Alþýðublaðið - 10.04.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.04.1942, Blaðsíða 7
ví4’-: ■c.'-i Fösíudagur 1». aþrít 142.. ALÞÝÐUBLADIÐ ___» i Næturlæknir er Ólafur Jó- hannsson, Gunnarsbraut 38, simi 5979.: ■ Næturvörður er í Reykjavikur- Apóteki. ■j ': .. ■ ■■"'’ f ’■ ’ ÚTVARPIÐ: 18.30 íslenzkukennsla, 1. fl. 19.00 Þýzkukennsla, 2. £1. 20 30 Erindi: Úr sögu læknis- fræðinnar, I. Viðleitni og vanþekking (Þór. Guðna- son). 20.55 Píanókvartett útvarpsins: Adagio og Rondo ftir Schubert, 21.30 Hljómplötur. Aðaifundui- Véstfirðingafélagsins er í kvöld kl. 8.30 í Kaupþings- salnum. Hjónaefni. Um páskána opinberuðu trúlof- un sína ungfrú Þóra Þórðardóttir og Sigurgeir Borgfjörð Ásbjörns- son tollvörður. Nórrænir •hljómleikar verða að lilhlutun Norræna fé- lagsins í Gamla Bíó næstkomandi sunnudag kl. 1.30 e. h. Árni. Kristjánsson og Björn Ólafsson leíka á fiðlu og píanó, Þorsteinn Hannesson syngirr einsöng og Karlakór Reykjavíkur syngur. Septímufundur í kvöld kl. 8.30. Einsöngur, erindi, upplestur, kaffi. Stjórn Í.S.Í. hefir nýlega staðfest 4x- 50 m. boðsund (bringusund) á 2 mín. 27.7 sek. Sett af Sundfél. Ægir í Reykjavík 20. marz í Sund höll Reykjávíkur. Gestur í bænum. Baldur Eiríksson, heildsali, Siglufirði. irás á Bambory. BREZKAR sprengjuflug- vélar gerðu í fyrri- nótt miklar árásir á hafnar- borgir Þjó&verja. Varð Ham- borg fyrir hörðustum árásum og komu upp margir eldar í borginni. Einnig voru gerðar árásir á Le Havre í Frakk- landi. Þá gerðu Beufort tundur- skeytaflugvélar árás á þýzlca skipalest á Norðursjó. Um ár- angur er ekki vitað végna lé- legs skyggnis. Ódýr leikfðng Blöðrur 25 au. Litabækur 1 kr. Litakassar 50 au. Bílar 2 kr. Flugvélar 2.50 Skip 2.50 Rellur 1 kr. Dúkkulísur í)5. au. Prentkassar 2.50 Boltar 1.50 Sparíbyssur 1.25 Hringlur 2.00 * E. ESnarsson Bankástræti 11. Útbreiðið Alþýðublaðið! ÞHxGSÁLYKTUNA^TIL- : LAGA UM LOKUN ÁFENGISVERZLANANNA Frh. áf 2. síðu. um almenningi í landinu, þegar ríkisstjórnin sýndi þá rögg af sér á s.l. ári að loka vínbúðum ríkisins. Sú ákvörðun er talandi vottur um gerhygli hennar á þeim háska, sem þjóðinni er bú- inn af vínflóðinu, hún ber og vott um einlæga V’iðleitni til þess að bægja þessari hættu frá bæjárdyrum hennar. Allir vel- unnarar bindindis og hvers konar öryggisvarðveizlu í land- inu hljóta að færa ríkisstjórn- inni þakkir og, viðurkenningu fyrir þá stefnu í þessum mál- um, sem hún markaði með lok- uninni. En svo sem af líkum má ráða hefir það valdið sárum vonbrigðum, að ríkisstjórnina skuli .nú upp á síðkastið hafa hrakið nokkuð af leið þeirrar göfugu og giftusömu ákvörðun- ar, sem lýst er hér að framan. Það var strax upp úr áramót- unum síðustu, sem fyrsta ó- gæfusporið var stigið. Síðan hefir í gegnum bakdyr vínbúðanna, sem áður var hespa og lás fyrir, runnið með vaxandi fallþunga allstríður vínstraumur inn í samkvæmis- líf höfuðstaðarins og víðar. Þetta hefir skeð með þeim sorg- lega hætti, að ríkisstjórnina, sem hér hefir glapizt sýn, hefir hent það slys að veita undan- þágur um vínútlát til notkunar í samkvæmum. Með þessu byrj- ar undanhaldið, og svo tekur flóttinn við frá hinúm góða og hrósverða ásetningi. Nú er sem sé svo komið, samkvæmt skýrslum, sem við flutnings- menn þessarar tillögu höfum í höndum, að í viðbót við straum- inn, sem flýtur inn í samkvæm- islífið, þá hafa ýmsir meiri hátt- ar broddborgarar komizt upp á það krambúðarloftið hjá ríkis- stjórninni að fá bakdyra megin vín til eigin neyzlu á heimilum sínum og til risnu þar. Þessum málum er því þannig komið nú, að alþingi ber skylda til að leggja fram lið sitt og krafta til þess að hið góða og lofsverða áform ríkisstjórnar- innar, sem lýsti sér í algerri lokun vínbúðanna, fái aftur að njóta sín. Útrétt hönd alþingis, hófleg og vinsamleg bending og aðvörun úr þeirri átt ætti að geta læknað og upprætt þá veilu í skapgerð ríkisstjórnarinnar, sem hefir valdið þessari undan- látssemi. Að þessu lýtur fyrri liður tillögunnar. Um síðari liðinn er það að segja, að það er vitað, að ein- stakir menn í setuliðinu fá flutt til landsins með 4 íslenzkum skipum og skipum,- sem eru á vegum íslenzla-1a; jsikipafélaga, miklar vínbirgðir og, að því er talið -er, að meira eða minná leyti keyptar fyrir milligöngu íslenzks manns eða manna í vérzlunarstétt. Grúhúr liggur á, — og í sumum tilfellum eru fyrir því sannanir —, að frá þessum flutningum stafi vínút- lát til íslendinga. Það er til þess ætlazt, að rik- isstjórnin gangi vasklega fram í því og geri til þess allt, seih unnt er, að koxhið verði í veg fyrir þetta ósæmilega og hættu- lega háttemi.*1 Miimiigarorðm Sig vaida Benjaminssoo, Vestmannaejfinm. Sigvaldi Beifjámínsson. HtNN 21. f. m. var borinn til moldar Sigvaldi Benjamínsson, Hjálmholti í V estrnannaeyj um. Sigvaldi heitinn var fæddur í Vöðlavík í Eskifirði hinn 12. apríl 1880. Strax á unga aldri byrjaði hann að stunda sjóinn — fyrst á opnum bátum og eftir að mótorbátarnir komu til sögunnar, þá á þeim, ýmist sem formaður eða háseti. Hans aðalæfistarf var því sjó- mennskan, allt til æfiloka, er hann féll í valinn, einn af þeim 5, er fórust með Ms. „Þuríði formanni“ í ofviðrinu hinn 1. f. m. Sigvaldi heitinn var 'í beztu merkingu þess orðs, sjómaður, hvort heldur hann stjómaði bátnum sjálfur eðk undir ann- arra stjórn, aðgætinn, úrræða- góður, þrekmikill og hefði sér- staklega gott vit á öllu er að sjómennsku laut. En auk sjómennskunnar hafði hann einmitt þá kosti, er hvern alþýðumann mega bezt prýða. Alþýðusamtökin skildi hann flestum betur og Alþýðuflokk- urinn átti þar einn af sínum tryggustu og beztu fylgis- mönnum. Hann stóð ekki á strætum eða gatnamótum að básúna af sjálfum sér hvers virði hann væri. En þyrfti Al- þýðuflokkurinn einhvers með þá kom Sigvaldi orðfár en al- vörugefinn, án þess til hans væri kallað og lagði hönd á plóginn, án þess minna þyrfti hann á neitt. Ekki mun ég, sem þessar lín- ur skrifa, sá eini, þeir munu flestir vera, sem kynntust honum um fleiri ára skeíð, án þess að sjá hann skipta skapi, alltaf jafn orðfár, en þó góð- látur og viðmótsþýður. Hann er einn af þeim fáu mönnum, sem ég hefi engan heyrt segja kaldyrði um, ég held að alfir sem höfðu kynni af honum hafi borið til hans hlýjan hug, enda félagslyndur og glaður í sinn hóp, þó hægt færi. Sigvaldi var maður fríður sýnum, stór og gjörfulegur og allur vel á sig kominn. Hinn 12. des. 1913 kvæntist hann Sigurlaugu Þorsteins- dóttur, er lifir mann sinn; þau : eignuðust 2 dætur, báðar upp- j komnar og hinar mannvænleg- MAGNÚS HALLDÓRSSON, JÁRNSMIÐUR, andaðist á Landspítalanum 8. apríl. SABÍNA JÓHANNSDÓTTIR. . ■■■ ■III .....................lill fMlllllffilll|lll«lllfll1WMBMBMmill1ll ■ llílllilllllllllll IIMII Bróðir okkar dg mágur, : NICOLAl HANSEN, verður jarðsunginn laugardaginn í’l. þ. m. og hefst athöfnin með bæn frá Elliheimilinu Grund, kl. 1 e. h. Jarðað verður frá Fríkirkjunni. Fyrir höiid bræðra og venslamanna. SUSANNA..HANSEN. ÓLAFUR ÓLAFSSON. gm \ SðteuiKA wðnfBisiar á Ima- SieimtoifiillEfiiiiiiii s|á. kola« weratonirnar í Heykjwík sér ekki Sært aé selja kol öðru- wlsl en gegn staðgreiðslu. j&olamagn nndir 250 kg. werðnr ekki keyrf Meim til kanpenda, nema greiðsla hafi farid fram áðnr. Kanpendur að kolum yfir 250kg.eru winsamlega héðn ir að hafa greiðslnfé hand~ 'bærf, swo tafir keyrslu« manna verði sem minstar. Kolairerzlanirnar i Reykjavlk. SIGLINGAR milli Bretlands og íslands halda áfram eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tiíkynn- ingar um vörusendingar sendist CnlUford & Clark Ltd. BKADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. ustu. Hjónaband þeirra, Sigur- laugar og hans, var með af- brigðum gott og því allt heim- ilislíf eins og bezt verður á kosið. Þrjár mæðgur, ásamt áttræðum tengdaföður, eiga því á bak að sjá hinum ágæt- asta lífsförunaut, föður og ellistöð. Vertu sæll, Sigvaldi. Alþýðu- samtökin og sjómannastéttin í Véstmanhaeyjum kvéðja þig og þakka þér dáðríkt og gott ;4i '.sító.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.