Alþýðublaðið - 20.05.1942, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.05.1942, Blaðsíða 6
6. AUÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvíkndagur 20. maí .1942. Framkvœmd afnrðasðlolaganna. Revyan 1942. Ní er Dað svart, maðnrS Sýning í kvöld kl. 8. Sala aðgöngtaniða hefst í dag kl. 2 Leikfélagg ReytelavgkBar . „GULLNA HLIÐ Sýning annað kvöld kl. 8. > ’ Aðgöngumiðar seldrr frá kl. 4 í dag. Framh. af 4. síðu. unnust samtals 5 au. á mjólkur- Ktrann, sem báðum var ihagur að, framleiðendum og neytend- um. En illu heilli hverfa Fram- sóknarmenn fljótt af ,þessari tvímœlalaust einu réttu leið um lausn málsins og inn á hinn breiða veg verðhækkunarinnar, án minnsta tillits til kaupgetu almennings og þeirra agnúa á mjólkurvörusölunni, er vitað var og til mátti ná þá frá leið. Virðast Framsóknarmenn þaðan í frá litlu öðru skeyta, en að ná sem stærstum fjárfúlgum í verðjöfnunarsjóð, og svo hat- ramlega var að því gengið, að á S—4 árum þrefaldaðist skatt- urinn og nemur á reikningi sam- sölunnar 1939 hvorki meira né minna en 10 au. á hvern mjólk- urlítra. Verðjöfnunarskattur 4 au. + 6 au. sölugróði á lítra, sem einnig gengur til verðjöfn- unarsjóðs. Það ár nam hinn beini dreifingarkostnaður mjólkurinnar tæpum eyri á lítr- ann, en sá kostnaður var, áður en framkvæmd laganna hófst, um 8 au. á lítra. Hefði verið bú- ið, árið 1939, að skera fyrir þau mein, er kröfðust uppbóta úr verðjöfnunarsjóði, var þetta ár hægt að greiða bændum 10 aur- tun hærra verð á lítra en gert var. Þetta talar skýru máli um það, að í sjálfum verðjöfnunar- skattinum er engin endanleg lausn fundin á mjólkurmálinu, þótt hann sé hins vegar nauð- synlegur til jöfnunar á tekjum framleiðenda meðan óhjá- kvæmilegar aðgerðir fara fram á þeim meinum, er mjólkurvöru vinnsluna þjá. Með einhliða verðuppbótum eins og nú, er bændum ekki aðeins mismunað hvað arð snertir af skipulaginu, Meldur nokkur hluti þéirra beinlínis skattpíndur, þar eð margir af þeim, þeir er vinnslu- mjólkina framleiða, eru settir á eins konar skylduframfæri stétt- arbræðra sinna í næstu héruð- um með hóflitlum verðuppbót- um á vimisluvöruna, án minnstu umleitunar á að gera þá grein mjólkurbúanna arðbæra. Alþýðuflokksmenn halda því fram, að verðjöfnunarskattur- inn megi ekki verða til þess að drepa þá dáð manna að leita or- sakanna fyrir nauðsyn hans og komast jafnframt fyrir þær. Enda ekki annað sjáanlegt, með tilliti til verðlags á vinnsluvör- um mjólkurbúanna, en að þetta megi takast. Við hæfilegan tíma, er með þyrfti, til lagfæringar á rekstri þeirra, eiga verðuppbæt- umar að miðast og annað ekki. Hér er að finna höfuð rökvillu Framsóknarmanna í fram- kvæmd mjólkurlaganna. Hið fullkomna aðgerðaleysi þeirra, jafnvel andúð, á allri rannsókn, er lýtur að því að færa til betri vegar og gera hagnýta mjólkur- vöruvinnsluna. ) ^ Hér á eftir skulu ræddar þær tillögur til lausnar mjólkurmál- inu, er flokksfélög Alþýðu- flokksins hafa rætt og gert á- lyktanir um á undanförnum ár- um, en síðan birt í Alþýðublað- inu þeim til athugunar, er um inál þessi fjalla. . OÞað, sem aðallega hefir valdið mjólkurbúunum örðugleikum á undanförnum árum, er osta- framleiðslan. Vegna miMÍlar takmörkunar á sölu neyzlu- mjólkur og skyrs hefir öll mjólkurframleiðsluaukning orð- ið að ganga til ostagerða, þar eð í því formi var hægt að safna birgðum á vinnustað. Ostana er tiltölulega auðvelt að geyma, flutningskostnaður þeirra er lít- ill og þvi hægt um vik að ná til fjærliggjandi markaða. En osta- salan hefir ávalt verið treg. í fyrsta lagi eru ostarnir dýrir í smásölu og í öðru lagi er þjóðin óvön neyzlu þeirra. Til þess að losna við gamlar birgðir varð því að grípa til útflutnings, en hann gaf hins vegar sáralitið í aðra hönd. Til þess að bæta úr þessu hef- ir aðallega verið bent á þrjár leiðir: hækkun smásöluálagn- ingar, aukna 'skyrneyzlu og framleiðslu þurrmjólkur til brauðgerðar og annarra iðnað- arþarfa. Skal þetta nú, hvað út af fyrir sig’, athugað dálítið nánar. Smásöluálagning á ost er mikil. Áður en núverandi verð- bólga hófst var hún t. d. sem hér segir: 20% kr. 1,40 kr. 2,00 kr. 0,60 30% — 1,70 — 3,00 — 1,30 45?! — 2,20 — 3*50 — 1,30 1 Þetta svarar til að dreifingar- kostnaður mjólkurinnar. sé sem næst 4,6 au. á lítra. Smásölu- álagning er nú nokkru hærri eða allt að kr. 2,00—2,50 pr. kg. Eins og sjá má er hér nauð- syn nokkurra umbóta. Þessi kostnaður þarf að lækka all- verulega, t. d. um helming. Og sé mögulegt að selja 20%, ost með 60 au. álagi á kg., sbyldi það þá ekki einnig geta nægt fyrir aðrar tegpndir osta, þar sem varan er í raun og veru sú, sarna, geymsluh. edns o. s. frv.? Með nokkru aðhaldi um álagn- ingu á osta í smásölu ætti hvoru tveggjk að geta tekizt, lækkun smásöluverðs, örari afsetning og hækkun framleiðsluverðs til bænda. Þá hefir í sambandi hér við verið stungið upp á því, að mjólkurbúin hefðu í íteykjavík sameiginlega ostasölu, þar sem ostarnir væru seldir í stærri stykkjum og heilu lagi á heild- söluvbrði. Og hefir sú tilaga að nokkru verið tekin til greina hin síðari ár og gefizt vel. Með hliðsj ón af ostasölunni til útlanda var hér til mikils að vinna. Fyrir mjólkina í útflutn- ingsostinum fengust einir 10 au. á ltr., en það svaraði til smjör- verðs ihennar á markaði innan- lands og tæplega þó. Fyrir önn- ur efni hennar fékkst ekkert. Eitt árið var ,þessi útflutningur 1 millj. lítrar mjólkur, og var þá krafizt 115 000 kr. verðupp-, bóta úr verðjöfnunarsjóði, eða sem næst 11,5 au. á lítra. Nam þessi skattur það ár 2,3 au. á ihvern lítra mjólkur seldan til neyzlu í Reykjavík. 1 Hér var það, sem skórinn að- | allega kreppti. Til lagfæringar ® á þessu, umfram þaö, er áður getur um, lækkim sölugróðans í í verzlunum innanlands, segir í Alþýðubl. í marz 1938 eftir- farandi „Á vegum samsölunnar voru seld sl. ár 233,5545 kg. af skyri vi 80 au. veri. Svarar það til ca. 4490 kg. sölu á viku. Eða að- eins 0,6 kg. til hverrar 5 manna fjölskyldu í 'bænum. Þetta er ægileg staðreynd og eflaust bein afleiðing af hinu háa verði, Væri nú verð á skyri lækkað úr 80 au. og í 60 au. á kg., um 25% frá því sem er, og neyzla þess ykist jafnframt um ca. 0,5 kg. á viku á hverja meðalfjölskyldu, en sú áætlun ætti að vera nærri sanni þá mundi öll sú mjólk seljast, sem út ér flutt í ostum, og meira til, og verða fundið fé fyrir mjólkurbúin og lándið allt. Jafnframt er þáð vitað, að auk- inni skyrsölu fylgir aukin mjólkur- og rjómaneyzla, og því sennilegt, að einmitt þetta rá@ muni haldbczt til lagfæringar þeim öfugu hrutföllum, sem nú eru milli sölu- og vinnslu- mjólkur á framleiðslusvæðinu.“ Jafnframt var lágt til, að út- söluverð rjómans yrði hækkað hlutfalslega, svo framleiðendur bæru sama úr býtum. Var sú verðtilfærsla studd með því, að skyrið væri bein nauðsyn heim- ilannalog ætti að vera ó hyers mans borði, rjóminn hins vegar miðað við verðlag hans, nánast munaðarvara og að litlu ráði keyptur af almd'nningi. Illu heilli var þessu ekki sinnt, held- ur, jafnframt því að halda á- fram miskunarlausri tollheimtu meðal bænda, þeirri litlu kaup- getur, er þó var meðal almenn- ings áfram misþyrmt á frek- legasta máta. Skal þá vikið að þriðju tillögunni, framleiðslu þurrmjólkurinnar eða mjólkur- duftsins. Á alþingi 1937 flytur einn þingmanna Álþfl., Emil Jóns- son, frumvarp til laga um heim- ild fyrir ríkisstjómin til þess að jyrirskipa þlöndun á þurrmjólk í brauð í brauðgerðarhúsum, og til þess að ákveða hámarksverð á brauði og þurrmjólk. í greinargerð flutningsm. fylgiskjali I. segir þetta meðal annars: 1. Fæða alls almennings mundi bátna til stórra muna, jyrst itm sinn reyndar einungis , þeirra, sem % kaupstöðum búa, en síðar meir vonandi allrar þjóðarinnar. 2. Fenginn væri jyrst um sinn millj. lítra af mjólk á ári, en síðar sennilega jyrir tæpar 5 millj. I. 3. Innjlutningur væri sparaður ' um rúmar 100 þús. krónur árlega. Um kaup á vélasamstæðu og annan stofnkostnað mjólkur- þurrkunarstöðvar segir enn fremur: „Vélar þessar með öllu tilheyrandi,transportbandi, ele- vator, myllu o. s. jrv. kosta vel innpakkaðar komnar um borð í skip í Rotterdam HM 7750,00 eða ejtir núverandi gengi ísl. kr. ca. 24 þús. Allar vélarnar þurfa um það bil 45 fermetra góljjlöt.“ Þá segir enn fremur frá því, að mjólkurduftið sé fullkomlega uppleysanlegt í vátni og bragð- gott. En það út af fyrir sig er mjög þýðingarmikið vegna þurrmjólkumotkunar skipa á höfum úti. Gert var ráð fyrir tveirii teg. þurrmjólkur, feitri og fitusnauðri. Það hefði mátt ætla að ekki ómerkari tillaga en þetta var mjólkurmálinu til lausnar, myndi tekin tveim höndum of Framsóknarmönndm og þeir hefðu léð henni fylgi sitt. En það er síðtu: en svo. Þrátt fyrir al|a bændaást gætir ekki minnstu hrifningar meðal þeirra yfir þessu úrræði í vand- kvæðum mjólkurframleiðenda og málið dagar uppi. Hvað vald- ið hefir skal ósagt látið, þó sennilegast sé að ætla að mestu hafi ráðið um örlög frumvarps- ins, að það var ekki frá þeim sjálfum komið. Þeir hafi hér.við greint nokkra hættu á því, að forystan í málefnum bænda væri að færast á annarra hend- ur meira en góðu hófi gegndi. Sbr. vígorð þeirra nú og fyrr: „Við einir erum sveitamenn.“ Virðist önnur skýring ekki nær- tækari. , Þá er enn ein veigamikil til- laga til lausnar þessu máli ó- nefnd, en það er sala „matar- mjólkur“, þ. e. mjólkur, sem úr er búið að taka nokkurn hluta smjörfeitinnar og sem seld yrði tilsvarandi lægra verði en venjuleg sölumjólk. Með sölu þeirrar mjólkur yrði neytend- um gert mögulegt að fá keypta mjólk til margvíslegra þeirra heimilanota, sem venjuleg sölu- mjólk á „flöskum“ er ekld bein- línis nauðsynleg til og um of kostnaðarsöm, vegna smjörfeit- Smjörframleiðslan yk- | ist, en á því er hin mesta þörf, jafnframt því að kaup heimil- anna á mjólk, einkum hiima efnaminni, mundi vaxa. Þá er og þess að geta, að matarmjólk- in sneiðir hjá þeim kostnaðar- liðum í vinnslu, sem fyrirferð- armestir eru á mjólkurbúunum. Sala þeirrar mjólkur, er hér um ræðir, er þekkt Um alla heim og mjög tíðkuð, en það sannar ótvíræðara en allt annað hve slælega er enn á málum þess- um haldið, að ekki skuli enn hafa verið til hennar gripið hér. Márgar aðrar mjög fram- bærilegar tillögur hafa komið fram í þessum málum, svo sem sala á súrri mysu á greiðasölu- stöðum o. fl., sem ekki fundu neina náð fyrir augum ráðandi manna innan mjólkursölu- nefndar, hvar af má nokkuð marka hæfni meirihlutans, er í hana hefir valizt, til haldgóðra úrræða í málinu í heild. En eins sjálfsagt og það er, að gagnrýna gerðir og aðgerða- leysi mjólkursölunefndar, ber og hins að geta, sem vel hefir tekizt til um, en það er lækkun hins beina sölukostnaðar mjólk- urinnar frá því, sem áður var. Niðurlag á morgun. HANNES Á HORNINU Framh. af 5 s.íðu. bekkjunum, svo vondir eru þeir. Ein afsökun kann þó að verða færð fram fyrir þessu, en hún er sú að ekki hafi unnizt „tími til að útvega betri sæti vegna annríkis allra fagmanna. En hvað er þá um annað að segja?“ „AÐGANGUR bESSUM '• þægindum er ekki seldur nema kr. 2,25. í Borgarnesi og víða úti um land mun aðgangur kosta kr. 1,50 að .sams konar skemmtun, og mér er sagt að það gefi góðan arð. Þá er húsið oft svo yfirfyllt, að fólk stendur meðfram öllum veggjum og í hverju horni, og geta flestir gert sér í hugarlund hvað þeir öftustu munu sjá af myndinni. Þeir, sem þannig er staflað aftan við raðirnar, verða þó að greiða sama gjald, kr. 2,25, þótt þeir verði að standa allan tímann og sjái ekkert af því, sem sýnt er en kanhske er það réttlátt, því þeir hafa þó eitt fram yfir þá, sem fyrstir koma, að þeir sleppa við að pínast í hinum illu sætum, sem mér þætti nægileg refsing fyrir ,smá- afbrot.“ „ÞÁ A'Ð SÍÐUSl’U, leikenda- skrá, sem seld þefir verið á kr. 0,25 í Reykjavík, kostar nú hér kr. 0,50. Getur þú nú sagt mér, Hann- es minn, hvort leikendaskrárnar hafa hækkað í verði í Reykjavík, eða hvort þetta er okur hér, eins og fleira hjá þessari stofnun?“ LEIKENDASKRÁRNAR í Jcvik myndahúsunum hér, í Rvík hafa ekki hækkað í verði. Ungbarnavernd Líknar verður opin í þriðjudögum og fimmtudögum kl. 3.15—4 fyrir böm, sem búin em að fá kíghósta. Vegna misritunar í hand- riti í tilkynningu Trésmíða- félags Reykjavíkur: Átti að standa 5% í stað 5 a.ura pr. klukkustund, eins og stóð í auglýsingunni. Þetta leiðréttist hérmeð. Stjórnin. viðbótarmarkaður fyrir 2,5 > innar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.