Alþýðublaðið - 01.04.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.04.1942, Blaðsíða 7
rt|!i Miðvikudagur 1. april 1942. ALÞÝÐUBLADIÐ ,MÍ!vl Íl'ípi ayjplÉtfiKyaí:'® I -w- -w-— - ^1 -^0r- wgv-W-. - wv--.-w.-T jBærinn í dagj 1 ’ 4% ^ ‘ ; i * í' ! f’' vJ 1 Næturlæknir eir Karl Jónasson, iÆufáavegi 55, simi 3925. Næturvörður er í Laugavegs- apóteki. ÚTVARPIÐ: 12,15 Hádegisútvarp. 12,55 Enskukermsla, 3. fl. 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 1. fl. 19,00 Þýzkukennsla, 2. fl. 19,25 Þingfréttir. 80,00 Fréttir. 20.30 Unj íþróttir í skóliun ('..). 20,45 Dr. Helgi Péturss sjötugur (Jóhannes Áskelsson, form Náttúrufræðafélags íslands) 21,05 Erindi: Oddur íögmaður (dr. Björn K. Þórólfsson). 21.30 Úr Alþingisrímunum (Vil- hj. Þ. Gfslason); 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Háskólafyrirlestur. Prófessor Ásmundur Guðmunds- son flytur fyrirlestur í hátíðasaln- um, á skírdag kl. 2 e. h. Efni: Skír- dagskvöld. Öllum heimill aðgang- ur. Hallgrimsprestakall. Messur um bænadagana: Á skír- dag klukkan 2 messa í Austurbæj- arskólanum, sr. Sigurbjörn Einars- son, á föstudaginn langa klukkan 2 síra Jakob Jónsson. Dánarfregn. í fyrradag lézt að Vífilsstöðum eftir langa vanheiísu Helga Jónína Gísladóttir (Magnússonar), Brá- vallagötu 8. Trúlofun. Nýlega opinberuðu trúlofim sína Guðbjörg Einarsdóttir, Hofs- vallagötu 23, og Rágnar Svein- bjömsson matsveinn frá Stykkis- hólmi. Starfsmannablað Reykjavíkur er nýkomið út. Efni: Bæjarminni, eftir Sigurð Grímsson, Söngur starfsmanna, Bandalag starfs- manna ríkis og bæja o. m. fl. Einmenningskeppni í fimleikum fór nýlega fram innanfélags í K.R. Hlutskarpastur varð Anton B. Bjömsson og er hann fimleikameistari K.R. þetta árið. Var keppt um fagran skjöld, sem K.R. var gefinn af íþrótta- klúbbi skemmtiferðaskipsins „At- lantis“ fyrii nokkrum árum. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Ragna Bjömsdóttir, Grettisgötu 7, og Ólafur Guð- bjömsson sjómaður, Ásvallagötu 61. Nessókn. Skírdagur: Barnaguðsþjónusta í Mýrarhúsaskóla kl. 11 f. h. Barna- guðsþjónusta í Skerjafirði kl. 2 e h. — Föstudagurinn langi: Messað í Mýrarhúsaskóla kl. 2% e. h. og í Skerjafirði kl. 5 e. h. Skákþing íslendinga verður að þessu sinni háð hér í Reykjavík og hefst fimmtudaginn 2. apríl (skírdag) í Kaupþingssaln- um. Núverandi skákmeistari fs- lands er Baldur Möller, cand. jur. Hefir hann ásamt ýmsum fleiri meisturum tilkynnt þátttöku sína í mótinu. Aðalfundur Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis var haldinn 26. þ. m. Fyrir fundinum lágu endurskoðaðir reikningar sjóðsins fyrir árið 1941, og voru þeir samþykktir í einu hljóði. Enn fremur gerði formaðm' sjóðsins, hr. bæjarstjómarforseti Guðmundur Ásbjömsson, grein fyrir starfsemi sjóðsins á síðasta ári. Stjórnarkosning fór þannig, að kosningu hlutu Guðmundur Áá- björnsson bæjarstjórnarforseti, Jón Ásbjörnsson hæstaréttarmálafl.m. og Ásgeir Bjamason bókari. Á- byrgðarmehn "-létu í ljós ,ánægju sína yfir velgengni sjóðsins og þökkuðu stjórúinni vel unnið starf. 8ssiíte:: Mji L Priscilla Lane og Jack Cummins lliiÍiÍllliSiIllÉll Þið kannist vafaláust við þau bæði úr kvikmyndunum, og eins og við er að búast í Hollywood, hafa þau ekki stundlegan frið fyrir ljósmyndurunum. Þegar það fréttist, að Jack hefði heim- sótt hana. í kvikmyndasalina, var ekki að sökum að spyrja, blöðin gáfu ótvírætt í skyn, að hér væri eitthvað á seyði. Einu staðfestu fréttirnar eru þó þær, að Priscilla hefir nýlega slitið trúlofun sinni og ritstjóra eins, John Barrys að nafni. Lannasbatinrinn. Frh. af 2. síðu. 18 ára úr kaupstöðum, sem vinna að landbúnaðarstörfum, gegn því að hlutaðeigandi bæj- arsjóður greiði einn fjórða verðlaunanna. Unglingarnir skulu hafa vinnubók, sem hús- bændur þeirra eiga að rita álit sitt í. Ríkisstjórnin á svo að setja ákvæði um það, eftir hvaða reglum verðlaunin skuli veitt. Virðist hér um það eitt að ræða, að spara kaupgjalds- greiðslur sveitabænda. Loks samþykkti Búnaðarþingið á- skorun til alþingis um að sam- þykkja viðaukatillögu þá, sem fylgir frumvarpi til laga um eft- irit með ungmennum, en í henni segir meðal annars: „Meðan erlent herlið dvelur í landinu, er ungmennum innan 18 ára aldurs óheimilt að stunda aðra atvinnu en landbúnaðar- störf og sjómennsku, utan þess bæjar- eða sýslufélags, sem þau eiga lögheimili í. Þó getur hér- aðsdómari veitt leyfi til annarra starfa utan þessara svæða, ef dvalarstaður er ákveðinn og fyrir liggur umsögn hlutaðeig- andi barnaverndarnefndar um málið.“ Eins og menn sjá af þessum samþykktum, er hér um að ræða undirbúning fáheyrðrar árásar á verkalýðinn í landinu, sem þó að vísu ekki mun koma neinum á óvart eftir kúgunarlög Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokksstjómarinnar í vetur. Hefir þó aldrei fyrr heyrzt að nokkrum dytti í hug, að stjórn- in tæki sér slíkt einræðisvald yfir öllu vinnuafli í landinu, eins og ætlazt er til með þess- ari allsherjarvinnumiðlunar- skrifstofu ríkisins, banni við því, að menn ráði sig á annan hátt i vinriu hjá setuliðunum en Jfe ' áS~'ir "" H. SLYISAVARNAFÉLAGIÐ Framhald af 2. síðu. Fyrir Vestfirðingafjórðung: Finnur Jónsson, ísafirði. Fyrir Norðlendingafjórðung: Þorvaldur Friðfinnsson, Ólafs- firði. Fyrir Austfirðingafjórðung: Óskar Hólm, Seyðisfirði. Fyrir Sunnlendingafjórðung: Gísli Sveinsson, Vík. í varastjórn voru kosin: Friðrik Ólafsson, Sigurður Ólafsson, Sigurjón Einarsson, Hafnarfirði, Guðm. Jónsson, Reykjum, María Maack, Jó- hanna Símonardóttir, Öafnar- firði og Jón Þorleifsson. Fyrir Vestfirðingafjórðung: Jóhannes Guðmundsson, Tálkna firði. Fyrir Norðlendingafjórðung: Steindór Hjaltalín, Siglufirði. Fyrir Austfirðingafjórðung: Theódór Blöndal, Seyðisfirði. Fyrir Sunnlendingafjórðung: Sylvía Guðmundsdóttir, Vest- mannaeyjum. í gegnum hana og átthagafjötri á ungu fólki undir 20 ára aldri Það er líka ný hugmynd, að leggja launaskatt, hvorki meira né minna en Í5%, á nokkurn hluta verkalýðsins, þann, sem vinnur hjá setuliðunum, og verður hún varla skilin á annan hátt en þarin, að með því eigi annaðhvört að fæla menri frá allri vinnu hjá setuliðunum, eða að síðar meir sé fyrirætlunin að lækka laun allra hinna til sam- ræmis við þessa kauplækkun hjá þeim, sem vinna hjá setu- liðunum. Er allur þessi málatilbúning- ur Búnaðarþinginu til háborinn- ar skammar, og furðulegt, að það skuli láta sér detta í hug, að annað \eins verði samþykkt og gert áö lögum á alþingi. Alúðar þakldr fyrir auðsýnda samúð við t og jarðarför séra ÞORSTEINS ÁSTOÁÐSSÖÍÍAR. ......... ; y" '-‘fcitlíkp• ■■■' ■■■; Geirþóra Ástróðsdóttir, Hannes, Ástráðsson, Guðm. Kr. nssom Hér með tilkynnist, að faðir okkar og tengdafaðir, Hannes Jóhannsson, • . andaðist 31. marz. Anna Hannesdóttir. Gísli Guðmundsson Kristjana Hannesdóttir. Sigurður Guðmundsson. Braskið með stríðs- grððann. Frh. af 2. síðu. refirnir skornir. Er því beinlínis verið að stuðla að því að félögin greiði út sem mest af stríðsgróð- anum og þannig aukið á hætt- una á frekari verðbólgu í stað þess að draga úr henni. Að sama marki miðar sú hreyting að nema úr lögunum þær hömlur, sem settar voru inn í þau í fyrra um að ekki mætti verja fé varasjóðs til þess að kaupa eignir óviðkomandi rekstri félaganna. Hér eftir má setja varasjóði útgerðarfélaga í jarðabrask, í verzlunarfyrirtæki o. s. frv. og hvers konar annað brask, aðeins mega eignirnar ekki vera keyptar óeðlilega(!) háu verði. Er það nú speki! Þarna hefir nú brjóstvit Skúla og Eysteins notið sín, því sjálf- sagt eiga þeir þessa hömlu á fjáraflastarfsemi Ólafs Thors. Eignaskattnr aS hlntabréfam. Og svo kemur lítil, falleg rús- ína í pylsuendanum, svolítill sætur biti handa stríðsgróða- mönnunum. Þeir, sem flett hafa útsvars- skránni undanfarin ár, hafa tekið eftir því, að í fyrra greiddu ýmsir menn, sem áður höfðu verið taldir eignalitlir eða eignalausir, talsvert háan eignaskatt. Má til dæmis nefna þá Thorsbræður, sem greiddu þetta frá 3000—12 000 kr. í eignaskatt hver. Ástæðan er sú, hversu mjög hlutabréf stríðs- gróðafyrirtækjanna hafa hækk- að í mati eins og eðlilegt er, þar sem mörg félögin hafa grætt margfalt hlutaféð, sbr. söluna á „Fjallfoss“, þegar hlutabréfin voru seld við þrítugföldu nafn- verði. Nú kemur ósköp sakleysisleg hreyting við fyrri málsgr. e-lið- ar 19. gr. laganna, er orðast svo: „Hlutabréf skulu talin með i nafnverði, ef hlutafé er óskert, en annars með hlutfallslegri upphæð, miðað við upphaflegt hlutafé:“ Og um þessa grein segir ósköp sakleysislega í greinargerðinni: „Með þessari grein er komið í veg fyrir þá tvísköttun á eign í hlutafélög- um, sem átt hefir sér stað.“ Það er svo sem ekki verið að dylja neitt fyrir almenningi. En hreytingin þýðir samt í öllu sínu sakleysi, að eigendur voru seld á 30 þús. kr. hvert 1000 kr. hlutabréf, hefðu aðeins átt að greiða eignaskatt af rétt- um og sléttum 1000 krónum. Engin tvísköttun á stríðsgróð- anum! HandbDattleiksniót sbólanna. ¥ INDSMÓTINU í hand- *-*knattleik, sem staðið hef- ir yfir undanfarið, er nú lokið. Fóru fram úrslitakappleikir í fyrrakvöld. í meistaraflokkx sigraði Valur Víking með 19 mörkum gegn 13 og í fyrsta flokki sigraði Í.R. Val með 30:- 16, og í öðrum flokki sigraði Ármann .Hauka .með .10:5 mörkum. Sama daginn og mót- inu lauk hófst annað athyglis- vert handknattleiksmót, sem skólar bæjarins taka þátt í. Sýna þessi mót glögglega, hversu mikill áhu^i ríkir nú hér í bæ á þessari íþrótt, enda hefir hún marga kosti til að bera, hún er hröð, spennandi og lætur bæði lipurð og krafta njóta sín í fullum mæli. Fyrstu leikirnir í skólamót- inu fóru þannig: A-flokkur: Menntaskólinn vann Verzlun- arskólann með 24 gegn 9. Há- skólinn vann Kennaraskólann með 15 gegn 9. B-flokkur: Menntaskólinn, B-lið vann Gagnfræðaskólann með 23 gegn 4, og Samvinnuskólinn vann Verzlunarskólann. ÖTi . 'TtmmNGM FREYJU-FUNDUR í kvöld kl. 8V2. Pétur Sigurðsson erind- reki flytur erindi. Fjölmena- ið stundvíslega. ÆÐSTITEMPLAR Fjallfosshlutahréfanna, sem Helgalell Undirritaður óskar að ger- ast láskrifandi að Helgafelli. Nafn: ) Heimili Sendum gegn póstkröfu um allt land. 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.