þann hinn sama hefði sennilega furð- að á svarinu: „Þetta er ekki ungur rithöfundur, heldur gamli biskupinn, sjötíu og fimm ára.“ Síðustei stundlraiar. Að lokum lýsti sr. Bjarrii fagurlega síðustu stundum bisk upsins. Það var mikil hátíð á brúðkaupsdag þeirra biskups- hjónanna, en það var líka há- tíð í hjartanu síðasta daginn. Þá bað biskupinn konu sína að setjast við hljóðfærið og leika lögin, sem honum þótti vænst um. Hann var vel undirbúinn brottför sína. Ræða Ssiskíipso Er sr. Bjarni hafði lokið máli sínu flutti herra Sigurgeir ræðu. Hann flutti fyrirrennara sínum þakkir fyrir langt og niikið starf og gerði í stórum Framhald á 7. síðu. Prestarnir bera kistu biskups úr kirkju. feranmar feér i bænuaai grafnir aipp. Vatnið áir pelm ®r mil nnii^ ssikad a£ wísiaaslalegrl náfewæMtiiI Alls er vitað utn 42 gamia bruona. UM ÞESSAR MXINDíR tara fram hér í bænum einkenni- legir uppgreftir. Það er verið að grafa upp gamla brunna, sem ekki hafa verið notaðir í marga áratugi, og að eins elztu Reykvíkingar vissu um suma þeirra, en aðra var ekki hægt að finna, nema á gömlum uppdráttum af bænum. Það er búið að grafa upp tvo brunna. Annan á horni Brunn- stígs og Mýrargötu, hinn við Landakotsspítala við enda Ægisgötu. Nú er verið að rann- saka vatnið úr báðum þessum brunnum í rannsóknarstofu. Og það verður vitanlega ekki not- að ef það reynist ekki heilnæmt. Bók með listaverknm Jóns Meifssonarkemnfútídag ©g lIstamaHuB-inn opnar sýnlngn i Bfiátúaii á morgisiio í DAG kemur á 'forlagi “• ísafoldarprentsm. bók um Jón Þorleifsson listmál- ara. Er hún gefin út í tilefni þess, að listamaðurinn varð fyrir nokkru fimmtugur að aldri. Sigurður Einarsson dósent hefir tekið bókina saman í sam- ráði við listamanninn um val mynda í hana. En í henni eru 32 heilsíðumyndir og eru þær valdar aðallega með það fyrir augum að gefa almenningi hug- mynd um þróun listar Jóns Þorleifssonar undanfarinn hálf- an annan áratug, en elzta mynd- in er frá árinu 1936, „en þá tel ég sjálfur“, sagði listamaður- inn í viðtali við Alþýðublaðið í gær, ,að list mín verði sjálf- stæð og taki þroskandi stefnu“. Að öðru leyti eru og í bók- inni helztu og beztu myndir Jóns Þorleifssonar, landslags- myndir, composisjónir, andlits- myndir og svo framvegis. Sigurður Einarsson dósent hefir ritað ítarleganv formála fyrir bókinni og lýsir þar lista- manninum og listarþróun hans. Hefir Sigurður og skrifað skýr- ingar með öllum myndunum og segir þar frá því hvað fyrir listamanninum vakti, er hann samdi hverja mynd. Á sunnudaginn opnar og Jón Þorleifsson sýningu á lista- verkum sínum í vinnustofu sinni að Blátúni við Kaplaskjóls- veg. Verða^þar um 50 myndir, sem listamaðurinn hefir gjört á síðari árum og eru þær af ýms- um gerðum. Sýningin verður opin fram yfir páska á hverjum degi frá klukkan 11 fyrir há- degi og þar til klukkan 9 að kvöldi. Ýmsir munu minnast heim- sóknar formanns Menntamála- ráðs að Blátúni fyrir nokkru. Listamaðuririn sjálfur mun að minsta kosti seint gleyma þeirri heimsókn. Það er mátulega löng skemmtiganga vestur í Blátún í góðu veðri. Venjulega hafa list- sýningar verið hafðar um pásk- ana og það þarf ekki að efast um það, að í listasafni Jóns Þorleifssonar getur að líta feg- urð og f jölbreytni. En svo kom upp gamall brunnur undir gólfi gamla ís- hússins við Tjörnina, þar sem Háskólabíóið á að verða. Þar er verið að breyta öllu, svo að hægt sé að bjóða þar upp á kvikmyndasýningar.. Við þetta rask kom fram uppspretta og reyndist það gamall brunnur, sem fyrir áratugum var sótt vatn í. Vatnið úr þessum brunni verður og sent til rannsóknar. Bæjarverkfræðingarnir, sém hafa þessi mál með höndum,. vita um 42 brunna, sem voru notaðir áður en vatnsveitan var- lögð, en hún var lögð árið 1908. En alls munu brunnarnir hafa verið 100 að tölu. Ef vatnið reynist gott úr þeim brunnum, sem búið er að grafa upp,munu fleiri verða grafnir upp, og þeir þá valdir, sem hægast er að komast að og með tilliti til þess hvar þeir eru í bænum. Það er ekki nema eðlilegt að að menn spyrji: Hvers vegna er verið að þessu? Brunnarnir eru grafnir upp til þess að hægt sé að sækja þangað vatn, ef vatnsveitan eyðilegst í loftárásum, eða af öðrum hernaðaraðgerðum. ■ Það hefir margoft verið sagt hér í blaðinu, að þó engin ástæða sé til neins ótta, þá sé sjálfsagt, og skylt, að búa sig undir, hvað sem fyrir kann að koma. Ef það er ekki gert, ýérður ástandið miklu verra, en annars hefði þurft að véra: Það er allt af rétt að gera ráð fyrir hinu slæma, því að hið góða skaðar ekki, og allur er varinn góður. Og vonandi keiríur það ekki fyrir'- 'að' við þúrfum 'að standa við gömlu brunnanna með skjólur, eins. og Sæínundur með sextán skó, Hans Vöggur — og gömlu góðu vatnskerlingamar. ' ' L. 60 ára ■. ,er,.í dag’. •VilHj.álrniir' Sveinsson, prentari, Óðinsgötu 7.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.