Alþýðublaðið - 08.05.1942, Blaðsíða 7
Föstudagur 8. maí 1M2.
jBærinn i dag.j
Næturlæknir er Þórarirm
Sveinsson, Ásvallagötu 5, sími
2714.
Næturvörður er í Reykjavíkur-
Apóteki.
ÚTVARPIÐ:
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: Úr sögu læknisfræð-
innar, IV. Þar sem nú
stöndum vér (Þór. Guðna-
son læknir).
21.00 Strokkvartett útvarpsins:
Kvaírtett nr. 12 í G-dúr eft-
ir Mozart.
2J.15 Upplestur: „Biðin“, saga
eftir Davíð Þorvaldsson
(Svava Einarsdóttir).
21.30! Hljómplötur: Aladín-svítan
eftir Carl Nielsen.
21.50 Fréttir.
Datt af hestbaki.
Það slys vildi nýlega til norð-
ur í Húnavatnssýslu, að unglings-
stúlka, Ragnhildur Jósafatsdóttir
frá Vatnshóli í Kirkjuhvamms-
hreppi,\ datt af hestbaki og beið
bana. Var hún á heimleið úr
spurningatíma hjá prestinum, þeg-
ar slysið vildi ti'l.
UmferSarslys
varð í Ólafsvík s.i. sunnudags-
kvöld. Varð 9 ára drengur, Agn-
ar Randversson, fyrir bíl og beið
bana. Hafði hann hlaupið á eftir
bifreiðinni og fram með henni, en
hrasaði inn á milli hjólanna og
fór annað afturhjólið yfir brjóst
hans.
Heimilisblaðið Vikan,
sem kom út í morgun, flytur
m. a. þetta efni: íþróttir efla alla
— grein um íþróttaviku Glímu-
félagsins Ármanns, Starfandi
gtúlka, smásaga eftir Donald
Hough, Leyniblað smásaga eftir
Manuel Komroff, framhaldssögurn
ar, Leyndardómur hringsins og
Bréf drottningarinnar, mynda-
síða o. m. fl.
Frjáls verzlnn
Marzhefti III árg. er nýkomið
út. Efni er fjölbreytt, eftir venju,
og er .sem hér segir: Skattamálin
á Alþingi. Verzlunarmenn á
gönguför (B. Waage). Útlitið í
Rússlandi (C. Falls). Landvama-
mál íslands. Mercantilisminn
(Sverrir Kristjánnson). Verzlunar
aðferð fyrir 64 árum. Tr. Gunnars-
son). Alúð og kurteisi. (J. A. Mur-
phy). Vísindin rjúfa hringana.
(A. Zischka). Frá starfsemi V.R.
Matvæli og vefnaðarvörur. Ýmsar
smágreinar.
Vegna skoíæfinga
verða eftirtöld svæði hættuleg
fyrir skip: 8. maí: kl. 18—19, 22°
W. — 22° 10 W. 64°04 N — 64°06.
Kl. 20—21 21°59W — 22°2 N.
64° 09 N. 64° 13 N. — Þann 9, kl.
15,30—16,30: 21°51 W. — 22°02
W. 64° 16 N. 64° 17 N. — Kl. 13:
21 ° 56 W. 22° 40 W. 64°10 N.
64°13 N. — Kl. 18—19: 21°44 W.
21 °50 64° 19 N. 64°20 N.
Rafskinna
verður aðeins til sýnis til
kvölds, að þessu sinni. í dag eru
því síðustu forvöð til að taka þátt
í getrauninni um beztu auglýsing-
una.
Helgí Magnusson
haupmaðnr 70 ðra.
ID.4G er Heigi Magnússon
kauplnaður 70 ára gam-
all.
Þessi þekkti og ágæti borg-
ari hóf starf sitt með járn-
smíðanámi, 'og vann síðan að
þeirri iðn við mikinn orðstír
áratugum saman.
Hið velþekkta fyrirtæki, sem
ber nafn hans, stofnaði hann.
fyrir meir en 30 árum, ásamt
K. Zimsen, fyrrv. borgarstjóra,
og Kjartani heitnúm Gumir
laugssyni kaupmanni. Hefir
verzluninni megnað mjög vel,
eins og kunnugt er,
Helgi Magnússon óg kona-
hans, frú Oddrún Sigurðardótt-
ir eru mjög samhént 1 öllu, sem
til heilla og ánægju má verða
fyrir skyldmenni þeirra, vini
og kunningja.
Helgi er drengskaparmaður,
trygglyndur og , ,,vinur, sern í
raun revnist.11
Helgi er að vísu alvörumað-
ur, en hefir hins vegar naiklar
mætur á græskulausri kýmni,
og kann vel að segja frá ýmsu
skemmtilegu.
Ilinir fjölmörgu kunningjar
og vinir munu í dag senda
Helga Magnússyni, konu hans
og 7 börnum, hlýjar vina- og
virðingakveðjur í tilefni þess-
ara merkilegu tímamóta í lífi
hins mæta manns.
Þ. J. S.
Frá nppsögn Stýri-
mannaskðlons. ”
36 piliar lítskrsfias)-
ust nir skélanum.
-■o'ý, ■ ( i ••
STÝRIMANNASKÓLANHM
vár sagt upp 2. þ. m. í vet-
ur höfðu stundað nám við skól-
ánn 66 piltar. Af þeim útskrif-
uðust 13 með hinu minna fiski-
mannaprófi í lok janúarmánað-
ar, og nú 16 með hinu meira
fiskimannaprófi og 7 með far-
mannaprófi.
Þessir nemendur luku prófi
nú:
ALÞYÐUBLAfMD
eink. Rágnar Þ. Guðmundssön,
Rvík 7,24 ág. eink. Vigfús Si’g-
urjónsson, Hafnarf. 5,35 2. eink.
Vilhelm S. Sigurðsson, Rvík
7,03 ág. eink. Þorstemn Auð-
unsson, Rvík 6,76 1, eink.
Við skólauppsögnina færðu
nemendur skólastjóra kr. 575
gjöf tií Korta- og bókasafns-
sjóðs Stýrimannaskólans. Var
þessi sjó.ður stofnaður í fyrra-
vetur af hjónunum Ágústínu
Viggósdóttur og Þorgiís Ingv-
arssyni bankafúlitrúá. með
3000 kr. gjöf í minningu um
Viggó son þeirra, sem fórst með
e.s, Heklu í íýrrasumar. Skóla-
stjóri gá’t þess, að í undirbún-
ingi væri. sjóðstofnun, sem
tengd yrði við nafn Páls Hall-
dórssonar fyrrv. skólastjóra, og
er ætlunin að það verði verð-
launa- og styrktarsjóður, en
stofnendur eru íyrrverandi
samkennarar og nemendur
Páls. Strax hafa safnazt nokk-
ur þúsund kr. í þenna sjóo.
\ ÐALFUND U R starfs-
í~\ stillknafélagsins Sókn var
haldinn í fyrrakvöld'. Á fundin-
um voru samþykkt harðorð
mótmæli gegn gerðardómslög-
unum og skorað á alþingi að
nema þau úr gildi.
Þá fór fram kosning á stjórn
fyrir félagið og hlutu kosningu:
Aðalheiður Hólm formaður,
Oddný Guðmundsdóttir vara-
formaður, María Guðmunds-
dóttir ritari, Vilborg Ólafsdóttir
gjaldkeri, ,Jóna J. Reykfjörð
fjármálaritari og meðstjórn-
endur Birna Jónsdóttir og Guð-
rún Kjerúlf.
SaratíSin,
maíheftið ,er kþmin út og flyt-
ur margvíslegt efni. Af greinum
má nefna: Maðurinn, sem fann
undralvfið insulin. íþrótl'ir og
menning eftir Benedikt S. Grön-
dal, Hugsjónaarfleifð v vor eftír
próf. Richard Beck. Hugmyndir
mínar um kvenfólk, Sascha Gui-
trv. Allt eru þetta snjallar grein-
ar og margt fleira læsilegt er í
heftinu.
7
Jarðarför mannsins míns og föður okkar
ÞÓRÐAR ÞORVARÐARSONAR
Votmúla Sandvíkurhreppi, fer fram frá dómkirkjunni laugar-
daginn 9. þ. m. og hefst með húskveðju að Sóleyjargötu 23 kl. 1.
Ánna Lafransdóttir og börn.
Innilegar þakkir fýrir auðsýpdþ vináttu og samúð við and-
lát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
Frú GUÐRÚNAR CLAUSEN.
Böm, tengdabörn og barnabörn.
Mokkrar stúlkur
vantar sið Hleppi og ¥ífiisstSðum.
Upplýsingar ls|á ySIrSxJákrunar-'
konnnnm.
Útsðlumenn
All»ýðublaðsins
I
út um land, eru beðnir
að gera afgreiðslunni
skil, fyrir fyrsta fjórðung
ársins sem allra fyrst.
NÝTÍZKU ÞVOTTAHÚS
(Frh. af 2. síðu.)
stofnun, eins og önnur þvotta-
hús eru nú rekin í bænum.
Borgarstjóri svaraði, að i
ráði væri að koma upp allstóru
þvot.tahúsi í Sundhöllinni. —
Verður íbúð Sundhallarvarðar
rýmd og húsrúmið m. a. notað
fyrir þetta þvottahús. Vélar
Sundhallarinnar mun vera
hægt að nota í þetta þvottahús,
en að sjálfsögðu verður að
kaupa eitthvað af nýjum vél-
um í þvottahúsið.
Munu það verða gleðitíðindi
fyrir húsmæður í bænum, ef
slíkt þvottahús tekur til starfa
— og það verður ekki rekið,
sem stórgróðastofnun.
Vitanlega væri og full þörf
fyrir stórt þvottahús við Laug-
arnar, þó að þvottahús verði
| stofnað í samb. v. Sundhöllina..
Farmannapróf:
Bragi Agnarsson, Rvík 6,19
1. einkunn. Bergur Pálsson,
Hrísey 6,96 ' 1. eink. Eiríkur
Beck, Rvík 5,48 2. eink. Hannes
Tómasson, Vestm.eyjum 5,44 2.
eink. Ragnar Kærnested, Rvík
5,85 2. eink. Steindór K. Jóns-
son, Akureyri 5,35 2. eink. Vla-
dimir Knopfmiler 5,47 2. eink.
Hið meira fiskimannapróf:
Arnþór Jóhannesson, Siglu-
firði 6,32 1. einkunn. Bjöm
Baldvinsson, Hrísey 6,56 1.
eink. Emil M. Andersen, Vest-
mannaeyjum 7,30 ág. eink.
Friðgeir H. Eyjólfsson, Rvík
7,11 ág. eink. Gísli G. Jónasson,
'Rvík 5,37 2. eink. Gísli G. Jóns-
son, Hafnarfirðf 5,06 2. eink.
Guðjón S. Illugason 5,83 2.
eink. Gunnar Ólafsson, Akra-
nesi 5,52 2. eink. I. Óskar Magn-
ússon, Rvík 5,89 2. eink. K.
Árni Finnbogason, Vestm.eyj.
6,16 1. eink. Óskar Þ. Johnsen,
Vestm.eyj. 6,40 1. eink. Pétur
G. Jóhannsson, Rvík 6,00 1.
Stórbruni í Ameríku.
L
Nýlega brann stór komhlaða í Bandaríkjunum til kaldra kola með IVz milljón skeppa af
korni. Brunaliðið barðist tímum saman við eldinn í 17 stiga frosti. Tjónið var metið 214
1 milljón dollara.