Alþýðublaðið - 28.03.1942, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 28.03.1942, Blaðsíða 5
'Lawgardag'ur 2S. marz 1942. ALÞÝÐUBLAÐIÐ Lord Haw-Haw, brezki svik arinn, er útvarpar frá Berlin STRAX og ég hafði lokið út- varpsfréttaflutningnum, kom einn af loftvarnavörðum nazistanna og skipaði mér að fara í loftvarnaskýli. Ég reyndi að líta í bók, en ljósið var svo dauft, að það var ekki hægt. . Mér hundleiddist. Haw-Haw lávarður, og kona hans voru þarna inni, og þau stungu upp á því, að við færum út. Við læddumst fram hjá vörð- unum og komumst inn í neðan- jarðargöng. Þar gátum við dreypt á víni sem frú Haw-Haw hafði meðferðis. Haw-Haw get- ur drukkið eins og svampur, og hami er skemmtilegasti náungi, e£ maður getur gleymt því, að hann er föðurlandssvikari og landráðamaður. Þegar búið var úr flöskunni, langaði okkur ekki aftur inn í loftvarnabyrgið, svo að við fórum út og heim í her- bergi Haw-Haws. Hann dró gluggatjöldin frá og horfði á eldana. Við sátum þarna lengi í myrkrinu og ræddumst við. Haw-Haw, sem heitir réttu nafni William Joyce, neitar því, að hann sé svikari. Hann segist hafa lagt niður brezkan ríkis- borgararétt og gerzt þýzkur þegn, og að hann sé ekki frem- nr svikari en iþúsuglir brezkra og ameríkskra borgara, sem lögðu niður borgararéttindi sín og gerðust félagar í sovétríkjun- um, eða Þjóðverjarnir, sem flýðu land 1848 og fóru til Bandaríkjanna. Slíkar rök- semdafærslur nægðu mér ekki, en þær nægðu honum. ,,Við Þjóðverjs.r“, sagði hann. Hann er stór maður vexti, um fimm fet og níu þumlungar, með írskan augnasvip og örótt andlit, Örin hefir hann þó ekki fengið í einvígum í þýzkum há- skólum, heldur í fasistaupp- hlaupum á gangstéttum enskra borga. Hann talar þýzku ágæt- lega. Sennilega er það tvennt, sem hefir gert hann að nazista. Hann er æstur Gyðingahatari og enn fremur hatar hann auð- valdsmenn af öllu hjarta. Hefði hann ekki verið svona æstur Gyðingahatari, hefði hann get- að orðið ágætur kommúnista- trúboði. Þótt furðulegt megi heita, finnst honum nazisminn vera öreigastefna, sem muni frelsa heiminn undan oki auð- valdsins. Honum finnst hann sjálfur vera frelsari hinna vinn- andi stétta. Félagi Haw-Haws í svikunum er enskur leikari, Jack Trevor að nafni. Hann rekur brezkan útvarpsandróður fyrir Göbbels og er æstur Gyðingahatari, en er fjarri því að vera nokkur vin- úr öreiganna. Haw-Iiaw lávarður er af írsk- um ættum, fæddur í New York árið 1906. Hann las bókmennta- sögu og sálarfræði í háskólanum í London, og árið 1923 gekk hann í félagsskap brezkra fas- ista. Hann kveðst hafa unnið fyrir sér sem kennari eftir það. ALLIR þekkja Lord Haw-Haw, Englendinginn, sem sveik þjóð sína og hefir síðan styrjöldin hófst haldið áróðurs- ræður í þýzka útvarpið. Hér bírtist grein rnn hann og nokkra aðra quislinga, sem starfa við útvarpið í Berlín. Er greinin þýdd úr hinni heimsfrægu bók „Berlín Diary“ eftir William L. Shirer, sem var fréttaritari ameríkska Columbía útvarps- félagsins í Berlín og fékk því gott tækifæri til að kynnast mönnum þeim, sem störfuðu við þýzka útvarpið. Árið 1933 gekk hann í fasista- flokk Sir Oswald Mosley’s og varð einn af aðalræðumönnum og rithöfundum flokksins. Um , þrig'gja ára skeið var hann yf- j irmaður útbreiðslumálanna í flokki Mosley's. Hann kveðst •hafa farið úr flokki Mosley’s ár- ið 1923 sakir óánægju sinnar með skipulag flokksins. Þegar stríðið nálgaðist, kvaðst hann ekki hafa getað, samvizku sinn- ar vegna, barizt fyrir England, og fór því úr landi og hvarf til Þýzkalands í því skyni, eins og hann segir sjálfur: „að berjast hinni heilögu baráttu fyrir frelsi mannkynsins." í fyrstu álitu starfsmenn út- varpsins í Berlín ókleift að láta Haw-Haw tala í útvarp vegna þess, hve mikið nefhljóð er í rödd hans. En þó fór svo, að hann var notaður til þessa starfa. í fyrstu hlustaði fjöldi Englendinga á útvarpsræður hans, það er að segja þeir, sem voru orðnir þreyttir á stríðs- fréttunum og vildu fá að hlusta á léttara hjal. Og þeim fannst Joyce skemmtilegur. En ég býst við því, að nú orðið sé honum orðið ljóst, að enskir hlustendur taka hann ekki alvarlega. Hér má minnast á þriðja enska svikarann. Hann heitir Baille Stéwart og var áður her- deildarkapteinn. Seinna var hann dæmdur í fangelsi fyrir að selja erlendu ríki hernaðar- leyndarmál. Það var þýzk stúlka sem kom honum til að fremja þennan glæp, og þegar hann var' látinn laus, fór hann með henni til Þýzkalands. Fyrst flutti hann áróður gegn Bretum í út- varpið í Berlín, en seinna var hann látinn hætta því og vinnur nú við þýðingar í utanríkismála ráðuneytinu þýzka. Þá má einnig nefna Ameríku- mennina 3, sem reka þýzkan áróður í Berlínarútvarpið. Fred Kaltenbach frá Iowa er sennilega skásti náunginn af þeim, og.hann trúir í einlægni á nazismann og er óhræddur við að deila við nazistana, ef hann er þeim ekki sammála. Hann er sæmilegur útvarpsfyrirlesari. Ég hefi sniðgengið þessa þrjá náunga og hefi að eins séð Kalt- enbach einu sinni. Nazistunum finnst. hann vera full „ameríksk- ur“, en hann er tryggur nazisti og myndi sennilega deyja fyrir nazismann, ef þess þyrfti með. Annar ameríkski útvarps- áróðursmaðurinn er Edward Leopold Délany, sem gengur í Berlín undir nafninu E. d. Ward. Hann er misheppnaður leikari. Hann er æstur Gyðingahatari, en að öðru leyti er þetta sæmilegur náungi, enda þótt hann útvarpi því, sem nazist- arnir fá honum í hendur athuga- semdalaust. Þriðji ameríkski svikarinn er stúlka, Constance Drexel að nafni. Fyrir nokkrum árum vann hún við Philadelphiublað- ið Public Ledger. Að því er ég bezt veit, hafa nazistarnir mút- að henni, og hún er nú leigutól þeirra, sennilega vegna þess, að hún er eina konan í Berlín, sem hefir viljað selja þeim hinn ameríkska framburð sinn. Til þess að útvarpa á öðrum tungumálum hafa nazistarnir legt Balkanbúa, Hollendinga, Norðmenn, Spánverja, Araba og Hindúa. En einu sinni kom ó- væntur atburður fyrir. Nazist- arnir höfðu náð í Júgóslava til þess að flytja fyrir sig áróður í útvarpið, en þegar hann kom að hljóðnemanum, lagði hann handritið til hliðar og hóf ræðu sína á þessa leið: „Herrar mínir og frúr! Það sem þið heyrið nú frá Berlín, er eintómur þvættingur og lygar, og það skynsamlegasta, sem þið getið gert, er að skrúfa fyrir.“ Hann komst ekki lengra. Skömmu seinna sást hann fluttur í fangabúðir. Yítavert mis- rétti yfirmanna rafyeitunnar. Gefa sumn starfsfóiki sínu frí en ööru efcki. ÞAÐ er EINKENNILEGT hvað bæjaryfirvöltlunum er oft mislagðar hendur við sarfsfólk sitt. í gær var öllu starfsfólki raf- veitunnar, sem vinnur í skrif- stoíum hennar, við mælaeftir- lit og fleiru gefið frí vegna jarð- arfarar biskupsins, en línumenn og starfsfólk í geymsluhúsinu við Barónsstíg fekk ekkert frí. Línumennirnir vinna oft langa eftirvinnu, en þeir fá aldrei neitt eftirvinnukaup og myndi það þykja þunnur þrett- ándi ef um éinstaka avinnurek- endur væri að ræða. Þessi framkoma yfirmanna rafveitunnar í gær er alveg óþolandi og er þess að vænta að þeir láti ekki slíkt misrétti koma fyrir aftur. Myndin sýnir ameríkskan skriðdreka brjótast gegnum barrskó í Suður-Kalifomíu. i í Suður-Kaliforníu. Starrandi stúlka segir álit sitt á því hvers vegna svo fáir fara til Þingvalla á vetrum. STARFANDI STÚLKA“ skrif- ar mér á þessa Ieið: „Þann 26. þ. m. var greinarstúfur hér í blaðinu um Valhöll á Þingvöllum, þar sem höfundi þykir dálitið ein- kennilegt að ekki skuli fólk flykkj- ast til Valhallar jafnt að vetrar- sem sumarlagi. ER ATHUGASEMD þessi, frá mínu sjónarmiði, skrifuð alveg út í hött, vegna ókunnugleika höf., skilst mér. Það er ekki nóg fyrir okkur Reykvíkinga að vita, að Val- höll sé opin fyrir gesti til lengri og skemmri dvalar. Við verðum að komast þangað til að geta notið þar gistingar. En það er enginn hægð- arleikur fyrir þá, sem ekki eiga einkabifreið, nema með ærnum kostnaði, þar sem leigja verður bif- reið sérstaklega, sem flytur mann þangað. En það er líka undir hæl- inn lagt, hvort hún fæst, þ. e. a. s. smærri bifreiðar, því annaðhvort er aurinn svo mikill á veginum, að búast má við að bifreiðin sitji föst eða (í frostum) að skorningar séu svo djúpir og skarpir, að þeir geta valdið stórskemmdum á farartækj- um. Liggur þetta í því, hvað lítil umferð er um veginn. Er því ekki að undra, þó menn séu tregir að lána vagna sína á slíka vegi eða vegleysur. ÞANN 28. FEBR. síðastl. ákváð- um við þrjár stallsystur að dvelja á Þingvöllum þá um helgina, þar sem veður var þá afburða fagurt. Höfð- um við séð í dagblöðunum að Val- höll væri opin fyrir gesti. Höfðum við allar, eins og mun vera um flest vinnandi fólk í Reykjavík, að- eins helgina til umráða. En þá’ kynntumst við persónulega, eins og' svo oft áður, hvað áætlunarferðum úf Reykjavík er óhaganlega fyrir-- komið. Steindór er sérleyfishafi á Þingvalla-„rútunni“ og heldur hann uppi föstum ferðum tvisvar í viku, á miðvikudögum og sunnu- dögum. Frá Rvík kl. IV2 e. h. og frá Valhöll kl. 6 e. h. samdægurs. Er þar með frágangssök að nota sér áætlunarferðirnar. Spurðum við þá hvort þeir vildu leigja okk- ur lítinn bíl og skjóta okkur aust- ur. Svarið var þvert nei. „Við leggjum ekki smærri bíla á svo- leiðis vegi,“ sögðu þeir heiðurs- menn. EKKI VILDUM við gefast upp að svo stöddu og fengum loksins bifreið á ánnarri stöð, en það hygg ég frekar að hafi verið fyrir kunn- ingsskap. Held ég því hiklaust að óhagstæðar ferðir valdi því, hvað fáir heimsækja Þingvelli að vetr- arlagi, frekar en snjóleysið, því ef snjór er að verulegu leyti á Þing- völlum, stöðvast bílferðir yfir Mos- fellsheiði, svo Þingvellir yrðu miklu frekar endastöð en miðstöð fyrir skíðafólk, sem vildi leggja það á sig að ganga á skíðum yfir Mosfellsheiði, nema um lengri tíma sé að ræða. En það eru nú frekar hugsjónir en veruleiki. ÞÓ FÓLK VILDI taka nokltra daga af sumarleyfistíma sínum. finnst mér þar ekki af neinu að taka, þar sem aðeins er um 14 daga að ræða og færri hjá sumum stétt- um eða engin. Annars vil ég taka það fram, að þó því fylgi mikill kostnaður og umstang að komast til Þingvalla um vetrartímann, þá borgar það sig áreiðanlega, a. m. k. í veðri eins og var þann 28. febr. s.I. Þingvellir eiga sína töfrandi fegurð engu síður á mánakvöldum en sólskinsdögum. Þó er það eitt, sem einkennir þá sérstaklega að vetrarlagi, en það er kyrrðin, sem því miður er svo fátíð þar að sumr- inu. Það var líka eins og íslenzka gestrisnin nyti sín betur í'fólksfæð- inni. A. m. lt. hefi ég ekki fyrr fundið mig eins og eiga heima í Valhöll. ÞAÐ ER ÞVÍ MÍN SKOÐUN, að þýðingarlítið sé að hafa opnar greiðasölur út um landið til að Frh. á 7. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.