Alþýðublaðið - 15.04.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.04.1942, Blaðsíða 6
____________ALÞYÐUBLAfHÐ_________ Árbók Ferðafélagsins 1941 GERÐARDÓMSLÖÍiIN Frh. af 4. síðu. einstakra manna og félaga. Öðru máli er að gegna um út- kjálka landsins. Þar er kaup- gjaldið lægst, þar er vinna paanna stopul, þar er eftirspurn lítil eftir vinnuafli. Þar búa fá- tækir fjölskyldumenn við lág laun, sem eiga erfitt með að komast í burtu frá heimilum sínum. Gerðardómslögin leggjast á þessa menn, með öllu sínu þunga ranglæti. Einhleypingar sem búa á þessum stöðum flýja hingað til Reykjavíkur, til þess að réyna að bæta kjör sín. Fjöl- skyldumennirnir eiga hinsvegar varla heimangengt. Þeir verða að vera þar sem þeir eru komn- ir, þeir búa við stopula vinnu og gerðardómurinn bannar þeim að fá hækkað grunnkaup- ið. Að því leyti sem „gerðar- dómslögin“ eru framkvæman- leg verða þau þessvegna rang- lát. Þau níðast beinlínis á þeim, sem minnsta hafa vinnu og lægst kaup. Grunnkaupið er undir kr. 1.20 á tímann, þar sem þessir menn eiga heima, og þar er engin eftirspurn eftir vinnu almennra verka- manna, sem brýtur niður lög- gjöfina. Þingmenn sem ekki vilja sjá þetta og viðurkenna eru haldnir flokksblindni. í lagafrumvarpi ríkisstjórnar er gert ráð fyrir að lögin gildi allt árið 1942, en þriggja mánaða reynsla er þegar búin að for- dæma þau. / Fái réttlætiskennd þingmanna og dómgreind að njóta sín fyr- ir flokksböndum og ofríki ríkisstjórnar getur ekki svo far- ið að „gergardómslögin" verði samþykkt, í neinu þvílíku formi og þau koma frá ríkisstjórninni. HANNES Á HORNINU Frh. af 4. síðu. krafðir um þetta verð ,enda nær pað ekki nokkurri átt. Það er við- urkennd nauðsyn, að koma börn- unum í sveit, og það verður að marka afstöðu ríki.sstjórnarinnar og bæjarstjórnarinnar. „GRÓÐABRALLIÐ grípur um sig,“ skrifar „sjómaður" mér í gær. ,,/yilir vita um húsabraskið, jaraðbraskið og bílabraskið — og nú eru smádrengir byrjaðir gróðabrall í stórum stíl og þar er álagningin ekki klipin við nögl- ina. Ég vildi fara í bíó í gærkv. og gat ekki farið neitt annað kvöld að sinni. Ég reyndi að fá miða, en tókst ekki. Svo var mér sagt, að það ætti sér stað að mað- ur gæti fengið miða hjá strákum við innganginn.“ ) „ÉG FÓR ÞVÍ niður eftir og brátt rakst ég á smásvein, sem hafði miða til sölu. Ég spurði hann, hvort hann vildi selja mér, og var hann fús til þess, en mið- amir kostuðu 10 krónur hvor. Pilturinn hafði greitt rúmar 4 kr. fyrir þá. Ég keypti miðana, því að það er ekki svo oft, sem ég get farið í kvikmyndahús, en þetta þykir mér ískyggilegt á- stand, þegar smábörn eru farin að okra.“ Breiðfirðingafélagið heldur fund í Alþýðuhúsinu annað kvöld kl. 8%. Gengið inn frá Hyerfisgötu. Fundarsalnum er lokað kl. 9,30. Reybjavíkurannáll h.f. sýnir revyuna Halló, Amerika! í kvöld kl. 8. EINHVERNTÍMA á lífsleið- irmi grípur sjálfsagt flesta áköf löngun til þess að hleypa heimdraganum, taka sér nesti og nýja skó og sjá sig um í veröldinni. Menn hafa jafnan haft, og hafa enn, þá trú, að sá, sem hefir „fjöld af farit“, sé vitrari og víðsýnni en sá, sem slitið hefir öllum sínum skóm í heimahögum, — eða, hahn hafi að minnsta kosti skilyrði til að vera það. Þessi trú birt- ist í hinu alþýðlega máltæki: „Heimskt er heima álið barn,“ En hjá flestum er lífskjörun- um þannig háttað, að „fótur vor er fastur, þá fljúga vill önd“. Ferðalög eru dýr og fá- tæklingum -ofviða. Auk þess fjötra annirnar margan mann- inn, og þá eigi síður konuna, við sama hreiðrið ár og æfi. Það hefir því orðið hlutskipti margra, sem kanna vildu ó- kunna stigu,-sjá fjarlægar stöðv ar og háttu fjarlægira manna, að þeir urðu að. láta sér nægja að „sitja kyrrir á sama stað, en samt að vera að ferðast“. Þeir hafa, eins og fátæk alþýða hefir gert um allar aldir, orðið að láta ímyndunaraflið bæta sér það upp, sem raunveruleikinn neitaði þeim xun. Ég tel það vafalaust, að Ferðafélag íslands sé þessi árin að vinna starf, sem miðar til þjóðþrifa og þjóðheilla. Það hvetur landslýðinn, einkum þann hlutann, sem í bæjunum býr, til þess að auka kynni sín af landi voru. og það reynir, eftir fremsta megni að greiða fyrir þeirri kynningu með ódýr- ari ferðum, leiðsögu, sæluhús- um o. fl, Ferðafélaginu hefir eflaust orðið allvel ágengt. En enn þarf það að ná til miklu fleira fólks. Það er ekki nóg að koma þeim af stað, sem auðveldast er um ferðalög ,það þarf að ná til þeirra, sem erfiðast eiga með að lyfta sér upp, t,il mannsins, sem stritið og áhyggjurnar eru að buga, til konunnar, sem varla víkur út úr þröngu eldhúsinu. Að þesu marki skilst mér, að Ferðafélag íslands keppi, enda það eina eðlilega. En félag þetta hefir gert fleira en það að gangast fyrir ferðalögum, lengri og skemmri. Það hefir líka haldið úti merki- legu útgáfustarfsemi. Um fjór- tán ára skeið hefir það gefið úr árbækur, sem allar eru vand- aðar og einkar fcæðandi um landshluta og leiðir. Er þar eigi einasta að finna ytri lýsingar á landinu, heldur og djúptækari fróðleik um náttúrufar þess og dýralíf. Má þar einkum benda á hina stóru fuglabók, sem var árbók F. í. 1939, og orðið hefir mörgum kærkominn leiðarvísir um íslenzka fugla. Fyrir skömmu er komin út Árbók 1941, og tel ég mig ekki gera lesendum neinn bjamar- greiða með því að benda á hana sem eina af betri bókum árs- ins. Efni Árbókarinnar er að þessu sinni skiþt í tvo megin- kafla. Er sá fyrri og meiri um Kelduhverfi, en sá síðari og skemmíri um Tjörnes, þáttur úr jarðmyndunarsögu þess. Árni Óla, blaðamaður, hefir samið Kelduhverfis-kaflann, en Jó- hannes Áskelsson jarðfr. Tjör- ness-þáttinn. Auk þess eru í rit- inu tvéer stuttar greinar, önnur eftir Skúla ritstjóra Skúlason um Skjaldbreiðarför á 100-ára afmælisdegi Skjaldbreiðar- kvæðis Jónasar Hallgrímssonar, en hin eftir Steinþór mag. Sig- urðsson um páskadvöl fjalla- manna á Fimmvörðuhálsi. Ritgerðin um Kelduhverfi er á rúmlega 70 blaðsíðum og er vel aðgengileg, skipt í kafla, en þeim köflum aftur í aðra smærri. Hér er gert fleira en lýsa landslagi; líka er, eftir því sem rúm vinnst til, staldrað við merka atburði úr sögu héraðs- ins og byrjað á landnámum og þeim lýst all-ýtarlega. Það er auðséð, að höfundur kann. á mörgu góð skil þar nyrðra, því að hann fléttax fjölda þjóðsagna og munnmæla inn í frásögnina, og gerir það hana lifandi og læsilega, jafnvel þeim, sem al- drei hefir Um Kelduhverfi farið. Verður þetta því um leið dá- lítið spegilbrot úr menningar- sögu byggðarinnar ,enda virðist greinarhöf. hafa ætlazt til þess, öðrum þræði ^Sbr. t. d. þáttinn um Kelduhverfisfiðluna, bls. 34). Allt festiir þetta lýsingu héraðsins betur í minni, enda ,er það svo, að enginn öðlast staðgóða þekkingu á íslenzkum byggðarlögum fyr en hann kynnist þeim sögulegu minn- ingum og þjóðsögum, sem tengd ar eru bæjum og stöðum, veit eitthvað uppruna örnefna, enda- lok eyðibýla o. þ. u. 1. Þetta eru nauðsynleg skilyrði þess að geta lesið á landið. Lýsing Kelduhverfis virðist vera vel skýr, en illfært mun vera að lýsa héruðum þannig með orðum einum, að geró- kunnugur maður fylgist með til hlítar. Má telja það verulegan galla á þessum hluta bókarinn- ar, að ekki skuli fylgja kort yfir stöðvar þær, sem þar er lýst. Aftur á móti fylgir sæmi- legt kort Tjörnesskaflanum og er hann þó mun skemmri. Hins- vegar eru þama margar ágætar myndir úr Kelduhverfi. Víða er lýsing Kelduhverfis svo vel skrifuð að mikil skemmt un er að lesa. Get ég ekki stillt mig um að taka eftirfarandi kafla til dæmis: „Heiðin er einn samfelldur skrúðgarðúr. Sér þar varla ó- gróinn blett, nema þar sem sundur sprungnir klettar og hraunnibbur standa upp úr hin- um háa, þétta og marglita gróðri. Yfir að líta er heiðin eins og flosdúkur, marglitur, ofinn úr fögrum litum, og lita- samræmið og samstilling þeirra aðdáanlegt. í þessum dúki eru stórir dökkbrúndr borðar og sveiflur og hringar, piyndaðir af beitilyngi, kögraðir og íþrædd- ir ljósari teinum og kræki- berjalyngi, sem vefjast um dökkgræna bletti af sortulyngi og fjalldrapa, og blágræna bletti af eini bláberjalyngi og aðalblábejalýngi. Og svo eru á milli stórir ljósgulir og silfur- bláir feldir. Það eru gulvíðis og grávíðisrunnar. Og svo eru alls- staðar innan um þetta dökkar skuggamyndir með sólglitrandi grænum kolli, það eru skógar- runnarnir, birki og reyniviður súms staðar. En þegar litið er nær á þetta flos, og það grein- ist í sundur, kemur fram ann- ;að litskrúð, rautt, blátt, hvítt, gult, —- þúsundlitt. Það eru heiðablómin, blágresi, hvítar og gular sóleyjar, bleiki^, fjólublá- ir og gullnir fíflar, geldinga- hnappar, kattaraugu, lamba- blóm, og óteljandi önnur blóm. Um allt vefst reyrinn og angar, öll grösin anga, skógurinn, kjarrið, öll heiðin. í eyrum manns ómar dillandi kór ótelj- andi fugla. Það eru þrestir, hrossagaukar, sólskríkjur, auðnutitlingar, steinklöppur, maríuerlur, lóur spóar og rjúpur. Og allir syngja nátt- úrunni lofsöng í hrifningu og gleði lífsins." Ætli flesta langi ekki til þess að koma norður í þessa dásam- legu heiði eftir að þeir hafa lesið svo fagra lýsingu? Seinast í kaflanum um Kelduhverii ér Ásbyrgi og Dettifossi, þessum fjölsóttu ferðamannastöðum, gerð góð skil, og mun sjálfsagt suma fýsa að'lesa bókina vegna þess eins. Kaflinn um Tjörnes er, eins og áður sagði, miklu skemmri, eða 14 blaðsíður. Tjömes er mjög merkilegur staður í jarð- fræðinni, og er þetta þáttur úr myndunarsögu þess, skrifaður af jarðfræðingi. Er efni gerð góð skil, eftir því sem hægt er í svo stuttu máli, og mun marg- ur telja sig fróðari um gátu Tjörness eftir lesturinn. Kafl- anum fylgir kort af nesinu. í árbókinni er að vanda f jöldi ágætra mynda, sem prentaðar eru á góðan pappír. Frágangur má allur teljast góður og út- gefendum til sóma. Það má teljast víst, að með útgáfu svo vandaðra ársrita vinni Ferðafélag íslands stór- virki í því að kynna íslending- um sitt eigið land. Þeir, sem lesa slíkar héraða- og leiðalýs- ingar með athygli hafa með sér veganesti, sem hlýtur að duga þeim vel, þegar þeir fá þess kost að ferðast um þær slóðir, sem þeir lásu um. * R. Jóh. Aðalfundur Félags íslenzkra rithöfunda var haldinn síðastliðinn sunnudag. Stjómarkosning fór þannig, að Friðrik Ásmundsson Brekkan var kosinn formaður, Magnús Ásgeirs- son ritari, Sigurður Helgason gjaldkeri og meðstjórnendur Sig- urður Nordal og Halldór Kiljan Laxness. Á fundinum voru kosnir fimm menn til að sitja fundi Baridalags íslenzkra listamanna og hlutu kosningu: Sigurður Nordal, Magnús Ásgeirsson, Tómas Guð- mundsson, H. K. Laxness og Frið- rik Ásmundsson Brekkan. Póstþjófarnir heitir framhaldssýningin á Gamla Bíó. Aðalhlutverkið leikur George O’Brien. Miðvikúdagur 15. aprfl 1942. FUOT AM ÁLARÁÐHERR A ROOSEVELTS ■ ■ ‘ : Í.l.-Slf:'- Frh. aif 5. síðu. á sig til þess að kynna sér mál- in, en svo fór, að harm ávann sér hylli og virðingu flotans. Hann ferðaðist mikið og fór langar flugferðir á haf út. Hann gerðist hinn mikli málsvari flot- ans en hatrammur ándstæðing- ur einangrunarsinnanna. Hann barðist fyrir flotann, fyrir land sitt og bandamenn þess.Og hann reyndist ekki lakari áróðurs- maður en dr. Göbbels í Berlín, þó að á annan hátt væri, Knox flotamálaráðhrera er mikill bardagamaður og loksins var hann í essinu sínu og fékk starf, sem hæfði kröfum hans og þreki. Og þetta embætti full- nægir vafalaust vél starfslöng- un hans. Þar getUr hann notið sín í innsta hring stjórnmál- anna, þar sem hann getur altaf sétið ráðstefnur með Roosevelt _ forseta á þessari stund hætt- unnar. Knox er hinn karlmann- legasti og tignarlegasti maður, og vekur virðingu allra sem umgangast hann. Hrakfarir bandaríkska flotans í Pearl Harbour kom Knox flotamála- ráðherra mjög á óvart, eins og öðrum. 'Hann hafði vérið að berjast gegn kyrsetumönnum og skrifstofustjórn, en krafizt þess, að menn væru vakandi og á verði andspænis hættunni. En þarna kom sörniun þess, að flotinn, flotinn hans, var ekki enn þá búinn að áttá sig á því, að ófriður var komimi á. Knox varð ótta sleginn, þegar hann fékk þessar fregnir. Auk þess hafði harin sjálfur fáeinum mán- uðum áður, staðið að því að Kimmel flotaforingi yrði yf- irforingi flotans. Knox brá sér þegar í stað um borð í flug- vél og fór nærri því hálfa leið umhverfis'jörðina, frá Washing ton til Pearl Harbor, til þess að sjá með eigin augum, hvað gerzt hafði, og þegar hann kom heim var hann nógu djarfur til þess að horfast í augu við erfið- leikana og kannast við mistök- in. En hann hófst þegar handa um að bæta úr því, sem mis- tekizt hafði. Frank Knox er orðinn éinn af merkustu og þekktustu mönnum í Washington. Og hann heldur í hendi sér völdunum yfir flotanum, sem Bandaríkin eiga svo mikið undír. HVAD SEGJA HIN BLÖÐIN? Frh. af 5. síðu. lagði fram dýrtíðartillögur sínar á andi játning upp úr ritstjóra Framsóknarblaðsins: „Þegar Framsóknarflokkurinn haustþinginu 1941 var honum ljóst, að ekki yrði hægt að halda kaupgjaldinu og verðlaginu í skefjum, ef setuliðin héldu áfram að keppa við atvinnuvegina um vmnuaflið og ,buðu ýms fríðindi, eins og eftirvinnu og helgidaga- vinnu.“ Eins og menn sjá af þessum orðum, er það ekki aðeins vegna skorts á vinnuafli hjá innlendum atvinnuvegum, sem Framsóknarflokkurinn hefir barizt á móti setuliðsvinnunni. Kaupkúgunarhugurinn hefir fullkomlega átt sinn þátt í þeirri baráttU. 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.