Alþýðublaðið - 01.04.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.04.1942, Blaðsíða 4
4 ALfÝÐUBLAÐIÐ Mið>ikudagur 1. apríi 1942» Síðari grein Jóns Blðndai: 9 Samstnrf og sfjórnarandstaða fU^5nbloði5 Útscfandi: AlþýSuflokkurinn Rttstjóri: Stefán Pjetttnsson Bitstjórn og afgreiSsla i Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu Slmar ritstjórnar: 4901 og 4992 Símar afgreiðsiu: 4900 og 4996 VerÖ 1 lausasölu 25 aura. Alþýðuprent&miSjan h. f. Ætlar Sjálfstæðis- flokknrmu að bregð- así Reykjavík í rétt- lætismðlfna? ’ ití IW F" — "II "i ' LOKSINS er þá svo langt komið, að fyrstu umræðu um kjördæmaskipunarfrum- varp Alþýðuflokksins hefir verið lokið í neðri deild og frumvarpinu með 13 atkvæð- um gegn 8 verið vísað til ann- arrar umræðu og sérstakrar, 9 manna nefndar. Verður þó ekk ert af þeirri atkvæðagreiðslu ráðið um endanlega afgreiðslu kjördæmamálsins á alþingi. — Því að vitað er, að á meðal þeirra, sem greiddu atkvæði með því að vísa frumvarpinu til nefndar, voru einnig Fram- sóknarmenn, sem eru allri leiðréttingu misréttisins í kjör- dæmaskipuninni og kosninga- fyrirkomulaginu mótfallnir, en voru nefndarkosningunni þess- vegna meðmæltir ,að þeir vona að geta tafið málið eða jafn- vel grafið í nefndinni. Um afstöðu Sjálfstæðisflokks ins er nú þegar á þessu stigi málsins rétt að ræða nokkru nánar. Blöð hans eru nú, að minnsta kosti í bili, hætt að sýna frumvarpinu þá óvild, sem var svo áberandi fyrst eft- ir að það var flutt. Er lítill efi á því, að þau hafi séð sér þann kost vænstan, þegar í ljós kom, hve miklu fylgi frumvarpið átti að fagna einnig innan þeirra eigin flokks á alþingi, þar sem margir Sjálfstæðis- menn tóku drengilega undir það frá upphafi, í samræmi við yfirlýsta stefnu flokksins. Nú er helzt svo að sjá, að Morgun- blaðið og Vísir telji Sjálfstæð- isflokknum ekM lengur stætt með það, að vera beinlínis á móti öllum breytingum á kosn- ingafyrirkomulaginu, en þau gefa hins vegar í skyn, að sam- komulag muni ekki nást innan flokksins um annað en þá „lágmarkskröfu“, eins og Vísir kemst að orði, að hlutfalls- kosningar verði teknar upp í tvímenningskjördæmunum, og i þá átt gæti það eiimig bent, að einstakir Sjálfstæðismenn, sem töluðu við fyrstu umræðu málsins í neðri deild, hafa ekki lýst yfir fylgi sínu við aðrar breytingartillögur frumvarps- ins. En eins og kunnugt er, ger- ir frumvarp Alþýðuflokksins ekki aðeins ráð fyrir, að tekn- ar verði upp hlutfallskosningar í tvímenningskjördæmunum, jheldur og að þingmönnum Reykjavíkur verði fjölgað úr 6 upp í 8, og Akranes, Siglufjörð ur og Norðfjörður verði gerð að sérstökum kjördæmum, — hvert með einn þingmann, — þannig, að þessir þrír kaup- staðir njóti framvegis sama réttar og hinir eldri kaupstað- ir utan Reykjavíkur, sem fyr- ir löngu hafa verið gerðir að sérstökum kjördæmum. Nú lætur það að vísu nokk- uð nærri, eins og bent hefir verið á í Vísi, að hlutfallskosn- ingar í tvímenningskjördæm- unum hefðu, ásamt uppbótar- sætunum, nægt til þess við síð- ustu alþingiskosningar, að flokkarnir allir hefðu nokkurn veginn fengið þá fulltrúatölu á þingi, sem þeim bar í hlutfalli við kjósendafylgi. En þó að slíkt jafnrétti flokkanna hefði náðst með hlutfallskosningum í tvímenningskjördæmunum við síðustu kosningar, er eng- an veginn víst, að það myndi nást við þær næstu. Það þyrftu ekki að hafa orðið nema svo lítilsháttar breytingar á kjós- endafylgi flokkanna, að t. d. Framsókn ynni tvö sveitakjör- dæmi af Sjálfstæðisflokknum, til þess að jafnréttið væri aft- ur farið út í veður og vind, þ. e. a. s. að uppbótarsætin nægðu þá ekki til að jafna metin. Hlutfallskosningar í tvímenn- ingskj ördæmunum eru því hvergi nærri einhlítar til þess að skapa jafnrétti milli flokk- anna um fulltrúatolu á al- þingi. Og meðal annars þess- vegna leggur Alþýðuflokkurinn til að þingmönnum Reykjávík- ur sé jafnframt fjölgað og Akranes, Siglufjörður og Norð- fjörður gerð að sérstökum stökum kjördæmum. Sú þing- mannafjölgun og breyting á kjördæmaskipuninni sjálfri er nauðsynleg til þess að tryggja jafnréttið. En auk þess eiga Reykjavík og kaupstaðirnir þrír, sem um er talað, skilyrðislausa réttlætiskröfu til þess, að þeirra jafn- rétti sé tryggt á þann hátt, — ekki aðeins í samanburði við sveitakjördæmin, heldur og í samanburði við aðra kaupstaði landsins. Það er vonandi, að Sjálf- stæðisflokkurinn taki kjör- dæmamálið frá þessum sjónar- miðum til alvarlegri íhugunar en hann virðist hafa gert hing- að til. Því skal ekki trúað fyrr en í fulla hnefana, að hann verði svo lítilþægur í kjör- dæmamálinu fyrir Reykjavík, kaupstaðina og málstað rétt- lætisins yfirleitt, að hann láti sér nægja með uppfyllingu þeirrar „lágmarkskröfu,“ sem Vísir talar um: að teknar verði upp hlutfallskosningar í tví- menningskjördæmunum og ekk ert annað að gert. Eða til hvers hefir hann þá kallað kjör- dæmismálið „réttlætismál1* Reykjavíkur á undanförnum árum, ef hann lætur nú, þeg- ar á herðir, bókstaflega all- ar réttlætiskröfur Reykjavíkur í því máli niður falla? ------------------------1---- Miðstjórn Alþýðnflokksins og hverfisstjórar eru vinsamlega ámiimtir um að mæta stundvíslega á fundinum í kvöld. Fundurinn var boðaður bréflega til hvers og eins í gær. I. IFYRRI grein minni gat ég þess, að tvær aðalástæð- urnar til þess að þjóðstjórnin var mynduð 1939, hefðu verið fyrirsjáanlegt hrun útgerðar- innar, ef ekkert væri að gert, með þar af leiðandi atvinnu- leysi, og ófriðarhættan, sem sí- felt færðist nær. Þátttaka Alþýðuflokksins í þjóðstjórninni byggðist auk þess á því, að með því vænti flokk- urinn þess, að hann gæti tryggt það, að dýrtíðaraukning sú, sem af gengislækkuninni leiddi, yrði sem allra minnst og enn- fremur tókst honum með þátt- töku sinni að tryggja launa- stéttunum kaupuppbót, ef ekki tækist aíS halda dýrtíðinjni í skefjum. Þegar þjóðstjórnin var sett á laggirnar var því hátíðlega lýst yfir af forsætisráðherranum fyrir hönd allrar stjórnarinnar, að eitt skyldi yfir alla ganga, og að engri stétt eða flokki manna skyldi fá að haldast það uppi að draga fram sinn hlut umfram annarra. Það leið ekki langur tími áður en það kom í ljós, hversu mikil heilindi bjuggu á bak við þessa yfirlýsingu af hálfu samstarfs- flokka Alþýðuflokksins. * n. Samstarfið tókst mjög skap- lega til þess að byrja með. Flokkamir lögðu niður að mestu hinar hatrömmu innbyrðis deil- ur, en það sem mest var um vert var það, að staðið var við lof- orðin um að halda dýrtíðinni niðri, enda tókst það að mestu, svo verðhækkun af völdum gengislækkunarinnar var að- eins orðin sáralítil þegar stríðið brauzt út. {Það er því hin mesta fjarstæða, að gengislækkunin 1939 hafi þýtt 22% kauplækk- un, eins og Árni frá Múla hefir þrásinnis haldið fram undan- farið, þegar hann hefir verið að útvega kommúnistum atkvæði.). En þjóðsfjórnin var ekki orð- in árs gömul, áður en þeir þver- brestir komu fram, sem sýndu glöggt, að öll byggingin var byggð á sandi og að hús þjóð- stjórnarinnar hlyti að hrynja að grunni. Mesta furða hvað það stóð lengi. Það verður að telja frekar til aukaatriða —■ og sýndi þó hvert stefndi — að sambúð stjórnar- flokkanna tók brátt að spillast. Það er áreiðanlegt, að fáir eða engir Alþýðuflokksmenn höfðu gert sér von um nokkurn flokks- legan ávinning af þjóðstjórnar- samstárfi, enda hlutu hætturn- ar af slílcu samstarfi fyrir flokk- inn að liggja í augum uppi, en flokkurinn. taldi samstaifið þjóðamauðsyn til þess að af- stýra hmni og atvinnuleysi, og það lét hann ráða afstöðu sinni. Hins vegar virðast ýmsir af foringjum Sjálfstæðisflokksins hafa hugsað sér stjórnarsam- vinnuna sem ákjósanlegt tæki- færi til þess að ganga af Al- þýðuflokknum dauðum í eitt .... '♦ ......... sMpti fyrir öll, og þeir voru meira að vegja svo vissir um að þetta myndi takast, að þeir eru búnir að láta blöð sín skrifa eftirmæli nokkur hundruð sinn- um, en þá sögu ætla ég ekki að rekja að þessu sinni. HI. En það sem hlaut að verða þjóðstjórninni að falli var það, að henni tókst ekM að sneiða hjá þeim tveim aðalhættum, sem eru á slíku samstarfi og ég nefndi í fyrri grein minni. Hún kom ekki í veg fyrir að ákveðnar stéttir og hagsmuna- flokkar sköruðu eld að sinni köku, þjóðstjórnarsamstarfið var þvert á móti misnotað til þess að koma slíku til vegar og, hún lét undir höfuð leggjast að leysa þau vandamál, sem nauðsynlega þurfti að leysa í sambandi við hin svokölluðu dýrtíðarmál. í raun réttri er hér um eitt og sama málið að ræða, hin síðari vanrækslusynd var af- leiðing hinnar fyrri. Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuðábyrgðina á því að vilja nota þjóðstjórnina til þess að halda hlífisskildi yfir stríðs- gróðanjum, fyrst mejð því að standa algerlega á móti afnámi M3RGUNBLAÐIÐ upplýsir í gær, að ekki sé Fram- sóknarflokkurinn alltaf á móti hlutfallskosningum, þó að hann megi nú ekki heyra það nefnt, að þær séu teknar.upp í tví- menningskjördæmum landsins. Blaðið skrifar í grein um um- ræðurnar um kjördæmamálið á alþingi: „Sveinbjöm Högnason og hans nótar skripla á sköturoðinu, þegar þeir eru að leitast við að telja mönnum trú um það, að með hlut- fallskosningum í tvímenningskjör- dæmum sé reitt til höggs við lýð- ' ræðið. Þau rök eru haldlaus. Það gat engum dulizt, sem hlýddu á bægslagang Sveinbjarnar Högna- sonar og annarra Framsóknar- manna gegn hlútfallskosningum í tvímenningskjördæmum, að það var ekki umhyggjunni fyrir lýð- ræðishugsjóninni fyrir að fara. Andstaðan gegn þessu er af allt öðrum toga spunnin. Það er sú flokkspólitíska eigingimi, . .. sem þessir talsmenn Framsóknarflokks- ins vilja halda dauðahaldi í, vit- andi vits um það, að þeir gera það í trássi við eðlilega og heilbrigða framkvæmd lýðræðisins. Gott dæmi um það hvernig Framsókn- arflokkurinn Htur á hlutfallskosn- ingar þegar hann hyggur sig hafa hag af þeim, er kosningafyrir- komulagið til búnaðarþings. Fram- sóknarflokkurinn réði því að þar eru viðhafðar hlutfallskosningar. Á síðasta reglulegu búnaðarþingi voru gerðar ýmsar breytingar á kosnmgatilhöguninni, en þá þótti Framsóknarflokknum engin ástæða til að þrófla nokkuð við hlutfalls- í kosningafyrirkomulaginu.“ skattfrelsis útgerðarinnar, þrátt fyrir gjörbreytt viðhorf, í öðru lagi með því að standa eftir frekasta mætti gegn skattlagn- ingu og takmörkun stríðsgróð- ans. Ég ætla ekki að fara út í einstaka þætti í þessari bar- áttu flokksins fyrir hagsmunum. hinna fáu stríðsgróðamanna og fyrirtækja. Framsóknarflokkurinn ber höfuðábyrgðina á því að vilja í skjóli þjóðstjórnarinnar hækka verðið á afurðíim bænda langfc um fram það sem vit og sann- girni var í. Hann ætlaði að gera bænduma að stríðsgróðamönn- um. Hækkimarpólitík þessi var alveg sérstaklega ósvífin árið 1940, þegar verkamenn fengu dýrtíðina ekki bætta nema a8 rúmlega hálfu, en tilgangur Framsóknarmanna (og þeirra Sjálfstæðismanna, sem fylgt haf a iþeim dyggilega í þessu) var sýnilega sá að gjörbreyta hlut- fallinu á milli kaupgjalds og afurðaverðs verkamönnum í ó- hag. Okkur Alþýðuflokksmönnum hefir verið borið það á brýn að mótstaða okkar og gagnrýni gegn verðhækkunarpólitíkinni. stafaði af fjandskap við bænd- ur. Þetta er hin mesta f j arstæða. Frh. á 6. síðu. Það ætti, eftir þessum upp- lýsingum að dæma, ekki að vera neitt sérstaklega glæsileg fram- tíð, sem Búnaðarfélagið á fyrir höndum, ef það er satt, sem Jónas frá Hriflu segir, eins og skýrt var frá hér í blaðinu £ gær, að þess séu engin dæmi, að þjóð, sem lögleiðir hlutfalls- kosningar í stjórnarlpg sín, lifi frjálsu lífi nema stutta stundl En hvers vegna í ósköpunum er Framsóknarflokkurinn ekki betur á verði gagnvart þessu hættulega kosningafyrirkomu- lagi í Búnaðarfélaginu? fiagnfræðaslólí reistnr á Itarepl. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. AKUREYRI í gærkveldi. ÆJARSTJÓRN Akureyrar hefir samþykkt að hefja byggingu Gagnfræðaskólahúss á þessu vori. Einnig hefir hún samþykkt að kaupa vélasamstæðu til stækkunar á Laxárstöðinni, sem er orðin allt of lítil fyrir bæinn. Vélamar eru keyptar frá Am~ eríku. Mikil atvinna er nú á Akur- eyri, og er ráðgert að byggja þar mörg hús í sumar, flest íbúðar- hús.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.