Alþýðublaðið - 28.03.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.03.1942, Blaðsíða 7
Laugardagur 28. inarz 1942. " " "■ •••> ríV. ■ • iBærinö í dag. ] ‘ '; ■ • i-.í* ,/I-n • ,-(,.; ■ ‘, Næturlæknir er Karl Jónsson. ■ í í'rj ■ ; i, ■ Laufásvegi 55, sími 3725. Næturvörðin: ér í Ingólfs-Apó- teki. iL'! •*■•: ÚTVARPID: 12.15 Hádegisútvárp. 13.00—15.30 Bændavika Búnaðar- félagsinsi:,.gja Pálmi Einars- son ráðun.:, Nútímaviðhorf í rækturiarmalum. b) Sveinn Tryggvason, mjólkurfr.: Smjörframleiðsla. c) Gunn- laugur Krístm.sson, sand- græðslustjóri: Tilviljun og tækni. d) Bjarni Ásgeirs- son, form. Bf. ísl. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Enskukennsla, 1. fl. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka Búnaðarfélags íslands. 22.00 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Gullna hliðið • verður sýnt annað kvöld. S.A.R.-dansleikur verðúr í Iðnó í kvöld og hefst kl. 10. Hljómsveit hússins leikur. M.A.-kvartettinn. Vegna áskorana ætlar M.A.- kvartettinn að syngja í kvöld kl. 11.30 í Gamla Bíó. Við hljóðfær- ið er Bjami Þórðarson. Dómur fyrir víxilfölsun. f fyrradag var maður dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðs- bundið, fyrir víxilfals. Hafði hann falsað nafn hálfbróður síns á 650 króna víxil. Norrænum hljómleikum, sem Norræna félagið ætlaði að gangast fyrir n.k, sunnudag, verð- ur frestað af óviðráðanlegum á- stæðum til sunnudagsins 12. apríl. Fríkirkjan. Barnaguðsþjónusta kl. 2. Síra Árni Sigurðsson. Engin síðdegis- messa vegna safnaðarfundar. Leiðrétting. í frásögn blaðsins í gær af sundmóti K.R. misritaðist eitt nafnið. Stóð Árni Guðmundsson, en átti að vera Ari Guðmundsson. Stúdentaráð mælist til þess, að stúdentar komi saman við háskólann í dag kl. 1 og mæti við jarðarför Gunn- ars Einarssonar. Hallgrímsprestakall Kl. 10 á morgun sunnudaga- skóli í gagnfræðaskólanum við Lindargötu, kl. 11 barnaguðsþjón- usta í Austurbæjarskóla, séra Jakob Jónsson, kl. 2 guðsþjónusta á sama stað, séra Sigurbjörn Ein- arsson; (tekið samskot til kristni- boðs). HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. Reykvíkingar geti notið þar hvíld- ar í frístundum sínum, nema að bifreiðastöðvar sjái, sér fært að halda opnum leiðum að þeim á hagkvæmum tímum. ANNARS VIRÐIST það ékki vera heillandi fegurð náttúrunnar, sem rekur fólk út úr borgarys og innisetum, heldur snjór, ef hægt er að fará á skíði, og jafnvel þó ekki sé hægt áð stíga á þau vegria snjóleysis, er eins og fólki sé hug- arléttir að bera þau á öxlunum ef það freistar þess að ganga á auðri jörð til fjgíla að vetrarlagi, ef það skyldi sjá einá og eina fönn á stangli. Margir/hreyfa sig ekki allt sumarið af því þá eru þeir alveg vonlausir um að sjá snjó, bíða heldur tii næsta vetrar (undan- skiliri sumarleýfi). Þá er þó frek-, ar von urn áð*geta stigið á skíði.“ Hannes á horninn. RÆÐA EMILS JÓNSSONAR. | Frh. af 6. síðu. hæstv. ríkisstjórnar kemur einnig glöggt fram í þessu fjár- lagafrumv. fyrir 1943, og það er að í því er gert ráð fyrir að verðtollurinn hækki úr 5,5 millj., sem gert er ráð fyrir í f járlögum yfirstandandi árs í 10 milljónir, eða nálega helmingi hærri upphæð, eða til samræm- is við reynsluna frá síðasta ári. Ekki eitt augnablik virðist það hvarfla að hæstv. ríkisstjórn að lækka eitthvað af þessum toll- um, t. d. tollinn af stríðsfarm- gjöldunum svo eitthvað sé nefnt. ” Auðvitað væri hér hið upp- lagðasta tækifæri að lækka til verulegra muna dýrtíðina í landinu með tollalækkunum, vegna þess fyrst og fremst að ríkissjóður þarf ekki á öllum þessum tekjum að halda. Tekjustofnar ríkissjóðsins eru yfirleitt allir — eða að minnsta kosti flestir -— ákveðnir í erf- iðu árferði, þegar allt hefir orð- ið að kría inn, sem hægt hefir verið, til að mæta hinum nauð- synlégustu útgjöldum. Er þá nokkur goðgá að mönnum detti það í hug, í öðru eins veltiár- ferði og peningastraum eins og nú gengur yfir landið, hvort ekki sé unnt að lækka eitthvað tolla á nauðsynlegustu vöruteg undum og aðra þá tekjustofna ríkisins, sem harðast koma nið- ur á þjóðfélagsþegnunum? Mér finnst það ekki, og áreiðanlega verður að athuga það vel og vandlega áður en til fulls er frá fjárlögunum gengið. Og svo má líka spyrja: Ef hæstv. ríkisstjórn ætlar nú að nota alla þá tekjustofna, sem til voru tíndir á erfiðleikaárun- um, til hvers ætlar hún þá að grípa, þegar aftur harðnar í ári? Ef hæstv. ríkisstjórn er hrædd við að hafa of mikla peninga í umferð hjá almenningi vegna verðbólgunnar, sem af því kynni að skapazt, eru ýms ráð til, til að bæta úr því, önnur en að taka féð af almenningi í rík- issjóðinn — t. d. skyldusparnað- ur og ef til vill fleira. Og svo kemur Sjálfstæðis- flokkurinn og vill telja almenn- ingi trú um, eins og núna við bæjarstjórnarkosningarnar síð- ustu, að hann sé sá flokkur — og sá eini flokkur, sem telji hagsmunum þjóðarinnar bezt borgið með því að geyma féð í vösum borgaranna sjálfra — en vill svo um leið pressa aura úr vösum þeirra með hallæristoll- um af nauðsynjavörum. Ýmislegt fleira mætti um fjárlagafrv. þetta segja, en til þess er engihn tími og verð ég því að láta þetta nægja. Að síðustu vil ég aðeins segja þetta: Sjálfstæðisflokkurinn hefir oft haldið því fram, að hann hafi verið kallaður til sam- stjórnar með Alþýðuflokknum og Framsóknarflokkhum, þegar allt var að komast í fjárhagslegt þrot hjá ríkissjóði. Og nú mætir fjármálaráðherra þess flokks með tekjuafgang upp á 7 millj. kr., svo fljótt\á litið virðist vera nokkuð til í þessu og Sjalfstæð- isflokkurinn hafi virkilega bjargað fjárhag landsins, eins óg háiín héldur fram. En ég' ‘hygg að ljómirin fári af þessu ALfrYÐUBUkZ:& björgunarafreki þegar þess er gætt: 1. Að tekjuöflunin — og þá tekjuafgangurinri — er á engan hátt orðinn til fyrir þeirra at- beina sérstaklega. 2. Að gjöld ríkissjóðs hafa undir þeirra stjórn farið allt kð 77 % fram úr áætlun. 3. Að þessi hæstv. ríkisstjórn, og þá sérstaklega Sjálfstæðis- flokkurinn, hefir vanrækt allt það, sem alþingi fól henni að gera í dýrtíðarmálunum, nema það eitt að innheimta 10% við- aukann á tekju- og eignaskatt- inn og þannig búið til tekjuaf- gang, sem raunvérulega var ráðstafað til annars. 4. Að stefnan virðist vera sú, , að halda við öllum tollum og sköttum af nauðsynjavörum, en hika við að bera fram tekju- skattsfrumvarpið, þangað til komið er fram á síðari hluta þingtímans, sem sýnir að minnsta kosti að forystan er ekki örugg á þessu sviði, að ekki sé meira sagt. ÚTFÖR BISKUPSINS (Frh. af 2. síðu.) dráttum yfirlit um kirkjuleg störf hans. Sbrúðganga prest- anna. Að lokinni ræðu biskups var haldið til kirkjugarðs. Fulltrú- ar frá bæjarstjórn Reykjavík- ur höfðu borið kistuna í kirkju — en nú báru prestar hana út. 27 prestar gengu í klerklegum skrúða fyrir kistunni í kirkju- garð, en alls var 31 prestur í skrúða við útförina. Athöfninni var útvarpað, og bæjarstjórn Reykjavíkur heiðr aði minningu þessa merka borgara með því að kosta út- förina. Ténleikar Tóniistar- félaasins. MARGIR unnendur tón- listarinnar hafa spurt undanfarið: „Hvenær verða næst tónleikar Tónlistarfélags- ins?” Og nú loks kemur svarið: Á sunnudaginn kemur, 29. marz kl. 2 í Gamla Bíó verða hljómsveitar-hljómleikar. Á þessum tónleik mun verða flutt Serenade fyrir strok- hljómsveit eftir tékkneska tón- skáldið Anton Dvorak. Sjálf- sagt það erfiðasta, sem hljóm- sveitin hefir leikið til þessa. En’ það hefir reynst svo, að því erfiðara sem verkefni hljóm- sveitarinnar hafa verið, því meiri alúð hefir stjórnandinn dr. Urbantschitsch og hljómsv.- mennirnir lagt við það, svo að segja má, að hún hafi eflzt við hverja raun. í því sambandi má minnast á síðustu hljómleika Tónlistar- félagsins, sem sé desember- hljómleikana, en þá var flutt symphonie og fiðlúkonsert eft- ir Mozart, sóló fiðluna lék Björn Ólafsson. Öllum kom saman um, að það hafi verið með beztú hljómleikum Tón- •listafélagsins. • ■ Ennfremur verður á sunnu- NIKOLAJ IIANSEN hjúkrunarmaður, andaðist 27. þ. m. Aðstanrfendur. f Við þökkum innilega auðsýnda samúð við aridlát og jarðaföir LÁRUSSÍNU LÁRUSDÓTTUR FÉLDSTED Fyrir hönd okkar, tengdabarna, stjúpbarria óg barnabarna, systkina og vandamanna. Einar Friðriksson. Pétur H. Salómonsson. Tryggvi Salómonsson. Lúther Salómonsson. Guðrún Salómonsdóttir. Lárus Salómonsson. Gunnar Salómbnsson. Haraldur Salómonsson,. Bankarnir veröa lokaðir laugardaginn fyrlr páska Athygli skal vakin á því, að víxlar sem falla í gjalddaga þriðjudaginn 31. marz, verða afsagðir miðvikudaginn 1. apríl, séu þeir eigi greiddir eða framlengdir fyrir lokunartíma bankanna þann dag. LANDSBANKI ÍSLANDS. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS. ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS h.í. Vegna Jarðarfarar verður skrifstofum og verksmiðju okkar lokað frá fel. 12 a bááegi. DÓSihverksmiðjan h.f. SIGLINGAR milli Bretlands og íslands halda áfram eins óg að undanförnu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynn- ingar um vörusendingar sendist Culliford & Clark Ltd. BRADLEYS CþlAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. d. fluttar konzertvariationir eftir Cesar Frank fyrir flygel með hljómsveitarundirleik, — sólóhlutverkið annast Rögnv. Sigurjónsson. Og að lokum Le Arresienne suit eftir Bize, fag- urt hljómsveitarverk. Það er leitt til þess að vita, að vegna húsnæðisvandræða er ekki hægt að endurtaka þessa hljómleika, þó vitað sé að mikið fleiri en styrktarfé- lagar Tónlistarfélagsins vildu fá tækifæri til að hlýða á þá fáu hlj ómsveitarhl jómleika. sem hér eru fluttir. Það þarf ekki að fjölyrða um hve tínv inn hálf tólf að nóttu er Öllum hvimleiður til hljómleikahalds. H. G. Læknablaðið, 9. tbl. er nýkomið út. Efnis Handhæg aðferð til 'nærlngar- rannsókna í héruðum, eftir Bald- m- Johnsen héraðslækni. Ritfregnt íslenzk líffæraheiti, eftir Guðm. Hannesson, Minningargrein um Þórð Edilonsson héráðslækni. Úr erelndum læknaritum, eftir G. H. o. fl. Ritstjórar eru: Jóhann Sao- mundsson, Jón Steffenssn og Júl- íus Sigurjónsson,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.