Alþýðublaðið - 26.04.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.04.1942, Blaðsíða 6
• alpymjblasið - . . ' ——iLimmmmarnm——■é«»AIi ■—> mmmmf Fósturdóttir dansmeyjarinnar. Starr heitir hún og er aðeins 5 mánaða gömúl. Hún er hér í fangi á vinnukonu stjúpmoður sinnar, sem stendur hjá þeim. Stjúpmóðirin heitir Lois de Fée og er, yfir 1 m. og 80 sm. á hæð. Hún er þekkt dansmær í New York. HANNES Á HORNINU Frh. af 5. síðu. prýdd. En dekur margra íslend- af guði gerð, gáfum og fríðleik inga, sérstaklega yngri kvenna og karlmanna, við Bretann gekk fram úr öllu góðu hófi. Þar kom fram veiklyndi íslendinga í nýjunga- giminni, sem oft hefir leitt þá góðan spöl af réttri leið; en ætíð hafa þeir þó áttað sig og dregið sig til baka aftur; og svo mun verða með þetta er frá líður.“ GAMALL Menntaskólanemandi skrifar mér eftirfarandi bréf og finnst mér kenna í iþví nokkurrar hryggðar og sakáaðar: „Dimitterað var í Menntaskólanum s.l. mið- vikudag. Þessi gamla og virðulega athöfn hefir nú tekið á sig sorg- lega ömurlegan blæ. Fyrr á tím- um hurfu stúdentsefnin úr gamla skólanum, þeirra eigin hiisi, og kveðjuræða inspectors scholae var flutt í hinum fræga hátíðarsal skólans, þar sem Jón Sigurðssoti og þeir félagar stóðu forðum upp og sögðu vði Dani: „Vér mótmæl- um allir.“ Nú er skólinn hemum- inn og þessi salur er setustofa og „bar“ fyrir enska liðsforingja." „ÁÐDR FYRR gengu dimittent- ar niður gamla stíginn við skólann og kvöddu yngri nemendur með margföldum húrrahrópum. Síðan hurfu þeir sjónum gamla skólans fyrir hornið hjá Árna Björnssyni. Nú fer öll þessi virðulega athöfn fram í kjallaraholu í Háskólanum og stúdentsefnin hverfa sjónum fyrir homið á Bretabragga." „ÞAÐ ER VON allra velunnara skólans, að hann fái í haust aftur skólahús sitt, svo að hann geti starfað þar, þar til honum verður séð fyrir nýju húsi. Þar eiga allar gömlu venjumar, sem áður settu svip sinn á skólann og nemehdur bans, að vakna til lífsins aftur.“ Saodgræðs!an. Frh. af 4. síðu. sen f. h. Þorlákshafnar, Halldór Magnússon Breiðabólstað. Nei sögðu Sigurður Þórð- arson Hlíðarenda og Litlalandi, Halldór Magnússon Hrauni, Guðmundur Jónsson Nesi. Þeir, sem sögðu já, ráða yfir 320 jarðarhundruðum, en þeir, sem sögðu nei, yfir 286 jarðar- hundruðum.“ Var nú ekki annað sýnna, en að ekkert yrði af girðingunni. Guðmundur Jónsson í Nesi var hinn dólgslegasti, var með mál- æði mikið, með illyrðum og óð elginn með heitingum, einkum við Þórarin Snorrason, sveit- unga sinn, og höfðu menn gam- an að. 27. júní komum við Magnús Torfason sýslumaður í Stjórn- arráðið til forsætisráðherra; var þar þá Guðmundur Jónsson í Nesi Þá leggur hann eftirfar- andi tilboð fram „Ég undirritaður, eigandi Nestorfunnar í Selvogi, geri það tilboð, að selja dómsmálaráð- herra íslands sandinn frá Nes- vita upp í Hellisþúfu og þaðan um Selvogsheiði austur í hreppa mörk eftir fyrirhugaðri sand- græðslugirðingu, en það er (sic.) í sjó fram að Þrívörðum, fyrir verð, sem óvilhallir dómkvaddir menn meta. 'Enn fremur skuld- bind ég mig til, ef dómkvaddir, kunnir og óvilhallir menn meta að landið milli girðingar minnar og hins keypta sandgræðslu- svæðis hefir blásið upp sakir of mikillar beitar, miðað við ekki fleira búfé en nú er í Nestorfu, þ. e. 800 fjár, að fækka fé mínu eins og þarf gegn bótum, er dómkvaddir óvilhallir menn meta, enda meti þeir hvé margt búfé megi þá vera í högunum. P. t. Reykjavík, 27. júní 1935. (Undirskrift) G. Jónsson. Vottar: Magnús Torfason, Gunnl. Kristmundsson.“ Matsmenn skoðuðu sandsvæð- ið frá Nesi 15. júlí sama ár, og vorum við G. J. báðir með þeim, því að ég var skipaður við matið til þess að gæta hagsmuna ríkis- ins. Ég lét mæla landið og girða. Var nú allt í sátt, að ég hélt, Matsgerðin hafði verið send for- sætisráðherra og hann gert kaup á landinu við Guðmund Jónsson. Hann fékk sína peninga og gaf afsal fyrir landinu. En árið 1941 er lagt fyrir al- þing frumvarp Guðmundar („Litla, ljóta frumvarpið“). Það var svo stutt, 3 línur á þing- skjalinu, að það hlaut að verða fljótt að lögum!! Flutningsmað-' urhin, alþekktur þingskörung- ur, forseti neðri deildar, hr. Jör- undur Brynjólfsson. En á hinum þriðja mánuði sá G. J. þó, að frumvarpið myndi dautt vera. „Opið bréf“ skrifar G. J. síð- an til mín 30. maí 1941. Bréfið byrjar hann á girðingarstæði í Bjarnarvík, sem ég taldi og' tel óaðgengilegt fyrir girðingu til varnar. Eini staðurinn, sem ég áleit tiltækilegt að girða að sjó, var við vitann. Er þó engan veg- inn tryggt girðingarstæði þar, en þar var hægast til varnar, ef girðing bilar. Þá tálar hann um matsverðið á Neslandi og segir:,,Það, að þú leitaðist við að halda verðinu niðri, sýnir persónulega óvild til mín.“ G. J. gleymir, að ég mætti við matið fyrir hönd ríkissjóðs og átti að gæta hagsmuna hans; bar mér því skylda til að reyna að lækka verðið og' muna orð Kolskeggs: „Hvárki skal ek á þessu níðast ok engu öðru, því er mér er til trúat “ Svo endar hann „Opið bréf“ til mín með þessum orðum: „Þetta mál var sótt með sann- leik, en varið með lygum. Því var von það félli. Það er í sam- ræmi við aldarandann.“ Ég skal játa, að ég skil ekki þessa sjúku sál. Er nú meining G. J. að sigra með þeim ósann- indaelg, sem settur er fram í „Opið bréf“? Lýgin er hans leið arljós til sigurs. Það er í sam- ræmi við samvizku hans og sál- arró. Ekki öfunda ég hann af lífsskoðunum hans eða þeirri leið, sem hann velur sér að ná settu marki, en það er að láta naga gróðurinn úr Neslandi. 20./4. 1942. Gunnl. Kristmundsson. Dagsbrúnarmenn! Þeir Dagsbrúnarmenn, sem vilja aðstoða við 1. maí eru hér með beðnir að gefa sig fram við skrif- stofu félagsins. Fram að 1. maí verður skrifstofan opin á hverju kvöldi kl. 8—9.30 e. h. , Málverkasýning Jónasar frá Hriflu í glnggum Gefjunur JÓNAS JÓNSSON frá Hriflu hefir opnað sýn- ingu á nokkrum málverkum í sýningargluggum skó- og klæðaverziunárinnar Gefjunn ar' í Aðalstr. Málverkin hefir hann þó ekki gjört sjálfur, héldur munu þau vera eign rík- isins og eru eftir nokkra þekkta listmálara, þar á meðal Jón Stefánsson, Gunnlaug Ó. Scheving og Jóhann Briem. — Meðal málverkanna, sem þarnci eru sýnd, er hið fræga málverk Jóns Stefánssonar af Þorgeirs- bola. Sýning þessi á sér nokkra forsögu. Fyrir páskana ætlaði Jónas áð opna þessa sýningu í Alþingishúsinu óg lét setja mál verkin upp á vegg þar, en þó án leyfis forseta sameinaðs þings. Mun ætlun Jónasar með þessari sýningu hafa verið að sanna þingmönnum það, sem hann hefir undanfarið verið að skrifa um í Tímanum um ýmsa þekktustu myndlistarmenn landsins, að þeir væru ekkert annað en ,,klessugerðarmenn“. En þegar forseti sameinaðs þings fekk að vita um þessa sýningu,, vildi hann ekki láta J. J. nota sali Alþingishússins í slíkum tilgangi. Er þetta á- stæðan fyrir því, að Jónas hef- ir nú flutt sýningu sína í glugga Gefjunnar. Alþýðublaðið spurðist fyrir um það í gær hvort Mennta- málaráð stæði fyrir þessari 'sýningu og fekk það svar, að svo væri ekki, hún væri einka- fyrirtæki Jónasar. Hugmynd- ina að þessari sýningu mun J. J. hafa fengið frá Hitler, sem hafði í sama tilgangi sýningu í Mtinchen árið 1937. Menntaskólanemend or móímæla brott- flotniigi Mennta- skólans. 141 grefddu utkvæði móti brottfilutraingn* um en 26 með. Menntaskólanem- ENDUR héldu mikinn fund á föstudagskvöldið að- allega til þess að ræða um tillögu, sem lögð hefir verið fram á alþingi, og áður hefir verið skýrt frá hér í blað- inu um að athuga hvort ekki væri heppilegt að flytja Menntaskólann að Skálholti, hinum fomfræga sögustað. Urðu miklar umræður um þessi mál á fundi Menntaskóla- nema og mun rektor skólans hafa tekið þátt í þeim. Á fundinum var eftirfarandi tillaga samþykkt með 141 at- kvæði gegn 26: „Almennur skólafundur, haldinn í Menntaskólanum í Simnudagur 26. april 1942-. | Reykjavík 24. ápríl 1942, bein- ! ir þeim tilmælum til Alþingis, að það vísi á bug öllum tilraun- um, sem fram hafa komið og fram kunna að koma um brottflutning Menntaskólans úr höfuðstaðnum. Jafnframt skorar fundurinn á Alþingi að sjá um, að haf- izt verði handa nú þegar um byggingu nýs menntaskólahúss hér í bænum, og telur fundur- inn æskilegt, að sú bygging verði reist á lóð skólans við Lækjargötu.“ Bszar Kienfélags áigiðuflokksins í Géðte npla rahási n n ð priðjndag. KVENFÉLAG Alþýðu- flokksins hefir hinn fyrir- hugaða bazar sinn í Góðtempl- arahúsinu á þriðjudag kl. 3 og stendur fram eftir deginum. — Mjög mikið af ágætum mun- um verður til sölu á bazarnum. Þær Alþýðuflokkskonur, sem enn hafa ekki gefið muni á bazarinn, en vilja styðja flokks starfið með því að gera það, erum beðnar að skila munum sínum fyrir kl. 12 á þriðju- daginn til frú Oddfríðar Jó- hannsdóttur, Laugavegi 61, — eða frú Bergþóru Guðmunds- dóttur, Brávallagötu 50. Rafmgnsstrannnr drepnr tvð tiross í Riöndniiiíð. IFYRRAKVÖLD klukk- an að ganga 5 fórust tvö hross frá Blönduhlíð með þeim hætti að þau urðu fyrir rafmagnsstraumi og dráp- ust samstundis. Folald, sem kom þarna að, slapp með naumindum af því að það var járnalaust, en bæði hross- in, sem fórust voru járnuð. Annað þessára hrossa var hryssa og var folaldið undan henni. Ætlaði það til móður sinnar, er það sá hana falla, en fekk þá nokkurn straum í sig. Sigfús Guðnason, bóndi í Blönduhlíð, skýrði Alþýðublað- inu þannig frá þessum atburði 1 gær: Síma- og rafmagns-línur liggja hér yfir túnið. Herbifreið rakst á staur hér skammt frá í fyrri nótt, svo að vírarnir féllú niður. Gert var við þetta í gær- morgun en ekki betur en svo að vírarnir lágu niðri og lentu hrossin í þeim. Þegar við kom- um þama að fengum við snert af straum í okkur, bæði úr staur og jafn vel úr sjálfu túninu. Ég tel að að eins tilviljun hafi ráðið því, að þama skyldi ekki hafa hlotizt slys af á mönnum. Lítill sonur minn leikur sér oft þarna á túninu, en það vildi svo til að hann hefir haldið sig inni að mestu í tvo daga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.