Alþýðublaðið - 20.05.1942, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.05.1942, Blaðsíða 7
Bríiðvikudagur 20. maí 1942. ALÞÝÐUBLAÐiÐ Leigan á Gutenberg. | Bærinn i dag.j Næturlæknir er Kristbj öæn Tryggvason, Skólavörðustíg 33, sími 2581. Næturvörður er í Ingólfs-Apó- teki. ÚTVARPIÐ: 20.30 Útvarp frá Alþingi. TJngmcnuafélag Reykjavíkm- heldur skemmtifund næstk. fimmtudagskvöld í Oddfellow húsinu. Gullná hliðið verður sýnt annað kvöld og er þá búið að sýna það 64 sinnum. Sýningum fer nú að fækka úr þessu, og má búast við að síðasta sýning verði auglýst þá og þegar. Halló Ameríka! Sýning fellur niður í kvöld sök- um veikindaforfalla. Framh. af 2. síðu. I nefna oddamann ,ella skal I oddamaður dómkvaddur. Á- kvörðun úttektarmanna verður ekki áfrýjað. 8) Núverandi forstjóri prent- smiðjunnar, Steingrímur Guð- mundsson, skal eiga þess kost, að vera forstjóri prentsmiðj- unnar áfram meðan leigumál- inn er í' gildi, með eígi lakari kjörum en hann nýtur nú hjá ríkisprentsmiðjunni Gutenberg. Einnig skal hann eiga kost á að vera þátttakandi í fyrirtækinu, ef hann óskar þess. Þétta tilkynnist yður hér með. Hermann Jónasson. sign.“ lag íslenzkra prentsniiðjueig- enda um sameiginlega afstöðu til verkfallsins. En leiga á prentsmiðjunni hefði þá varla getað skilizt á annan veg, en þann, að ríkisstjórniri væri að, koma sér undan þeim skuld- bindingum. Forsætisráðherra mun þó í lok umræðnanna um málið háíá látið orð falla á þá leið, að það væri hægt að tala um málíð síðar. Og því mun ekki hafa verið mótmælt af hinum ráðherrunum.“ — Var þá málið ekki tekið. upp síðar? ,,Ekki svo að mig reki minni til.“ -J- Var þá aldrei gerð nein samþykkt um þetta mal í rík- Revyan, „Nú er þao svart, maður“ verður leikin í kvöld kl. 8. Að- göngumiðasala hefst kl. 2 í dag. Kennaraprófi í íslenzkum fræðum við Há- skóla Islands hefir nýlega lok- ið Steingrímur Pálsson. Hlaut hann fyrstu einkunn. Nokfcrar stúlbnr t óskast í verksmiðju. Aðeins reglusamar stúlkur koma til greina. Gott kaup. A. v. á. — Félagslíf. — Æfing í kvöld kl. 8.30 hjá meistara og 1. flokki. Mætið allir. Vidtal við JafcoSí Möll- er S|ármálaráðlierra. Alþýðublaðið sneri sér í gær- kveldi til Jakobs Möller, fjár- málaráðherra, en eðlilegasf verður að telja,' að fyrirtæki, eins og Gutenberg, heyri undir hann — og spurði hann — Var yður kunnugt um leiguna á ríkisprentsmiðjunni Gutenberg? „Mér var fyrst kunnugt um það, að kvöldi þess 16. þessa mánaðar,“ svaráði ráðherrann. — Hafði þá ekkert verið rætt um málið í ríkisstjórninni áð- ur? „Jú, það var um það rætt í janúarmánuði, meðan á prent- araverkfallinu stóð, og bar þannig að, að forsætisráðherra skýrði frá því, að prentarar úr Gutenberg befðu farið þess á leit að fá prentsmiðjuna leigða, meðfram með það fyrir augum að vinna gæti orðið, þá þegar, tekin upp í prentsmiðjunni, — þrátt fyrir verkfallið. Niður- staðan á því varð sú, að því er mér skildist, að allir ráðherr- arnir væru sammála úm, að slíkt gæti ekki komið til mála, eins og á stóð, vegna samninga ríkisprentsmiðjunnar við Fé- Dér kalli aotai FIX Þvottaduft í 10 ár og það hefur aldrei skað- að þvottinn, en þvegið fljótt og vel. Yður er óhætt að halda áfram að nota Fix - þvottaduft \ í isstjórninni? „Nei.“ — En teljið þér heimilt. að ráðstafa eignum ríkisins á slík- an hátt og hér hefir verið gert? „Ég tel þetta ákafiega ó- heppilegt og hættulegt for- dæmi.“ — Lítur ríkisstjórnin svo á, að tilboð fyrrverandi forsætis- ráðherra sé bindandi, og því verði ekki riftað? „Ég ger'i ráð fyrir, að ráðstaf- anir vprði gerðar til að full- reyna það,“ sagið fjármálaráð- hérra að lokum. ¥iötal við UeFmafifiKB Jónasson fyrv. for- sætisráðherra. Alþýðublaðið lagði eftirfar- andi spurningu um þetta mál fyrir Hermann Jónasson í gær: —: Er það satt, að þér hafið meðan þér vorum dómsmála- ráðherra, leigt prentsmiðjuna Gutenberg nokkrum starfs- mönnum prentsmiðjunnar? „Já, það er satt,“ svaraði Hermann Jónasson. — Til hvað langs tíma? „Til tíu ára.“ — Og með hvaða kjörum? „Það er bezt fyrir yður, að fá bréfið, sem ég sendi prent- urunum um málið. Það munuð þér geta fengið í stjórnarráð- inu.“ — Hvenær leigðuð þér pren tsmið j una ? „Rétt áður en ég fór.“ — Og samkvæmt hvaða heimild? „Heimild? — Ég hef aldrei heyrt annað en að full heimild væri til þess að leigja svona fyrirtæki. Hins vegar má ekki selja. Þetta á að verða sam- vinnufélag prentaranna. Ríkið á að hafa forgangsrétt um / alla prentun og fá hana með þeim beztu kjörum, sem það getur fengið annars staðar. — Ef prentararnir í Gutenberg eru ekki nokkurn veginn sammála um þetta, þá verður ékkert úr því.“ —- Var þetta gert í samráði við aðra ráðherra? „Málið var rætt á tveimur ráðuneytisfundum og enginn ráðherranna var á móti því. Þetta stendur líka í ’skjalinu." — Voru ráðuneytisfundir haldnir áður en Alþýðuflokk- urinn fór úr stjóminni, eða eftir það? 7 Ungmennafélag Reykjavíkur mmfifuiidiir í Oddfellowhúsinu fimmtudagskvöldið 21. þ.m. kl. 9. e.h. DAGSKRÁ: Ávarp (Páll S. Pálsson) Einsöngur með Píanóundirleik (Eggert Stefáns- son og Sigvaldi Kaldalóns) Ræða (Jakob Klristinsson, fræðslumálastjóri). Kvartettsöngur (fjórir Ámesingar) Upplestur (Jón Magnússon, skáld). Dans. Félagar! Mætið stundvíslega. Gestir velkomnir Aðgöngumiðar seldir í Oddfellowhúsinu kl. 4—7 fimmtudag. Stjómin „Málið var rætt á tveimur ráðuneytisfundum eftir / að Stefán Jóhann fór úr stjórn- inni, og enginn ráðherranna var á móti því. Ef því verður mótmælt, kemur til minna kasta að svara.“ Viðtafi við Albert Flisafi bogasois prentara í Gutenberg. Þá hefir Alþýðublaðið snúið sér til Alberts Finnbogasonar prentara í Gutenberg og spurt hann um þetta mál, en hann er í þriggja manna nefnd, sem nokkrir starfsmenn prentsmiðj- unnar kusu í vetur til að at- huga möguleika fyrir því að fá prentsmiðjuna á leigu. Albert Finnbogason sagði m. a.: „í vetur um líkt leyti og prentarar áttu í deilu út af launakjörum kom það til tals hjá okkur, hvort ekki myndi vera möguleikar til fyrir því, að fá prentsmiðjuna leigða. Út af þessu kusum við nefnd og voru í henni ásamt mér, Guð- mundur Halldórsson og Magn- ús Ástmarsson. Við snérum okkur til dómsmálaráðherra með þessa málaleitun og tók hann okkur vinsamlega. Jafn- framt ræddum við um málið við prentsmiðjustjórann, Stein- grím Guðmundsson, og var hann málinu andvígur. Það var hugmynd okkar, að stofna sam- yinnufélag um rekstur prent- smiðjunnar. Meðan stóð á deil- unni leystist þetta mál ekki. En svo hætti deilan og við héld- um áfram að hugsa málið. Síð- ar ræddum við enn við dóms- málaráðherra og kvaðst hann málinu fylgjandi, en kvaðst hins vegar bíða eftir umsögn forstjóra. Loks, rétt fyrir síð- ustu helgi, kom tilboð' dóms- málaráðherra, og höfum við tekið því. Það er ætlun okkar að stofna samvinnufélag um reksturinn og höfum við beðið prentsmiðjustjórann að verða framkvæmdastjóra, enda lögð- um við í upphafi áherzlu á, að njóta samstarfs hans. Við höf- um í þessu máli engin önnur sjónarmið en hag alls starfs- fólksins. En auk þess er okkur annt um Gutenberg. Hún er stofnuð af prenturum upphaf- lega og kemur mjög við sögu félags okkar og stéttar, og fögn- um við því, að hún skuli aftur vera komin í hendur prentara.“ Hœttalegt fordæmi. Það er í sjálfu sér ekki nema skiljanlegt, að prentar- arnir í Gutenberg hafi viljað rétta hlut sinn eftir þá dæma- lausu óbilgirni, sem þeim var sýnd í deilunni eftir áramótin, og því tekið því kostaboði, sem þeim barst frá Hermanni Jón- assvni, fyrrverandi forsætis- ráðherra, 10. þessa mánaðar. Það er mál alveg út af fyrir sig. En það fer ekki njá því, að það veki stórkostlega furðu, að ráðherra slculi leyfa sér, að ráðstafa þannig upp á sitt ein- dæmi eignum ríkisins. Og er framkoma hans í þessu máli því hneykslanlegri, sem ekk- ert var léttara fyrir hann, en að leggja málið undir úrskurð alþingis. Hann heldur því fram að vísu, að þessi ráðstöfun hafi verið gerð með samþykki ráð- herrafundar, en því er neitað af Jakob Möller fjármálaráðherra. Og í öllu falli er ekki vitað, að nein ósk hafi komið fram á al- þingi um það, að Gutenberg yrði seld á leigu, enda kunnugt að hún hefir verið rekin af stakri ráðdeild og myndarskap og með ágætri afkomu. Þða getur ekki hjá því far- ið, að þetta síðasta tiltæki Her- manns Jónassonar verði gert að hinu alvarlegasta rannsókn- ar'efni. Með því er skapað for- dæmi um meðferð á eignum ríkisins, sem getur haft hinar hættulegustu afleiðingar, sé ekki tekið í taumana nú þeg- ar. Eða hvað myndu menn segja, ef síldarverksmijður rík- isins yrðu af einhverjum öðr- um ráðherra seldar á leigu um 10 ára skeið, að alþingi for- spurðu? Verknað Hermanns Jónas- sonar ber að leggja alveg að jöfnu við slíkt ábyrgðarleysi. AuglýsiO f Alpýðublaðinu. W “ I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.