Alþýðublaðið - 15.04.1942, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.04.1942, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. apríl 1942. og Fram- sókn gefa Ingvari flnðjónssi nt á Sigln firði npp helming átsvars hans. j 7rá fréttaritara Alþýðublaðsins SIGLUFIRÐI í gær. Abæjarstjórnar- FUNDI fyrir helgina samþykkti meiri hluti bæjar- stjómar Siglufjarðar, Sjálf- stæðismenn, Framsóknar- menn og Axel Jóhannesson, utan flokka, gegn atkvæðum Alþýðuflokksmanna og kom- múnista, að gefa stærsta út- svarsgreiðanda Siglufjarðar, Ingvari Guðjónssyni, eftir helming útsvars hans eða 15 þúsund krónur af 30 000 kr. Fulltrúar A-listans lögðu fram tillögu þess efnis að gefa útsvarsgreiðanda kost á að kæra til yfirskattanefndar og ríkisskattanefndar þótt kæru- frestur væri liðinn. Áður hafði hann kært til niðurjöfnunar- nefndar, en hún neitað að lækka útsvar hans. Þessa til- lögu felldu fyrrgreindir bæjar- fulltrúar. Friðbjörn Níelsson, sem gegnir störfum setts bæjar- stjóra, upplýsti á fundinum, að þetta hefði verið til ákvörðunar í 15 manna ráði svokölluðu, en Frh. á 7. síðu. Fjórlr menn, sem voru f vélinni, slðsuðust allir mjðg alvarlega. Flugvéiin var að mestu ný, hún hafði verið reynd þrisvar, ea þetta var fyrsta áætlunarferðin FLUGVÉLIN „SM¥RILL“ steyptist úr 30—40 mctra hæð niður í móana skammt frá flugvellinum hér í Dnn|| yjA tnjQnntSjriin Reykjavík klukkan um 2Vz í gærdag. Flugvélin eyðilagð- Dfllill VIW llllallUliUlll ist alveg. Fjórir menn voru í flugvélinni, sem var að leggja af stað til Akureyrar, og slösuðust þeir allir alvarlega. Þessir menn voru í flugvéíinni: SIGURÐUR JÓNSSON flugmaður. Hann skarst á höfði, rifbrotnaði, kjálkabrotnaði, brákaðist á mjöðm og fékk tauga- áfall. Hann var ekki talinn í lífshættu þegar Alþýðublaðið frétti síðast í gærkvelldi. AXEL KRISTJÁNSSON, kaupmaður á Akureyri. Hann er tengdafaðir lögreglustjóra. Hann særðist á höfði, er að líkindum Iiandleggsbrotinn, fékk heilahristing og íaugaáfall. Hann er ekki talinn í lífshættu, en var með óráði í gærkveldi. ROSENTHAL, þýzkur maður, sem hér dvelur. Hann er meiddur illa á höfði, fótbrotinn og fékk taugaáfall. Hann er ekki talinn í lífshættu. Rosenthal er bóðir frú Henny Ottóson saumakonu. ENSKUR HÖFUÐSMAÐUR. Han(n er mest meiddur, en litlar upplýsingar hafa fengizt um líðan hans. Einkennlleg ákvðrðnn hlns Hýendurkosna utvarpsráðs. Ræður séra Svein Víking sem ráðu- naut útvarpsins í kirkjumálum til að bæta upp laun hans hjá hiskupi! ------------ ./ Rn ekkert gert til að bæta úr aðkall- andi endurbótum á dagskrá útvarpsins EINS OG SKÝRT ER FRÁ á öðrum stað hér í blaðinu, endurkaus alþingi í gær hið gamla útvarpsráð. — Út- varpsráðið hélt upp á þennan atburð með því að halda fund, þegar að afstaðinni kosningunni og samþykkja, ekki að endurbæta útvarpið, gera dagskrána fjölbreyttari og betri, heldur að ráða Framsóknarklerk utan af landi, Svein Vík- ing, sem heimtar af flokki sínum að fá að gerast Reykvík- ingur, til þess að verða „ráðunautur útvarpsins í kirkju- málum“. Hvaða starf þessi prestur á að hafa með höndum er þó ekki hægt að sjá, því að það virðist, sem að sízt hafi þurft endur- bóta við á þeim liðum útvarps- starfseminnar, sem snerta hin lcirkjulegu mál. Útvarpsráðið gerði þessa samþykkt með atkveeðum Framsóknarmannanna tveggja: Jóns Eyþórssónar og Pálma Hannessonar, gegn atkvæði fuiltrúa Alþýðuflokksins: Finn- boga Rúts Valdimarssonar. En fulUrúar Sjálfstæðisflokksins: Valtýr Stefánsson og Ámi frá Múla sátu heirha. Þeir munu þó eiga að greiða atkvæði um til- löguna. Formaður útvarpsráðs skýrði frá því á fundinum, að það þyrfti að ráða þennan.ráðunaut til kirkjulegra starfa fyrir út- varpið, vegna þess að biskup hefði ráðið hann í skrifstofu sína, en fé, sem varið væri til biskupsembættisins, væri svo lítið, að það væri ekki hægt að greiða skrifstofumanninum nema 400 krónur á mánuði (grunnlaun). Yrði því útvarpið að gefa honum starf og þyrfti að borga honum þar 1800 krón- ur á ári í grunnlaun. Almenningur mun . verða undrandi yfir þessari frétt. Út- varpið hefir ekki sætt neinni Frh. á 7. síðu. Allir liggja þessir menn í brezka sjúkrahúsinu í Stúdenta- garðinum. Var sjúkrabifreið frá setuliðinu stödd skammt þar frá, er slysið vildi „til, og tók hún hina særðu undir eins og flutti þá í Stúdentagarðinn. Þær upp- lýsingar sem hér eru gefnar um líðan þeirra, voru gefnar af læknum sjúkrahússins kl. 7 í gærkveldi, en þá var enn verið að rannsaka meiðslin. Var lokið rannsókn og aðgerðum á Sigurði Jónssyni, en læknarnir höfðu þá ekki lokið að fullu við að- gerðir á hinum. Hvernig viidi sljrsið til? Engar nákvæmar upplýsing- ar hefir enn verið hægt að fá um það, hvernig þetta slys hefir bor- ið að, eða um það, hvers konar bilun hefir orðið á vélinni, Þeíta verður ekki hægt að fá að vita fyrr en Sigurður Jónsson er það kominn til heilsu, að hægt er að hafa tal af honum, en það var ekki hægt í gærkveldi. 'Hins vegar lýsa áhorfendur, sem voru skammt frá, þar sem slysið vildi til, atburðinum á þessa leið: Veður var ■ sæmilegt, en þó nokkur stormur. Smyrillinn hóf sig á loft um kl. 2,30 og var kom inn í um 40—50 metra hæð, nokkru fyrir utan völlinn, er hann beygði mjög skyndilegá aftur inn á völlinn, og virtist flugmaðurinn þá helzt hafa orð- ið var við að eitthvað væri að, énda þóttust áhorfendur þá hafa heyrt óvenjulegt hljóð i hreyfjii Véiarinnar. Skipti það nú eng- um togum, að. flugmaðurinn virtist missa stjórn.á vélinni, óg Frumvarp par að lútandi fram komið á alpingi. FIMM ÞINGMENN, Harald- ur Guðmundsson, Bergur Jónsson, Gísli Guðmundsson, Jóhann G. Möller og Garðar Þorsteinsson, flytja á alþingi frumvarp til laga um þjóðfána íslendinga. í 12. gr. frumvarpsins eru á- kvæði um það, hvernig megi ekki nota fánann, og er þar meðal annars hannað að nota fánann í áróðursskyni fyrir flokka eða annan félagsskap, svo og í auglýsingaskyni fyrir verzlanir eða örinur fyrirtæki. Greinin er svohljóðandi: „Enginn má óvirða þjóðfán- ann, hvorki í orði né verki. Óheimilt er að hota þjóðfán- ann sem einkamerki einstak- linga, félaga eða stofnana eða auðkennismerki á aðgöngumið- um, samskotamerkjum eða öðru þess háttar. Óheimilt er einstökum stjórnmálaflokkum að nota þjóðfánann í áróðursskyni við kosningaundirbúning eða kosn- ingar. Óheimilt er að nota fánann í • firmamerki, vörumerki eða á I söluvarning, umbúðir um eða auglýsingu á vörum. Nú hefir verið skrásett af misgáningi vörumerki, þar sem notaður er þjóðfáninn án heim- 'ildar, og skal þá afmá þáð úr Kðsningar á ilpingl: ið og yíirskoðnnar- menn1 Af anna. FUNDI sameinaðs alþingis gær fóru fram kosningar þriggja nefnda, sein þingið kýs með hlutfallskosningu. Voru þaíE. útvarpsráð, yfirskoðunarmenn ríkisreikninganna og gjaldeyris- varasjóðsnefnd. Fyrst fór fram kosning 5 manna í útvarpsráð. Fram komu þrír listar, A og B með tveimur' mönnum og C með einum. Voru þeir því löglega kosnir, þar sem ekki komu fram fleiri tillögur. Af A-lista voru kosnir Valtýr Stefánsson pg Árni Jónsson frá Múla. Af B-lista Jón Eyþórsson og Pálmi Hannesson. Af C-lista Finnbogi R. Valde- marsson. Varamenn voru kosnir: Af A- lista Páll Steingrímsson og Jó- harni Hafstein. Af B-lista Sig- urður Baldvinsson og sr. Sveinn Víkingur. Af C-lista Guðjón. Guðjónsson. Yfirskoðendur ríkisreikning- anna 1941 voru kosnir Jón: Pálmason, Jörundur Brynjólfs- son og Sigurjón Á. Ólafsson. Þá voru kosnir í gjaldéyris- varasjóðsnefnd, sem hefir eftir- lit með erlendum lántökum: Björn Ólafsson, Sigurður Krist- insson og Haraldur Guðmunds- son. vörunierkjaskrá samkvæmt kröfu dómsmálaráðuneytisins. Nú setur maður þjóðfánann á söluvarning eða umbúðir hans. og skal þá fenginn dómsúr- skurður um, að honum sé ó- heimilt að nota fánamerkið eða hafa vörur til sölu, sem auð- kenndar eru með því. Auk þess má skylda hann til þess, ef nauðsyn krefur, að ónýta vör- urnar eða umbúðir þeirra, svo framarlega sem þær eru þá £ vörzlum hans eða hann á annan hátt hefir umráð yfir þeim.“ Frumvarpið hefir einnig ná- kvæm fyrirmæli inni að halda um gerð fánans og notkun. Nýtt hraðfrystlhús héf starf á Sigluflrði I gær. Getur unnið úr 42 smálestum fiskjar á sóiarhring og rúmar 400 smái. flaka. Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. SIGLUFIRÐI í gærkveldi. S NEMMA í gærmorgun hófst vinna í nýju hrað- frýstihúsi hér, Hrímni li.f. • Er þar með komin í fram- kvæmd tillaga, sem Alþýðu- flokksmenn fluttu í bæjar- stjórn Siglufjarðar fyrir- ityeimur árum, 1940. Tillága Alþýðuflokksmanna var á þá leið, að hafizt yrði handa um byggingu frystihuss, Frh. á 7. síðu. ? þar sem verkamenn og sjómenn gætu orðið hluthpfar, en bærinnt yrði einnig hluthafi og legði fram 75 þús. kr„ hlutafé til fyr- irtækisins. Ýar ætlunin með þpssari tillögu m. a. sú, að vinna bug á þáverapdi atvinnuleysi í bænum. Tillaga þessi ,.yar samþykkt, en mjög teglega, hefir gengið að fá vélar og önjrur áhöld, sem til . hraðfrystihússms. þurfti. Nú mun jretta þó allt vera fengið, því aú.í fftorgiui byrjaði fiskflökun og frysting í húsinu. Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.