Alþýðublaðið - 15.04.1942, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.04.1942, Blaðsíða 4
.1 OLi.ii.i—1—imn..>|.»IX|-..|— K.'li i|jit.i.TI>il » ... ii4 A:- .ifÍÉb^Í.. HlþtjðttMafcið i #tSoli«ði; AJIiýtaflok&wiim ffifetliii: SteCÉw Pfetarssom aitetíóm og afgreiSsla í Al- þýöuiiúsinu vi6 Hverfisgötu Öfaöar ritstiómart 4901 og 4ÖÖ2 Sfaaar afgreiðslu: 4900 og 4906 IVerð í lausasölu 25 aura. JÉþýSupreotsmitlaa h. I. Ólgan] í stjóm- arflokkunum. EIR viðburðir gerðust í fyrradag — á einum og gama degi — að tveir af þing- snömaum Sjálfstæðisflokksins, þeir Jón Pálmasön og Sigurð- ur Kxistjánsson, réðust á þingi harðlega á bráðabirgðalög ríkisstj órnarinnar um Mnn svokallaða gerðardóm í kaupgjalds- og verðlags- málum, og að einn af Mnum ákveðnustu talsmönnum frjáls- lyndrar umbótastefnu í Fram- sóknarflokknum, Sigurður Jónasson, forstjóri, sagði sig formlega úr flokknum. Þessir viðburðir ættu að vera mönnum nokkur vxsbend- ing um það, hvemig nú er á- statt í stjómarflokkunum. Ólg- an og óánægjan yfir samstjórn Kveldúlfsklíkunnar og Fram- sóknarhöfðingjanna fer dag- vaxandi. Klofningurinn er kom inn inn í innstu raðir beggja Stjórnarflokkanna. Og verður þó ekki sagt, að það sé í von- um fyrr, að ábyrgir trúnaðar- menn þeirra rumska við sér eftir það áfall, sem báðir flokk- amir fengu við bæjarstjómar- kosningarnar hér í Reykjavík, og Sjálfstæðisflokkurinn raun- ar við bæjar- og sveitarstjórn- arkosningarnar um land allt. Það er í fyrsta skipti í fyrra- dag, sem þingmenn úr flokki Sjálfstæðismanna bafa opin- berlega risið upp á móti þeim einræðisfjötrum, sem núver- andi stjóm Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins er að reyna að smeygja ujpp á þingið og þjóðina, eins og ber- legast hefir komið fram við út- gáfu kúgunarlaganna á móti launastéttunum í janúar, þvert Ofan í yfirlýstan vilja meiri- hluta alþingis aðeins tveimur mánuðum áður. Það er alveg rétt, sem Jón Pálmason benti á í ræðu- sinni, að þáð munar minnstu, að stjómin hafi með sKku framferði lýst því yfir, að bún vilji ekkert þing hafa, með öðram orðum, að hún geri tilkall til algers einræð- isvalds. Það er augljóst, að ráðherr- ar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa treyst því, að flðkksmenn þeirra á þingi þyrðu ekki ann- að en að vera með kúgunar- íögunum gegn launastéítunum eftir að búið væri að gefa þau út sem bráðabirgðalög. Það átti með öðrum orðum að handjáma þingmenn stjómar- flokkanna fyrirfram með bráða birgðaiogunum. Wú hefíf það Mns vegar sýnt sig, aS fcvair af þingm&mom Sjálfstæðisflokks- ins að minnsta kosti, láta ekkí bjóða sér slikt gerræði, þó að Ölafur Thors standi að því. Og vel mætti svo fara áður en lýk- ur, að fleiri tækju það til yfir- vegunar, hvort það sé samboð- ið virðingu þeirra og skyldum sem fulltrúar þjóðarinnar, að beygja sig fyrir slíku gerræði. Sigurður Jónasson bar þá til- lögu fram á sameiginlegum fundi miðstjómar og þing- manna Framsóknarflokksins, svo og fulltrúaráðs Framsóknar félaganna hér í fyrradag, áður en hann sagði sig úr flokknum, að fundurinn skoraði á Jónas Jónsson, að leggja Injú þegar niður formannstörf í Framsókn- arflokknum, með því, að hann hefði „nú um nokkurt skeið, bæði í ræðu og riti og með öðrum athöfnum sínum á sviði stjórnmálanna, starfað gegn anda þeirrar stefnu Framsókn- arflokksins, að vera pólitískur umbótaflokkur frjálslyndra vinstri manna í landinu." Þessi tillaga fékkst ekki borin undir atkvæði fyrir ofríki þess manns, sem hún beindist gegn. En það er ef til vill einn örnurlegasti vottur þess, hvar Framsóknar- flokkurinn, þessi gamli, frjáls- lyndi vinstri flokkur, er nú á vegi staddur, að hann skuli leyfa nokkrum að tala þannig í sínu nafni ,eins og Jónas Jóns- son hefir gert í greinum sínum undanfarið í Tímanum, þar sem hann hef ir gerst talsmaður svartasta afturhaids og einræð- is og talið það ganga „upplausn þjóðfélagsins" næst, að láta lög- legar kosningar fara fram til alþingis samkvæmt stjómarskrá landsins — svo að ekki sé nú minnzt á Mtt, hvernig Fram- sóknarflokkurinn hefir látið þennan mann leiða sig yfir í herbúðir íhaldsins með hinu áralanga valdabrölti sínu og makki á bak við tjöldin, við Kveldúlfsklíkuna í Sjálfstæðis- flokknum. Sigurður Jónasson hefir sann- arlega hitt naglann á höfuðið með tillögu sinni. Og það má mikið vera, ef fleiri Framsókn- armenn eiga ekki eftir að taka undir þann áfellisdóm, sem í henni felst, þó að hún fengizt ekki borin upp á fundinum í fyrradag. En þegar þannig hriktir í inn viðum Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, eins og viðburðimir í fyrradag bera vott um, — hvernig skyldi þá á- standið vera úti á meðal hinna óbreyttu liðsmanna? Nokkrar reglusamar stúlkur geta fengið atvinma I verk- smiðju. Gott kaup? Stuikur, sem íiafa sam- band við setuliðið, koma ekki til greina. A. v. á. * ............................. IL ÚtbreiSiS AljbýðubiaSið! WMuífr 1942, Mwfi>irpi9irí.ir.w PDm«R JÓNSSON: Gerðardémslðgin koma þfngst niðnr á peim alira fáfækostu. Þan neyða menn til lðgbrota og tii að fiytja úr fámenninu til Reykjavíkur. TVÖ ÞÚSUND VERKAMENN í verkamannafelögim- um hafa í grunnkaup kr. 1.20 á tímann ©g þaðan af lægra, hér af um helmingurinn kr. 1.10 og þaðan af lægra, en alls hafa 4000 verkamehn kr. 1.30 í grunnkaup og þaðan af lægra. Kaupið er lægst á útkjálkunumv Hin svonefndu gerðardómslög koma harðast niður á þeim, sem hafa lægst kaup og neyða þá, sem vilja bæfa kjör sín fil þess að flýja úr íámenninu og til Keykjavíkur. Uuiræðurnar um svo nefnd gerðardómslög á Alþingi, sýna betur en nokkuð annað óstarf- hæfni og kraftleysi núverandi ríkisstjórnar, ásamt fyrirlitn- ingu hennar fyrir vilja Alþingis. Auk þess sem minni hluti alls- herjarnefndar hefir við aðra xunræðu haldið áfram árásum á ríkísstjórnina, hafa tveir þingmenn úr Sjálfstæðisflokkn- um gagnrýnt aðgerðir hennar, og aögerðarleysi í dýrtíðarmál- unum og fyxir einræðis og kúg- unartilraunir hennar í kaup- gjaldsmáltmum. Annar þessara Sjálfstæðismanna gekk svo langt í gagnrýni sinni, að hann taldi rtkisstjórnina vera komna meira en hálfa leið að því marki að segja: „Ég vil ekkert þmg.C£ Báðir þessir þingmenn voru sammála Alþýðuflokknum um að bráðabirgðalögin væm hvortveggja í senn ranglát og óframkvæmanleg. Ríkisstjórnin hefir engar varnir haft í málinu og forð- ast að láta sjá sig við umræð- urnar. Enginn þingmanna hefir gerst til þess að verja gerræði ríkis- stjórnarinnar, nema Bergur Jónsson og það með hálfum huga og fullkomnu úrræðaleysi. Viðurkenndi hann að rangnefni væri að kalla stofnun þessa gerðardóm, og er sú skoðun í samræmí við almennt álit lög- fræðinga pg’ þar með viður- kennt að bráðabirgðalögin séu formleysa, frá sjónarmiði lög- fræðinga. Hitt hafa þingmenn úr stjóm- arfloklcunum enn eigi viður- kennt að þeim Sigurði Kristjáns syni og Jóni Pálmasyni undan- skyldum að gerðardómslögin era hvað kaupgjaldinu viðvík- ur hvorttveggja í senn ófram- kvéemealeg og ranglát. Sú þriggja mánaða reynsla., sem. fengin er af lögimum sann- ar þetta alveg óívírætt. iLögin eru eigí framkvæman- lag á þeírn stöðum og í þeim atvinnugreinum, þar sem stór eftirspurn er eftir viimuafli. Þau verða brotin á hverju ein- asta heimili á landinu, sem þarf á vinnufólki eða kaupafólkx að halda. Það ræður sér enginn vinnufóik nema full nauðsyn krefji og þegar það kemur í ljós, að eigi er hægt að' i'á fólkið fyrir sama kaup og á árinu 1941, j verður borgað hærra kaup og [ lögin þannig brotin. Þetta er öllum orðið ljóst. Þá er það vitað orðið að ríkis- stjómin og ýms ríkisfyrirtæki verða að brjóta lögin. St j órnarnef nd. ríkisspítalanna hefir t. d. nýléga snúið sér til forsætisráðherra og krafist þess að fá frjálsar hendur xxm ráðn- ingu hjúkrunarfólks á Kleppi, annars verði að Ioka geðveikra- hælinu. Vegamálastjóri mun vera bú- inn að hækka gmnnkaup vega- vinnumanna í Borgarfirði úr kr. 1.00 og 1.10 á nmaim upp í kr. 1.30. JÖRDÆMAMÁLIÐ stöðugt aðalumræðuefni blaðaxma, þó að kosningar til alþingis séu nú mikið ræddar jafnhliða því, þar eð auðsætt þykir, að afdrif kjördæmamáls- ins á þessu þingi hljóti að fara eftir því, hvort kosið verður í vor eða ekki. — Auk hinna mörgu blaðaummæla um kjör- dæmamálið, sem hér hafa verið tilfærð, skulu þessi tekin upp úr Sjálfstæðisflokksblaðinu Stormi, sem út kom í fyrradag: „Það málið, sem langsamlega mesta eftirvæntingu vekur senni- lega hjá allri þjóðinni, er kjör- dæmamálið. Veldur einkum tvennt þessari miklu eftirvæntingu, fyrst og fremst það, hversu mikil riðlun mundi verða á því þingvaldi flokk- anna, sem nú er og lengi hefir ver- ið, og svo hitt, hve óviss úrslit þess eru. , Um fyrra atriðið er það að segja, að nú berst Framsóknar- flokkurinn fyrir lífi sínu, og ef svo fer, að frumvarp Alþýðu- flokksins verður samþykkt með engum breytingum, sem verulegu máli skipta, þá er það víst, að valdi Framsóknarflokksins er lok- ið í íslenzkum stjómmálum, eða verður a. m. k. aðeins svipur hjá sjón á móts við það, sem það áður var. Það er því sízt að furða, þótt hárin rísi nú á hausi úlfanna og vígtemiurnar skagi langt fram úr skoltinum. Aðstaða þeirra tii varn- ar er hins vegar svo örðug sem mest má verða og kemur þeim. því ekki að notum hin mikla leikni iþeirra í því að beita blekkingum og ranghverfa sannleikanum. Öll- xun er auðsætt, að þeir eru aðeins að vex-ja og vemda sitt eigið sícinn, Önnur 'ríkisfyrirtæki og stofn anir munu hafa neyðst til þess að fara í kringum gerðardóms- Iögin á þann hátt að skrifa fleiri tíma á dag hjá verkamönmxm, heldur en þeir vinna. Slíkt em vitanlega svik og lagabrot, en kúgunarlöggjöf, þrákelkni og skilningsleysi ríkisstjómarinnar hefir neytt menn inn á þessar brautir. í flestum iðngreinmn hjá einstökum mönnum, og hjá fjölda atvinnurekenda við al- menna verkamannavinnu eru gerðardómslögin nú brotin, á framangreindan hátt. Þriggja- mánaða reynsla hefir sýnt að þar sem mest er eftirspurn eftir vinnuafli og kaupgjaldið hæst, þar eru þessi dæmalausu lög ekki framkvæmanleg, nema að einhverju litlu leyti og þá skapa þau misrétti innbyrðis á milli (Frh. á 6. síðu.) en ékki hagsmuni sveitanna, því að á þá er ekkei’t gengið með frumvarpi þessu. Ólíklegt er annað en að allir andstöðuflokkar Framsóknar standi óskiptir að þessu sjálfsagða réttlætismáli, og hver einasti þing- maður í þessum flokkum. Og ef svo er, sem að svo stöddu skal ekki efast um, þá er máiinu sigur- inn vís. Hins vegar er fylgi Fram- sóknar í efri deild svo ríkt, að enginn þingmanna í hinum flokk- unum má skerast úr leik eða bregðast skyldu sinni á nokkum hátt.“ « • --——--------------- Það er engu líkara en að Stormur sé eitthvað smeykur um, að einhverjir af floklcs- mönnum hans muni ekki reyn- ast sem öruggastir í kjördæma- málinu, þegar til atkvæða kem- ur. Yrðu það að teljast efnilegir Sjálfstæðismenn, eða hitt þó heldur, sem á síðustu stundu brygðust yfirlýstri stefnu flokks síns til þess að viðhalda misréttinu og ranglætinu á kostnað hans, í því skyni að tryggja Framsóknarvaldinu og Hriflumennskunni áframhald- andi völd í landinu. * í grein í Tímanum x gær um hina margyfirlýstu umhyggju Framsóknarflokksins fyrir því, að tryggja íslenzkum atvinnu- vegum nægilegt vinnuafl og viðleitni hans í því sambandi til þess að takmarka þanrx fjölda verkamanna, sem vinnur hjá setuliðinu, gloprast eftirfar- (Frh. á 6. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.