Alþýðublaðið - 31.03.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.03.1942, Blaðsíða 3
Í»riðjudagur ... IU. 31. marz 1942. ALÞÝOUBLAÐiÐ fá fulla orn. Bús Ranða kross ins verður við Sundhollina HÚlSI því, sem Rauði kross Bandaríkjanna hefir í hyggju að byggja hér í bænum og afhenda síðan, að stríðinu loknu, Rauða krossi íslands, hef- ir verið ætlaður staður á horni Barónsstígs og Egilsgötu. Á fundi, sem haldinn var í gær í bæjarráði Reykjavíkur, var tekið fyrir bréf það, sem Rauði kross íslands hafði sent bæjarráðinu, þar sem hann fer. fram á, að Rauða krossinum verði fengin lóð endurgjalds- laust undir nefnt hús. . Var á fundinum samþykkt, að að Rauði krossinn fengi lóð und- ir húsið á horni Barónsstígs og Egilsgötu, sunnan við Sundhöll Reykjavíkur undir væntanlegt skemmtihús Rauðakross Banda- ríkjanna fyrir hermennina, en með því skilyrði þó, að húsinu verði, þegar þar að kemur, að- eins ráðstafað í samráði við bæj- arstjórn Reykjavíkur. Skipulagsnefnd bæjarins hafði fengið þetta mál til með- ferðar, áður en bæjarráð tók það til umræðu og neitaði nefndin um leyfi til þess, að húsið yrði reist á Arnarhóli, en aðilar munu helzt hafa óskað, að hús- inu yrði úthlutuð lóð þar. Sjligor haíBSlfli' maður lendir i brakBingBm. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins, Höfn í Hornafirði í gærkveldi. FÖSTUDAGINN 27. marz fylgdi Björn Eymundsson, hafnsögumaður, færeyskum fisktökuskipum út fyrir Horna- fjarðarós á litlum árabáti. Um kl. 5 síðdegis var hann aftur kominn inn fyrir ósinn. Sá hann þá skip úti fyrir, sem hami hugði vilja komast i höfn. Lagði hann því út aftur. En er hann náði skipinu, kom í Ijós, að hann hafði fylgt þessu skipi út fyr um daginn. Enda þótt Björn hefði vakað tvær undanfarnar nætur og óð- um dimmdi af nóttu og veður 'versnaði með stormi og hríð, vildi Björn þó ekki tefja skipið með því að láta það taka sig inn fyrir ósinn, heldur réri einn til lands á bátkríli sínu. Dimmdi uú fljótlega, svo að hann sá eng. vita og tók því það ráð að láta reka til hafs. Rak hann þannig alla nóttina x hinu versta veðri, þar til hann rakst á færeyskt fiskiskip, Silversprey, og komst í það um kl. 9 um morguninn. Kom hann svo í land daginn eftir með mótorbáti, sem fisk- aði á þessum slóðum. Var hann Stofnuð verða Bandarfki Indlands, sem verða samveldisland Breta. Indverjar fá fulltrúa i stríðs- stjórninni og Kyrrahafsráðinu. ■ ■■■ ♦... Ræða Sfr Stafford Gripps í gær. -------♦------— T ILLÖGUR brezkú stjórnarinnar í Indlandsmálunum hafa nú verið birtar. Indverjar fá algera sjálfstjórn og verða sambandsríki me:ð sömu réttindum og Astralía, Nýja Sjáland, Kanada og Suður-Afríka. Munu hin ýmsu ríki landsins mynda ríkjasamband á sama hátt og er í Suð- ur-Afríku og Ástralíu. Það verður fengið í hendur Indverj- um sjálfum að semja stjórnarskrá landsins og þau ríki, sem ekki vilja ganga að henni, þurfa ekki að ganga í sambandið, en munu þó engu síður fá fulla sjálfstjórn. Bretar munu að líkindum gera samning við þing Indverja, sem setur stjórn- arskrána, um réttindi þjóðernisminnihlutanna, sem eru all- margir og fjölmennir. Þetta mun þó ekki geta komið til framkvæmda fyrr en eftir stríðið og því aðeins, að Indverjum takist að ná sam- komulagi sín á milli um tillögur Breta. Sir Stafford Cripps tilkynnti efni tillagnanna í New Delhi í gær, en ávarpaði síðan indversku þjóðina og skýrði tillögurnar. Þá tilkynnti hann, að Ihdverjar mundu fá fulltrúa í stríðsráðinu og Kyrrahafsráðinu og þeir mundu hafa eigin fulltrúa við frið- arsamningana eftir stríðið. Sir Stafford sagði, að það væri innileg ósk hrezku þjóðar- innar, að Indverjar fengju full- komna sjálfstjórn og stjórnar- skrá, sem þeir sjálfir settu, Það væri enn fremur ósk hennar, að Indverjar taki þátt í endurreisn- inni eftir stríðið, jafn réttháir og Bretar sjálfir og öll hin sam- veldislöndin. Ef full samvinna tækist nú milli Indverja og Breta munu horfurnar um vörn landsins hatna til muna. Bretar hafa her- stjórn landsins áfram á hendi, en að stríðinu loknu munu her- ir þeirra hverfa úr landinu. Sir Stafford sagði að lokum, að Indland væri í hættu og sam- eiginlegt átak gæti eitt hjargað landinu. Það riði því á, að Ind- verjar legðu sig alla fram við hlið Bandamanna, þar til sigur væri unninn. Leiðtogar Indverja ræddu til- lögur Breta allan daginn í gær. Er húizt við, að í dag muni for- ingjar tveggja aðalflokkanna, Nehru og Jinnah, gefa út yfir- lýsingar um málið. Ymsar íréttir. Beaverbróok lávarður hefir haldið ræðu í Florida í Banda- ríkjunum, þar sem hann er nú sér til heilsubótar., Sagði hann, að baráttan í Rússlandi væri ein mikilvægasta, sem siðmenning- in nefði náð. * Harðar orustur geisa enn í 'Rússlandi, og hefir Rússum veitt betur í viðureignum við Kalinin. Þá hafa fallhlífarsveit- ir þéirra enn gert hinn mesta ó- skunda í liði Þjóðverja við Smo- lensk. * « Japanski herinn, sem sækir til Moresby yfir þvera Nýju Guineu, hefir orðið að snúa aft- ur til ; norðurstrandarinnar vegna mikilla flóða. * Brezka flotamálaráðuneytið hefir tilkynnt, að 5400 smálesta beitiskipi brezku hafi verið sökkt. furðu hress, en sagðist þó ekki óska eftirmanni sínum slíkrar nætur, sem hamn hefði haft. Mun hann þó ekki jafn góður eftir hrakninginn, enda skammt síðan hann bjargaðist nauðu- lega frá drukknun og helkulda, er hann féll í sjóinn við að fylgja „Esju“ út Hornafjarðar- ós. Björn er orðinn nær sjötugur að aldri. Átta mótorbátar hófu leit að Birni umrædda nótt, en enginn kom auga á bátkríli hans, enda þótt hann sæi þá og reyndi að gefa þeim merki með því að kveikja ljós og kalla'. Var hann ■almennt talinn af og hafin leit daginn eftir á fjörum. Knútur. Arásin á St. Nazaire heppnaðist vel. LJÓSMYNDIR, sem brezkar flugvélar hafa tekið af höfninni, í St. Nazaire, taka af allan vafa um það, að árásin, sem Bretar gerðu á hana, tókst fýllilega, og stærsta skipakví, sem Þjóðverjar höfðu til um- ráða utan Þýzkalands, og sú eina, sem rúmar von Tirpitz, er skemmd svo alvarlega, að hún verður ónothæf að minnsta kosti eitt ár . Tundurspillirinn, sem sigldi á skipakvína og sprengdi hana í loft upp, sést ekki meir og mun hánn vera sokkinn í mynni kví- arinnar. Fundnr Kjfrrahafs- ráðsins i Washington ROOSEVELT tilkynnti í gær, að Kyrrahafsráðið mundi koma saman á fund í Hvíta húsinu á miðvikudag. Munu fulltrúar frá Ástralíu, Nýja Sjálandi, Hollenzku ný- lendunum, Kanada, Kína, Bret- landi og Bandaríkjunum mæta þar. Er þetta fyrsti fundur ráðs- ins, en samsvarandi ráð hefir komið saman í London. Roose- velt sagði í gær, að það væri að- eins hægt að vinna þetta stríð með sameiginlegu átaki. Skattaframvarpið er loksins komið. H EÐ NÝJA skattafrum- varp Framsóknar- og 5já Ifstæðisflokksins, sem rík- J istjórnin hefir nú legið yfir í tyo mánuði, var loks lagt fram á alþingi í gær. Frum- varp þetta muh verða tekið til athugunar hér í blaðinu á morgun. Barizt nn hverja götn í Tongoo í Bnrma. K ÍNVERJAR berjast enn % Tongoo í Burma, þótt Jap- anir sæki að borginni með ofur- efli liðs. Er talið, að Kínverjar hafi til varnar um 8000 manns, en Japanir sæki að með um 25 000. Þar að auki hafa Jap- anir mikinn flugher sér til að- stoðar, en minna: kveður ac.( slíku hjá Kínverjum. Japanir hafa náð a sitt vald helmihgi borgarinnar, en barizt er um hverja götu. Á öðrum stað Burmavígstöðv- anna hafa Kínverjar tekið þrjú þorp úr höndum Japana. Við Irrawadiána sækja Japanir nú fram með stóran her, en þar hefir enn ekki komið til stóror- ustu. Þó mun hafa komið til bardaga milli Japana og véla- hersveita Breta. Merki var í gær gefið í Col- ombo á Ceylon um að hætta i væri á loftárás. Skömmu síðar var þó tilkynnt, að hættan væri liðin hjá. Er þetta í fyrsta sinni, sem hættumerki eru gefin á Ceylon. * Brezkar flugvélar hafa gert miklar árásir á skipalestir Þjóð- verja við strendur Noregs og Danmerkur. Sökktu þær að minnsta kosti tveimur skipum, en gerðu árásir, sem ókunnugt er um árangur af, á mörg önnur. \ Fallbyssa á Hawaii. Hér sjáið þið fallbyssu á Hawaii og fylgir myndinni sú skýring, að skytturnar séu vel vak- andi, enda segir kínverska máltækið: Gabbaðu mig einu sinni og skammast þú þín, en gabb- aðu mig tvisvar og skammist ég mín.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.