Alþýðublaðið - 08.05.1942, Side 5

Alþýðublaðið - 08.05.1942, Side 5
Föstqdagur • 8. maí 1942. ALÞÝÐUBLAÐIÐ IMlLAiND er hinn nýi vig- völlur þessa stríðs, og það ;aser yíir geysistórt flæmi. Á iþessu svæði geta ef til vill ör- lög veraldarinnar oltið og mann- mum, sem stjómar vörninni þar, Sir Archibald Fercival Wavell, herforingja. Hermenn hans kalla hann Ar'chie, en kona íoans kallar hann Sir Archie. Í>ann 4. j.úlí 1941 fólChurchill honum starf, sem getur orðið til ■þess að gera nafn hans frægt á íoorð við nöfn eins og Nelson, Clive og Wellington. Á þessum degi var honum skipað að fara til IndlandsX Um það leyti leit svo út, sem Wavell hefði failið í ónáð hjá Churchill.Kairoborg var yfirfull af uppgefnum hermönnum, sem liöfðu lifað af allar þrengingar í Grikklandi og á Krít. iÞað voru ömurlegustu dagamir, sem yfir Bretland höfðu komið síðan undanhaldið við Ðunkirk. Fregnritarar, sem kunnir voru atburðum í hinum nálæg- ari Austurlöndum, vissu, að Wavell bar ekki beina ábyrgð á ihrakfömnum, sem Bretar urðu ifyrir á Balkanskaga og í Libyu- eyðimörkinni. Þeir vissu til dæmis, að Sir Archie hafði farið eftir beinni .skipun frá London, þegar hann ændi meira en heiminginn af liði sánu, eftir að hann hafði tek- ið Benghasi, til Grikklands. En sjálfur vildi hann halda áfram til Tripolis. Nótt eina um klukkan þrjú klifraði hann upp á Wellington- .sprengjuflugvél og flaug yfir Araibíu í áttina til Indlands, eft- ir að hann hafði afhent eftir- uaanni sínum, Auchinleck, lykl- apa að skrifstofum sínum. Frú Wavell hafði ekkl tíma til þess Sir Archibald Wavell, fræg asti hershöfðingi Breta. WAVELLÆTTINNI hefir verið trúað fyrir ýmsum þýð ingarmiklum störfum mann fram af manni. En sá Wavell, sem nú lifir. hefir fengið eitt hið erfiðasta hlutverk, sem nokkrum herforingja hefir verið trúað fyrir. Honum hefir verið falið það vandaverk að stjórna vörn Indlands og þar með brezka heimsveldisins. Eftirfarandi grein um hann er eftir blaðamanninn Frank Gervasi. Sir Archibald Wavell. að raða niður dóti sínu og fylgja manni sínum. Fáeinum dögum seirnia var £pir Archie kominn á norðvestur- vígstöðvamar og farinn að rann- saka varnir Breta í Indlandi. Honum var falið. að stjórna vömum stærstu nýlendu Breta og jafnframt hinni auðugustu. SIGLINGAR milli Bretlands og Islands halda áfram eins og að undanfömu. Höfum 3—4 skip í förum. Tilkynn- ingar um vörusendingar sendist i \ Cnlliford & Glark Ltd. BRADLEYS CHAMBERS, LONDON STREET, FLEETWOOD. ðTBoneuN . T EKJUáFfiAN6S í Reykjavík: , kl. 9—12 daglega á skrifstofunni. I í Hafnarfirði: , kl. 2—4 í búðinni við Strandgötu. í Keflavík og Sandgerðh allan daginn í búðinni. — ökaupíéieqiá Ég hafði tal af Wavell í Kairo rétt áður en liann flaug til Ind- lands, og ég átti enn fremur við- tal við eftirmann hans í hinum nálægari Austurlöndum. Hvor- ugur þeirra leit björtum augum á framtíðina með tilliti til hern- aðarins. Báðir eru þeir sérfræð- ingar í hernaði og líta á hernað sem vísindagrein. Wavell hafði einkum áhyggj- ur út af Rússlandi. Sir Archie þekkir Rússland, og hann van- mat hvorki stríðsmátt þeirra né hugrekki. Hann var þess full- viss, að Rauði herinn væri mjög öflugur og vel útbúinn. En sem reyndur hermaður þóttist h&nn þó sannfærður um, að enda þótt sovétheriim væri annar bezti her í heimi, næstur þýzka hernum, gæti hann ekki unnið bug á þýzka hernum. Wavell varð að búa sig undir það, að þýzki herinn reyndi að brjótast yfir Kákasus milli Svartahafs og Kaspíahafs til Irak og Iran. Wavell var vel ljóst, hvað þýzka herráðið hafði í huga. Þess vegna flýtti hann sér að taka Sýrland, braut á bak aftur uppreisn Rashid Ali í Irak og tók Iran á sitt vald, þar sem Bretar komu upp sameiginleg- um vígstöðvum með Rússum, og skipaði Afghanistan að reka úr landi alla Þjóðverja og undir- róðursmenn þeirra. Á þann hátt gat hann ,,valdað“ sig, eins og sagt er í taflmáli. En Sir Archie var það Ijóst, að lönd þessi voru honum ekki sterkur varnarmúr. Hann var nægilega kunnugur málunum til þess að vera áhyggjufullur á svipinn, þegar ég sá hann næst í Simla, nokkrum vikum eftir að hann fór frá Kairo. Hann var þá nýkominn úr eftirlitsferð frá Khyber- skarði. Hann var líka mjög þreytulegur. Árás Þjóðverja á Rússland gaf Ameríkumönnum og Bret- um „frest“, eins og Sir Archie kallaði það. Svo langan frest sem Rússar gætu staðið í Þjóð- verjum og' látið þá hafa nóg að gera á rússnesku vígstöðvunum. — Árás Þjóðverja á Rússland, sagði Wavell, — gaf okkur frest um það leyti, seni tíminn var okkur dýrmætari en nokk- urt vopn. Sir Archie vissi, að þessi frestur myndi ekki vara að eilífú. og ef til vill yrði hann ekki einu sinni nógu langur til þess að verksmiðjur í Randa- ríkjunum og Englandi gætu framleitt nóg aí skriðdi’ekum, flugvélum og ibyssum til þess að gera meiri háttar árás á Þjóð- verja. Sir Archie sagði, að hægt væri að drepa kjark úr Þjóðverjum með sprengjuárásum. En hann sagði, að þrátt fyrir það væri ekki hægt að vinna stríðið á þann hátt. Þjóðverjar yrðu að fá að finna, hvað innrás væri. En til innrásar þyrfti geysileg- an mannafla, og mönnunum væri haldið heima í Englandi af ótta við innrás frá meginland- inu. — En hvort sem við höfum nóga menn eða ekki, eða nóg vopn eða ekki, sagði hann og brosti, — verðum við að halda áfram að berjast. Og það gerum við. Wavell er einn af beztu rit- höfundum Englendinga í her- foringjastétt. Ævisaga vinar hans, Allenbys hershöfðingja, sem Wavell skrifaði, er ágæt bók í sirmi röð. Wavell var í þjónustu hans eftir að hann hafði náð sér eftir sár þau, sem hann fékk í Frakklandi. Þegar ég hitti Wavell í Kairo, var hann mjög öruggur um hin nálægari Austurlönd. Og hann bætti því við, að Þjóðverjar myndu aldrei taka Níl. Þegar ég hitti Wavell austur í Indlandi, var hann nýlega kominn frá vígvellinrim, þar sem nóg hafði verið að gera. Indland var í þúsunda mílna fjarlægð flrá sprengjuregninu, og í Simla, hátt upi í Himalaja- fjöllum, þar sem Sir Archie hafði leitað athvarfs fyrir hit- unum á Punjabsléttimum, voru engar myrkvanir og engin mat- vælaskömmtun, og fólkið talaði í léttúðugum tón um stríðið, eins og fólk gerir jafnan, meðan sprengjumar eru í nógu mikilli fjarlægð. Og Indland sjálft titr- aði undir hinni gömlu baráttú' milli Múselmanna og Hindúa. í gamla daga, þegar persónu- legt hugrekki og þrek hafi þýð- ingu í stríði var hægt að not- færa sér ofstæki Múselxnahna, rólyndi Hindúa og' óttaleysi Sikha. En í nútímastyrjöld koma slíkir eiginleikar ekki að mlklu liði. En ei að síður verður Wavell að reyna að sameina Indverja til vamar, og undir þvi, hvemig honum tekst það, er það komið, hvort nafn Wavells verður skráð í hemað- arsögu Breta við hliðina á nafni Wellingtons. ÍR-bíllinn er sannlcallaður lúxusbíll. — Flestir Reykvík- * ingar ætla að eiga hann eftir nokkra daga. — Hótel Hekía. — Eggert Stefánsson, sumarið, hálsbindin og grænu Iiattarnir. i HANN ER KOMINN“. Þana- ig- auglýsir íþróttafélag Reykjavíkur. I>að á við happdrætt isbíliun, sem búið er að bíða eftir langa lengi og allir ætla að eign- ast. Ég skoðaði þann bíl í gær- kveldi og hann er hið mesta furðu smíð. AIIut lagður fínasta efni, með miðstöð og útvarpstæki af beztu sort, allskonar tökkmn og ljósaapparötum, reglulegur lúx- usbíll, sem hlýtur að vekja í manni ágimd og hana ekki litla. \ ÞAÐ Á AÐ DRAGA í happdrætti í. R. innan fárra daga. Og þá verð- ur einliver lukkulegur og margir ólukkulegir. í. R. er þegar búið að selja einhver ósköp af miðum og þó eru nokkrír eftir, sem menn geta fengið ef menn biðja um þá. í. R. auglýsir líka bílimi sinn með því að láta listabítstjóra aka hon- um hægt og rólega um göturnar. ÞESSI BÍLL kostaði í innkaupi um 16 þúsundir króna. Það er víst sama sem að nú myndi vera hægt að selja hann hér fyrir að minnsta kosti 30 þúsundir króna, ef dæma á eftir söluverði. á gömlum útjösk uöum trogum hér undanfarið. Mest myndi þó vera gaman að eiga bíl- inn til þess að nota hann sjálfur. í. R. HELDUR uppi margskonar menningarstarfsemi fyrir æskulýð inn. Það er líka til stuðnings þess- ari starfsemi, sem félagið efnir til happdrættisins. Félagið hefir einu sinni áður haft happdr. um fínam bíl og iþað gekk svo vel, að nú er félagið aftur að reyna. Það má líka gera ráð fyrir því, að tilraunin takist vel, enda á félagið það sami arlega skilið, að allt, sem það tek- ur sér fyrir hendur gangi vel. MÉR DATT í HUG í gær, þegar ég gekk fram hjá Hótel Heklu hvort eigendur þessa musteris vildu ekki láta skinna upp á nafn- ið, sem skráð er yfir inngöngu- dyrunum. Hekla er veglegt nafn, þó að hótelið sjálft sé ef til vill ekki veglegt. Og ef stafirnir væru giltir að nýju og glitruðu þama yfir Lækjartargi þá myndi fegurra að líta heim á hlaðið. Mennimir, sem standa í stórhópum á hverju kvöldi á tröppum hótelsins og fyr- ir neðan þær, myndu líka taka sig betur út, ef þeir hefðu svona sól skínandi yfir sér. EGGERT STEFÁNSSON heimt- ar að ég skrifi um sumarið, sól- skinið og veðrið. Eg má ekki skrifa um veðrið. Ef ég gerði það myndi ég verða settur í Singt Sing vestra og þá mynduð þið ekki eiga neinn Hannes. En Eggert segir að fyrsti vetrardagur sé um 20. júní og fyrsti sumardagur 27. desember. Það er líka alltaf sól og sumar í kollinum á honum. — Annars eru. það einkennilega margir, sem hafa nú sett upp græna hatta- og fer vel á því. ALLT ER AÐ GRÆNKA og um ieið kemur sumarið í okkur. Stúlk- irrnar eru nú miklu brosleitaxi en þær voru í vetur, já, þær eru jafn- vel farnar að brosa til íslenzku strákanna. Strákamir hafa líka sett up sumarhálsbindin til þess að vekja á sér athygli, en banda- ríksku strákarnir ganga allir með kolsvört bindi. Við höfum von um að sigra í þessari samkeppni. Reno heitir franihaldsmyndin á Gamla Bíó núna. Er það am- eríksk kvikmynd með Richard Dix og Anita Louire í avalhlut- verkinu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.