Alþýðublaðið - 15.04.1942, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.04.1942, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 15. apríl 1942. ALÞÝÐtJEILAÐIÐ VerDhækkun á munaðarvarninoi. Fjármálaráðherra Breta, Sir Kingsley Wood, lagði í gær fram fjárhagsáætl- un fyrir næsta fjárhagsár. Eru það geysimiklar upphæðir, sem Bretar verja til stríðsins og fara stöðugt vaxandi. Síðasta ár voru útgjöldin 4 700 milljónir ster- lingspunda, en í ár verða þau 5200 pund. Mtínn eiga erfitt með að skilja, hversu gífurlegar upphæðir hér er um að ræða, en reynið bara að teljá það á fingr- unum og sjáið, hver útkoman verður! Ljos og myrkur. Þessi mynd sýnir vel muninn á stórborg, sem hefir verið myrkvuð og henni í fullu ljósaskrúði. Myndirnar eru frá am- eríksku stórborginni Fíladelfíu, sú efri rétt áður en myrkvaðvar, sú seinni eftir að það var gert og lýsir þá mánaskinið eitt. Laval fær aftnr sætl í Vtehystjórnlnnl. Ðarlan lætur af storfum þeim, er hann hafði i stjórninni. Pierre Laval Réttarhöldunum f Rlom taætt. LAVAL hefir nú aftur fengið sæti í Vichystjórninni. óg verður hann vara íorsætis- og utanríkismálaráðherra og aðeins ábyrgur gerða sinna gagnvart Pétain. Þetta er í löndum Bandamanna álitið ills viti, og er búizt vjð aukinni samvinnu við Þjóðverja. Darlan fer úr stjórninni, en hann verður áfram yfirmaður hers, flughers og flota Frakka. Þeir Laval, Pétain og Darlan áttu í gær langar við- ræður um þessi mál, og er talið, að þeir muni hafa gengið til fullnustu frá myndun hinnar nýju stjórnar á fimmtudag. Darlan virðist ekki hafa verið nazistum nógu leiði- tamur undanfarið, og hafa þeir því beitt sér fyrir þvi, að hann yrði settur úr stjórninni, en Laval settur í hana í stað- inn. Hann verður þeim vafalaust nógu fylgispakur. Seint í gærkveldi bárust fréttir af því, að Laval hefði haldið ræðu í Vichy og rætt um það starf, sem biði hans í stjórninni. Sagðist hann vilja búa í friðsamlegu sambandi við Þýzkaland og Bandaríkin og mundu gera sitt ítrasta til þess, að svo mætti vera. Þá kvaðst hann ætla að reyna að ná friðarsamningum við öxulríkin, en enn hefir aðeins verið samið vopnahlé. Hann 'sagðist vilja frjálst og óháð Frakkland. Þá var það tilkynnt í gær, að réttarhöldin í Riom hefðu verið stöðvuð. Munu Þjóðverjar vafalaust standa á bak við þá ákvörðun, því að þessi réttar- höld hafa algerlega brugðist vonum þeirra. í>að var ætlun þeirra að fá það sannað þar, að Frakkar og sérsíaklega Bretar aettu sök á stríðinu, en í þess stað hafa réttarhöldin snúizt upp í það að finna orsakir þess, hvers vegna Frakkar hefðu ver- ið svo óviðbúnir, er stríðið brauzt út. ^ Raddir eru nú uppi um það meðal franskra nazista, að nota verði her og flota Frakka í stríðinu og þá við hlið Þjóð- verja. Er því víða óttast að Frakkar verði í framtíðinni enn eftirlátari við nazista en þeir hafa verið hingað til. Er sér- staklega óttast um franska flot- ann, en þó er vitað, að Pétain er því mjög andvígur og hefir barizt gegn því af alefli, en nú er ekki gott að vita, hverju hann fær áorkað. Pierre Laval hefir haft á hendi svo að segja hverja einustu ráðherrastöðu, sem til er í Frakklandi. Hann er lögfræð- ingur að menntun, en er talinn haga seglum nokkuð eftir vindi í stjórnmálunum. — Laval er frægur fyrir hin hvítu háls- bindi, sem hann notar. 29 Frakkar dæmdir til danða. ÞÝZKUR réttur hejir enn dæmt 26 Frakka til dauða jyrir „samsæri gegn þýzka hemum og Þjóðverjum“. Sýnir þetta enn, hversu andstaða Frakka er að magnast og gera þeir nú Þjóðverjum allt til bölvunar hvar og hvenær sem þeir mega. Marshali rœðir við folltrna herteknu landanna. Tiif ÁRSHALL, yjirmaður am -*■*-*■ eríkska hersins, en hann er nú á ferð í Englandi, átti um helgina viðræður við Churchill einhvers staðar utan við Lond- on. Hann er nú kominn til London og mun næstu daga eiga viðfæður við fulltrúa þeirra herteknu Evrópuþjóða, sem hafa stjórnir í London. Verður rætt um það, hverja aðstoð herteknu löndin geti veitt Bretum og Bandaríkja- mönnum, er þeir hejji sókn sína á vesturvígstöðvunum. Marshall hefir þegar rætt mikið við enska her-, flug- og flotaforingja, þar á meðal hinn nýja yfirmann strandhöggs- sveitanna, Louis Mountblatten lávarð. Það er enginn vafi talinn á því, að viðræður Marshalls fjalla að langmestu leyti um komandi sókn í Evrópu og þátt- töku Ameríkumanna í henni. í för með Marshall er Harry Hopkins, sem haft hefir yfir- stjórn láns- og leiguhjálparinn- ar til Breta og Rússa. Hitler hefor 260 millj. króna árstekjnr! Hvað yrði ef hann værl brezhnr borgari? Hitler hefir nú, eftir því, sem Lundúnaútvarpið skýrði frá, 260 000 000 króna árstekjur. Ef hann væri enskur borgari, yrði hann að greiða 250 000 000 I tekjuskatt, en því miður, segir útvarpið, er enginn enskur borg ari til, sem greiðir svo mikið sem tuttugasta hluta af þvi. Þessi gífurlega aukning hefir í för með sér mikla verðhækkun á öllum vörum, sem ekki geta talizt nauðsynjar. Hækkar til dæmis tóbak mikið og whisky ( um 5 krónur flaskan. Þá verður skemmtanaskatturinn tvöfald- aður og ýmsar snyrtivörur, grammófónplötur og fleira hækkar um helming. • Kingsley Wood skýrði frá því,. að hjálp Ameríkumanna hefði síðast liðið ár numið 600 millj- ónum punda, og að Kanadamenn hefðu sent til Englands vörur fyrir 200 milljónir. Btssir taka borg á onnm. EKKERT bólar á vorsókn inni á ausurvígstöðvunum enn. Barizt er á allri víglítumni, en þó mest á Leningradvígstöðv- imurn, þar sem Rússar hafa und- anfarna daga fellt 9000 Þjóð- verja og sótt fram. i Þá hafa Rússar, segir í til- kynningu í gærkveldi, náð á sitt vald mikilvægri borg á Kalinin- vígstöðvunum. Nafn hennar er ekki nefnt. Þjóðverjar gerðu í fyrradag aðra stórtilraun sína til þess að gera loftárás á Murmansk í Norður-Rússlandi. Rússneskar orrustuflugvélar lögðu til at- lögu og hröktu Þjóðverjana á flótta. Arásir brezkra orr- nstuflugvéia i gær. 'El REZKAR orustuflugvélar fóru í gærdag í margar ferðir yfir sundið til Norður- Frakklands og háðu orrustur við þýzkar flugvélar. Stóðu þessar árásir lengur en nokkru sinni fyrr, eða frá því kl. 10 um morguninn til kl. 7 um kvöldið. Vélbyssuárásir voru gerðar á marga staði í Frakklandi, m. a. aflstöðvar í Normandie. Skotnar voru niður 4 þý2kar flugvélar og margar skemmdar, en sjálfir misstu Bretar 4.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.