Alþýðublaðið - 26.04.1942, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.04.1942, Blaðsíða 8
ALÞYÐUBLAÐIÐ FASISTINN SKEMMTIR SÉR ‘1T ITTORIO Mussolini, sonur * ítálska harðstjórans, var jlugmaður í Abyssiníu-styrjöld- inni, og skrifaði síðan bók urn afrek sín. Sagðist hann þar vilja kenna ítölskum æskulýð að sjá aðeins „hið fagra í strið- inu“. Hann sagði að sprengju- kastið í Abyssiníu hefði verið „afar skemmtilegt“. Einni árás sinni á riddaraflokk abyssinsk- an lýsir hann einkar skáldlega: „Við komum að þeim óvörum og köstuðum óðara sprengjum okkar. Þær féllu í miðjan hóp- inn og þeyttu þeim burt og sundruðu þeim. Það minnti mig á rós, sem breiðir úr sér. Það var afskaplega gaman að þessu.“ T > ANN fylgdi henni heim, og ■* ■* það var mjög ástúðlegt með þeim. Þau staðnæmdust fyrir utan húsdyrnar heima hjá henni. „Viltu ekki líta inn fyrir rétt sem snöggvast?“ spurði hún. „Nei, þakka þér fyrir, ómögu- lega, það er orðið svo fjarska framorðið,“ svaraði hann. „Jæja,“ andvarpaði hún, „en það er svo ósköp einmanalegt heima. Mamma er úti og pabbi liggur með gigt í fótunum.“ ,,Ha, gigt í fótunum? I báðum fótum?“ „Já.“ „Ja, kannske ég líti inn til þín rétt sem snöggvast,“ sagði hann. jr ÝZK flugvél hafði verið yfir bænum, og menn voru að ræða um atburðinn. „Varstu hræddur, Bjarni?“ spurði maður kunningja sinn. „Nei, nei, ég fann ekki til ótta,“ svaraði Bjarni. „En þú hefðir átt að sjá konuna mína. Hún var föl eins og vofa, þegar ég skreið fram undan sóffan- um.“ Tf ONA var á gangi á götu í London. Þá heyrðist þruma milcil og löng. Konan varð mjög hrædd og hélt að loftárás væri byrjuð. ,,Þetta er allt í lagi, kona,“ sagði stráklingur, sem var þar nærri staddur, ,,þetta er ekki Hitler, það er bara guð.“ — myndi vera álitið, að við gætum aðeins eitt gert. En ef til vill er sinn siður í landi hverju. 'Hún svaraði engu. Hann laut fram, rétti fram höndina og fór að skrúfa rúbínana úr eyrum hennar. XV, KAFLI Dona stóð við stjórnvölinn á Máfinum og skipið hossaðist á öldutoppunum og skvetturnar gengu yfir skipið. Hvít seglin voru þanin yfir höfði hennar og það söng í strengjum, marraði í trissum og vindurinn hvein í rám og siglum. Á miðþiíjunum voru skipverjarnir samankomn- ir og hlógu og gerðu að gamni sínu. Þeir voru eins og börn og litu upp annað slagið til þess að vita, hvort hún tæki eftir þeim. Sólin skein í heiði og salt- þefur og tjörulykt barst að vit- um. Allt er þetta aðeins á hrað- fleygri stundu, hugsaði hún. Eftir að þessi dagur er liðinn, heyrir þetta minningunum til. Jafnvel dagurinn í gær heyrir til hinu liðna, sem kemur aldrei aftur. Þetta er dagur okkar, stund okkar, sólin heyrir okkur til, vindurinn og sjórinn og mennirnir, sem eru að syngja þarna á þilfarinu. Þennan dag á framar öllum öðrum dögum að geyma í minningunni, því að á þessum degi lifum við og elskum og ekkert annað í ver- öldinni kemur okkur við. en ,það, sem við höfum skapað okkur sjálf. Hún horfði á hann, þar sem hann lá á stjórnpallin- um með pípuna í munninum. Annað slagið brosti hann í svefninum, og hún minntist þess, að hann hafði hvílt hjá henni um nóttina. Stýrishjólið á Máfinum lék í höndum hennar og skipið hall- aðist í hinum blásandi byr. Hann opnaði augun og leit á hana, tók út úr sér pípuna og hristi úr henni öskuna niður á þilfarið. Því næst stóð hann á fætur, teygði úr sér og geisp- aði. Hann var ánægður yfir því, hve vel hin mikla glæfraferð hafði heppnazt. Hann gekk að hlið hennar, staðnæmdist þar, lagði hönd sína á stýrishjólið, og þau horfðu á seglin og upp'í loftið og þögðu. í fjarska úti við sjóndeildar- hringinn sást græn strönd Cornwallskagans, og fyrstu máfarnir komu til þess að heilsa þeim. Þeir sveimuðu yfir siglutoppunum og görguðu. Þau vissu, að bráðum myndi gróðurilmurinn berast til þeirra úr landi, og um það leyti, sem sólin væri að setjast myndu hinir breiðu ósar Helfordár opnast. Sendin ströndin myndi verða hlý eftir að sólin hafði skinið allan daginn, og áin myndi verða lygn og blikandi fögur í ljósaskiptunum, og fuglar myndu syngja í skóginum og hoppa grein af grein, eða flögra um með hljóðu vængjataki. Vogurinn myndi enn þá vera ágætt hæli öllum þeim, sem vildu fela sig fyrir hinum gagnrýnu augum veraldarinn- ar. Trén myndu skýla þeim, næturgalinn myndi syngja og fiskar vaka í ánni og ilmur há- sumarnæturinnar myndi berast að vitum þeirra, þegar þau gengju undir trjánum og yfir mjúkann mosann á ströndinni. — Eigum við að reisa hlóðir aftur á ströndinni og matreiða undir opnum himni? sagði hann. Hann hafði lesið hugsan- ir hennar úr svip hennar. — Já, sagði hún, — á sama stað og áður. Hún hallaði sér að hon- um og horfði á ströndina, sem kom nú betur og betur í Ijós. Hún hugsaði um kvöldið góða, þegar þau fóru veiðiförina, en voru feimin hvort við annað og þorðu ekki að gefa tilfinning- um sínum lausan tauminn. Máf- urinn læddist enn einu sinni að óvinalandi, svo sem hann hafði oft gert áður. Nú fannst Donu orðið langt síðan hún stóð á klettunum og horfði á þessi hvítu ský í f jarska í fyrsta sinn, grunlaus um það, hvers konar skip þetta væri og átti þess sízt von, að þetta væri franskt sjóræningjaskip, sem ætti sér oíurlítinn vogmð hæli í hennar eigin landareign. Sól- in seig til viðar og máfarnir flögruðu yfir skipinu og ofurlít- Smmudagur 26. apríl 1M2. - íi ■ NYJA BIO ■ KGAMLA MðB Gæfubarnið Drangaeyjan (A Lfttle Bit of Reaven) (The Ghost BreakersJ Skemmtiieg söngvamynd. BOB HOPE og Aðalhlutverk leikur: PAULE'ÍTE GODDARD. GLORIA JEAN, ásamt Börn innan 12 ára fa ROBERT STACK, fá ekki aðgang. NAN GREY, BUTCH Sýnd kl. 5. 7 og 9. og BUDDY. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9 Bamasýning kl. 3. Barnasýning kL 3 ■Aðgöngumiðar að öllum sýn- GOSI Teiknimynd Walt Disney. ■ Aðgöngumiðar seldir frá Bingunum seldir frá kl. 11 f. h. kl. 11 f. h. il hafgola bar skipið, ásamt flóðinu, upp eftir ósum árinn- ar. Jafnvel þótt ekki væru nema fáir dagar síðan þau fóru úr víkinni, hafði skógurinn breytt um lit, eftir því, sem leið á sumarið. Allir litir voru orðnir dýpri nú, og hæðirnar voru orðnar iðgrænar og hlý angan miðsumamæturinnar barst að vitum þeirra, og blær- inn strauk þeim um vanga, eins og þeim væri klappað mjúkri hendi. Þegar skipið kom upp að ósnum varð þar ókyrrð mik- il, því að fuglarnir, sem áttu þar athvarf, flugu upp og sveimuðu yfir skipinu með gargi miklu. Og um leið tók byrinn úr seglunum, og bátum var skotið út og akkerum varp- að fyrir borð, og þegar fyrstu skuggarnir féllu yfir ána, lá Máfurinn við traustar festar á víkinni. Það glamraði í festunum og það ékki, Sankó, ,,að ég mundi þurfa að berjast í þessari ferð? Sjáðu berserkina, sem bíða þess að ráðast á mig. En ég skal svei mér taka í þá!“ Hahn brá sverði sínu, stóð á fætur í bátnum og ögraði möi- urunum. „Þorparar! Ég skora á ykkur að framselja strax fangana, sejn þið haldið föstum í kastalanum. Vita skuluð þið það, að ég er Don Quixóte, Ljónariddarinn öðru nafni, mér var falið þetta göfuga hlutverk.“ Hann pataði og sló um sig eins og hann væri þegar farinn að berjast við malarana, en þeir gáfu engan gaum að hávaðan- um í honum, en voru viðbúnir með stjaka sína til þess að ýta bátnum frá, þegar hann bærist inn í sogið hjá mylluhjólunum. Sankó sá hættuna, sem yfir þeim vofði og féll á kné í bátn- um og baðst fyrir. Malararnir gátu stöðvað bát- inn með stjökunum. En þeir gátu ekki komið í veg fyrir að honum hvolfdi, og fóru þeir í vatnið, Sankó og Don Q. Hin þungu herklæði drógu riddar- ann niður, og mundi hann hafa drukknað, hefðu malararnir ekki hlaupið út í -vatnið til að bjarga honum. Tókst þeim,. ásamt Sankó,v að draga hann í land. Sankó varð það fyrst fyrir að biðja til guðs um að þurfa ekki að lenda í fleiri svaðilförum með húsbónda sínum. Hann hafði varla lokið bæn sinni, þegar þangað komu fiskimenn, sem kröfðust bóta fyrir bátinn, sem um síðir hafði brotnað í spón í mylluhjólunum. Don Quixóte var háalvarleg- ur og bar sig vel. Hann sagðist vera reiðubúinn að borga bát- inn, ef fanginn, sem væri í haldi í kastalanum, yrði látinn laus og fenginn honum í hend- MYNRASAfiA — Komið inn! Af hverju standið þér þarna? Ég vil ekki, að horft sé yfir öxlina á mér! Lillí: Örn, ég er hrædd! Mér geðjast ekki að honum! Maðurimi: Óttist ekki, ung- frú! Ég ét ekki ungar stúlkur! Örn: Hertu þig upp, Lillí! Hvers vegna ættum við að ótt- ast þetta karlfífl! Þau ganga inn í vagninn, sem er eins stór og útbúinn eins og lítið herbergi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.